Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 49

Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 49 4 skemmtiþáttum í Ríkisútvai’pi. Efni þáttanna var þess eðlis að lagaval og útsetningar þurftu að vera með léttu yfirbragði og lögin þekkt af flestum hlustendum. Þættirnir urðu 16 í þessari fyrstu lotu og mun fleiri komu síðar vegna vinsælda þeirra. Söngmenn þóttu samstæðir í flutn- ingi laganna, en enginn vafi er í mín- um huga að framúrskarandi útsetn- ingar fyrir kór og hljómsveit riðu baggamuninn um vinsældir, slíkt af- bragð voru þær að gæðum og frum- leika. Eins og koma mun fram hjá öðr- um sem hér rita, lék flest í höndum Magnúsar. Hann kom víða við, var vel menntaður og framúrskarandi vandvirkur í öllu sem honum var fal- ið og hann tók sér fyrir hendur, en það var af ýmsum toga þótt hér verði fjallað um hann sem tónlistar- mann. Magnús var afar fær píanóleikari og hljómsveitarstjóri, en þó ber snilld hans sem útsetjara e.t.v. hæst þegar um tónlistarhæfileika hans er rætt. Hann kom víða við í því efni og mætti þar lengi telja, en mér eru nú efst í huga útsetnipgar hans fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands, sem eru vandaðar og afar vel unnar. Þær sýna hve hann var hugmyndaríkur og einnig fær á því sviði, enda varð það hans uppáhaldsiðja þegar á leið. Það er með ólíkindum að liðnir eru nær fjórir áratugir síðan sam- starf okkar Magnúsar og 14 Fóst- bræðra hófst á svo skemmtilegan og fjörlegan hátt. Hann hlaut strax virðingu okkar sem fágætur leiðtogi, besti félagi og vinur. Fyrir hönd okkar vinanna færi ég fram kærar kveðjur og þakkir fyrir að hafa átt þess kost að starfa með Magnúsi og njóta mætra samvista við hann sem aldrei bar skugga á. Langt samstarf mitt og Magnúsar var oft á tíðum svo náið að naumast leið sá dagur að við ekki hittumst eða ræddumst við í síma. Milli okkar Magnúsar og eigin- kvenna okkar hefur ríkt vinátta sem orðið hefur okkur hjónum æ dýr- mætari eftir því sem árin liðu. Höf- um við reynt þau hjón að meiri drengskap og ræktarsemi í okkar garð en nokkru sinni verði þakkað sem vert væri. En nú skilja leiðir. Ljúfur og traustur vinur er kvaddur með þakklátum hug. Megi sá sem öllu ræður, Drottinn Guð, Hinn hæsti, veita honum náð sína og blessun. Við Annie vottum Ingibjörgu eig- inkonu Magnúsar, börnum hans, barnabörnum og fjölskyldu allri innilega samúð. Blessuð sé minning Magnúsar Ingimarssonar. Annie og Þorsteinn R. Helgason. Mér er enn minnisstætt hvað það var gaman að kynnast honum Magn- úsi Ingimarssyni. Það var á jólagleði fjármálaráðuneytisins árið 1983 að leiðir okkar lágu fyrst saman. Þar spilaði hann undir fjöldasöng á nikk- una sína og hélt uppi fjörinu. Ég var þá nýbyrjaður að vinna í ráðuneyt- inu sem aðstoðarmaður Alberts Guðmundssonar sem þá var ráð- herra og við áttum margar ánægju- legar stundir næstu fjögur árin. Eitt af því sem ég hlakkaði til þegar ég tók við núverandi starfi mínu var að endurnýja kynnin við Ingibjörgu Björnsdóttur, ritara ráðherra, og Magnús mann hennar. Hann var alltaf ótrúlega örlátur á sína miklu tónlistarhæfileika þegar samstarfs- menn Ingibjargar í ráðuneytinu komu saman og jafnan hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Iðu- lega var hann beðinn um að undir- búa tónlistaratriði fyrir skemmtanir ráðuneytisins og stjórnarráðsins alls og setja saman alls kyns sönghópa. Rættist þá draumur margra um að fá að taka lagið við undirleik Magn- úsar Ingimarssonar. Hann sinntu slíku áhugastarfí jafnan af stakri þolinmæði og natni. Og þar fyt’ir ut- an var hann ákaflega skemmtilegur og góður félagi. Þegar árin færast yfir lærist manni hve slíkir kostir eru á endanum mikils virði. Á unglingsárum