Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslenska skófyrirtækið X18 gerir sölusamning fyrir 7,3 milljarða króna í Bandaríkjunum Islenskir skór í 34 löndum Morgunblaðið/Golli Óskar Axel Óskarsson, framkvæmdastjóri X18, Pétur Björnsson, stjórnarformaður X18 og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, kynntu í gær sölusamning sem X18 hefur gert í Bandaríkjunum. ÍSLENSKA skófyrirtækið X18, The fashion group, hefur gert eitt hundr- að milljóna dollara sölusamning, eða sem svarar 7,3 milljörðum íslenskra króna, við bandaríska dreifingarfyr- irtækið New York Transit. Samning- urinn sem gildir til tíu ára verður formlega staðfestur þann 5. maí næstkomandi. í ár er reiknað með sölu til Bandaríkjanna fyrir 4 millj- ónir dollara eða sem svarar til 280 milljóna króna. X18, sem er tveggja ára gamalt fyrirtæki, var stofnað af skófyrirtæk- inu Sportvörum og Útgerðarfélaginu Sögu. Nýverið keypti Nýsköpunar- sjóður 30% hlut í félaginu fyrir 75 milljónir króna en Saga og Sportvör- ur eiga 35% hlut hvort félag. Þetta er langstærsti sölusamning- ur sem X18 hefur gert. Samkvæmt fréttatilkynningu tryggir hann fyrir- tækinu miklar og stöðugai’ tekjur áratug fram í tímann, bestu við- skiptakjör við verksmiðjur sínar í Austurlöndum og trausta og viða- mikla markaðssetningu á X18 í Bandaríkjunum og Kanada. „New York Transit er rótgróið fyrirtæki, velti 80 milljónum bandaríkjadala á síðasta ári og mun það dreifa X18 í fjölda skó- og tískuverslana og helstu verslanakeðjum Bandaríkjanna, s.s. Macy’s, Bloomingdales og Nord- strom. Alls þýðir samningurinn að á Bandaríkjamarkaði verða seld á aðra milljón skópara, merkt X18 Reykja- vík. X18-skór eru nú þegar seldir í 34 löndum í fimm heimsálfum, meðal annars í 1100 verslunum í Bretlandi, 69 verslunum í Hong Kong og 40 í Danmörku," að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Útlit fyrir hagnað í ár Að sögn Péturs Bjömssonar, stjómarformanns X18, hefur X18 gengið í gegnum töluverða byrjunar- örðugleika eins og títt er um fyrir- tæki í nýsköpun, framleiðslu og markaðssetningu á alþjóðlegum markaði en nú síðustu mánuði hafa erfiðleikarnir vikið íyrir jákvæðari fréttum. Á síðasta ári nam sala X18 um 120 milljónum króna og er áætlað að sal- an í ár nemi 430 milljónum króna. „Aikoman fyrstu tvö árin var ekki góð og töluvert mikið tap af fyrirtæk- inu sem er töluvert algengara en ekki í svona starfsemi. Hinsvegar gerir okkar rekstraráætlun ráð fyrir þokkalegum hagnði á þessu ári,“ seg- ir Pétur Stöðugildum fjölgað úr 14 í 40 á 3 árum Skór X18 em framleiddir í Kína en hannaðir á Islandi en starfsmenn fé- lagsins era 13 á í slandi og 1 í Kína við hönnun, markaðssetningu og skipu- lag dreifmgar, en tugir umboðs- manna mynda sölu- og dreifingarnet X18 um allan heim. Gert er ráð fyrir að stöðugildum X18 í Reykjavík muni fjölga í 40 á næstu þremur árum. Að sögn Óskars Axels Óskarsson- ar, framkvæmdastjóra X18, er ætl- unin að víkka út starfsemi fyrirtæk- isins í framtíðinni með framleiðslu á ilmvötnum, fatnaði og töskum undir vöramerki X18. „X18 er fyrst og fremst markaðs- setningarfyrirtæki en stefnan er að einbeita sér að einu markaðssvæði í einu en alls staðar með sc nu eða svipuðum aðferðum." 