Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
_ Bónus með lægsta veröiö
" Verð í Bónus hefur lækleað um 3,4% frá því að síðasta verðkönnun var
Davíð verður að fínna annan sökudólg, þetta svúivirkar ekki á kauða.
Romance sófi með mynsturofnu áklæði í beinhvítu. 3ja
sæta sófi. L230 sm kr. 53.920,-. 2ja sæta sófi L193
sm, kr. 43.810,-.
Felix sófi klæddur míkróvelúráklæði, sessur bólstraðar
með kaldsteyptum svampi. Fæst í fleiri litum. 3ja sæta
sófi. L214 sm kr. 68.830,-. 21/2 sætis sófi L182 sm,
kr. 62.370,-.
Amsterdam sófasett 3+2i/2 3ja B240. 2ja B206 H84
D87 sm. Fæst í fleiri litum. Settið kr. 110.290,-.
Malaga sófi klæddur chenille-áklæði, fæst í fleiri
titum. 3ja sæta sófi. L196 sm kr. 49.890,-.
£
HÚSGAGNAHÖLUN
BHdshöfða, 110 Reykjavik
sími 510 8000 www.Husgagnahollin.is
Forvarnaverkefnið Loftskipið
Fundaherferð
um landið
Loftskipið er nafn á
forvamaverkefni
sem Ungmennafé-
lag Islands og áætlunin
Island án eiturlyfja hafa
komið á laggirnar og er
að halda fundi víða um
land um þessar mundir.
Næsti fundur er í kvöld á
Vestfjörðum, nánar til
tekið í Bolungarvík. Mar-
ía Stefánsdóttir er verk-
efnisstjóri fyrir Loftskip-
ið.
„Markmið þessa verk-
efnis er í fyrsta lagi að
miðla og safna upplýsing-
um um vímuvarnir um
allt land, í öðru lagi að
stuðla að aukinni sam-
veru barna og foreldra, í
þriðja lagi viljum við
koma sjónarmiðum ungs
fólks hvað varðar vímuvarnir á
framfæri.“
- Hvernig ætlið þið að ná
þessum markmiðum?
„Hvað varðar fyrsta atriðið,
að safna og miðla upplýsingum,
þá erum við núna með mikla
fundaherferð um allt land meira
og minna. Við höfum þegar
haldið fundi í Borgarbyggð, á
Blönduósi, á Akureyri, á Húsa-
vík, á Egilsstöðum, Höfn og
Hvolsvelli.“
-Hvað hefur komið fram á
þessum fundum?
„Á hverjum stað fyrir sig fá-
um við alltaf einhvern sem vinn-
ur að vímuvörnum í byggðarlag-
inu til að segja frá hvað er verið
að gera á viðkomandi stað.
Þannig söfnum við að okkur
ákveðnum upplýsingum sem við
reynum síðan að miðla áfram.
Einnig fáum við oft með okkur
fólk úr öðrum byggðarlögum til
þess að tala um ástand mála í
sinni heimabyggð. Á Hvolsvelli
talaði til dæmis Indriði Jósa-
fatsson æskulýðsfulltrúi úr
Borgarbyggð. Einnig eru með
okkur í för á þessum fundum
fulltrúar Marita-hjálparstarfs,
þeir Jón Indriði Þórhallsson og
Arnar Már Másson, þeir vekja
fólk til umhugsunar um mark-
aðssetningu á eiturlyfjum. Fyr-
irlestur þeirra heitir: Er til
markaðssetning á eiturlyfjum?
Hjá þeim kemur fram að hún er
til á mörgum sviðum, t.d. í
gegnum Internetið, tónlist og
klæðnað. Einnig hafa verið
kynntar niðurstöður könnunar á
vímuefnaneyslu nemenda í efstu
bekkjum grunnskólans, sem
framkvæmd var á vegum fyrir-
tækisins: Rannsókn og grein-
ing.“
- Hvað með aukna samveru
barna og foreldra - hafið þið
markað ykkur stefnu í þeim
málaflokld nú þegar?