mínum var Magnús Ingimarsson einn þekktasti hljómlistarmaður landsins og stjórn- aði eigin danshljómsveit. Ég þekkti hann þess vegna snemma af afspurn og hlustaði á sínum tíma mikið á plöturnar hans með Fjórtán fóst- bræðrum sem nutu fádæma vin- sælda. Magnús var snillingur í út- setningum og syrpurnar á þessum plötum báru handbragði hans glöggt vitni. Magnús vann einnig um langt árabil við prentverk en helgaði sig tónlistinni á ný síðustu árin, ekki síst tónlistarkennslu. Við hið ótímabæra fráfall hans verður mikið skarð fyrir skildi hjá þeim mörgu sem nutu krafta hans á því sviði. Fráfall Magnúsar kom ekki þeim á óvart sem fylgst höfðu með veik- indum hans undanfarna mánuði. Við vinir og samstarfsmenn Ingibjargar í fjármálaráðuneytinu vissum að hverju stefndi og gátum ekki annað en dáðst að æðruleysi þeirra hjóna í þeirri erfiðu baráttu. Við munum öll sakna Magnúsar og þökkum fyrir okkar góðu kynni. Persónulega langar mig að þakka ótrúlega vin- semd í minn garð og þau tækifæri sem hann gaf mér til að njóta tón- listar með sér á heimili þeirra hjóna. Þær minningar mun ég varðveita vel og lengi. Ingibjörgu og hinni stóru fjöl- skyldu þeirra Magnúsar færi ég ein- lægar samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu fyrir hönd okkar Ingu Jónu og samstarfsfólksins í ráðun- eytinu. Megi friður ríkja yfir minn- ingu Magnúsar Ingimarssonar. Geir H. Haarde. Árið 1994 kom út bókin „Prent eflir mennt" eftir Inga Rúnar Eð- varðsson, og er sá hluti bókaflokks- ins „Safn til iðnsögu íslendinga" sem fjallar um prentun og bókagerð. í bókinni er athyglisverður kafli um bókagerðarmenn sem haslað hafa sér völl í hinum ýmsu listgreinum. Merkilegt má telja hve fjölmennur þessi hópur er, en þá ekki síður hversu langt þessir einstaklingar hafa náð í list sinni, því margir þeirra eru í fremstu röð. Á síðum bókarinnar er þetta glæsilegur flokkur listamanna, en á þessu nýbyrjaða ári hefur í hann verið höggvið stórt skarð, með and- láti tónlistarmannanna Lárusar Sveinssonar og Magnúsar Ingimars- sonar, langt fyrir aldur fram. Þeir sem taka list sína eins al- varlega og Magnús Ingimarsson gerði láta ekki nægja að hún sé höfð í hjáverkum, enda ekki vænlegt til þess árangurs sem metnaður hans stóð til. Því var það, að eftir að hafa aflað sér staðgóðrar tónlistarmennt- unar hjá færustu kennurum, en einnig með sjálfsnámi og eigin rann- sóknum, gerði hann tónlist að aðal- starfi í aldarfjórðung. Og þvílík hamhleypa var hann til vinnu, að hann væri fullsæmdur af afrakstri þeirra ára sem ævistarfi. Magnús var svo fjölhæfur tónlistarmaður að sjaldgæft verður að teljast, og lagði gjörva hönd á margar greinar listar- innar, sem hver fyrir sig hefðu nægt flestum. Svo kröfuharður var hann við sjálfan sig að engin þeirra sat á hakanum sem aukageta; hann varð næstum jafnvígur á allar þær grein- ar tónlistarinnar sem hann á annað borð sinnti, þótt e.t.v. eigi útsetning- arnar vinninginn. Ég nefni píanó- leik, útsetningar, tónsmíðar, kór-, hljómsveitar- og upptökustjórn. Þá var hann og góður djassmaður. Ég læt öðrum eftir að greina og meta afrek Magnúsar og ævistarf á tónlistarsviðinu, en get ekki á mér setið að nefna raddsetningar hans fyrir söngkvartetta, sem hann byrj- aði að sinna snemma á ferli sínum, og svo aftur síðar. Ekki nefni ég þetta vegna þess að ég hafi vit á eða sérstakan áhuga fyrir kvartettsöng, en þarna er á ferðinni gott dæmi um vinnubrögð hans. Þetta verkefni eins og flest önnur nálgaðist hann öðruvísi en aðrir hér á landi. Fjölhæfni Magnúsar og mikil starfsorka hlaut að leiða til þess að hann kom svo víða við í starfi sínu sem tónlistarmaður að of langt yrði upp að telja. Hann var ákaflega eft- irsóttur til