Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 40

Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Nettoiú.c ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR 108 Reykjavík Faxafeni 8 sími: 533 1555 Nýjar vörur LISTIR Stórt mósaíkverk eftir Nínu T ry gg vadóttur á aðalskrifstofu Flugleiða Frá afgreiðslusal Loftleiða á John F. Kennedy-flugvelli í kringum 1970. Glöggt; má sjá að Nína lætur verkið smellpassa inn f veggrýmið. Gengur í endur- nýiun lífdaga STÓRU veggmósaíkverki sem Nína Tryggvaddttir gerði fyrir af- greiðslusal Loftleiða á John F. Kennedy-flugvelli í New York árið 1968 hefur verið komið fyrir í húsa- kynnum Flugleiða við Reykjavíkur- flugvöll, aðalskrifstofu. Prýðir það nú vegg sem gengur upp milli hæða meðfram stigagangi, rétt eins og á Kennedy-flugvelli á sínum tima. Verkið er án titils en hefur verið kallað Víkingaskip á siglingu. Það er 5,9m x 2,7m á stærð og vegur hátt í níu hundruð kíló. Verkið vann Nína að beiðni Sig- urðar Helgasonar, fyrrverandi for- stjóra Flugleiða og þáverandi svæð- isstjóra Loftleiða í Ameríku, fyrir þetta tiltekna veggrými og hékk það uppi á Kennedy-flugvelli uns Loftleiðir færðu sig milli bygginga árið 1973. Var verkið þá tekið nið- ur. Ekki var unnt að koma því fyrir í nýja afgreiðslusalnum. Þórmundur Jónatansson hjá upp- lýsingadeild Flugleiða og Gunnar Mogensen, deildarstjóri inn- heimtudeildar og formaður listráðs fyrirtækisins, segja að Sigurður Helgason hafi borið þessa bón upp við Nínu snemma árs 1968 en áður hafði hún gert verk fyrir vegg sem tengir skrifstofur Flugleiða við Hótel Loftleiðir, sem jafnan er kall- að í flughciminum. Listakonan hófst handa í maí sama ár en féll frá 18. júní. Það kom því í hlut eigin- manns hennar, Als Copley mynd- listarmanns, að Ijúka við það og var verkið afhjúpað ínóvember 1968. Við flutninginn árið 1973 var verkinu pakkað niður í kassa, þar sem það lá þangað til seint á síðasta ári. „Þá fól Sigurður Helgason, yngri, forstjóri Flugleiða, okkur Gunnari B. Kvaran að kanna ástand verksins og hvort og hvar hægt væri að setja það upp,“ segir Gunn- ar Mogensen. „Síðan var útvegaður sérfræðingur frá Noregi, Svein Rönning að nafni, og hann opnaði kassana. I ljós kom að verkið var vel á sig komið.“ Verkið var þvfnæst sent í hreins- un til Noregs, þar sem sérhæft fyr- irtæki, Skiferindustri, tók það upp á sína arma. Utsendarar þess sáu si'ðan um uppsetningu þess f húsa- kynnum Flugleiða f sfðustu viku. „Þetta gekk hratt og vel fyrir sig. Verkið kom til landsins á föstudegi og var komið upp á vegg á mánu- degi. Nákvæmar leiðbeiningar um uppsetningu fylgdu verkinu, auk „varahluta", ef svo má að orði kom- ast, en nú var brugðið á það ráð að festa bútana á um tuttugu viðar- plötur. Það auðveldar mönnum að flytja verkið úr stað aftur, komi til þess,“ segir Þórmundur. Minnir á landafundina Myndefnið - víkingaskip á sigl- ingu - var valið til að minna á landafundi Islendinga vestanhafs. I ár minnast menn þessara landa- funda og því við hæfi að draga verkið fram í dagsljósið á þessum tfmamótum. „Flugleiðir taka þátt f þessum hátíðarhöldum og er þetta skemmtilegur angi á því,“ segir Þórmundur. Með iistaverkinu tengdu Loftleið- ir i'mynd félagsins við sögu Islands og frásagnir um að Islendingar hafi átt þátt í að finna Ameríku, bendir Þórmundur á, rétt eins og Flugleið- ir gera f nýjustu auglýsingaherferð sinni á sjónvarpsstöðinni CNN. Þar er slagorðið: Fljúgðu með fólkinu sem fann Amerfku! Gunnar segir uppsetningu verks- ins jafnframt falla undir megin- markmið listráðs Flugleiða sem sé Þórmundur Jónatansson og Gunnar Mogensen, starfsmenn Flugleiða, Morgunblaðið/Sverrir Nína Tryggvadóttir: Án titils, 1968. Veggmósaík 5,9m x 2,7m. að gleðja augu starfsmanna fyrir- tækisins og gesta - lífga upp á um- hverfið. „Flugleiðir eiga um eitt þúsund listaverk, einkum málverk. Það má því með sanni segja að hér sé málverkasýning á hverri skrif- stofu. Verkin eru jafnan sett upp í samráði við starfsmenn sem geta þannig haft áhrif á það hvaða verk fer