Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslenska skófyrirtækið X18 gerir sölusamning fyrir 7,3 milljarða króna í Bandaríkjunum Islenskir skór í 34 löndum Morgunblaðið/Golli Óskar Axel Óskarsson, framkvæmdastjóri X18, Pétur Björnsson, stjórnarformaður X18 og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, kynntu í gær sölusamning sem X18 hefur gert í Bandaríkjunum. ÍSLENSKA skófyrirtækið X18, The fashion group, hefur gert eitt hundr- að milljóna dollara sölusamning, eða sem svarar 7,3 milljörðum íslenskra króna, við bandaríska dreifingarfyr- irtækið New York Transit. Samning- urinn sem gildir til tíu ára verður formlega staðfestur þann 5. maí næstkomandi. í ár er reiknað með sölu til Bandaríkjanna fyrir 4 millj- ónir dollara eða sem svarar til 280 milljóna króna. X18, sem er tveggja ára gamalt fyrirtæki, var stofnað af skófyrirtæk- inu Sportvörum og Útgerðarfélaginu Sögu. Nýverið keypti Nýsköpunar- sjóður 30% hlut í félaginu fyrir 75 milljónir króna en Saga og Sportvör- ur eiga 35% hlut hvort félag. Þetta er langstærsti sölusamning- ur sem X18 hefur gert. Samkvæmt fréttatilkynningu tryggir hann fyrir- tækinu miklar og stöðugai’ tekjur áratug fram í tímann, bestu við- skiptakjör við verksmiðjur sínar í Austurlöndum og trausta og viða- mikla markaðssetningu á X18 í Bandaríkjunum og Kanada. „New York Transit er rótgróið fyrirtæki, velti 80 milljónum bandaríkjadala á síðasta ári og mun það dreifa X18 í fjölda skó- og tískuverslana og helstu verslanakeðjum Bandaríkjanna, s.s. Macy’s, Bloomingdales og Nord- strom. Alls þýðir samningurinn að á Bandaríkjamarkaði verða seld á aðra milljón skópara, merkt X18 Reykja- vík. X18-skór eru nú þegar seldir í 34 löndum í fimm heimsálfum, meðal annars í 1100 verslunum í Bretlandi, 69 verslunum í Hong Kong og 40 í Danmörku," að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Útlit fyrir hagnað í ár Að sögn Péturs Bjömssonar, stjómarformanns X18, hefur X18 gengið í gegnum töluverða byrjunar- örðugleika eins og títt er um fyrir- tæki í nýsköpun, framleiðslu og markaðssetningu á alþjóðlegum markaði en nú síðustu mánuði hafa erfiðleikarnir vikið íyrir jákvæðari fréttum. Á síðasta ári nam sala X18 um 120 milljónum króna og er áætlað að sal- an í ár nemi 430 milljónum króna. „Aikoman fyrstu tvö árin var ekki góð og töluvert mikið tap af fyrirtæk- inu sem er töluvert algengara en ekki í svona starfsemi. Hinsvegar gerir okkar rekstraráætlun ráð fyrir þokkalegum hagnði á þessu ári,“ seg- ir Pétur Stöðugildum fjölgað úr 14 í 40 á 3 árum Skór X18 em framleiddir í Kína en hannaðir á Islandi en starfsmenn fé- lagsins era 13 á í slandi og 1 í Kína við hönnun, markaðssetningu og skipu- lag dreifmgar, en tugir umboðs- manna mynda sölu- og dreifingarnet X18 um allan heim. Gert er ráð fyrir að stöðugildum X18 í Reykjavík muni fjölga í 40 á næstu þremur árum. Að sögn Óskars Axels Óskarsson- ar, framkvæmdastjóra X18, er ætl- unin að víkka út starfsemi fyrirtæk- isins í framtíðinni með framleiðslu á ilmvötnum, fatnaði og töskum undir vöramerki X18. „X18 er fyrst og fremst markaðs- setningarfyrirtæki en stefnan er að einbeita sér að einu markaðssvæði í einu en alls staðar með sc nu eða svipuðum aðferðum." 