Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
J3--------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRIÐUR
ÁSGEIRSDÓTTIR
+ Sigríður Ásgeirs-
ddttir fæddist í
Hnífsdal 17. maí
1921. Hún lést á
Landspítalanum 15.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ásgeir Krist-
jánsson, f. 14. maí
1891, d. 15. desember
1964, og Rannveig
Vilhjálmsdóttir, f. 7.
september 1900, d.
_ 21. mars 1991. Syst-
'f kini Sigríðar eru
Guðrún, f. 1920, d.
1995; Gunnrún, f.
1922, d. 1989; Margrét Vilhelm-
ína, f. 1924, d. 1925; sveinbarn
óskírt, f. 1925, d. sama ár; Krist-
ján, f. 1926; Guðni Jóhannes, f.
1930; Margeir, f. 1931, d. 1993;
Jón, f. 1933, d. 1953; Hinrik, f.
1937; Elenóra, f. 1942, og Halldór,
f. 1943.
Sigríður giftist 13. nóvember
1945 Kristjáni V. Jóhannessyni, f.
5. október 1922, foreldrar hans
voru Jóhannes Andrésson, f. 25.
júní 1894, d. 3. desember 1978, og
Jóna Ágústa Sigurðardóttir, f. 1.
TÖ* Elsku amma, þá ertu farin frá
okkur eftir mjög erfið veikindi síð-
ustu daga.
Ég vona að þú hafir það gott þar
sem þú ert, þvi þú átt aðeins það
besta skilið. Ég hef síðustu daga
hugsað mikið til baka og rifjað upp
öll þau sumur sem ég dvaldi hjá þér
og afa á Flateyri en þau voru ófá á
uppeldisárum mínum. Alltaf var
jafn gaman að koma til ykkar afa og
að sama skapi var erfitt að kveðja
ykkur þegar sumarið var búið en
jýað var oft ansi fljótt að líða. Ég á
erfitt með að lýsa þakklæti fyrir að
vera svo heppinn að fá að dvelja hjá
þér og afa á sumrin því það var mér
ómetanleg lífsreynsla sem aldrei
gleymist. Elsku amma mín, ég
þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir
mig og guð geymi þig. Elsku afí og
aðrir ástvinir, megi guð gefa okkur
styrk í sorginni og varðveita allar
minningar um ömmu í hjarta okkar.
Margt er það og margt er það
sem minningamar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stef.)
Sævar Þór Ásgeirsson.
janúar 1897, d. 9.
janúar 1981.
Sigríður og Krist-
ján ólu upp tvo fóst-
ursyni: 1) Jóhannes
Jónsson, f. 1944,
kona hans Sigrún
Sigurðardóttir, f.
1947, börn þeirra
Helga Bjarklind, f.
1964, maður hennar
Guðmundur Bender
og eiga þau þrjú
börn. Elísabet, f.
1966, maður hennar
Óðinn Eymundsson
og eiga þau tvö börn.
Kristján Vigfús, f 1973, sambýlis-
kona hans Guðrún Svava Sveins-
dóttir og eiga þau tvö börn. 2) Ás-
geir Magnússon, f. 1948, kona
hans Svanfríður Sigurðardóttir, f.
1950, þeirra synir Kristján Vig-
fús, f. 1972, Sævar Þór, f. 1975,
sambýliskona Anna María Vald-
imarsdóttir og á hann tvö börn,
Guðmundur, f. 1981, Ásgeir, f.
1983.
Útför Sigríðar fór fram frá ísa-
fjarðarkirkju laugardaginn 22.
apríl og jarðsett var í kirkjugarð-
inurn í Hnifsdal sama dag.
