Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 52

Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRARINN VILHJÁLMSSON + Þórarinn Vil- hjálmur Helgi Vilhjálmsson fæddist á Hamri í Gaulverja- bæjarhreppi 12. apríl 1921. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi, 22. mars siðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þórar- inn Vilhjálmur Guð- mundsson, bóndi, f. 26. mars 1880, d. 8. febrúar 1971, og kona hans Helga Þorsteins- dóttir, f. 11. apríl 1878, d. 24. maí 1961. Þau hjónin eignuðust átta börn og komust sjö þeirra til fullorðinsára. Elstur var Guðmundur Ingvi, f. 31.7. 1905, d. 9.8. 1983; Þorsteinn, f. 26.8. 1907, d. 22.10. 1907; Frið- finnur, f. 18.6. 1909, d. 27.2. 1975; Ingunn, f. 19.5. 1912, d. 14.3. 1990; Bjami, f. 18.8. 1913, d. 6.11. 1999; Guðmundur, f. 20.3. 1915, d. 16.9. 1985; Þorgerður, f. 27.2. 1918, d. 4.10. 1996, og yngst- ur var Þórarinn. Arið 1946 flutti Þórarinn frá Hamri til Reykja- víkur. Hinn 3. mars 1956 kvæntist Þórarinn eftirlifandi eigin- konu sinni, Ingi- björgu Jónsdóttur, f. 23.9. 1928, frá Fífl- holtum á Mýrum. Hún er dóttir Jóns Guðjónssonar bónda í Fíflholtum og konu hans Ingigerðar Þor- steinsdóttur, frá Há- holti í Gnúpverjahreppi. Þórarinn og Ingibjörg bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap, lengst af á Kirkjuteigi 14 en fluttu þaðan á Skúlagötu 20 fyrir tveimur árum. Þórarinn vann lengst af sem leigu- bílstjóri hjá BSR. títfór Þórarins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elskulegur frændi minn er látinn og við systkinabörnin hans ætluð; umst þó til að hann yrði eilífur. I • \huga okkar fyllir enginn hans skarð. Við eigum hvert okkar sérstöku, ein- staklingsbundnu minningar um hann eins og best sýnir að hann gekk undir mismunandi nöfnum eftir því hvert okkar átti í hlut. En eitt eigum við þó sameiginlegt: öllum þótti okk- ur óumræðilega vænt um hann og fannst hann vera einstakur í veröld- inni. Mínar minningar eru fyrst og fremst bundnar við Sörlaskjól 14 þar sem stórfjölskyldan bjó í húsi föður rníns. Þórir frændi hafði þar agnar- smátt herbergi undir súð. Hann gerði ekki miklar kröfur til húsnæðis eða veraldlegra gæða yfirleitt nema hvað hann var alltaf veikur fyrir góð- um bflum og átti um dagana ýmsa glæsivagna. Hámark hamingjunnar var að rúnta með honum um bæinn eða austur í sveitir og trúlega hefur hvert okkar krakkanna álitið sig eiga framsætið. En einn góðan veðurdag var komin glerfín tískudama í hið eftirsótta sæti og við gerðum okkur strax grein fyrir að það var okkur að eilífu glatað. Ekki var um neitt ann- að að ræða en sætta sig við þessa brúneygðu stúlku sem gekk á ótrú- lega hælaháum skóm og var svo . mittismjó að maður hélt ósjálfrátt niðri í sér andanum. Það fylgdu henni líka nýir straumar og okkur fannst hún kannski ekki svo afleit þegar allt kom til alls. Ingibjörg reyndist honum mikil heilladís og hjónaband þeirra hin mesta gæfa beggja. Það er í sjálfu sér gleðiefni að slík hjónabönd skuli enn vera til þrátt fyrir upplausn og rótleysi nú- tíma samfélags. Mætti margur af því læra. Þórir frændi hugsaði vel um bfl- ana sína. Samt hikaði hann ekki við að vippa mér átta ára gamalli alblóð- ugri og stígvélafullri inn í bflinn sinn og gefa í upp á slysavarðstofu þegar ég hafði dottið í fjörunni og brotin glerkrukka skorið mig á púlsinn. Hrædd er ég um að hámarkshraði hafi ekki verið virtur í það sinn og varla hefur áklæðið orðið betra eftir sjúkraflutninginn. En Þórir frændi hafði skýrt verðmætamat