Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 5 3
------------------------<
MINNINGAR
KRISTIN SIGUR-
BJÖRNSDÓTTIR
+ Kristín Sigur-
björnsdóttir
fæddist 28. febrúar
1921 að Fremra Nýpi
i Vopnafírði. Hún lést
á Landspítalanum
mánudaginn 17. apríl
síðastliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Sig-
urbjörns Arngríms-
sonar, bónda á
Fremra Nýpi,_ og
Guðbjargar Olafs-
dóttur, konu hans.
Systkini hennar
voru Óskar sem bjó á
Höfn í Hornafirði,
Málfríður sem búsett var í Minne-
sota í Bandaríkjunum og Margrét
Ollý sem bjó í Reykjavi"k. Þau eru
öll látin.
Kristín giftist Friðriki Kristjáni
Sigfússyni 3. október 1946 og
eignuðust þau dótturina Olmu
Díiv/d . Ingev Ó/nfuv
Útfnrarstj. Utfararstj. Útfararstj.
LÍK KISTUVIN NUSTO FA
EYVINDAR ÁRNASONAR
Karen 27. janúar
1947 en hún lést 25.
nóvember 1994.
Alma giftist Jóni
Andrési Snæland og
eignuðust þau þrjú
börn, þau heita
Kristín Guðbjörg,
Friðrik Kristján og
Sigurbjörn Arnar.
Kristín og Friðrik
eignuðust einnig son
sem fæddist and-
vana 1948. Kristín
ólst upp á Norðfirði
og Seyðisfirði. Hún
vann m.a. á sjúkra-
húsinu og apótekinu á Seyðisfirði.
Kristín og Friðrik bjuggu lengst
af í Keflavík. Þar vann hún í apó-
tekinu um nokkurra ára skeið.
Kristín verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ég kynntist elskulegri tengda-
móður minni 1965 er við hjónin byrj-
uðum að vera saman. Mér var strax
tekið eins og einum í fjölskyldunni.
Ég kom í fyrsta skipti til þeirra er
þau bjuggu á Háaleitisbrautinni í
Reykjavík. Þá var ég hálf uppburð-
arlítill en mér var strax boðið inn í
eldhús í kaffi og þar leið mér strax
vel, enda einstaklega vel tekið á móti
mér. Strax og við Alma vorum búin
að trúlofa okkur var farið að huga að
búskap og hvöttu þau hjónin okkur
til að kaupa okkur frekar íbúð heldur
en að fara að leigja. Stóðu þau dyggi-
lega við hliðina á okkur þegar við
keyptum okkar fyrstu íbúð í Hafnar-
firði. Þá fæddist okkur þar elskuleg
dóttir sem að sjálfsögðu var látin
heita Kristín í höfuðið á ömmu sinni.
Annað fannst okkur ekki koma til
greina. Fljótlega fluttu Kristín og
Friðrik aftur til Keflavíkur og
skömmu síðar fluttum við einnig
þangað. Við bjuggum í sama húsi og
þau í þrjú ár. Þar fæddist okkur son-
ur sem að sjálfsögðu var skírður í
höfuðið á afa. Það var mikil gæfa að
fá að vera undir sama þaki og
tengdaforeldrar mínir á þessum
tíma því að tengdamamma var ein-
staklega blíð og góð við okkur öll á
neðri hæðinni og sóttum við mikið til
hennar og Friðriks. Bömin gátu ekki
fengið betri ömmu. Hún var þeim
einstaklega ljúf og góð alla tíð. Þegar
Sigurbjöm fæddist vora hann og
Alma mikið veik. A þeim tíma vora
börnin okkar hjá afa sínum og ömmu
í nokkra mánuði og nutu mikillar
hlýju. Margar yndislegar stundir
áttum við saman, t.d. í sumar-
bústaðnum sem þau hjónin áttu við
Þingvallavatn, við veiðimennsku og
aðra útivera. Oft fóram við saman í
ferðalög og m.a. dvöldum við nokkr-
um sinnum í bústað Tollvarðafélags
Islands í Munaðamesi og áttum ynd-
islega daga þar. Þá má ekki gleyma
laxveiði þeirra hjóna en hún var
þeim mikil ástríða. Þau nutu þess í
hvívetna að veiða í góðum laxveiði-
ám, víða um land. Yfirleitt var sum-
arfríið notað í laxveiðina. Fljótlega
eftir að ég kynntist tengdaforeldram
mínum var ég drifinn í laxveiði. Ég
komst þó aldrei með tæmar þar sem
hún Kristín hafði hælana, enda hafa
gamlir laxveiðimenn sagt mér að ef
það væri bara einn lax í ánni myndi
hún veiða a.m.k. tvo! Laxveiðin var
það sem hún saknaði mest eftir að
Friðrik dó og heilsan fór að gefa sig.
