Morgunblaðið - 31.03.2000, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 31.03.2000, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FOSTUDAGUR 31. MARS 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. GAMAN SAMAN Forsætisráðherra gerir ráð fyrir að sameining fslandsbanka og FBA gangi eftir Sameining Búnaðar- og Landsbanka líklegur kostur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að sér lítist ágætlega á viðræð- ur íslandsbanka og Fjárfestingar- banka atvinnulífsins um sameiningu þessara banka og segist gera fast- lega ráð fyrir að hún muni ganga eft- ir. Hann segist jafnframt telja að sá kostur liggi einna beinast við að sam- eina Landsbankann og Búnaðar- bankann. Bankastjórar FBA og íslands- banka birtu sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að óformlegar viðræður stæðu yfir um ' 'Smeiningu bankanna. Bankaráð Landsbankans kom saman eftir hádegi í gær og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að sam- eining bankans við Búnaðarbanka blasi við sameinist FBA og íslands- banki. Telja stjómendur Landsbank- ans brýnt að stjómvöld greiði fyrir ákvörðunum, til að stuðla að frekari hagræðingu í bankakerfinu. Sameining Landsbanka og Bún- aðarbanka skoðuð rækilega „Ég geri ráð fyrir að á meðan við erum stærsti aðilinn í Landsbanka og Búnaðarbanka, hljótum við að skoða mjög rækilega hvort ekki eigi að sameina þá banka. Ég tel eðlilegt að við fömm að athuga þau skref,“ segir Davíð Oddsson. Hann segist jafnframt telja heppilegast að þetta yrði gert tiltölulega fljótlega til að tryggja stöðu þessara banka. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, segir tilganginn með sameiningarviðræðum Islandsbanka og FBA að mynda samkeppnishæft fyrirtæki sem geti keppt við alþjóð- legar aðstæður. „FBA er mjög góður banki og við teljum það leiða til styrkingar beggja fyrirtækja að vinna saman,“ sagði hann. Valur sagði að samlegðaráhrif af hugsan- legri sameiningu bankanna kæmu fram bæði á kostnaðar- og tekjuhlið. Bjami Armannsson, forstjóri FBA, segir að sé litið til rekstrar- kostnaðar sameinaðs fyrirtækis yrði hann hagkvæmur á alþjóðlegan mælikvarða. Sameinaður banki FBA og íslandsbanka yrði stærsta íyrirtæki skráð á Verðbréfaþingi íslands, að markaðsverðmæti yfir 60 milljarðar kr. „Fyrirtæki af þessari stærð hefur afl til að taka þátt í alþjóðlegri sam- keppni,“ sagði Valur Valsson. Mikil viðskipti og hækkun á bréfum Islandsbanka og FBA Mikil viðskipti urðu með hlutabréf í bönkunum á markaði í gær. Gengi á hlutabréfum í íslandsbanka hækkaði um 12,1% og gengi hlutabréfa FBA hækkaði um 7,8%. Gengi bréfa Landsbankans lækkaði fyrrihluta gærdagsins en lokagengið var það sama og í fyrradag, eða 4,7. Gengi bréfa Búnaðarbankans hækkaði lítil- lega, eða um 0,9%. ■ Sameining/42-43 Þrír Jbjörguð- "ust þegar tvær trill- ur fórust ÞRÍR menn björguðust þegar tvær trillur fómst á Selvogsbanka á sjöunda tímanum í gærkvöldi eftir að veður versnaði skyndilega á þessum slóðum. Mönnunum varð ekld meint af volkinu og gátu þeir farið heim til sín eftir að í land var komið. Tveimur mannanna var bjargað om borð í þyrlu Landhelgisgæslunn- ar úr gúmbjörgunarbát þegar Dodda NS-9, sem er 5,5 tonna trilla, sökk, en þyrlan kom með skipverj- ana til Reykjavíkur um sjöleytið í gærkvöldi. Skipverja af Sædísi SF-4, sem er fjögurra tonna trilla, var bjargað um svipað leyti um borð í Herborgu SF-69 og var komið með hann til hafnar í Þorlákshöfn á