starfa, en einnig leituðu margir til hans með alls konar tón- listarverkefni, utan hefðbundins vinnutíma, ef um slíkt er þá að ræða þegar tónlistin er annars vegar. Menn treystu á kunnáttu hans, dóm- greind og smekkvísi, og fóru sjaldan bónleiðir til búðar. Hann var því mjög störfum hlaðinn og vinnudag- urinn oft langur. Þrátt fyrir þetta, eða kannski vegna þessa, kaus Magnús að söðla um og gekk til liðs við prentarastétt- ina á ný, og maður fjölbreyttari hæfileika hefur ekki ratað í þann hóp ennþá svo ég viti. Og það má segja um prentverkið, að sé það unnið af alúð kallar það á það tals- verða getu, og svalar að nokkru at- gervisþörf manna, sé það fyrir hendi. Sem betur fer í þessu tilfelli, vegna þess að annars hefði Magnús Ingimarsson aldrei kosið að sinna því starfi. Þeir mörgu sem á þessum vettvangi færðu sér í nyt starfs- krafta hans og hæfileika komu ekki að tómum kofunum, og enn er það fjölhæfnin sem er hans aðalsmerki ásamt öguðum vinnubrögðum. Smekkvísi hans brást aldrei, hvort sem um var að ræða meðferð tungu- málsins eða uppsetning prentgrip- anna. Þá var hann reikningsglöggur svo af bar. Magnús var þeirrar gerð- ar að hann naut sín æ betur, því flóknari sem verkefnin voru, og seg- ir það nokkuð um hæfni hans. Hann hlaut því að verða valinn til forystu og mannaforráða í prentverkinu, ekki síður en í tónlistinni. Magnús var umtalsgóður maður, tryggur vinur vina sinna og stéttvís. Þannig fann hann ávallt til ríkrar samkenndar með þeim sem hann einhvern tíma hafði deilt með kjör- um í starfi eða leik. Til marks um það hef ég, hve góðan hug hann bar til gamalla félaga úr tónlistinni, ekki síst þeirra sem hann hafði valið til liðs við sig í sinni eigin hljómsveit. Ég tel það mikla gæfu að hafa átt kost á að starfa með Magnúsi Ingi- marssyni og þakka honum gott sam- starf á tvennum vettvangi, en ég kveð hann og sakna umfram allt sem mjög góðs vinar. Mér og Guðrúnu konu minni er vinátta hans, og hans góðu konu, Ingibjargar Björnsdótt- ur, ákaflega mikils virði. Og nú biðj- um við henni og hennar fjölskyldu Guðs blessunar í sorg þeirra. Þau finna áreiðanlega styrk í minning- unni um góðan dreng, þar sem var Magnús Ingimarsson. Sverrir Sveinsson. Vorið er liðið. Ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita. Æskan er horfm. Engir draumar lita ókomna tímans gráa sinuhaga. Við erum fæddir úti á eyðiskaga. E ilífðarsj órinn hefur dimma vita. Fánýtar skeljar fyrir tár og svita fengum við keyptar. Það er mannsins saga. Þó hef ég aldrei elskað daginn heitar. Eilífðamafnið stafar bamsins tunga. Fátæka líf! Að þínum knjám ég krýp, áþekkur skuggablómi, er þossins leitar. Leggurinn veldur naumast eigin þunga. Fómandi höndum þína geisla ég gríp! Þessi sonnetta Jóhanns Sigur- jónssonar kann við fyrsta augnakast að koma æði þunglyndislega fyrir sjónir. Skáldið horfir með söknuði um öxl til liðinnar ævi og þykir hún vísast hafa liðið hjá undurskjótt, svo sem í sjónhending, en afraksturinn rýrari en vonir stóðu til. Fyrir tár og svita fékkst ekki utan fánýtar skelj- ar. En hér er fleira á ferð. í niðurlagi kvæðisins birtir til heldur en ekki. Þar er fagnandi ástarjátning til lífsins, hins dásamlega og óviðjafn- anlega lífs, og þess, sem lífið gaf. Jafnvel tunga bamsins kann að syngja lof eilífðarnafninu, Honum, sem var og er og kemur. Með Magnúsi Ingimarssyni er kvaddur ágætur félagi og mikill hæfileikamaður á fleiri sviðum en einu. í þakklæti rifjast upp mætar minningar um samstarf á liðinni tíð, samvistir í góðum félagsskap, en einnig kærkomin heimsókn Magnús- ar á dögunum, er hann vitjaði mín til þess að kveðja, þrotinn að kröftum, og færði fagra vinargjöf. Guð blessi minningu hans. Björn R. Einarsson. Mikil