600 milljónir í markaðskostnað 2006 Næst einbeitir X18 sér að Dan- mörku en að sögn Péturs verður 60 milljónum varið í markaðssetningu þar. Ætlunin er að auglýsa í flestöll- um kvikmyndahúsum landsins, strætisvögnum og með heilsíðu- auglýsingum í helstu tímaritum Dan- merkur. Árið 2003 verður farið í 200 milljóna króna markaðsátak í Bret- landi sem verður með svipuðu sniði og í Danmörku auk þess sem meira verður auglýst á sjónvarpsstöðvum eins og MTV. Samkvæmt upplýsing- um frá X18 er fyrir árið í ár gert ráð fyrir markaðskostnaði upp á 400 milljónir króna og 600 milljónir króna árið 2006. „Stefnt er að því að gera sérleyfissamninga við einkaað- ila um opnun og rekstur á 100 versl- unum víða um heim á næstu fimm ár- um. Einn slíkur samningur hefur þegar verið gerður og verður fyrsta verslunin í þessari keðju opnuð á næstu dögum í Kringlunni í Reykja- vík. X18 er skráð vöramerki í 25 löndum og á einkarétt á sólanum Genetic. Þegar hafa selst yfir 100.000 pör af Genetie og er hann söluhæsti skór fyrirtækisins. Vörar X18 era 1 1100 verslunum í Englandi, þar af rúmlega 100 í London og að minnsta kosti 20 verslunum við Oxford Street. í Bandaríkjunum er X18 komið í stórar verslunarkeðjur eins og Nordstrom, Bloomingdales, Macy’s og Urban Outfitters auk fjölda annarra verslana í Norður- Ámeríku og Kanada. X18 er í 69 verzlunum í Hong Kong. I Dan- mörku er X18 í 40 verzlunum," sam- kvæmt upplýsingum frá X18. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- henTa sagði á kynningarfundi hjá X18 í gær að fyrirtækið sýndi þá gerjun sem er í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Hann sagði að ekki væri nóg að hafa hugmyndir heldur þyrfti að hafa aðgang að fjármagni og mörkuðum. ‘ „Það er okkar sem eram í stjórnmál- um að reyna að hjálpa til við það. Að koma því þannig fyrir í skipulagi okkar samfélags að okkar samfélag hafi frian aðgang að erlendum mörk- uðum og hafi líka möguleika til þess að nálgast fjármagn í starfsemi sína. Það er því afar ánægjulegt að Ný- sköpunarsjóður hefur haft áræði til að veðja á þetta unga fólk og við er- um stolt af því í utanríkisþj ónustunni að hafa líka getað lagt lóð á vogar- skálarnar við það að aðstoða við I markaðssetningu á þessum vöram,“ ‘ sagði Halldór. í byrjun júní hefur Kaupþing starfsemi í Stokkhólmi og verður með aðsetur miðsvæðis í helsta fjár- málahverfi borgarinnar. Samhliða verður stofnaður nýr fjárfestingarsjóður á sviði hátækni sem leggja mun sérstaka áherslu á þráðlaus fjarskipti. Orðin "Net" og "hátækni" eru ekki lengur sjálfkrafa trygging fyrir velgengni fyrirtækja. Vanda þarf vet til verka þegar fjárfest er í hátækni. Þess vegna hefur Kaupþing fengið til liðs við sig einstaklinga úr sænsku viðskiptalífi sem eru kunnir fyrir þekkingu sína á hátækni og þráðlausum fjarskiptum. Þessir sérfræðingar sitja í stjórn, ráðgjafaráði og fjárfestingarráði nýja sjóðsins og gegna lykilhlutverki við greiningu og rannsóknir á einstökum fyrirtækjum. Markmið Kaupþings með stofnun hátæknisjóðs í Stokkhólmi er að greina álitlegustu kostina og fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum í vaxtargeirum hátækni og fjarskipta. Allar upplýsingar um sjóðinn eru veittar í síma 5151500. fm hátækni Þekking og reynsla í Stokkhólmi Stokkhólmur er ein helsta miðstöð hátækni í Evrópu og á undanförnum árum hafa sprottið þar upp fjöl- mörg fyrirtæki í fjarskipta- og netþjónustu. KAUPÞING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.