tíunda tíman- um í gærkvöldi. Þriðja trillan fékk einnig á sig brot skammt frá Þorlákshöfn og var henni fylgt inn til hafnar af nær- stöddum bátum og sama gilti um tvo aðra smábáta sem einnig lentu í erf- iðleikum á þessum slóðum. Þeim var •'%lgt til hafnar af öryggisástæðum. Allir bátamir voru komnir til hafnar á tíunda tímanum í gærkvöldi. ■ Veðrið versnaði/6 Bjöm Pétur Sigurðsson/Landhelgisgæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði tveimur mönnum úr gúmbjörgunarbát á sjöunda tímanum í gærkvöldi þegar Dodda NS-9 fórst. Sigmaður úr þyrlunni seig niður til mannanna í bátnum og siðan voru þeir hífðir upp. VEISLUÞJÓNUSTA OSTA- OG SMJÖRSÖLUNNAR Hringdu (síma 569 1600 eða sendu tölvupóst og fáðu veislubæklinginn okkar sendan. Byr veiðir vel BYR VE hefur veitt um 14 tonn af túnfiski á svæðinu í grennd við Azoreyjar en skipið fór frá Vest- mannaeyjum í byrjun febrúar og hefur verið að veiðum í um fimm vikur að þessu sinni. Eins og í fyrra hófst veiðin á svæðinu við Azoreyjar en síðan færist hún norður á bóginn og lýkur við ísland í haust. Skipverjarnir byrjuðu um 20 mílur austur af Azoreyjum og voru komnir með sex til sjö tonn eftir tvær vikur. Ró- legra hefur verið yfir veiðinni und- anfarna daga en skipið er nú um 250 mílur suður af Azoreyjum. Byrjunin er hins vegar mun betri en í fyrra en þá kom skipið með um 16 tonn til Eyja í lok júlí og heildar- afli ársins var rúmlega 30 tonn. Bláuggi er verðmætasti túnfisk- urinn og er hann uppistaða aflans en stærsti fiskurinn til þessa vó um 280 kg. Verðið er breytilegt en hæst á haustin, þegar fiskurinn er feitastur. Morgunblaðið/Einar Falur Ingþór Bjarnason sýnir kal- blöðrur á fingrum sér. Ingþór á hægum batavegi INGÞÓR Bjarnason pólfari er á hægum en góðum batavegi í Res- olute eftir að hafa kalið á níu fingr- um í 18 daga glímu við norðurpól- inn. Hann hugar nú að birgðum fyrir félaga sinn, Harald, sem hefur mið- að vel áfram á ísnum og er að ljúka þriggja daga reynslutíma sem hann gaf sér til að ákveða hvort hann héldi áfram á pólinn eða sneri við. Ingþór er í góðu sambandi við Har- ald úti á ísnum og telur hann eiga góða möguleika á að komast á pól- inn einn síns liðs. Hann er nokkrum dagleiðum á eftir íjórum Bretum sem eru á Ieið á norðurpólinn. ■ Hefur allt/4 Iðnaðar- ráðherra greiðir ferð starfsfólks VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að greiða úr eigin vasa ferð ráðuneytisstarfsfólks í afmælisveislu hennar á Grenivík um síðustu helgi. Til stóð að ráðuneytið greiddi íyrir flug og gistingu starfs- fólksins og kæmi ferðin í stað hefðbundinnar sumarferðar. „Ég hef ákveðið að greiða sjálf kostnað við ferð starfsfólks ráðuneytanna í afmæli mitt um síðustu helgi,“ sagði Valgerður í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Mér finnst umræða um þessi mál sem upp kom í gær mjög óþægileg. Það virðist vera að þessi ferð orki tvímælis, eitthvað sem ég áttj ekki von á og þess vegna tel ég lang farsæl- ast að ég greiði ferðina sjálf.“ „Mín pólitík hefur hingað til verið hrein og klár, ég vil hafa mín mál uppi á borði og ekki skulda neinum neitt. Mér finnst einnig skipta miklu að hérna í ráðuneytinu glímum við við stór og mikilvæg mál og það truflar starf þegar umræða eins og þessi er i gangi. Ég vil líka eiga góðar minningar um þennan yndislega dag sem ég átti með ættingjum og vinum um síðustu helgi,“ sagði Valgerður Sverris- dóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.