„Við ætlum að fara í gang
með átaksverkefni í því máli í
sumarbyrjun. Við hugsum okk-
ur ýmsar leiðir til að stuðla að
aukinni samveru foreldra og
barna en of snemmt er að upp-
lýsa hér hverjar þær
eru. Ég get þó sagt
að þetta verður byggt
á sömu hugmynd og
lýðveldishlaupið 1994,
þar sem fólk hljóp
ákveðna vegalengd og
skáði í bækur, nú
mun fólk ekki þurfa
að hlaupa heldur einfaldlega
gera eitthvað skemmtilegt með
fjölskyldunni og skrá það niður.
Veitt verða vegleg verðlaun fyr-
ir mestar samvistir og einnig
ætlum við að safna saman frum-
legum hugmyndum þátttakenda
um hvað hægt er að gera.“
María Stefánsdóttir
► Maria Stefánsdóttir fæddist í
Reykjavík 3. ágúst 1970. Hún
lauk stúdentsprófi frá Verslun-
arskóla íslands 1990, BA-prófí í
sijómmálafræði frá Háskóla Is-
lands 1995 og masters-prófi í al-
þjóðastjórnmálum frá Kaup-
mannahafnarháskóla í desember
1999. María hefur starfað sem
verkefnisstjóri forvarnaverkefn-
isins Loftskipið sem er á vegum
Ungmennafélags íslands og
áætlunarinnar Islands án eitur-
lyfja. María á eina sjö ára dóttur.
- Hvað með þriðja atriðið - að
fá fram sjónarmið unga fólks-
ins?
„Hvað snertir þriðja atriðið;
að koma sjónarmiðum ungs
fólks á framfæri, þá er um það
að segja að við ætlum að halda
ungmennaráðstefnu í Reykjavík
í haust og í undirbúningsnefnd
mun starfa ungt fólk sem mun
skipuleggja ráðstefnuna og ann-
ast framkvæmdir. Mælendaskrá
hefur ákveðið aldurshámark,
allir mega koma og hlusta, en
einungis ungt fólk fær að tala.“
- Hvert verður umfjöllunar-
efni þessarar ráðstefnu nánar til
tekið?
„Umræðuefnið verður; Hvað
tel ég að hafi haldið mér frá
óreglusömu lífi og hvað tel ég að
séu árangursríkar vímuvarnir."
- Ert þú persónulega með
hugmyndir um hvað séu árang-
ursríkar vímuvarnir?
„Það sem hefur komið fram á
hverjum einasta fundi sem við
höfum haldið er að gott sam-
band foreldra og barna er tví-
mælalaust það sem mest áhrif
hefur í átt til vímuvarna. Ekki
aðeins kemur þetta fram í máli
fólks heldur staðfesta rannsókn-
ir þetta, einnig hefur komið
fram að öflugt íþrótta- og
tómstundastarf hefur mikið
gildi..“
- Hvaða fólk sækir helst fundi
hjá ykkur?
„Það er mjög breiður hópur -
unglingar, foreldrar, kennarar,
________ þeir sem starfa með
ungu fólki í félags- og
íþróttastarfi. Einnig
hafa komið fulltrúar
frá fíkniefnalögreglu.
Þá má nefna að prest-
ar hafa mætt, bæjar-
stjórinn á Ákureyri
koma á fundinn sem
haldinn var þar, og loks hefur
einn þingmaður mætt, það var
ísólfur Gylfi Pálmason sem kom
á fundinn á Hvolsvelli. Ég hvet
fólk á öllum aldri til að mæta á
þá fundi sem við eigum eftir að
halda - þetta málefni skiptir
okkur öll miklu.“
Gott samband
foreldra
og barna er
besta forvöm
gegn vímu-
efnum