og afstöðu til lífsins. Hvað voru aðalatriði og hvað aukaatriði í lífinu hafði hann allt á hreinu. Hann var afskaplega umburðarlyndur en hæglát ofanígjöf frá honum var áhrifameiri en skammademba frá öðrum. Hann setti tvisvar ofan í við mig. Það var með rúmlega tuttugu ár millibili og ég man bæði skiptin eins og gerst .hefði í gær. Einstakt drenglyndi, hjálpfýsi og velvilji til annarra var hans aðalsmerki. Ekki var hann dómharður maður við aðra. En við sjálfan sig var hann kröfuharður og mátti ekki vamm sitt vita. Hann um- gekkst allt af virðingu hvort heldur var náttúra lands okkar, menn eða málleysingjar. í öllum samskiptum kom hann fram til góðs og sátta. Sér- stök prúðmennska einkenndi hann hvar sem hann fór. Mín síðasta minning um hann er sú að hann held- ur opnum bfldyrunum á nýja jeppan- um sínum fyrir mig fyrir tæpum mánuði og ég hugsa með mér að hér gæti margur ungur maður lært hátt- vísi og mikið vildi ég óska að sonur minn hefði átt með honum fleiri stundir. En fyrst og fremst man ég hann fyrir meira en fimmtíu árum, ungan mann, hávaxinn með þykkt gullið hár, sem heldur opnum bfldyr- um fyrir krangalega stelpu með krummafót, sem hefur fengið þá meinloku í höfuðið að hún sé drottn- ingin af Saba. Það var gæfa að fá að eiga slíkan frænda og alltaf mun ég minnast hans „þegar ég heyri góðs manns getið“. Helga Friðfinnsdóttir. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Elsku Toddi okkar, það er komið að kveðjustund. Á stund sem þessari er hugur okkar uppfullur af ótal minningum sem við eigum af sam- verustundum með ykkur Mínu. Minningum sem við munum geyma og varðveita í hjörtum okkar og segja börnum okkar frá þegar fram líða stundir. Þú, ömmubróðir okkar, varst okkur alla tíð hinn allra besti afi og vinur í hverri raun. Við tvær eldri systurnar vorum svo lánsamar að búa fyrstu æviár okkar á hæðinni fyrir neðan ykkur Mínu og Bjarna á Kirkjuteignum. Samgangurinn var mikill og ætíð var opið á milli hæða. Fyrir stelpuhnátur var það mikil lánsemi að geta komið og leitað til ykkar hvenær sem var. Þú tókst alltaf á móti okkur með faðminn útbreiddan og leystir úr okkar vandamálum á þinn hátt, þ.e. með því að sýna okkur að það voru engin vandamál. Sem dæmi þá kom- um við eitt sinn upp til þín virkilega ósáttar út í hvor aðra. Þú bauðst okkur þá í bíltúr og keyptir handa okkur ís og þegar heim var komið vorum við báðar búnar að gleyma deiluefninu. Svona varst þú, gerðir alltaf gott úr hlutunum og varst allt- af tilbúinn að hlusta. Veiðivatnaferðimar með þér eru ógleymanlegar. Vötnin verða aldrei söm án þín. Þarna fórum við með ykkur Mínu sumar eftir sumar. Þú hafðir alltaf tíma til að sinna óþreyjufullum stelpum sem biðu spenntar eftir að fiskur biti á. Það er svo auðvelt að sjá þig fyrir sér stand- andi úti í miðju vatni með stöngina þína, einbeittur á svip eða liggjandi á bakkanum, glettinn á svip þar sem þú naust þess að vera til. Þarna eins og alls staðar sinntir þú öllum, þú veiddir með þeim sem veiddu og fórst reglulega heim í tjöld til að fara í bfltúr með hinum. Það fór ekki af okkur brosið í langan tíma eftir góða magabrekkuferð með þér. Þú ald- ursforsetinn í hópnum varst þarna í raun manna yngstur, léttur á fæti og ávallt með bros á vör. Þú hefur alla tíð fylgst vel með okkur systrum og verið okkur og móður okkar einstaklega náinn. Við systumar höfum fengið að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að deila með þér og Mínu öllum stórum tímamótum í lífi okkar. Við erum þess vissar að þú munt áfram fylgj- ast með okkur. Elsku Mína okkar, missir þinn er mestur. Þú hefur bæði misst ástina í lífi þínu og besta lífsförunautinn sem hægt er að hugsa sér. í hugum okkar verður sú ást og samheldni sem ríkti í ykkar hjónabandi, okkar fyrir- mynd. