Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BJORGUNARSKOLI SL YSA VARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR VILTU GRENNAST OG LÍÐA BETUR? Náttúrulegar vörur. Frábær árangur! k Pantanasími 698 3600. Hvað er sjúkraþjálfun ? FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara er 60 ára í dag. Þrátt fyrir það þá eru margir sem vita lítið um sjúkra- þjálfun og hvað felst í starfi sjúkraþjálfara. Margir halda að sjúkraþjálfarar nuddi allan daginn og oft er sjúkraþjálfurum rugl- að saman við sjúkraliða þar sem starfsheitin eru lík. Þrátt fyrir að vpudd sé hluti af starf- inu, þá er starf sjúkra- þjálfara mun víðtæk- ara. Sjúkraþjálfarar starfa við hæfingu og endurhæfíngu fólks á öllum aldri, allt frá ungabörn- um til aldraðra. Sjúkraþjálfarar búa yfir hagnýtri þekkingu á mannslíkamanum og hafa sérþekkingu á eðlilegum hreyf- ingum og greiningu á frávikum frá þeim. Starf sjúkraþjálfara er m.a. fólgið í nákvæmri skoðun, greiningu og meðferð ýmissa sjúkdómsein- kenna sem tengjast trufiun á hreyfígetu og stafa af sjúkdómum, slysum eða röngu álagi. Ráðgjöf, forvarnir og heilsuefling er einnig mikilvægur þáttur í starfi sjúkraþjálfara vegna sérþekkingar þeirra á stoðkerfi líka- mans. Hverjir hafa gagn af sjúkraþjálfun? Ertu að jafna þig eft- ir hjartaáfall, beinbrot Friðrik EUert eða langa sjúkdóms- Jónsson legu? Ertu með lang- varandi sjúkdóm? Ertu með laskað hné eftir síðustu fót- boltaæfingu? Er barnið þitt með frá- vik í hreyfiþroska? Ertu með bak- verki, vöðvabólgu eða viltu einfaldlega komast hjá álagseinkennum? Þú þarf ekki að vera veik(ur) til að geta haft gagn af sjúkraþjálfun. Þú getur fengið álags- einkenni við vinnu, á heimili þínu og jafnvel við þjálfun og heilsurækt. Afmæli Sjúkraþjálfun er í stöðugri þróun, segir Friðrik Ellert Jónsson, og fylgir framförum og nýjungum innan heilbrigðiskerfísins. Þetta eru dæmi um það sem sjúkra- þjálfari getur liðsinnt þér með. Aðalmarkmið sjúkraþjálfunar er að vinna að því að bæta heilsu og líð- an fólks, minnka verki, viðhalda eða bæta hreyfigetu og starfshæfni. Meðferðin beinist m.a. að því að draga úr sársauka, viðhalda eða bæta ástand vöðva og liða, viðhalda eða bæta færni, jafnvægi, samhæf- ingu hreyfinga og göngugetu. Sjúkraþjálfarar nota ýmsar að- ferðir í meðferð, t.d. ýmsar æfingar, vöðvateygjur, liðlosun, nudd, hita- og kælimeðferð og ýmis rafmagns- Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar stendur fyrir rádstefnu um fjarskipti fyrir björgunar- sveitir, lögreglu, slökkvilið og aðra viðbragðsaðila. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum laugardaginn 29. apríl nk. Meðal annars verður fjallað um tölvunotkun í fjarskiptum, tetra-fjarskipti, VHF og HF og framtíðin í boðunarmálum viðbragðsaðila svo að fátt eitt sé nefnt. Boðið verður upp á léttar veitingar og ýmsir aðilar tengdir fjarskiptum verða með sýningarbása. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er hjá Björgunarskólanum f síma 570 5930. tæki til að bæta ástand vefja og minnka sársauka. Sú meðferð sem er valin ræðst af nákvæmri greiningu á orsökum vandamáls viðkomandi ein- staklings. Starfssvið sjúkraþjálfara er stöð- ugt að víkka og tekur til andlegra þátta jafnt sem líkamlegra, en sjúkraþjálfari hugsar um manninn í heild með tilliti til eðlilegrar líkams- starfsemi. Sjúkraþjálfarar veita sjúklingum meðferð í samráði við lækna og starfa oft í náinni þverfaglegri sam- vinnu við ýmsa fagaðila innan heil- brigðiskerfisins. Starfsvettvangur Sjúkraþjálfun er vaxandi starfs- grein hér á landi, en á síðustu 25 ár- um hefur vinnustöðum sjúkraþjálf- ara fjölgað úr 16 í 108. Sjúkraþjálfarar starfa víða t.d. á sjúkrahúsum, einkareknum