Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mögulegt að stjórnvöld krefjist þess að Microsoft verði skipt í fleiri fyrirtæki REUTERS Róttæk tillaga um ónauðsynlegar aðgerð ir að mati Microsoft Niðurstaða í rannsókn á málefnum Micro- soft fékkst í byrjun apríl þegar dómsúr- skurður þess efnis að fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um hringamyndun var kveðinn upp. Bandarísk stjórnvöld hafa frest til föstudags til að leggja fram tillögur að réttarúrræðum gegn Microsoft. New York, Seattle. AP, Reuters. Húsakynni Nasdaq-markaðarins í New York, en fréttir af Microsoft hafa jafnan mikil áhrif á Nas- daq-vísitöluna. TALSMAÐUR Microsoft hefur lýst hugsanlegri tillögu bandarískra stjómvalda um að skipta fyrirtæk- inu upp sem róttækri og öfga- kenndri. Forsaga þess að tillögur um réttarúrræði gegn hugbúnaðarfyrir- tækinu Microsoft verða lagðar fram nær allt aftur til ársins 1991 þegar opinber rannsókn hófst á því hvort Microsoft einoki markað fyrir tölvu- stýrikerfi. Árið 1997 stefndi bandaríska dómsmálaráðuneytið Microsoft fyrir að dreifa netvafra sínum með stýri- kerfinu Windows. Samkomulag náðist að hluta í árs- byrjun 1998, þar sem tölvuframleið- endur fengu þann möguleika að fela eða fjarlægja netvafrann. í apríl sama ár gaf Microsoft út Windows 98, nýja útgáfu af stýrikerfinu, en gaf tölvuframleiðendum ekki ofan- greindan möguleika. Mánuði síðar var gefin út umfangsmikil ákæra á hendur Microsoft af hálfu dóms- málaráðuneytisins og 20 ríkja. Þar er Mierosoft sakað um að nota yfir- burði sína á hugbúnaðarmarkaði til að bola keppinautum burt. í nóvember árið 1999 úrskurðaði dómari að Microsoft einokaði mark- aðinn fyrir stýrikerfi í PC-tölvur og að aðgerðir fyrirtækisins sköðuðu neytendur. Eftir fjögurra mánaða samningaviðræður Microsoft og ákæruvaldsins kvað Thomas Pen- field Jackson dómari upp úrskurð sinn þess efnis að Microsoft hefði brotið lög um hringamyndun með því að nýta sér einokunarvald til að hindra samkeppni. 5. apríl sl. birti dómarinn áætlun þess efnis að innan 60 daga skyldi ljóst til hvaða réttar- úrræða yrði gripið gegn hugbúnað- arrisanum. Stjórnvöld hafa frest til föstudags í þessari viku til að leggja fram tillögur þess efnis. Microsoft hefur frest til 10. maí til að bregðast við tillögum stjómvalda og koma með gagntillögur og stjóm- völd skulu bregðast aftur við fyrir 17. maí. Hlutaðeigendur munu flytja REUTERS Bill Gates, stofnandi Microsoft. mál sitt fyrir Jackson dómara 24. maí en 60 daga fresturinn rennur út 5. júní. Netvafri ekki aðskilinn frá stýrikerfinu Sagt var frá því í bandarískum fjölmiðlum á mánudag að hugsanlegt væri að stjórnvöld gerðu það að til- lögu sinni í þessari viku að Microsoft yrði skipt í tvö fyrirtæki í því skyni að bæta samkeppnisumhverfi í hug- búnaðariðnaði. Dómsmálaráðuneyt- ið og ríkin hafa þó ekki komist að samkomulagi um sameiginlega til- lögu en margir kostir eru sagðir í stöðunni. Engir þeirra fela þó í sér að Microsoft skuli aðskiija netvafra sinn frá Windows-stýrikerfinu. í málaferlunum gegn Microsoft var það þó aðalatriðið. Tillögumar eru sagðar ganga út á að stofna þurfi sérstakt fyrirtæki um Windows- stýrikerfið og annað um starfsemi tengda Netinu. Önnur hugmynd gengur út á að Microsoft selji hug- búnaðarhluta fyrirtækisins, þ.e. Off- ice-hugbúnaðinn. Einnig íhuga ákærendur að gera að tillögu sinni að Microsoft verði beitt tímabundn- um