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig í sorginni. Elsku Toddi, heimurinn er svo fá- tækur án þín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- isteigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þínar Gerða, Þórunn og Dagný. Um leið og við kveðjum þig hinstu kveðju, elsku Toddi, langar okkur að þakka þér fyrir að hafa notið þeirrar ánægju að þekkja þig. Þegar við hugsum aftur í tímann koma upp margar góðar og fallegar minningar í hugann: Þú með veiðihúfuna þína með rauða dúskinum sem Mína heklaði, sem var jú aðalsmerki veiðiklúbbsins okkar og svo auðvitað Land Rover- jepparnir. Allar veiðiferðirnar okkar upp á Arnavatnsheiði og líka frægu ferðimar ykkar Mínu upp í Veiði- vötn. Mjúki þægilegi sjónvarpsstóllinn þinn, en hann var alltaf bestur og oft bardagi um hver fengi að sitja í hon- um. „Bensamir" þínir vora alltaf nýbónaðir fyrir utan Kirkjuteiginn, en þó sérstaklega einn dag árið 1991 þegar Sigga gifti sig. Hún þurfti varla að spyrja hvort þú vildir keyra hana og Stefán á brúðkaupsdaginn þeirra, Þegar þau komu til Islands til að gifta sig. Það var sjálfsagður hlut- ur og þú gerðir það með gleði og stolti í hjarta, því þú vissir að þú áttir þinn hlut í henni. Þó að Sigga hafi búið í Svíþjóð síðan 1987, var alltaf einn hlutur sem hún varð að gera þegar hún kom til íslands, að fara í heimsókn til ykkar Mínu á Kirkju- teiginn. Dymar voru alltaf opnar á neðri hæðinni á Kirkjuteignum. Ef okkur vantaði eitthvað, hvort sem það var hlýja eða eitthvað annað, var það bara að fara niður. Neðri hæðin var annað heimili Ingibjargar (Böggu) eða húsdýrsins eins og Mina kallar hana. Það var mjög handhægt fyrir Böggu að ef henni leist ekki á það sem mallaði í pottunum á efri hæð- inni, þá var bara haldið niður og at- hugað hvað var að malla þar í pottun- um og svo var það bara að velja hvar ætti að borða. Okkur finnst við mjög heppnar að hafa alist upp á Kirkjuteigi 14, því að þar held ég að hafi sannast að það skiptir ekki máli hvar þú býrð heldur er það sem skiptir máli hverjir búi þar og hvernig þeim kemur saman. Á Kirkjuteigi 14 sannaðist það með sanni, því hlýjan og hjartagæskan sem þar ríkti var einstök og erfitt er að finna svona góða samsetningu aft- ur. Elsku Toddi, takk fyrir þá hlýju og umhyggju sem þú veittir okkur og takk fyrir að vera auka-afi Böggu því hún var ekki svo heppin að kynnast svona hlýju frá öðram afa. Elsku Mína við vottum þér okkar innilegustu samúð og megi guð gefa þér styrk í þinni sorg. Sigríður Anna og Ingibjörg (húsdýrið). í síðustu viku lést kær vinur okk- ar, Þórarinn Vilhjálmsson, Toddi. Víst vissum við að hann þyrfti að fara varlega með sig, en okkur óraði ekki fyrir því að hann myndi kveðja okkur eins skyndilega og raun varð á. Við áttum eftir svo margar heim- sóknir til hans og Mínu á þeirra nýja heimili á Skúlagötunni, þar sem þau ætluðu að verða gömul saman. Kynni okkar hófust sumarið 1972 þegar við hjónin festum okkur efri hæð og ris á Kirkjuteig 14 og fluttum þangað með okkar hafurtask og þrjú böm á aldrinum 5-15 ára. Við þekktum ekki neitt til okkar nýju nágranna, en fundum fljótt að við vorum flutt í hús með góða, hreina sál, sem umvafði okkur hjartagæsku og hlýju. Það var ekki vegna þess að