Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ný leið á Þver-
ártindsegg klifin
ÞRÍR Qallgöngumenn úr Björgun-
arsveit Hafnai'ljaröar, þeir Pálmi
Másson, Símon Halldórsson og Orv-
ar Atli Þorgeirsson, klifu áður
ófama leið á Þverártindsegg,
hrikalegan íjallahrygg inn af Suð-
ursveit um páskahelgina. Hæsti
hluti fjallsins, sem stendur í um
1554 metra hæð yfír sjávarmáli,
hefur verið klifínn áður en nýjung
þremenninganna fólst í því að
ganga eftír rúmlega 1000 metra
langri örmjórri fjallsegginni, sem
liggur upp á hæsta tindinn.
Gangan var ekki hættulaus enda
eggin svo mjó sums staðar að ekki
varð gengið ofan á henni heldur
þurftí að hliðra utan í henni í snar-
bröttum hlíðum. Grjóthrun hófst á
einum kafla niðurferðar svo Pálmi
Másson átti fótum sínum fjör að
launa. Að sögn hans var ekki laust
við að skelfilega berskjaldaðir
fjallshryggirnir fengju hjartað
stundum til að slá örar. Fjallgangan
hófst á föstudaginn langa og lauk á
laugardagskvöld en gist var í tjaldi
á leiðinni á skriðjökli sem liggur við
fjallið og nefnist Skrekkur.
Lokatakmarkinu náðu þeir félag-
ar eftir 5 stunda göngu og klifur frá
tjaldstað. Pálmi sagði að leiðin sem
þeir fóm væri algjörleg ófær í
vindi, enda mættí engu muna að
menn fykju út af og veltust niður
snarbrattar brekkurnar án þess að
geta gripið í neitt.
Á niðurleiðinni gengu þeir félag-
ar fram á 50 metra háan ísfoss sem
þeir sigu niður í ofanvað en að öðr-
um kosti hefðu þeir þurft að taka á
sig stóran krók tíl að sleppa við
fossinn. Litlu mátti muna að slys
yrði þegar fjallgöngumennirnir síð-
an lentu í gijóthmni á allra sfðasta
áfanga niðurleiðarinnar.
„Símon tók eftir frekar öflugu
gijóthmni efst í klettunum fyrir of-
an okkur Orvar,“ sagði Pálmi. „Við
skimuðum aðeins eftir gijótinu og
skyndilega komu hnullungar fljúg-
andi, þeir stærstu á stærð við fót-
bolta og féllu í kringum okkur. Ég
tók til fótanna og hljóp upp í ná-
læga brekku og tel að heppnin ein
hafi ráðið því að við urðum ekki fyr-
ir gijóti. Eftir þessi slyótu viðbrögð
höfðu félagar mínir á orði að þar
væri kominn fram heimsmeistarinn
í 20 metra hlaupi."
Símon Halldórsson, einn leiðangursmanna á Þverártindsegg.
Ljósmynd/Pálmi Másson
Morgunblaðið/Bryryar Gauti
Útsýnið var fagurt, yfir höfuðborgarsvæðið frá skíðasvæði Fram í Bláíjöllum.
Þúsundir manna í skíðalöndunum
ÞÚSUNDIR nutu veðurblíðu sem víða ríkti um páska-
hátíðina og brugðu sér á skíði.
í skíðalöndunum í nágrenni höfuðborgarinnar var
hægt að stunda skíðamennsku daglangt og þeir sem
ekki vildu fara á skíði gátu sýnt listir sínar á annan
hátt. Gera má ráð fyrir að skíðalöndin verði opin
næstu helgi og jafnvel þar næstu ef ekki hlýnar mjög
snarlega.
Mánuðunnn með
sólríkustu aprflmán-
uðum í Reykjavík
SÓLRÍKT hefur verið um sunnan-
og vestanvert landið í norðanáttinni
allmarga síðustu daga og segir
Magnús Jónsson veðurstofustjóri
að apríl verði með sólríkustu apríl-
mánuðum í Reykjavík í áratugi. Ar-
in 1961 til 1990 var meðalsólskins-
stundafjöldi í Reykjavík 140 en
sókskinsstundirnar voru í gær þeg-
ar orðnar nokkuð yflr 200.
Magnús Jónsson segir að sól-
skinsstundamet í Reykjavík sé
kringum 75 ára gamalt og hafi þær
verið um 220 þá. Sé því enn hugsan-
legt að það met verði jafnað í mán-
uðinum þótt sunnanáttir verði ríkj-
andi næstu daga. Hann segir að
sólríkt hafi verið einnig víða um
sunnan- og vestanvert landið.
Snýst til suð-
lægrar áttar
í nótt átti að snúast til suðlægrar
áttar og byrja að rigna vestan til á
landinu og síðar á einnig á Suður-
landi. Skýjað verður og súld sums
staðar á Norður- og Austurlandi.
Þá á einnig að hlýna nokkuð og er
spáð tveggja til sex stiga hita um
vestanvert landið og á Norðurlandi
vestra en heldur kaldara verður
norðanlands og austan.
Veðurstofustjóri minnti á að þótt
sól hefði víða skinið glatt undanfar-
ið hefði slíkt veðurfar einkum verið
hagstætt til útivistar og ferðalaga.
Gróðri hefði lítið farið fram og
hann jafnvel átt í vök að verjast á
þeim svæðum. Frost hefði ríkt
mestan hluta sólarhringsins og því
verið óvenjukalt og lítill raki í lofti,
nánast svipað og á eyðimerkur-
svæðum.
-----------------
Sólbaðs-
veður í
Bláa lóninu
Grindavík. Morgunblðaið.
Mikill fjöldi lagði leið sína í Bláa
lónið yfir páskadagana. Að sögn
starfsmanna komu yfir 10.200
manns frá fimmtudegi til mánu-
dags og enn var fólk að streyma í
Bláa lónið þegar blaðamaður var
þar á ferð síðdegis annan í páskum.
Veðrið var kjörið tíl að bregða sér í
Lónið enda skjól að fá í öllum átt-
um.
Sálmalög á saxófón og orgel
Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson
fluttu lögin áður á annáluðum tónleikum:
„Tónleikarnir heilluðu
áhorfendur gersamlega."
Silja Aðalsteinsdóttir, DV
„Margir tónleikagesta voru
greinilega mjög hrærðir
og höfðu orðið fyrir
mikilli uppLifun sem þeir
létu óspart í Ijósi að
tónleikunum loknum."
Lana Kolbrún Eddudöttir, Rás 1
Laugavegl 18 • Sími S15 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500
Gestir í Bláa lóninu nutu veðurblíðunnar.
Ljóamynd/Garðar P Vignisson