Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BJORGUNARSKOLI SL YSA VARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR VILTU GRENNAST OG LÍÐA BETUR? Náttúrulegar vörur. Frábær árangur! k Pantanasími 698 3600. Hvað er sjúkraþjálfun ? FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara er 60 ára í dag. Þrátt fyrir það þá eru margir sem vita lítið um sjúkra- þjálfun og hvað felst í starfi sjúkraþjálfara. Margir halda að sjúkraþjálfarar nuddi allan daginn og oft er sjúkraþjálfurum rugl- að saman við sjúkraliða þar sem starfsheitin eru lík. Þrátt fyrir að vpudd sé hluti af starf- inu, þá er starf sjúkra- þjálfara mun víðtæk- ara. Sjúkraþjálfarar starfa við hæfingu og endurhæfíngu fólks á öllum aldri, allt frá ungabörn- um til aldraðra. Sjúkraþjálfarar búa yfir hagnýtri þekkingu á mannslíkamanum og hafa sérþekkingu á eðlilegum hreyf- ingum og greiningu á frávikum frá þeim. Starf sjúkraþjálfara er m.a. fólgið í nákvæmri skoðun, greiningu og meðferð ýmissa sjúkdómsein- kenna sem tengjast trufiun á hreyfígetu og stafa af sjúkdómum, slysum eða röngu álagi. Ráðgjöf, forvarnir og heilsuefling er einnig mikilvægur þáttur í starfi sjúkraþjálfara vegna sérþekkingar þeirra á stoðkerfi líka- mans. Hverjir hafa gagn af sjúkraþjálfun? Ertu að jafna þig eft- ir hjartaáfall, beinbrot Friðrik EUert eða langa sjúkdóms- Jónsson legu? Ertu með lang- varandi sjúkdóm? Ertu með laskað hné eftir síðustu fót- boltaæfingu? Er barnið þitt með frá- vik í hreyfiþroska? Ertu með bak- verki, vöðvabólgu eða viltu einfaldlega komast hjá álagseinkennum? Þú þarf ekki að vera veik(ur) til að geta haft gagn af sjúkraþjálfun. Þú getur fengið álags- einkenni við vinnu, á heimili þínu og jafnvel við þjálfun og heilsurækt. Afmæli Sjúkraþjálfun er í stöðugri þróun, segir Friðrik Ellert Jónsson, og fylgir framförum og nýjungum innan heilbrigðiskerfísins. Þetta eru dæmi um það sem sjúkra- þjálfari getur liðsinnt þér með. Aðalmarkmið sjúkraþjálfunar er að vinna að því að bæta heilsu og líð- an fólks, minnka verki, viðhalda eða bæta hreyfigetu og starfshæfni. Meðferðin beinist m.a. að því að draga úr sársauka, viðhalda eða bæta ástand vöðva og liða, viðhalda eða bæta færni, jafnvægi, samhæf- ingu hreyfinga og göngugetu. Sjúkraþjálfarar nota ýmsar að- ferðir í meðferð, t.d. ýmsar æfingar, vöðvateygjur, liðlosun, nudd, hita- og kælimeðferð og ýmis rafmagns- Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar stendur fyrir rádstefnu um fjarskipti fyrir björgunar- sveitir, lögreglu, slökkvilið og aðra viðbragðsaðila. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum laugardaginn 29. apríl nk. Meðal annars verður fjallað um tölvunotkun í fjarskiptum, tetra-fjarskipti, VHF og HF og framtíðin í boðunarmálum viðbragðsaðila svo að fátt eitt sé nefnt. Boðið verður upp á léttar veitingar og ýmsir aðilar tengdir fjarskiptum verða með sýningarbása. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er hjá Björgunarskólanum f síma 570 5930. tæki til að bæta ástand vefja og minnka sársauka. Sú meðferð sem er valin ræðst af nákvæmri greiningu á orsökum vandamáls viðkomandi ein- staklings. Starfssvið sjúkraþjálfara er stöð- ugt að víkka og tekur til andlegra þátta jafnt sem líkamlegra, en sjúkraþjálfari hugsar um manninn í heild með tilliti til eðlilegrar líkams- starfsemi. Sjúkraþjálfarar veita sjúklingum meðferð í samráði við lækna og starfa oft í náinni þverfaglegri sam- vinnu við ýmsa fagaðila innan heil- brigðiskerfisins. Starfsvettvangur Sjúkraþjálfun er vaxandi starfs- grein hér á landi, en á síðustu 25 ár- um hefur vinnustöðum sjúkraþjálf- ara fjölgað úr 16 í 108. Sjúkraþjálfarar starfa víða t.d. á sjúkrahúsum, einkareknum