Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ OZ.COM er framsækið fyrirtæki með skrifstofur í Reykjavík, Boston og Stokkhólmi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 100 starfsmenn sem vinna að þróun samskiptalausna. Vegna aukinna umsvifa óskar OZ.COM eftir að ráða öfluga forritara og kerfisstjóra. Markmið OZ.COM er að auðvelda samskipti fólks með rauntíma samskiptalausnum. Fyrr á þessu ári kynnti OZ.COM til sögunnar mPresence - heildarlausn sem brúar bilið á milli Internetsins, hefðbundinna símakerfa og farsímakerfa. Meðal hluthafa og samstarfsaðila OZ.COM er Ericsson. Fyrsta afurð samstarfs fyrirtækjanna, iPulse, hefur vakið verðskuldaða athygli á meðal viðskiptavina í 15 löndum um heim allan. ■ C++ forritarar - Software Developers Stuðst er við UML hönnunaraðferðir og forritað í C++. Við leitum að forriturum sem hafa: Háskólamenntun og/eða reynslu af forritun í PC/Windows umhverfi (C++) Áhuga og getu til að tileinka sér nýjungar Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp ■ Lotus Notes forritarar - Software Developers Lotus Notes forritarar hafa það hlutverk að halda áfram að aðlaga okkar upplýsingakerfi að sístækkandi fyrirtæki. Stöðugt er unnið að endurbótum á ferlum og vinnuumhverfi OZ.COM og spilar Notes þar stórt hlutverk. Við leitum að forriturum sem hafa: Þekkingu og reynslu af Lotus Notes forritun (formúlur, Lotus Script, Visual Basic) Þekkingu og áhuga á uppbyggingu hópvinnukerfa Getu til að starfa sjálfstætt og ná settum markmiðum ■ Lotus Notes kerfisstjóri Kerfisstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri nokkurra Lotus Notes biðlara. Ábyrgðin felur í sér rekstur, eftirlit, viðhald, afritatökur, uppfærslur, öryggismál og fleira. Kerfisstjóri verður hluti af tölvudeild OZ.COM og mun sem slíkur einnig hafa skyldur sem snúa að almennum rekstri okkar tölvuumhverfis. Við leitum að skemmtilegum, jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingi sem getur starfað sem hluti af liðsheild. Æskileg þekking: Rekstur Lotus Notes 5.0 miðlara Lotus Notes biðlara vinnustöð Microsoft Windows NT og Windows 98 stýrikerfi TCPIP protocol Æskileg reynsla: Lágmarks 1 árs reynsla af rekstri stórs Notes umhverfis Reynsla og þekking á rekstri gagnagrunna á dreifðum starfssvæðum OZ.COM býður uppá einstakt og skapandi vinnuumhverfi sem sameinar ferskt andrúmsloft, góða tekjumöguleika, mikla vaxtarmöguleika á alþjóðavettvangi og metnað til að ná árangri í starfi. Vinsamlegast fylltu út umsókn á íslensku eða ensku á vefsvæði okkar www.oz.com/jobs eða sendu upplýsingar um þig í pósti til OZ.COM, Snorrabraut 54, 105 Reykjavík, merkt "OZ.COM -VINNA" fyrir 01.05.2000. Við hlökkum til að heyra frá þér Starfsfólk OZ.COM Kennara vantar að Grunnskóla Húnaþings vestra næsta skólaár Grunnskóli Húnaþings vestra er nýr skóli sem varð til við sameiningu allra grunnskóla í Vestur-Húnavatnssýslu. Kennara vantar á eftirtalda kennlustaði: Hvammstanga 7}/í kennarastaða. Helstu kennslugreinar eru: Almenn kennsla, íþróttir, heimilisfræði, smíði og tölvufræðsla Sérstök athygli er vakin á þörf á ráðningu íþróttakennara. Góð aðstaða til kennslu. Þjálfun á vegum Umf. Kormáks stendur einnig til boða. Laugarbakka í Miðfirði 5 kennarastöður. Um er að ræða kennslu á öll- um aldurstigum. Helstu kennslugreinar eru: Almenn kennsla yngri nemenda og á miðstigi, enska, danska, stærðfræði, náttúrufræði, sam- félagsfræði, tölvufræðsla, myndmennt, hand- mennt, smíði og umsjón bókasafns. Sérstaklega er vöntun á kennurum, sem vilja kenna á unglingastigi, tungumál og stærðfræði, sem og yngri bama kennur- um. Vesturhóp Ein kennarastaða. Um er að ræða almenna kennslu í 1.—6. bekk. Um stjórnunarafslátt að ræða vegna stjórnunar kennslustaðarins. Reykir í Hrútafirði Ein kennarastaða. Um er að ræða almenna kennslu í 1.—6. bekk. Til greina gæti komið að kennarar kenndu á fleiri en einum kennslustað. Nánari upplýsingar gefa: Jóhann Albertsson skólastjóri sími 451 2901, heirnasími 451 2226, e-mail jalberts@ismennt.is, Ágúst Jakobsson, aðstoðarskólastjóri, sími 451 2417, Herdís Brynjólfsdóttir, aðstoðarskólastjóri, sími 451 2901, og Heimir Ágústsson, formaður fræðsluráðs, sími 451 2547. ÓLAFSFJÖRÐUR rrn Frá grunnskólunum í Ólafsfirði Staða skólastjóra við Barnaskóla Ólafsfjarðar er laus til umsóknar. Einnig vantar kennara í almenna kennslu, íþróttakennslu á miðstigi og unglingastigi, tónmenntakennslu og kennslu í hannyrðum. Þá vantar einnig sér- kennara. Til greina kemurað ráða þroskaþjálfa til aðstoðar við börn með sérþarfir. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Nánari upplýsingar um stöður og ráðningar- kjör gefa Gunnar L. Jóhannsson skólastjóri í Barnaskóla Ólafsfjarðar, skólasími 466 2245, heimasími 466 2461, eða Óskar Þór Sigurbj- örnsson skólastjóri Gagnfræðaskólans Ólafs- firði, skólasími 466 2134, heimasími 466 2357. Ólafsfjarðarbær. Blaðbera vantar Reykjavík - Bárugata Upplýsingar í síma 569 1122 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 i Reykjavik þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.