var heppnin yfir okkur strákunum sem fengum að kynnast Magnúsi Ingimarssyni þegar hann kom hingað suður, sveitamaður úr Svarfaðardal á tvítugsaldri. Hann var strax skírður upp á nýtt þegar hann gekk í Lúðrasveit Verkalýðs- ins í fæðingarhríðum hennar í Mír- salnum í Þingholtsstræti skömmu eftir miðja öld, og hét síðan Maggi Ingimars. Maggi bar í fanginu alt- saxófón og blés á hann allt sem fyrir hann var lagt, fluglæs á nótur, þar sem við hinir vorum fæstir komnir lengra í lestrarkunnáttu en á blað- síðu tvö í Þjóðviljanum. Nótnalestur var allt annar handleggur og vissu fáir hvernig bar að skilja þá san- skrít, hvað þá nöfn og heiti undir- stöðuatriða í kúnstinni. Nótna- strengur hét girðing og var mörgum meinilla við að blása það sem skrifað fyrir neðan girðingu, og harðneituðu að sinna stórum hlussum fyrir ofan girðingu rétt framan við slysavarna- félagsmerkið í miðjum marsinum. Allt þetta lá ljóst fyrir Magga Ingimars og undruðust upprennandi hljómlistarmenn gerþekkingu sax- istans á leyndardómum listarinnar - hvar hafði hann lært þetta? Hann hafði lært þetta af sjálfum sér heima á Blænghóli í Skíðadal. Einnig kvis- aðist að jafnaldri og góðkunningi Magga úr Eyjafjarðardölum væri lagstur í músíkmennt undir hand- leiðslu hámenntaðra leiðbeinenda Tónlistarskólans, og um vininn sæti altsaxistinn okkar þegar hinn sprenglærði kæmi úr tímum hjá æðstu unnendum tónlistar, og seiddi upp úr honum vísdóminn þegar klassíkin var að festa rætur í sálu nemandans. Ekki naut LV lengi spilamennsku og kunnáttu Magga Ingimars, hann var rokinn út í bæ að stofna söng- kvartetta og raddsetja alþýðulög og dansa fyiir allt og alla, hvort heldur var tríó kvennaskólastúlkna eða ein- söngvarakvartett úr röðum óperu- stjarna, á kvöldin stjórnaði hann danshljómsveitum sínum og ann- arra, orðinn atvinnumaður í músík og eftirsóttur hvarvetna. Ég hitti hann næst í Framsóknarhúsinu í gamla íshúsinu sunnan við Fríkirkj- una, þar var Flosi Ólafsson búinn að stofna Nýtt leikhús og ráða Jónas Árnason og Stefán Jónsson til að setja saman Rjúkandi Ráð, en ég fenginn til að bögglast í söngdöns- um. Þarna var Magnús Ingimarsson búinn að stofna Leikhúshljómsveit og hripaði niður á stundinni allt sem upp úr mér vall, og þegar mér þótti vænlegt að sletta djassi saman við spilaði Maggi á flygilinn allt svoleið- is eins og þar sæti Errol Garner, en þegar Kristinn Hallsson tók sóló í Rjúkandi Ráði breyttist slaghörpu- leikurinn í avemaríustíl Schuberts. Næsta áratug vorum við Maggi að þvælast hvor fyrir öðrum með þeim afleiðingum að auk Rjúkandi Ráðs- ins lá öllum leikhópum höfuðborgar- innar og landsbyggðarinnar greið leið um Allra meina bót og Járn- hausinn og nýja útgáfu af D.B. í Þjóðleikhúsinu. Þar fyrir utan sam- vinna í Síðdegisstundum Svavars Gests og hljómsveitar hans og söngvara á sunnudagsskemmtunum Ríkisútvarpsins, og ótöldum kvöld- vökum út um alla borg og nágranna- byggðir. Svonalagað krefst mikillar undirbúningsvinnu og nákvæmrar aðgæslu í hverri sýningu - og verður flestum í bransanum nægilegt verk- efni og meira en það. Öllum nema Magnúsi Ingimarssyni, allt sem hon- um viðkom lá ævinlega ljóst fyrir eða leystist á augabragði, honum var þannig farið að því er virtist fyrir ósjálfráða hugarorku, sem líka mætti kalla náðargáfu. Og ekki nóg með það, hann var útlærður prentari af fínustu sort, og löngum smiðju- stjóri án þess að depla auga, það var nú meiri maðurinn. Mörgum er fyrir löngu Ijóst að öll almúgamúsík okkar hefur á síðari hluta 20. aldar breyst til hins marg- falt betra fyrir tilstilli Magnúsar Ingimarssonar, og hann hélt þessum leik áfram alla ævi, og í vetur var hann að skrifa út alþýðusöngva og fleira þessháttar