viðskiptahindranum þar til málið verður tekið fyrir hjá áfrýjunardóm- stólum. í undangengnum málaferlum kom í Ijós að Windows stýrikerfið hafði 85% markaðshlutdeild og Office- hugbúnaðarpakkinn 90% hlutdeild af markaði fyrir slíkar vörar. Pró- fessor við Harvard-háskólann segir í samtali við vefútgáfu New York Times að ef stofnuð yrðu sérstök fyr- irtæki um annars vegar Windows og Office hins vegar, yrði samkeppnin af öðra tagi, líkt og á milli Microsoft og Intel, sem væri æskilegt. Á sama stað kemur einnig fram að sem sér- stakt fyrirtæki, væri hugsanlegt að Office yrði framleitt fyrir stýrikerfið Linux sem er í samkeppni við Wind- ows. Tvö fyrirtæki úr Microsoft yrðu eftir sem áður stór og arðvænleg. Því hefur nú þegar verið lýst yfir af hálfu Microsoft að úrskurðinum verði áfrýjað og talið er að málið geti farið fyrir Hæstarétt Bandaríkj- anna. Ef af verður, era kröfur af þessu tagi um uppstokkun fyrirtækis þær fyrstu í Bandaríkjunum síðan árið 1984 þegar símafyrirtækinu AT&T var gert að skipta fyrirtækinu upp eftir réttarhöld. Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins hittu efnahagsráðgjafahóp forseta Bandaríkjanna í gær á óformlegum fundi til að gera ráðgjöfunum grein fyrir tillögunni. Clinton forseti var ekki viðstaddur. Starf smenn fá kauprétt á lokagengi mánudagsins Steve Ballmer, aðalframkvæmda- stjóri Microsoft, lýsti því yfir í gær að ekkert réttlætti að Microsoft yrði skipt upp. Hann tilkynnti einnig að allir starfsmenn Microsoft fengju kauprétt á hlutabréfum í félaginu á lokagengi bréfanna á mánudag. Lögmenn Microsoft hafa lýst því yfir að hugsanleg uppstokkun á fyr- irtækinu hafi mikið fordæmisgildi þar sem bandarísk yfirvöld hafi ekki áður skipt upp fyrirtæki sem hafi áunnið sér stöðu sína á markaðnum, eins og fram kemur í Financial Times. Lögmennimir hafa lýst þeirri áætlun sinni við dómarann að þeir muni krefjast réttarhalda með vitnum og gagnspurningum, að því er fram kemur í Wall Street Journal í gær. Slík réttarhöld gætu tekið marga mánuði. Lögmennirnir munu aðeins fallast á að hraða ferlinu ef viðskiptahindranir verða ekki víð- tækar, nái aðeins til netvafra Micro- soft og Windows 98 sem þegar era á markaði en munu brátt víkja fyrir nýrri útgáfum. Lögmenn Microsoft telja sölu á Office-starfseminni ekki við hæfi þar sem sá hugbúnaður var ekki aðalatriði í hinum 77 daga rétt- arhöldum. Talsmenn dómsmála- ráðuneytisins hafa ekki tjáð sig um málið. Jim Cullinan, talsmaður Micro- soft, sagði á mánudag að slæmt væri ef tillagan næði fram að ganga, fyrir Microsoft, neytendur og iðnaðinn í heild. Hann sagði ekkert í dómsúr- skurðinum frá 3. aprfl réttlæta svo öfgafull og róttæk réttarúrræði. Robert Herborld, rekstrarstjóri hjá Microsoft, telur réttarúrræði sem þessi ekki endurspegla það sem fer fram á markaðnum, að því er fram kemur í Wall Street Journal. Markaðsverðmæti 45% minna en um áramót Microsoft var stærsta fyrirtæki heims í ársbyrjun en markaðsvirði þess hefur minnkað um 45% frá þeim tíma og er nú um 345 milljarðar bandaríkjadala eða rúmir 25 þúsund millj- arðar íslenskra króna. Fyrirtækið er sam- kvæmt lokatölum frá mánudegi fjórða verð- mætasta fyrirtæki Bandaríkjanna, á eftir General Electric, Cisco og Intel. Hlutabréf Microsoft lækkuðu um meira en 15% í viðskiptum á mánudag í kjölfar frétta um hugsanlega uppstokkun en einnig vegna þess að fyrirtæk- ið gaf út tilkynningu þess efnis að vöxtur rekstrartekna næsta árið yrði ekki í sam- ræmi við áætlanir. Sérfræðingar höfðu spáð um 20% vexti hagnaðaðar næsta árið en talsmenn Microsoft segja 15% vöxt nær lagi. Ársfjórðungsupp- gjör Microsoft var þó nokkuð umfram vænt- ingar. í morgunpunktum Kaupþings í gær kemur m.a. fram að fréttir af Microsoft hafi jafnan mikil áhrif á Nasdaq-vísitöluna. 