Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hvít Jónsmessunótt
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Mesta athygli vakti þó eflaust um fimm metra há krínólína og pils Títan-
íu álfadrottningar, en undir því pilsi fór ýmsu fram, segir m.a. í umfjöll-
uninni.
LEIKLIST
ÞjóAleíkhilsiA
DRAUMURÁ JÓNS-
MESSUNÓTT
Höfundur: William Shakespeare. ís-
lensk þýðing: Helgi Hálfdanarson.
Leikstjóri: Baltasar Kormákur.
Lcikarar: Atli Rafn Sigurðarson,
Bergur Þór Ingólfsson, Bessi
Bjarnason, Bjöm Jömndur Frið-
bjömsson, Brynhildur Guðjónsdótt-
ir, Guðrún S. Gísladóttir, Gunnar
Eyjólfsson, Herdís Þorvaldsdóttir,
Hilmir Snær Guðnason, Nancy Ko-
ne Panthasis, Róbert Arafinnsson,
Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Karl
Stefánsson og Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir. Leikmynd: Vytautas
Narbutas. Búningar: Vytautas Nar-
butas og Filippía I. Elísdóttir. Lýs-
ing: Páll Ragnarsson. Listrænn
samstarfsmaður leikstjóra og dans-
höfundur: Aletta Collins. Tónlist:
Skárren ekkert. Hljómsveit: Eirík-
ur Þórleifsson (kontrabassi), Frank
Þórir Hall (gítar), Guðmundur
Steingrímsson (harmonika), Guð-
mundur Hafsteinsson (trompet).
Stóra sviðið, fimmtudagskvöldið
20. apríl.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hélt upp á
fimmtugsafmælið sitt með pomp og
prakt á sumardaginn fyrsta og lauk
afmælisveislunni með frumsýningu á
Draumi á Jónsmessunótt eftir
Shakespeare í leikstjóm Baltasars
Kormáks. Valið á verkinu er í alla
staði gott því hér er um að ræða eitt
af skemmtilegri leikverkum klass-
ískrar leiklistarsögu auk þess sem
það gefur leikstjóranum, og öðmm
listamönnum sem að sýningunni
koma, mikið svigrúm í framsetningu
og túlkun þar sem Shakespeare
þurrkar mjög ákveðið út mörk
draums og veruleika í leiknum og
gefur fantasíunni lausan tauminn.
Verkið er þannig sannkallaður
draumur leikhúslistamanna enda
þykir efni þess og margræðni skír-
skota mjög til eðlis leikhússins sjálfs
og þeirrar listar sem þar er framin.
Sú staðreynd að verkið gerist öðr-
um þræði „úti í skógi“ í draumaver-
öld þar sem álfar og önnur óræð
kvikindi ráða ríkjum opnar túlkunar-
rými textans upp á gátt og það hafa
ýmsir leikstjórar nýtt sér í gegnum
tíðina, eins og rakið er í ágætri grein
Melkorku Teklu Ólafsdóttur í leik-
skrá. Eigi að síður skapaðist snemma
á 19. öld ákveðin hefð í uppsetningu
sem ríkt hefur sem viðmið allt fram á
okkar daga og leggjast frávik frá
þeirri hefð misjafnlega í menn, eins
og gengur og gerist. Hin hefðbundna
sýn á verkið er af rómantískum toga,
ákveðin sveitasælustemmning ríkir í
skóginum, álfamir eru bams- og
trúðslegir og Bokki fjörugur
hrekkjalómur. Dans- og tónlistara-
triði eru ætíð stór hluti af hinni hefð-
bundnu uppfærslu og þónokkur
íburður í leikmynd og skógurinn lauf-
mikill og raunsæislegur. Eitt fræg-
asta „uppbrot" á þessari hefð er sýn-
ing breska leikstjórans Peters
Brooks sem hann setti upp í heima-
bæ Shakespeares árið 1970. í skógar
stað var komin einföld, hvít og kassa-
laga sviðsmynd, sem vakti að vonum
mikla athygli, og uppfærslan þótti
taka mið af sirkuslist. Vera kann að
ýmislegt í sýningunni sem hér um
ræðir sé vísun í þessa frægu sýningu
Brooks.