upp hvar. Ráðunautur okkar í þessu efni er Birgir Snæbjörn Birg- isson myndlistarmaður," segir Gunnar en Flugleiðir gera sér eink- um far um að styðja við bakið á ung- um og upprennandi listamönnum. Gunnar og Þórmundur eru á einu máli um að mikil prýði sé af vík- ingaskipunum og gera ráð fyrir að þau verði á siglingu á aðal- skrifstofunni um ókomna tfð - að minnsta kosti meðan Flugleiðir verði þarna tíl húsa. Endurreisnar- konan Kata ERLEJVDAR BÆKIJR Spennusaga „Hunter’s Moon“ Eftir Dana Stabenow. Berkley Mystery 1999.239 síður. DANA Stabenow er áhugaverður spennusagnahöfundur sem býr í Anchorage í Alaska. Bækur hennar eru misgóðar, en sú nýjasta er þrusufínn öræfatryllir sem gerist í óbyggðum Alaska, hún heitir „Hunter’s Moon“ og kom út fyrir skemmstu í vasabroti hjá Berkley- útgáfunni. Aðalsöguhetja Stabenow heitir Kate Shugak og er Alaskabúi í húð og hár sem starfaði áður hjá ríkissaksóknaranum í Anchorage en er nú komin út á land þar sem hún lendir í ævintýrum og raunum ógur- legum. Það er ekki ónýtt að notast við óbilgjarna náttúru Alaska sem sögusvið spennusagna og Dana Sta- benow, sem þekkir greinilega vel til landslagsins, nýtir sér staðhætti og umhverfi með góðum árangri. Umhverfissóðar „Hunter’s Moon“ er níundi krimmi Stabenow um Kate Shugak en i henni gerist Shugak leiðsögu- maður fyrir vin sinn sem sér um veiðiferðir fyrir milljónamæi’inga langt utan alfaraleiðar. Kærasti Shugak lýsir henni sem endurreisn- arkonu vegna hinna fjölhæfu og margvíslegu hæfileika sem hún hef- ur til þess að komast af í óbyggðun- um. Hún er á fertugsaldri og gefur ekki mikið fyrir lýsingu kærastans. „Ég geri það sem ég þarf til þess að komast af, segir hún. „Ég bý í 300 kílómetra fjarlægð frá næsta byggð- arkjama. Ef þakið gefur sig gæti ég ekki hringt í smið jafnvel þótt ég hefði síma. Ég geri sjálf við þakið eða það gerir það enginn. Ef tækin bila geri ég við þau. Ef mig vantar í matinn veiði ég elg. Ef ég þarf að keyra jeppann held ég vélinni gang- andi. Hvað er svona merkilegt við það?“ Hún gleymir að minnast á að ef henni finnst henni ógnað eða ef hún þarf að leita hefnda skipta mannslíf hana engu máli. Eða næstum því engu. Nýi hópurinn, sem hún, kærast- inn hennar og þrír aðrir Alaskabúar þurfa að sjá um að fari sér ekki að voða, eru þýskir umhverfissóðar, sem komnir eru til óbyggðanna til að veiða elgi og birni og lax en bera ekki mikla virðingu íyrir náttúrunni eða dýrum skógarins. Þetta er millj- ónamæringurinn Dieter, sem á og rekur stórt hugbúnaðarfyrirtæki í Berlín og fylgifiskar hans, bókhald- arar og lögfræðingar og hin svell- andi kynþokkafulla Sena. Skondin Eitthvað á fyrirtækið í erfiðleik- um vegna málaferla og skattsvika og hópurinn er samankominn til þess að slappa af en eins og nærri má geta er þetta enginn afslöppunartúr. Brátt verður einn úr hópnum fyrir voðaskoti og eftir það verður Kate Shugak að beita allri sinni miklu þekkingu á ýmsum sviðum til þess að komast af. Dana Stabenow byggir öræfa- trylli þennan upp á mjög skemmti- legan hátt og lýsir umhverfissóðun- um þýsku með samblandi af svörtum húmor og hæfilegri fyrir- litningu á þeirri gerð túrista sem enga virðingu bera fyrir stað og stund, en líta á náttúruna aðeins sem leikvöll fyrir skotæfingar sínar; sem vilja hengja upp hausa á skrif- stofunni hjá sér og blása á allar reglur góðra veiðimanna. Þegar hún hefur kynnt hópinn til sögunnar með skondnum persónu- lýsingum eykur Stabenow spennuna jafnt og þétt og nýtir sér ákaflega vel sögusvið sitt. Þar er Kate Shug- ak á heimavelli hlaupandi yfir ár og upp á kletta og í gegnum skóga með illmennin á hælunum en alltaf skrefi á undan borgarbörnunum vegna þekkingar sinnar. Við kynnumst í leiðinni hinni úrræðagóðu Shugak, arfleifð hennar og harmi og vilja hennar til þess að komast af, hvað sem það kostar. Dana Stabenow hefur hér gert bæði skemmtilegan og spennandi reyfara sem jafnvel minnir stundum á sögur Alastair MacLean þegar hann var upp á sitt besta. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.