3. aprfl lækkaði Nasdaq um 349 punkta, sama dag og dómari kvað upp úr um sekt fyrir- tækisins. Goldman Sachs lækkaði spá sína um rekstrartekjur Micro- soft á ársfjórðungnum 12. apríl og Nasdaq lækkaði um 286 punkta. I fyrradag lækkaði Nasdaq svo um 160 punkta í kjölfar frétta um hugs- anlega uppstokkun og breyttar væntingar um hagnað Microsoft. Mikil viðskipti vora að baki lækkun- inni en 156 milljón hlutir skiptu um hendur. Það er þriðja mesta velta með hlutabréf bandarísks félags á einum degi frá upphafi, að því er fram kom í Morgunkorni FBA í gær. Lækkun á bréfum Microsoft olli tíundu mestu lækkun á Nasdaq-vísi- tölunni sem orðið hefur á einum degi frá upphafi. Önnur tæknifyrirtæki fóra því ekki varhluta af lækkun á bréfum Microsoft. Nasdaq-vísitalan hefur nú lækkað um rúmlega 30% frá þeim toppi sem hún náði 10. mars, tæpum 5.049 stigum. Sérfræð- ingar notuðu fyrsta tækifæri á mánudaginn til að lækka mat sitt á hlutabréfum Mierosoft sem fjárfest- ingarkosti en sjóðstjórar vora á báð- um áttum og töldu sumir þeirra lækkunina gefa gott kauptækifæri. Gengi hlutabréfanna fór allt niður í 65 dollara á mánudag sem er hið lægsta síðan árið 1998. Um miðjan dag í gær var gengið farið að þokast upp á við og komið í rúma 68,75 doll- ara á hlut. Gengið fór upp í tæpa 120 dollara í desember síðastliðnum. Bill Gates rétt svo ríkasti maður heims Miðað við markaðsgengi bréfa Microsoft á mánudag era hlutabréf Bill Gates, aðaleiganda Microsoft, 49,4 milljarða dollara virði. Upphæð- in samsvarar tæpum 3.600 milljörð- um íslenskra króna. Fyrir fjóram mánuðum nam markaðsvirði eignar- hlutar Gates tæpum 89 milljörðum bandaríkjadala eða tæpum 6.500 milljörðum króna. Bill Gates hefur þó ekki misst titilinn „ríkasti maður heims“ en heldur honum naumlega, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Gates hefur fjárfest í öðram fyrirtækjum og byggist auður hans því ekki eingöngu á Microsoft, en hann á 15% hlutafjár í fyrirtækinu. Aðrar fjárfestingar Gates era um 35 milljarða bandaríkjadala virði, um 2.500 milljarða króna, og nægja til að halda honum í efsta sæti auðkýfinga heimsins. Helsti keppinautur Gates er Larry Ellison, aðaleigandi tölvu- fyrirtækisins Oracle. Hlutabréf hans í Oracle era 48 milljarða bandaríkja- dala virði eða um 3.500 milljarða króna en gengi á hlutabréfum Oracle hefur hækkað um 544% síðastliðið ár, að því er fram kemur á fréttavef BBC. © Sálfræðistöðin Námskeið Sjálfsþehking - Sjálfsönyggi A námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar 562 3075 og 552 1110 frá kl. 11-12 Miele uppþvottavélin - einstök hnifaparagrind efst i vélinni. - hljó>íátari en flú hef>ir fLora> a> vona. - afkastar 20% meira en sambæríLegar vélar. ara a Miele fmæli í tilefni af 100 ára afmæli Miele hafa Eirvík og Miele ákveðið að efna til happadrættis. í verðlaun er hinn glæsilegi Mercedes- Benz A-lína frá Ræsi. EIRVIK, Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík - Sími 588 0200 - www.eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.