stofum, endurhæfingarstöðvum, hjúkrunar- og elliheimilum, heUsugæslustöðv- um, heimahúsum, líkamsræktar- stöðvum og hjá íþróttafélögum. Einnig vinna sjúkraþjálfarar í skól- um og hjá fyrirtækjum. Sjúkraþjálf- arar fást töluvert við kennslu og rannsóknir. Námið Grunnnám í sjúkraþjálfun er fjög- urra ára nám við Háskóla Islands, sem lýkur með B.Sc. gráðu. Fyrstu tvö árin eru að mestu bókleg, áhersla er lögð á líffæra- og lífeðlisfræði, hreyfmgarfræði og starfræna líf- færafræði. Á seinni tveimur árunum er farið dýpra ofan í kjölinn á sjúk- dóma- og sjúkraþjálfunarfræðunum og þá hefst einnig verkleg kennsla þar sem farið er á heilbrigðisstofnun og þar kynnast nemendur starfinu undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Að loknu B.Sc. prófi gefst sjúkra- þjálfurum kostur á meistaranámi og doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla í slands og víða erlendis. Félagið Félag íslenskra sjúkraþjálfara er mjög vh-kt félag, og stendur reglu- lega fyrir ýmsum ráðstefnum og málþingum. Nú í sumar mun Nor- rænt rannsóknarþing sjúkraþjálfara verða haldið hér á landi í fyrsta sinn og er Félag íslenskra sjúkraþjálfara framkvæmdaraðili þingsins. Félagið gefur út sex fréttabréf á ári og fagblað sem kemur út þrisvar sinnum á ári. Félagið er með öfluga heimasíðu þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar um sjúkraþjálf- un, en slóðin er; www.physio.is. Félag íslenskra sjúkraþjálfara hefur verið aðili að alþjóðasamtök- um sjúkraþjálfara WCPT frá 1963. Auk þess tekur félagið þátt í Evrópusamstarfi og samstarfi við sjúkraþjálfarafélögin á hinum Norð- urlöndunum. Afmælishátíð Þann 28. apríl n.k. verður afmælis- hátíð Félags íslenskra sjúkraþjálf- ara haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur hátíðin frá kl. 13.00 - 16.30. Hátíðin hefst með ráðstefnu sem verður opin íyrir alla, þar verða sjúkraþjálfarar, sálfræðingur og leikari með áhugaverða fyrirlestra. Jafnframt verður sögusýning fé- lagsins opnuð í Ráðhúsinu og verður sýningin opin til sunnudagsins 30. apríl. Sögusýningin spannar sögu fé- lagsins síðustu 60 árin. Eg vil hvetja alla til að komavið í Ráðhúsi Reykja- víkur og hlusta á þessa áhugaverðu fyrirlestra og kynna sér sögu sjúkra- þjálfunar í máli og myndum. Lokaorð Sjúkraþjálfun er fag í stöðugri þróun sem fylgir framförum og nýj- ungum innan heilbrigðiskerfisins. Sjúkraþjálfarar leggja sífellt meiri áherslu á mikilvægi rannsókna til að meta árangur og ávinning af með- ferð og telja rannsóknir vera for- sendur faglegrar þróunar. f lögum um sjúkraþjálfun er sjúkraþjálfurum gert skylt að auka þekkingu sína bæði í formlegu og óformlegu námi með það að mark- miði að viðhalda og efla faglega hæfni. Þannig uppfylla sjúkraþjálf- arar eitt af meginmarkmiðum félags síns sem er að bæta heilsu lands- manna. Höfundur er sjúkrajijálfari og er i kynningarnefnd FISÞ. Verð nú aðeins 799.000 Nýr bíll é verði notaðs! KIA Príde er fullbúinn fólksbíll á verði sem flestir kannast við á notuðum bílum en ekki glænýjum bílum. KIA Príde erknúinn 1330cc vél sem skilar 73 hestöflum, 5 gíra og með rafeindastýrðri EGI fjölinn- sprautun. KIA Príde kemur með eftirfarandi staðalbúnaði sem sýnir svo ekki verður um villst að hér fæst mikið fyrir peningana: Samlitir stuðarar, vökvastýri, snúningshraðamælir, loftpúði f. ökumann, afturhurð og bensínlok opnanleg innanfrá, 2 höfuðpúðar, bílbeltastrekkjarar,, þurrkutöf.barnalæsingar, þokuljós að aftan, litað gler, hiti í afturrúðu, geymsluvasar í framhurðum, útvarp og segulband,4 hátalarar, rafmagns- loftnet, stafræn klukka, hreyfiltengd þjófavörn, rafmagn í rúðum að framan, hliðarspeglar stillanlegir innanfrá. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.