húsið er næsta bygg- ing við Laugarneskirkju, heldur vegna fólksins sem þar bjó. Á miðhæðinni bjó Þórarinn ásamt Ingibjörgu konu sinni og Bjarna, eldri, ógiftum bróður Þórarins, og í kjallaranum Helga, systurdóttir þeirra bræðra, ásamt þáverandi eig- inmanni sínum, lítilli dóttur og ann- arri á leiðinni. Það er skemmst frá því að segja að í þessu húsi mynduðust vinabönd og tryggð sem við vitum að nær út yfir líf og dauða. I þau 20 ár sem við vor- um nágrannar fór aldrei styggðar- yrði á milli, myndaðist aldrei ósætti, vora aldrei læstar dyr á milli hæða. Þungamiðjan í húsinu var á mið- hæðinni hjá Mínu og Todda. Þangað lágu allar leiðir, hvort sem stefnan var tekin á kaffibolla í eldhúsinu hjá Mínu eða að litlir fætur leituðu eftir hlýju eða fræðslu um eitthvað sem ungan hug fýsti að vita t.d. um skák eða bara til að sitja hjá eða í faðmi Todda. Þau Mína og Toddi eignuðust ekki börn, en samt eiga þau sæg af bömum, systkinabörnin, stelpurnar hennar Helgu og svo börnin okkar af efri hæðinni sem öll nutu elsku þeirra og hlýju, ekki síst litla barnið okkar, Ingibjörg, sem þekkti Mínu og Todda jafn vel og mömmu og pabba. Nú þegar leið hans Todda er lokið á þessari jörð leita á okkur minning- ai‘ um góðan dreng, sem alltaf lagði gott til í hverjum vanda, öllum vildi hjálpa og ávallt mátti treysta. Það skiptir ekki máli hvort það var í starfi, eins og þegar samhentur hóp- ur enduskipulagði garðinn sinn með tilheyrandi púlvinnu eða í leik eins og upp við veiðivatn á Arnarvatns- heiði eða þá í tjaldi einhversstaðar. Minningarnar eru allar eins um þennan hógværa og sanna vin okkar. Okkar líf hefur orðið ríkara sakir vináttu þessa manns, sem nú hefur lagt í för yfir móðuna miklu fjóram mánuðum á eftir Bjarna, eldri bróð- ur sínum. Á horni Helgateigs og Kirkjuteigs við innganginn í húsið sem leiddi leiðir okkar saman stendur voldugt grenitré, jafnhátt húsinu. Það tré settum við sem þar bjuggum saman í mold, sem örlítinn græðling. Það tré viljum við líta á sem tákn um vinátt- una sem þróaðist með okkar fjöl- skyldum í tímans rás. Elskulega vinkona Mína. Við vit- um að missir þinn er mestur. Við biðjum algóðan Guð að hughreysta þig og varðveita. Karen í Svíþjóð sendir þér sínar hlýjustu samúðarkveðjur. Unnur og Garðar. Sólin skín úti og ég tekst á við fyrstu ævintýri mín á Kirkjuteigi 14 sumarið 1972. Eg, fimm ára snáðinn, var að leita að búðinni á horninu sem var nokkram húsum fjær. Þennan fallega sumardag voram við, ég og fjölskylda mín, að flytja inn á efri hæðina á Kirkjuteigi 14. Sólin skein og er það lýsandi fyrir það samband og vinskap sem tókst á með þeim fjölskyldum sem bjuggu í húsinu. Toddi (Þórarinn V.H. Vilhjálms- son) var einn af íbúum hússins og strax frá fyrsta degi líkaði mér vel við þennan stóra mann. Næstu árin átti Toddi eftir að kenna mér ýmis- legt og vera mér fyrirmynd í öðra, auk þess sem við áttum eftir að lenda í hinum ýmsu ævintýram saman. Þegar maður er fimm ára era sandkassar mikið þarfaþing. Toddi skildi þetta og hélt hann við og byggði sandkassa fyrir smáfólkið í húsinu. Hvert sumar byrjaði á því að farið var í langferð með kerru í eftir- dragi til að ná í nýjan sand í sand- kassann. Síðan tók við heilmikil vinna í garðinum við að ná í nýja mold á Land Rovernum hans Todda, sækja steina til skrauts og dytta að girðingunni eða smíða nýja. Það var fleira gert á sumrin en vinna í garð- inum. Pabbi átti á þessum áram einnig Land Rover og saman var far- ið með Todda og Mínu í margar eftir- minnilegar