Það kemur ekki á óvart að Baltas-
ar Kormákur og hans ágæta sam-
starfsfólk leiti nýrra leiða í túlkun og
umgjörð leiksins. Hann hefur lýst
þeirri skoðun sinni að í leikhúsinu
verði „stöðugt að leita hins óþekkta",
svo vitnað sé til viðtals í leikskrá, og
jafnframt hefur hann gengist við
áhrifum Litháans Rimas Tuminas á
leikstjómaraðferð sína, en leikhús-
gestir minnast eflaust flestir áhrifa-
ríkra (og umdeildra) uppsetninga
hans í Þjóðleikhúsinu á undanfömum
ámm. Baltasar Kormákur fer allt
aðra leið að Draumi á Jónsmessunótt
en hann gerði þegar hann sviðsetti
Hamlet fyrir þremur ámm. Þá valdi
hann að taka mið af samtímanum og
gerði það m.a. með tónlist, búningum
og leikrænum áherslum. Engar slík-
ar samtímaskfrskotanir er um að
ræða að þessu sinni; enda hefur hið
draumkennda og ævintýralega efni
verksins yfir sér ákveðið tímaleysi.
Leikmynd Vytautas Narbutas og
búningar þeirra Filippíu Elísdóttur
hafa einnig yfir sér yfirbragð tíma-
leysis og reyndar má segja að í leik-
myndinni sé gerð tilraun til að leysa
upp rými ekki síður en tíma. Hér er
enginn skógur heldur alhvítt rými
sem er afmarkað af færanlegum
langborðum, púðum og slæðum. Allt
er þetta hvítt og eins er um flesta
búninga, aðeins bætt við bleiku,
fjólubláu og gulu og gylltu hjá ein-
staka persónu. Mikið er því undir lýs-
ingu Páls Ragnarssonar komið en
hún bregður ljósi og lit á sviðið en þó
er afar sparlega með litinn farið. Þó
sviðið verði á stundum mjög fagurt á
að líta í tærleika hvíta litarins og
fögrum formum slæðna og tjalda þá
eru heildaráhrifin fremur „steril" og
vinna fremur á móti hinum „litríka“
og auðuga texta Shakespeares/Helga
Hálfdanarsonar. Þótt búningamir
séu einhæfir hvað litaval snertir
bæta búningahönnuðir það upp með
sundurgerð í efnum og formum.
Mesta athygli vakti þó eflaust u.þ.b.
fimm metra há krínólína og pils Tít-
aníu álfadrottningar, en undir því
pilsi fór ýmsu fram.
Vera kann að ýmsum finnist ég
hafa verið full langorð um hinn ytri
umbúnað sýningarinnar en fyrir því
er gild ástæða: Það er umbúnaðurinn
sem er í aðalhlutverki í þessari sýn-
ingu. Mjög fáir leikarar njóta sín að
marki pakkaðir inn í þessi hvítu tjöld
og púða, skríðandi undir og ofan á
borðum. Hinn gáskafulli texti allt að
því týnist á köflum, því umbúðimar
bera efnið ofurliði hvað eftir annað.
Sýningin verður furðu máttlaus á
köflum, mjög ólíkt Hamlet-upp-
færslu sömu listrænu stjómenda
sem einkenndist af hrífandi krafti og
orku. Ágæt tónlist Skárren ekkert
bætti hér lítið úr skák. Hún hefði að
mínu mati mátt vera fjömgri. Á
stundum unnu texti, umgjörð og tónl-
ist svo illa saman að furðu vakti,
t.a.m. í öðm atriði sýningarinnar
(fyrsta atriði leikritsins eins og það
er skrifað).
Þá ber að geta um þann þátt sýn-
ingarinnar sem er undanskilinn
flestu því sem hér hefur verið sagt að
ofan og það er þáttur „leikritsins í
leikritinu", þáttur handverksmann-
anna og þeirra kostulega leiksýning.
Öll útfærsla á þessum þætti verksins
var óborganlega skemmtileg og
ágætlega til fundið hjá leikstjóra að
láta sýninguna hefjast á þeirra þætti.
Hér er það elsta kynslóð leikara
hússins sem fer á kostum: Gunnar
Eyjólfsson, Bessi Bjamason, Róbert
Amfinnsson og Herdís Þorvaldsdótt-
ir. Hinir tveir fyrsttöldu slógu í gegn
í frábæmm kómískum töktum sín-
um, enda bjóða þeirra rallur upp á
rneiri kómík en rallur hinna tveggja.
Ekki er ástæða til að kvarta sér-
staklega yfir frammistöðu hinna
yngri leikara hússins og margir unnu
afbragðsvel úr sínum hlutverkum.
Sérstaklega má geta Stefáns Karls
Stefánssonar í hlutverki Bokka. Hér
er bragðið skemmtilega á leik með
hlutverkið, hinar dekkri hliðar
Bokka ýktar og dregið úr þeim
ærslameiri. Raddbeiting Stefáns
Karls vakti furðublandna aðdáun á
köflum. Aðrir leikarar stóðu sig
ágætlega, en ég held að leikstjórinn
hefði mátt leggja meiri rækt við pers-
ónusköpun hvers og eins og jafnvel
raddbeitingu stöku leikara því, eins
og áður sagði, vildi textinn stundum
týnast eða kafna í umgjörðinni.