Elsku amma á Flateyri. Núna
ertu komin þangað sem allir fara á
endanum. Þú varst búin að vera
mikið veik síðustu vikur og varst á
sjúkrahúsi í Reykjavík síðustu daga
ævi þinnar og þegar mamma
hringdi í mig laugardagsmorguninn
15. apríl og sagði mér að þú hefðir
dáið um nóttina setti mig hljóðan og
hugurinn reikaði aftur í tímann. Þau
voru ófá sumrin sem ég var hjá þér
og afa vestur á Flateyri. Ég hlakk-
aði alltaf til þegar skólanum lauk á
vorin svo ég gæti komist vestur til
ykkar og róið á trillunni hans afa og
man ég vel eftir þegar þú ræstir
okkur snemma á morgnana til að
fara á sjóinn búin að búa til vel úti-
látið nesti handa okkur svo við yrð-
um ekki svangir þann daginn. Og
margar sögurnar sem þú sagðir mér
eru mér enn í fersku minni. Það var
oft mikið brallað á Flateyri og sér-
staklega þegar Kristján frændi var
þar líka en við vorum ábyggilega
ekki auðveldustu barnabörn sem
hægt var að hafa en þú hafðir góð
tök á okkur og oft þurftirðu að ná í
okkur niður á bryggju, þar sem við
vorum að veiða, til að koma okkur í
bælið.
+
Vegna okkar ástkæru
NÍNU BJARKAR ÁRNADÓTTUR
verður sálumessa í Landakotskirkju fimmtu-
daginn 27. apríl kl. 13.30.
Ari Gísli Bragason, Sigríður Hjaltested
og Ragnheiður Björk Aradóttir,
Valgarður Bragason,
Ragnar ísleifur Bragason,
Bragi Kristjónsson,
Lára Hólmfreðsdóttir,
Ólafur Þór Árnason,
Halldór Gísli Guðnason.
Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur,
ÞÓRÓLFUR ALVIN GUNNARSSON,
Höfðabraut 19,
Hvammstanga,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 20. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gunnar Þorvaldsson,
Unnur Elva Gunnarsdóttir,
Gréta Jósefsdóttir,
Þorsteinn Austri Björnsson.
Það var oft gestkvæmt á Ránar-
götu 3 og þá sá maður að þú varst
höfðingi heim að sækja og sást til
þess að enginn fór svangur út frá
þér.
Ég þakka þér fyrir allar stundirn-
ar sem við áttum saman. Minning-
arnar eru ótal margar og verða allt-
af hjá mér svo lengi sem ég lifi. Og
langar mig að koma með þessa bæn
sem þú fórst oft með áður en þú
breiddir ofan á mig sængina á
kvöldin.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
Ég bið guð að styrkja afa og okk-
ur hin í þessari sorg.
Amma, blessuð sé minning þín.
Kristján Ásgeirsson.
„Er amma þá komin til Guðs?“
spurðu langömmubörnin þegar
þeim var sagt að hún amma á Flat-
eyri væri dáin. Og svo sannarlega er
hún hjá Guði, en minningin um
ömmu lifir í hjörtum okkar því hún
gaf okkur svo mörg tilefni til að
gleðjast.
A hverju vori, þegar síðasta próf-
inu í skólanum lauk, var eitthvert
okkar komið um borð í flugvél og á
leið vestur til ömmu og afa þar sem
svo gott var að vera. Svo gott að
þegar við vorum orðin það fullorðin
að við máttum velja á milli þess að
fara til sólarlanda með foreldrum
okkar eða fara vestur til ömmu og
afa, þá var það engin spurning í
okkar huga, við völdum Flateyri,
þar sem við vorum alltaf aðalpers-
ónurnar.
Einhvern veginn tókst ömmu allt-
af að draga fram það besta í okkur
enda eru eflaust ekki margar ömm-
ur sem bretta upp buxnaskálmarn-
ar og vaða með barnabörnin út í sjó
eða troða þeim upp í efstu hillu í
fataskáp þegar þau vantar stað til
að fela sig í feluleik, skellihlær þeg-
ar barnabörnin vaða inn á renn-
blautum stígvélum og segist hafa
allan veturinn til að þrífa upp
óhreinindin.
Og margir eru þeir eflaust mar-
hnútarnir og kolarnir sem hún
amma setti í frystikistuna til að
gleðja ungu veiðimennina sem
höfðu verið að dorga á bryggjupoll-
anum, allt þetta datt henni ömmu á
Flateyri í hug að gera og ótal margt
fleira sem eflaust væri efni í heila
barnabók. Við systkinin erum þakk-
lát og rík af svo góðum minningum
um ömmu og hennar verður sárt
saknað.
Elsku afi, megi góður Guð styrkja
þig í sorg þinni.