ferðir upp á Arnarvatns- heiði og víðar. Margar af þessum ferðum era mér minnisstæðar, en minnisstæðust af þeim öllum er þó ferð ein upp að Arnarvatni stóra. I þessari ferð gerði eitt það versta veður sem ég man eftir. Toddi reyndist þá betri en enginn þegar hann burðaðist með stóra steina sem lagðir vora á tjöldin til þess að þau fykju ekki út í buskann. Á veturna áttum við Toddi einnig góðar stundir saman. Toddi var af- burða skákmaður og vann hann í gegnum tíðina til margra verðlauna. Það lá því beint við að hann kenndi litla pjakknum á efri hæðinni skák. Toddi var erfiður viðureignar í skák- inni og ég held að hann hafi einungis leyft mér að vinna sig einu sinni í öll- um þeim fjölmörgu skákum sem við tefldum. Þessi skákkennsla varð til þess að ég átti farsælan og mjög stuttan skákferil, þar sem mér auðn- aðist að verða hraðskákmeistari Laugarnesskóla og verða í öðra sæti í hefðbundinni skák. Þegar ég varð eldri átti Toddi einnig sinn þátt í því að móta mig. Þegar ég byrjaði að keyra hafði ég hliðsjón af ráðleggingum og akstri hans. Eitthvert skiptið af mörgum sem ég var að keyra með Todda hnaut upp úr honum að fjórði gírinn á bflnum væri í raun bara fyrir akst- ur úti á landi og til lítils gagns í þétt- býlinu. Toddi reykti ekki og drakk mjög sjaldan og þá bara við sérstök tækifæri. Toddi á þannig efalaust sinn þátt í því að ég byrjaði aldrei að reykja, en hann var einn af fáum sem ég umgekkst á uppvaxtarárum mín- um sem reykti ekki af fullorðna fólk- inu. Það var ekki fyrr en á síðustu ár- unum sem ég bjó á Kirkjuteignum að Toddi bauð mér upp á örlitla lögg af Hvíta hestinum sínum (viskíið sem Toddi átti alltaf flösku af) um ára- mót, svona rétt til hátíðabrigða. Þessir litlu sopar era meðal þeirra ljúfustu sem ég hef fengið mér um ævina, en ekki vora þeir ljúfir vegna bragðsins heldur vegna félagsskap- arins og þess hófs sem gætt var. Það einstaka skapferli, þolinmæði og góðmennska ásamt öðram þeim kostum sem Toddi hafði urðu til þess að Toddi varð ein af þeim fyrirmynd- um sem ég hef litið til í mínu lífi. Kæra Mína, þakka þér og Todda fyr- ir allar þær góðu stundir sem þið hjónin hafið gefið mér í gegnum tíð- ina. Góði Guð, varðveittu hann Todda vel. Ingvar Garðarsson. Það kvöldar, ég er þreyttur, nú vil ég hvflast. Nú vil ég sofna svefninum langa. „Hann Toddi er dáinn,“ heyrði ég mömmu segja í símann, en svo heyrði ég ekki meir. Yfir mig færðist þessi undarlegi dofi og ég beið eftir að líkami minn brygðist við þessum fréttum með látum. En það gerðist ekkert. Toddi stóð mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þegar hann kom austur síðastliðinn sunnudag og ég sagði við sjálfa mig: „Enga eigin- gimi, mikið var gott að hann fékk bara að sofna; þurfti ekkert að þjást. Hann Toddi, þessi góði maður sem búinn var að vera til staðar allt mitt líf með sinn kraft, sitt létta skap og miklu góðmennsku var orðinn gam- all maður. Nú hefur hann kvatt þetta líf.“ Þegar dofinn dvínaði leituðu minningabrot fram í hugann. Það er morgunn og ég ligg vak- andi, búin að vaka heila eilífð. Hlusta á lækjamiðinn fyrir utan tjaldið og bíð eftir að köngulærnar sem endað hafa næturgöngu sína upp í innan- verðum mæni tjaldsins detti ofan á nefið á mér. Skyldi Toddi ekki fara að vakna? Og viti menn. Brátt heyri ég ræskingar úr hinu tjaldinu og skömmu síðar er kallað: „Er ekki einhver vaknaður?" Ég sprett upp með það sama, veit af fenginni reynslu að þegar Toddi er vaknaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.