Miklar væntingar hafa verið til
þessarar afmælissýningar Þjóðleik-
hússins og leikhússstjóri á heiður
skilinn fyrir að leyfa tilraunum að
blómstra innan veggja hússins. Þessi
sýning er hins vegar nokkuð mistæk
og stendur kannski ekki undir öllum
væntingunum. Hún er eigi að síður
athyglisverð og vel þess virði að
leggja leið sína í Þjóðleikhúsið til að
sjá hana.
Soffía Auður Birgisdóttir
Kór MR
syngur í Lista-
safni Islands
KÓR Menntaskólans í Reykjavík heldur sína árlegu vor-
tónleika í kvöld, miðvikudagskvöld, í Listasafni Islands. Á
efnisskrá era þjóðlög frá ýmsum löndum nær og fjær,
madrígalar og íslensk kórlög.
Eins og undanfarin ár flytur kórinn eitt stærra verk og í
ár hafa nemendur MR æft „Missa brevis í D-dúr“ eftir
W.A. Mozart. I verkinu leika nemendur skólans á
strengjahljóðfæri. Einnig syngja kunnir einsöngvarar
með kórnum, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Björk Jónsdótt-
ir, Guðlaugur Viktorsson og Bergþór Pálsson.
Eftir tónleikana fara kórsöngvararnir í hefðbundin
vorpróf en að þeim loknum fer kórinn í tónleikaferð til
Kaupmannahafnar. Stjómandi kórsins er Marteinn H.
Friðriksson.
Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur í Listasafni
Siguijóns Ólafssonar í kvöld.
f ' f ' t
á, gkt
Jórukórinn
á vortónleikum
JÓRUKÓRINN heldur fyrri vortónleika
sína miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.30 í sal
Fjölbrautaskóla Suðurlands. Tónleikarnir
verða með kaffihúsasniði eins og undan-
farin ár. Seinni tónleikar kórsins verða
haldnir í Selfosskirkju föstudaginn 5. mai
kl. 20.30. Sextett skipaður kórfélögum
syngur nokkur lög á báðum tónleikunum.
Á tónleikunum er boðið uppá fjöl-
breytta dagskrá innlendra og erlendra
laga, auk þess sem flutt vcrður syrpa
þekktra Abba-laga (útsetningu Helenu R.
Káradóttur, stjórnanda kórsins. Undir-
Ieikarar eru Þórlaug Bjarnadóttir, pi'anó,
Helgi E. Kristjánsson, píanó, Óðinn
Burkni Helgason, bassi, og Ólafur Þórar-
insson, gítar.
Jórukórinn mun taka þátt í sameigin-
legum tónleikum með fjórum öðrum
kvennakórum í Skálholtskirkju laugar-
daginn 29. aprfl kl. 16. Vetrarstarfi kórs-
ins lýkur með tónleikum í sal Tónlistar-
skóla Hafnarfjarða laugardaginn 6. maí
ásamt Kvennakór Hafnarfjarðar og
Kvennakórnum Ljósbrá í Rangárvalla-
sýslu.
Mosfells-
kórinn
í Islensku
óperunni
ÁRLEGIR vortónleikar Mosfells-
kórsins verða haldnir í Islensku
óperanni í kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 20:30. Stjórnandi kórsins
er Páll Helgason. Kórinn er bland-
aður kór og flytur tónlist sem ekki
er talin hefðbundin kórtónlist. Lög
á efnisskrá eru m.a. How deep is
your love (Bee Gees), Dancing
Queen (Abba), Fagra blóma (fær-
eyskt lag og texti), Hver minning
um þitt bros (The shadow of your
smile), I’m gonna sing (gospel),
Ástarljóð (Perhaps Love), Proud
Mary o.fl. en mörg af lögum kórs-
ins að þessu sinni eru helguð ást-
inni. Einsöngvarar kórsins eru
þær Ann Andreasen og Kristín
Runólfsdóttir, sem báðar starfa í
kórnum. Mosfellskórinn var stofn-
aður fyrir 12 árum af áhugafólki
um létta tónlist og hefur sungið
ýmsa swing- og rokkstandarda í
gegnum árin. Páll Helgason hefur
stjórnað kórnum frá upphafi.
Miðar verða seldir við inngang-
inn og kosta 1.200 kr., aðgangur er
ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.