stofum, endurhæfingarstöðvum, hjúkrunar- og elliheimilum, heUsugæslustöðv- um, heimahúsum, líkamsræktar- stöðvum og hjá íþróttafélögum. Einnig vinna sjúkraþjálfarar í skól- um og hjá fyrirtækjum. Sjúkraþjálf- arar fást töluvert við kennslu og rannsóknir. Námið Grunnnám í sjúkraþjálfun er fjög- urra ára nám við Háskóla Islands, sem lýkur með B.Sc. gráðu. Fyrstu tvö árin eru að mestu bókleg, áhersla er lögð á líffæra- og lífeðlisfræði, hreyfmgarfræði og starfræna líf- færafræði. Á seinni tveimur árunum er farið dýpra ofan í kjölinn á sjúk- dóma- og sjúkraþjálfunarfræðunum og þá hefst einnig verkleg kennsla þar sem farið er á heilbrigðisstofnun og þar kynnast nemendur starfinu undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Að loknu B.Sc. prófi gefst sjúkra- þjálfurum kostur á meistaranámi og doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla í slands og víða erlendis. Félagið Félag íslenskra sjúkraþjálfara er mjög vh-kt félag, og stendur reglu- lega fyrir ýmsum ráðstefnum og málþingum. Nú í sumar mun Nor- rænt rannsóknarþing sjúkraþjálfara verða haldið hér á landi í fyrsta sinn og er Félag íslenskra sjúkraþjálfara framkvæmdaraðili þingsins. Félagið gefur út sex fréttabréf á ári og fagblað sem kemur út þrisvar sinnum á ári. Félagið er með öfluga heimasíðu þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar um sjúkraþjálf- un, en slóðin er; www.physio.is. Félag íslenskra sjúkraþjálfara hefur verið aðili að alþjóðasamtök- um sjúkraþjálfara WCPT frá 1963. Auk þess tekur félagið þátt í Evrópusamstarfi og samstarfi við sjúkraþjálfarafélögin á hinum Norð- urlöndunum. Afmælishátíð Þann 28. apríl n.k. verður afmælis- hátíð Félags íslenskra sjúkraþjálf- ara haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur hátíðin frá kl. 13.00 - 16.30. Hátíðin hefst með ráðstefnu sem verður opin íyrir alla, þar verða sjúkraþjálfarar, sálfræðingur og leikari með áhugaverða fyrirlestra. Jafnframt verður sögusýning fé- lagsins opnuð í Ráðhúsinu og verður sýningin opin til sunnudagsins 30. apríl. Sögusýningin spannar sögu fé- lagsins síðustu 60 árin. Eg vil hvetja alla til að komavið í Ráðhúsi Reykja- víkur og hlusta á þessa áhugaverðu fyrirlestra og kynna sér sögu sjúkra- þjálfunar í máli og myndum. Lokaorð Sjúkraþjálfun er fag í stöðugri þróun sem fylgir framförum og nýj- ungum innan heilbrigðiskerfisins. Sjúkraþjálfarar leggja sífellt meiri áherslu á mikilvægi rannsókna til að meta árangur og ávinning af með- ferð og telja rannsóknir vera for- sendur faglegrar þróunar. f lögum um sjúkraþjálfun er sjúkraþjálfurum gert skylt að auka þekkingu sína bæði í formlegu og óformlegu námi með það að mark- miði að viðhalda og efla faglega hæfni. Þannig uppfylla sjúkraþjálf- arar eitt af meginmarkmiðum félags síns sem er að bæta heilsu lands- manna. Höfundur er sjúkrajijálfari og er i kynningarnefnd FISÞ. Verð nú aðeins 799.000 Nýr bíll é verði notaðs! KIA Príde er fullbúinn fólksbíll á verði sem flestir kannast við á notuðum bílum en ekki glænýjum bílum. KIA Príde erknúinn 1330cc vél sem skilar 73 hestöflum, 5 gíra og með rafeindastýrðri EGI fjölinn- sprautun. KIA Príde kemur með eftirfarandi staðalbúnaði sem sýnir svo ekki verður um villst að hér fæst mikið fyrir peningana: Samlitir stuðarar, vökvastýri, snúningshraðamælir, loftpúði f. ökumann, afturhurð og bensínlok opnanleg innanfrá, 2 höfuðpúðar, bílbeltastrekkjarar,, þurrkutöf.barnalæsingar, þokuljós að aftan, litað gler, hiti í afturrúðu, geymsluvasar í framhurðum, útvarp og segulband,4 hátalarar, rafmagns- loftnet, stafræn klukka, hreyfiltengd þjófavörn, rafmagn í rúðum að framan, hliðarspeglar stillanlegir innanfrá. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.