Hún bætti sér það upp með því að
horfa á laxveiðiþættina í sjónvarp-
inu. Arið 1987 dimmdi yfir tilvera
hennar er Friðrik tengdapabbi lést
snögglega á leið heim úr vinnu. Þau
ætluðu að fara í sumarfrí þann sama
dag. Eftir lát Friðriks hugsaði Alma
einstaklega vel um móður sína og
gerði allt sem hægt var til að gleðja
hana. Eftir að Alma lést tók ég að
mér það hlutverk og reyndi að vera
henni eins hjálplegur og hægt var.
Stína tengdamamma mín var mér
eins og móðir og sakna ég hennar
mikið en veit að í dag er hún hinum
megin í faðmi fjölskyldu sinnar sem
hún hefur saknað mikið. Guð blessi
minningu þeirra allra.
Jón A. Snæland.
Nú er Stína amma horfin á braut
og við systkinin rifjum upp liðnar
stundir. Alltaf var vel tekið á móti
okkur þegar við komum til ömmu.
Hún var alveg einstök húsmóðir.
Aldrei sást rykarða hjá henni og allir
sem hafa smakkað kökurnar hennar
vildu fara aftur í kaffi til hennar.
Gaman var það að börnin hans Frið-
riks kölluðu hana: amma sem býr til
kökumar! Við eigum öll eftir að
sakna þess að kíkja í heimsókn og
spjalla við ömmu yfir Ijúffengum
veitingum. Fyrstu minningar Krist-
ínar og Friðriks era af Hringbraut-
inni þar sem við bjuggum á neðri
hæðinni. Það var einstaklega þægi-
legt að tipla upp á efri hæðina til að
athuga hvað var í matinn svo maður
gæti reynt að sníkja sér bita ef það
var áhugaverðara en maturinn hjá
mömmu. Einnig læddist maður oft
upp eftir matinn til að fá eftirrétt hjá
ömmu því það klikkaði aldrei að
maður gæti fengið Ijúffengan graut
eða súpu í eftirrétt ef maður bað vel.
Við munum einnig eftir risastóra
jólatrénu sem var alltaf í hominu á
bakvið hurðina inn í stofuna. Maður
stóð orðlaus og horfði upp eftir trénu
í lotningu. Amma hafði engla hang-
andi neðst í jólatrénu og enn þann
dag í dag finnst okkur engin jól án
þess að hafa engla neðst í trénu. Þeg-
ar við höfðum verið úti að leika var
gott að kíkja til ömmu og fá mandar-
ínur og kandís. Við fórum oft á sumr-
in í sumarbústaðinn við Þingvalla-
vatn og undum okkur þar hið besta.
Stundum fengum við að veiða með
afa og ömmu og varð þá að hafa al-
veg þögn sem gat reynst krakka-
ormum erfitt. Aldrei dirfðist maður
samt að trufla fiskana fyrir ömmu.