fyrir blandaðan kór í Söngskólanum mikla, og æfði kór- inn sinn fyrir væntanlegan Vorkon- sert. En áður hafði heilsubrestur farið að angra hann og fyrr en nokk- urn varði var kallið komið. Við sem höfum verið í bland við allskonar létta músík, það má alveg eins segja alþýðutónlist, á síðari hluta tuttug- ustu aldar, fengjum aldrei fullþakk- að Magnúsi Ingimarssyni þótt okkuiSt’ entist líf og heilsa um aldir, en við getum og megum sannarlega í ein- um kór sem landsmenn gætu fegin- samlega tekið undir, þakkað Magn- úsi Ingimarssyni fyrir allar þær stundir gleði og skemmtunar, ásamt ómetanlegrar hljómfegurðar sem hann jók við líf okkar allra. Jón Múli Árnason. Sorgoggleðiauðurer öllum þeim sem vilja. Ég á margt að þakka þér þegar leiðir skilja. (Hulda) Við kveðjustund Magnúsar henn- ar Ingibjargar vinkonu okkar er margs að minnast. Saumaklúbbur- inn okkar ásamt mökum átti oft góð- ar stundir saman í gegnum árin, eins og árlega nýársgleði þar sem Magn- ús hélt uppi fjörinu, lék fyrir okkur á píanó ijúfa tóna af sinni frábærri kunnáttu og snilld. Kosningavök- urnar á Hjarðarhaganum hjá Ingi- björgu og Magnúsi eru ógleyman- legar, fylgst var með af áhuga fram á morgun og skipst líflega á skoðun- um en þegar heim var haldið voru allir orðnir sammála. Já, hjónin Ingibjörg og Magnús voru höfðingj- * ar heim að sækja, frúin var frábær húsmóðir og hann umvafði okkur hlýju og vinsemd. Á sorgarstundum reyndist hann traustur vinur. Þau voru samrýnd hjón og hlúðu einstaklega vel að börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Við viljum kveðja Magnús og þakka fyrir vináttu og skemmtilegar samverustundir sem auðguðu hvers- dagsleikann. Elsku Ingibjörg, þú hefur verið eins og klettur við hlici^ Magnúsar, við vottum þér og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hve fjölskyldan hefur staðið vel saman í erfiðum veikind- um Magnúsar. Guð gefi ykkur styrk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi og trúum við að nú farir þú inn í sólskinið í land hins eilífa lífs þar sem ljúfir tónar óma. Karolína, Sigrún og Elísabet. Magnús Ingimarsson tónlistar- maður er látinn, langt fyrir aldur fram. Af eðlislægri hógværð kallaði hann sig alltaf tónlistarmann, en í raun var hann tónskáld, virtuoso af guðs náð. Mér verður ósjálfrátt litið á píanó- ið í stofunni þegai’ mér berst til eyrna að lífsstríði Magnúsar sé lok- ið. Herbergið fyllist djúpri þögn og það er eins og hljóðfærið sveipist sorgarslæðum. Um leið sé ég fyrir hugskotssjónum fíngerðar hendur listamannsins leika um hljómborðið létt og leikandi í endalausum hljómaperlum, algerlega áreynslu- laust og eðlilega eins og fugl blaki vængjum eða gæðingur renni átaka- laust skeið. Ég minnist fýrstu kynna minna og Magnúsar fyrir tæpum 30 árum skömmu eftir að hann og Ingibjörg kynntust, þá er við Ingibjörg störf- uðum saman í fjármálaráðuneytinu, og hvernig ást þeirra blómgaðist og dafnaði í hamingjusömu hjónabandi sem varð beggja stærsta gæfuspor. Ég minnist fágætra og ógleyman- legra samverustunda meðal vina við spil og við ljóðalestur og samtímis tónaflóð Magnúsai’ á píanóið þar sem Magnús sýndi að fimi hans og tóneyra var af ætt leðurblökunnar. Þá geymast sem gull í minni sam- verustundir er Magnús leyfði mér að heyra tónsmíðar sínar eða hann fór með vísur og ijóð, augnablik sem þrungin voru einhverri óskiljanlegri ákefð, en jafnframt fágætu næml* mikils listamanns. Ég minnist jólakortanna sem við skiptumst á í gegnum árin með tæki- færisvísum í tilefni einhvers sem við hafði borið það árið, þar sem orð- snilld Magnúsar lét engan í fjöl- skyldunni ósnortinn þegar upp vai’ SJÁNÆSTUSÍÐU . T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.