Helga, Elisabet og Kristján.
Okkur systurnar langar til þess
að minnast Siggu ömmu og kveðja
góða konu sem átti stóran þátt í
bernsku okkar. Sigga amma sagði
oft að hún hefði „stolið“ okkur með
því að venja okkur á, strax á fyrstu
æviárum okkar, að kalla hana
ömmu. En í huga okkar var hún
sannarlega Sigga amma, gædd öll-
um þeim kostum sem lítið barn get-
ur hugsað sér í fari ömmu. Leið okk-
ar systra lá oft vestur á firði til
Flateyrar og fyrst í stað nutum við
jólanna á Ránargötunni hjá ömmu
og afa. Þegar sú hefð var lögð niður
leið ekki það sumar í bernsku okkar
að við færum ekki til Flateyrar og
nutum samvistar við Ijúfa og hjarta-
hlýja konu, sem tók því með jafnað-
argeði þótt litlar stelpur kæmu sjó-
blautar heim, jafnvel þrisvar sama
daginn.
Þegar við fengum að vera hjá
ömmu og afa á Ránargötunni og
amma var ekki að vinna í frystihús-
inu þá hófst dagurinn á gönguferð.
Fyrst lá leiðin niður á Oddatá þar
sem nokkrum steinum var kastað í
sjóinn og kerlingum fleytt ef veðrið
var gott. Því næst var Kamburinn
genginn með viðkomú hjá Rönku og
púddunum hennar sem auðvitað
fengu eitthvað gott í gogginn, amma
sá fyrir því. Hún gætti þess einnig
að eiga eitthvað að gefa lömbunum í
hlíðinni og hrafninum, og fleiri fer-
fætlingar, hundar og kettir, nutu
góðs af matarleifum gærdagsins.
Sigga amma kenndi okkur þannig
að vera góðar við dýrin og bera virð-
ingu fyrir lífinu í heild sinni. Stund-
um lá leiðin í átt að kartöflugörðun-
um í hlíðinni en þar fengu húsrústir
það hlutverk að vera fyrrverandi
hýbýli „Gíslinu gömlu“. Sigga amma
sagði okkur oft söguna af þeirri mis-
skildu konu sem hafði það hlutverk í
samfélaginu að hirta óþekk börn
sem brúkuðu munn við foreldra sína
og við systurnar þreyttumst aldrei á
að heyra þessa sögu. Sigga amma
hafði þannig einstakt lag á að gæða
þúfur og steina lífi með því að gefa
þeim eitthvert hlutverk og gera
þannig umhverfið í huga barnsins
ævintýri líkast. Gönguferðin endaði
gjarnan í fjörunni og ef við fundum
fallegar skeljar þá tókum við þær
heim til þess að raða þeim í kringum
sumarblómin í garðinum, „ef kind-
urnar höfðu þá ekki étið þau á með-
an við vorum í burtu“ eins og amma
sagði stundum.
Þessar minningar auk margra
annarra sækja á þegar við hugsum
til ömmu okkar og við erum Guði
þakklátar fyrir að hafa fengið að
njóta samvistar við konu sem var
svo næm á barnssálina og bar virð-
ingu fyrir henni. Hún gætti einnig
alltaf að barninu í sjálfri sér og
miðlaði stórkostlegri upplifun sinni
af lífinu sem fallegu ævintýri til
okkar systra. Slíkt er gott veganesti
fyrir ungar mæður í dag og það
þökkum við Siggu ömmu. Blessuð
sé minning hennar.
Elsku afi, við samhryggjumst þér
innilega og biðjum góðan Guð að
vera með þér.
Guðný og Sigríður.
Amma. Ég man hvað mér þótti
alltaf gaman að fara til ömmu og afa
á Flateyri, þetta var fastur liður á
sumrin hjá okkur bræðrunum.
Amma, manstu þegar afi var í vinn-
unni og við sátum í stofunni og spil-
uðum Rakka og Rússa? Það sem við
gátum spilað. Og þegar þú náðir í
mig niður á bryggju og fullyrtir að
ég væri búinn að veiða alla mar-
hnútana í höfninni.
