Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 21 FRÉTTIR Ljósmynd/Haraldur Örn ólafsson Twin Otter skíðaflugvél flugfélagsins First Air kemur mikið við sögu flestra norðurpólsleiðangra. Að þessu sinni var dýrmætur farmur um borð handa íslenska pólfaranum. að bæta sex ára gamalt met Norðmannsins Borges Ouslands um 4 daga. Búist var við að Run- ell og Person kæmust á pólinn á skírdag og því var gert ráð fyrir að sameina birgðaflugið til Har- aldar og flugið til þeirra. Óveður tafði þá hins vegar í sólarhring með þeim afleiðingum að fresta varð því að sækja þá sem því nam. Því varð ekkert úr því að Ingþór færi á norðurpólinn með flugvélinni til að sækja Svíana og yrði þannig á undan Haraldi á pólinn. Svíarnir voru orðnir mjög illa til reika „Svíarnir höfðu gengið mjög hratt siðustu 50 kflómetrana og voru orðnir mjög illa til reika. Annar þeirra datt í vök og blotn- aði illa en þeim tókst að tjalda þar sem hann gat skipt um föt og þeir haldið áfram. Ski'ði þeirra höfðu brotnað svo þeir urðu að ganga á hálfum ski'ðum si'ðustu kflómetrana. Þá lögðu þeir af um rúmlega 20 kg í ferðinni og gengu mjög nærri sér. Annar þeirra var orðinn svo stífur í öðru lærinu að félagi hans tók nánast allar byrðarnar af honum og setti á sinn sleða í lokin. Þeir voru orðnir sárfættir og ég sá að fæturnir á öðrum þeirra voru orðnar mjög slæmir af blöðrum svo hann átti erfitt ineð gang. Þegar ég hitti þá í Resolute sögðu þeir mér að aðalhættan sem biði Haraldar framundan stafaði af vökum. Ég veit að Haraldur fer mjög varlega um vakasvæði og gætir sín á þeim. Svíarnir fluttu einnig tíðindi af miklu ísreki og að þeir hefðu þurft að eyða miklum tíma í að ganga fram og til baka til að finna sjálfan pólpunktinn." nefbroddinn. Það var ljótt að sjá búnað hans, enda var sleði hans mjög brotinn þannig að hægt var að setja hendina í gcgnum hann. Skinnin undir skíðum hans voru laus en skfðin þó heil. Skórnir voru illa farnir og hafði táin af öðrum þeirra brotnað. Þennan búnað fékk Haraldur allan endur- nýjaðan og það verður áreiðan- lega mikill munur að því fyrir hann. Við höfðum tæplega hálf- tíma til að losa vélina og þá var flugmaðurinn orðinn mjög óró- legur yfir skýjabakka sem nálg- aðist. Við flýttum okkur því að ljúka verkinu. Við tókum nokkrar myndir og urðum síðan að kveðj- ast.“ Þegar Ingþór flaug til baka til Resolute var komið við á elds- neytisbirgðastöð úti á í'snum nokkru sunnan við Ilarald. Þar gat að Iíta litla opna tvíþekju, sem flogið var á norðurpólinn fyrir skömmu. Mun það vera í fyrsta skipti sem það er gert. „Flugmaðurinn flaug vélinni í áföngum frá Washington og flaug á norðurpólinn en á bakaleiðinni varð hann að leggja vélinni vegna óhreininda í eldsneytinu," sagði Ingþór. „Hann bi'ður nú fjárstuðn- ings hjá ýmsum aðilum til að geta sótt vélina út á ísinn við 86. breiddargráðu." Ingþór hitti á ferð sinni m.a. Svíana tvo, þá Magnus Person og Henrik Runell, sem komust á pól- inn á mettíma á föstudaginn langa. Þeir Iögðu af stað 10. mars frá Ward Hunt-eyju með létta sleða ásamt þriðja leiðangurs- manninum, Per Nordsröm, sem sneri við sárkalinn eftir nokkra daga úti á ísnum. Félagar hans tveir héldu áfram og náðu takm- arkinu eftir 41 dags göngu og bættu þar með nokkurra daga gamalt met Svíans Ola Skinnarmo um 7 daga. Skinnarmo tókst á göngu sinni Ljósmynd/Haraldur Örn ólafsson Brosandi einvera á ísnum í 30 stiga frosti gæti titill þessarar sjálfsmyndar verið. Ljósmynd/Ingþór Bjamason Svíarnir komust á norðurpólinn á mettíma eða 41 degi. Per Nordström (t.h.) þurfti að snúa við vegna kals. Hann tók á móti félögum sínum Magnus Persson (t.v.) og Henrik Runell (í miðju). Hjálmurinn geymir það mikilvægasta Þaö fer enginn á hjól án hjálms, það er ófrávíkjanleg regla. Örninn býður upp á hjálma fyrir fjölskylduna i öllum regnbogans litum. >keifunm 1 I Simi 588 9890 Veffancj ominn.is Opiðkl. 9 18 virka clacja ocj kl. 10 16 lauijaiciatja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.