600 milljónir í markaðskostnað 2006 Næst einbeitir X18 sér að Dan- mörku en að sögn Péturs verður 60 milljónum varið í markaðssetningu þar. Ætlunin er að auglýsa í flestöll- um kvikmyndahúsum landsins, strætisvögnum og með heilsíðu- auglýsingum í helstu tímaritum Dan- merkur. Árið 2003 verður farið í 200 milljóna króna markaðsátak í Bret- landi sem verður með svipuðu sniði og í Danmörku auk þess sem meira verður auglýst á sjónvarpsstöðvum eins og MTV. Samkvæmt upplýsing- um frá X18 er fyrir árið í ár gert ráð fyrir markaðskostnaði upp á 400 milljónir króna og 600 milljónir króna árið 2006. „Stefnt er að því að gera sérleyfissamninga við einkaað- ila um opnun og rekstur á 100 versl- unum víða um heim á næstu fimm ár- um. Einn slíkur samningur hefur þegar verið gerður og verður fyrsta verslunin í þessari keðju opnuð á næstu dögum í Kringlunni í Reykja- vík. X18 er skráð vöramerki í 25 löndum og á einkarétt á sólanum Genetic. Þegar hafa selst yfir 100.000 pör af Genetie og er hann söluhæsti skór fyrirtækisins. Vörar X18 era 1 1100 verslunum í Englandi, þar af rúmlega 100 í London og að minnsta kosti 20 verslunum við Oxford Street. í Bandaríkjunum er X18 komið í stórar verslunarkeðjur eins og Nordstrom, Bloomingdales, Macy’s og Urban Outfitters auk fjölda annarra verslana í Norður- Ámeríku og Kanada. X18 er í 69 verzlunum í Hong Kong. I Dan- mörku er X18 í 40 verzlunum," sam- kvæmt upplýsingum frá X18. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- henTa sagði á kynningarfundi hjá X18 í gær að fyrirtækið sýndi þá gerjun sem er í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Hann sagði að ekki væri nóg að hafa hugmyndir heldur þyrfti að hafa aðgang að fjármagni og mörkuðum. ‘ „Það er okkar sem eram í stjórnmál- um að reyna að hjálpa til við það. Að koma því þannig fyrir í skipulagi okkar samfélags að okkar samfélag hafi frian aðgang að erlendum mörk- uðum og hafi líka möguleika til þess að nálgast fjármagn í starfsemi sína. Það er því afar ánægjulegt að Ný- sköpunarsjóður hefur haft áræði til að veðja á þetta unga fólk og við er- um stolt af því í utanríkisþj ónustunni að hafa líka getað lagt lóð á vogar- skálarnar við það að aðstoða við I markaðssetningu á þessum vöram,“ ‘ sagði Halldór. í byrjun júní hefur Kaupþing starfsemi í Stokkhólmi og verður með aðsetur miðsvæðis í helsta fjár- málahverfi borgarinnar. Samhliða verður stofnaður nýr fjárfestingarsjóður á sviði hátækni sem leggja mun sérstaka áherslu á þráðlaus fjarskipti. Orðin "Net" og "hátækni" eru ekki lengur sjálfkrafa trygging fyrir velgengni fyrirtækja. Vanda þarf vet til verka þegar fjárfest er í hátækni. Þess vegna hefur Kaupþing fengið til liðs við sig einstaklinga úr sænsku viðskiptalífi sem eru kunnir fyrir þekkingu sína á hátækni og þráðlausum fjarskiptum. Þessir sérfræðingar sitja í stjórn, ráðgjafaráði og fjárfestingarráði nýja sjóðsins og gegna lykilhlutverki við greiningu og rannsóknir á einstökum fyrirtækjum. Markmið Kaupþings með stofnun hátæknisjóðs í Stokkhólmi er að greina álitlegustu kostina og fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum í vaxtargeirum hátækni og fjarskipta. Allar upplýsingar um sjóðinn eru veittar í síma 5151500. fm hátækni Þekking og reynsla í Stokkhólmi Stokkhólmur er ein helsta miðstöð hátækni í Evrópu og á undanförnum árum hafa sprottið þar upp fjöl- mörg fyrirtæki í fjarskipta- og netþjónustu. KAUPÞING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.