Við munum líka vel eftir Citroénin-
um sem hægt var að hækka og
lækka. Þetta fannst okkur eins og að
vera í tívolí, rosa spennandi. Afi og
amma fengu sér litasjónvarp á und-
an okkur og það var ákaflega spenn-
andi að fara í heimsókn og horfa á
Prúðuleikarana í lit. A jólunum feng-
um við alltaf ákaflega veglegar gjafir
frá afa og ömmu. Það var mikill
spenningur að opna þær og aldrei
brást það að eitthvað spennandi væri
þar að finna. Eftir að við urðum full-
orðin leyndust ýmsir nytsamlegir og
ákaflega smekklegir munir í pökk-
unum. Það var ákveðinn spenningur
að opna pakkana frá ömmu því inni-
haldið var ávallt vel metið og kom að
góðum þörfum. Ömmu var mjög um-
hugað um Sibba vegna þess hve
hann hafði verið veikur þegar hann
var lítill. Þá hafði amma mikið yndi
af ferðinni sem Sibbi, pabbi, mamma
og hún fóra hringinn í kringum land-
ið 1988. Amma hafði ákaflega mikið
yndi af afskornum blómum og þá
sérstaklega rósum. Það besta sem
maður gat gefið henni var blómvönd-
ur. Enginn gat látið þau lifa eins
lengi og hún. Nú er hún komin til afa,
sonar síns, mömmu, foreldra sinna
og systkina og við eram sannfærð
um það að hún er ánægð. Við munum
sakna hennar mikið en huggum okk-
ur við það að einn góðan veðurdag
munum við öll hittast aftur.
Þín bamabörn
Kristín (Stína), Friðrik og Sig-
urbjöm (Sibbi) og fiölskyldur.
t
Ástkær eiginkona mín,
INGUNN ÞORVARÐARDÓTTIR,
Grænugötu 12,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, föstu-
daginn langa, 21. apríl.
Fyrir hönd barna og annarra aðstandenda,
Kristján Einarsson.
t
Elskuleg móðir mín,
GUÐBJÖRG ÁRNADÓTTIR,
sem lést þriðjudaginn 18. apríl, verður
jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn
27. april kl. 13.30.
Harpa Guðmundsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
NJÁLL INGJALDSSON,
Hagamel 33,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 19. apríl.
Útför fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
3. maí ki. 13.30.
Hjördís Jónsdóttir,
Edda Njálsdóttir, Örn Kr. Arnarson,
Sigrfður Hulda Njálsdóttir, Gunnar Guðni Tómasson,
Laufey Ása Njálsdóttir,
Helga Bestla Njálsdóttir,
Ragnheiður Njálsdóttir,
Þóra Hrönn Njálsdóttir,
Guðrún Njálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Baldvin Valtýsson,
Björn Hermannsson,
Magnús R. Dalberg,
Sigurjón Pétursson,
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir, mágkona og amma,
GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR,
Naustahlein 30,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn
22. apríl.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 28. apríl kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðmundur Rafn Guðmundsson,
Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Bjarnarson,
Pétur Guðmundsson, Hólmfríður Ómarsdóttir,
Guðmundur Kr. Guðmundsson, Svanlaug Sigurðardóttir,
Magnús Karl Pétursson, Ingibjörg Pétursdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær móðir mín, systir okkar og mágkona,
KRISTÍN ÁSTHILDUR LÚTHERSDÓTTIR,
Bæjartúni 6,
Kópavogi,
andaðist á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði,
föstudaginn 21. apríl.
Snorri Kjartansson, Ingibjörg Árnadóttir,
Svava Lúthersdóttir,
Jón Lúthersson,
Petrea Lúthersdóttir,
Óli Lúthersson, Svana Svanþórsdóttir,
Pétur Lúthersson, Brigitte Lúthersson.
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
THEODÓRA M. STELLA GRÍMSDÓTTIR,
Stórholti 32,
Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítala mánudaginn
24. april sl.
Ágústa Hjálmtýsdóttir, Hafsteinn Sigurðsson,
Hjálmtýr Hafsteinsson, Stephanie Smith,
Ágúst Hafsteinsson, Anna Jóhannesdóttir,
Theodóra Stelia Hafsteinsdóttir, Bergur Sandholt,
Hafsteinn Sv. Hafsteinsson, Sigurlaug K. Jóhannsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar,
ÁSTA STEINGRÍMSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis
á Lindargötu 57,
Reykjavík,
andaðist á páskadag.
Útför hennar verður gerð frá Seltjarnarnes-
kirkju miðvikudaginn 3. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en bent á Heimahlynningu Krabbameins-
félags islands.
Arnar og Hermann Einarssynir.