Eftir að þið afi voruð flutt á ísa-
fjörð var alltaf jafngaman að koma
til ísafjarðar og keppa við KFÍ vit-
andi það að maður mundi ekki koma
að tómum kofunum á Hlíf, það var
nóg að hringja á undan sér og mað-
ur gat búist við stórsteik þegar
maður leit inn til ykkar svona rétt
áður en maður flaug suður aftur.
Amma, manstu þegar ég kom til
ykkar um páskana þegar skíða-
svæðið þurrkaðist út á einni nóttu?
Ég man hvað okkur tveim fannst
það ferlegt að ég gæti ekki skíðað
þarna aftur í bráð, en það var ekki
grátið Björn bónda heldur bara
gripið í spil.
Amma, við tvö eigum ótal
skemmtilegar minningar sem ég
mun muna svo lengi sem ég lifi og
ég veit að þú munt geyma þínar hjá
þér. Það er sorglegt að núna muni
vanta helminginn í ömmu og afa á
Flateyri sem búa á ísafirði.
Ég vil biðja Guð að vera með afa í
þessari sorg og styrkja hann og
okkur hin. Amma, ég mun sakna
þín.
Guðmundur Ásgeirsson.
Ég ætla að fljúga vestur í dag.
Það verður samt öðruvísi í dag. Ég
er ekki full af tilhlökkun og ég mun
ekki sjá inn á Flateyri áður en við
lendum með augun full af tárum af
gleði yfir því að ég sé komin í sum-
arfrí til Siggu frænku og Stjána
frænda. Nú er ég víst orðin stór og
hætt að geta leikið mér í ástkærum
faðmi þeirra alveg ábyrgðarlaus.
Ég mun samt aldrei gleyma hvað
þau hjónin dekruðu við mig og voru
mér einstök alla tíð. Frænka alltaf
í góðu skapi, alltaf góð og sagði
aldrei styggðaryrði um nokkurn
mann. Þegar ég mætti var hún allt-
af búin að kaupa Cocoa puffs því
hún vissi hvað mér þótti það gott
og ég var búin að borða svo mikið
af því þegar ég fór heim að mér var
sama þótt ég fengi það ekki allan
veturinn á eftir. Það var ekki bara
líkamlega næringin sem maður var
fylltur af meira en góðu hófi
gegndi, það var líka sú andlega, og
þá er ég ekki að tala um Beethoven
eða Bach heldur okkur og tilver-
una. Ég veit ekki hvað ég hafði
frænku margar stundir þolinmóða
frammi á baðherbergi og ég var að
greiða henni og setja rúllur í hár
hennar og ekki há í loftinu, en hún
lét sér alltaf vel líka og sagði að ég
ætti að verða hárgreiðsludama.
Fyndin var frænka líka alltaf og
með kímnigáfuna í lagi eins og þeg-
ar hún hrinti mér í sjóinn, „bara af
því að ég ló svo vel við“.
Af öllu góðu sem frænka var
finnst mér þó bera af og hafa verið
hennar aðalsmerki hvernig hún tal-
aði og kom fram við háa sem lága
þannig að allir fundu til sín og leið
afskaplega vel í návist hennar.
Þessa kærleiksríku, góðu og
skemmtilegu frænku kveð ég með
miklum trega en veit þó ef Guð er til
hvar hún er. Elsku frændi, ég votta
þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu
samúð.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
tengdadóttir, systir, mágkona og frænka,
KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Viðarrima 44,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu-
daginn 28. apríl og hefst athöfnin kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sjóð í minningu hennar
nr. 60-90-10, Islandsbanka Kringlunni.
Pálmar W. Magnússon,
Hólmfríður Hulda Pálmarsdóttir,
Sigfríður Arna Pálmarsdóttir,
Jóhanna Wium Pálmarsdóttir,
Ingibjörg Anna Pálmarsdóttir,
Hólmfríður S. Jakobsdóttir, Þorsteinn S. Jónsson
Sigfríður Pálmarsdóttir, Magnús Wíum Vilhjálmsson,
systkini og fjölskyldur.
Eiginmaður minn, + JAMES J. BALAMENTI,
andaðist föstudaginn 19. apríl f Phönix, Arizona.
Helga Kristjánsdóttir Balamenti.
Kristín Sigríður.