Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVTKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 21 ferðamaður hnepptur í gíslingu í Malasíu á sunnudag Ekki ljóst hverjir ræningjarnir eru | i i BB Í Sólhattur - tuggutöflur og dropar Trönuber og Hyben Vítamín sem styrkja mótstöðuaflið þitt! Nú á frábæru tilboði í verslunum Lyfju. Kynningar frá 14-18 Lyfja, Lágmúla í dag LyQa, Hamraborg á morgun, fimmtudag Lyfja, Setbergi á föstudag 25% kynningarafsláttur 1 i I n | I IMHMHMIHMESSM^IMHEIMIEMESBMBEMHMI LYFJA Lyf á lágmarksverði _ GOLFBUDIN.IS www.golfbudin.is - Email: golfbudin@golfbudin.is Basilan, Kuala Lumpur. AFP, The Washington Post AÐSKILNAÐARHREYFING múslíma á Suður-Filippseyjum lýsti því í gær yfir að hún bæri ábyrgð á gíslatöku í Malasíu á sunnudag. Þá réðust sex grímuklæddir og vopnað- ir menn inn á veitingastað á ferða- mannaeyjunni Sipadan og færðu 21 gest með sér burt á tveimur bátum. Talið er að bátunum hafi verið stefnt í átt að Filippseyjum en ekki er vitað hvar gíslamir eru niðurkomnir. Sipadan er vinsæl ferðamanna- eyja í austurhluta Malasíu. Eyjan er einkum rómuð fyrir litskrúðugt líf í hafinu umhverfis hana og þangað koma margir til að kafa sér til ánægju. Bandarísk hjón komust undan gíslatökumönnunum og segja að þeir hafi fyrst skipað fólkinu að afhenda öll verðmæti en síðan neytt það til að synda út í bátana tvo. Hjónin segjast hafa sloppið úr klóm mannræningjanna með því að bera því við að konan kynni ekki að synda. I hópi fólksins sem ræningjamir höfðu á brott með sér era þrír Þjóð- verjar, tveir Frakkar, tveir Suður- Afríkumenn, tveir Finnar, líbönsk kona, maður og kona frá Filippseyj- um og níu Malasíumenn. Vamarmálaráðherra Filippseyja, Orlando Mercado, sagði í gær að ekki væri að fullu ljóst hverjir hefðu framið ódæðisverkið og aðrir ráða- menn á Filippseyjum hafa látið í Ijós efasemdir um að múslímskir aðskiln- BlaðauM í Morgunblaðiiiu laugardagiuu 13. maí Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 16 föstudaginn 5. maí Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltniar 1 á auglýsingadeUd í síma 569 1111. | pttrgtutltliifrifr l AUGLÝSINGAPEILP i Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is - || '| aðarsinnar hafi staðið að baki því. Er talið hugsanlegt að sjóræningjar, sem mikið er af á þessum slóðum, hafi numið fólkið á brott með sér í því augnamiði að auðgast með því að krefjast lausnargjalds. Stjómvöld á Filippseyjum telja hugsanlegt að farið hafi verið með gíslana til eyj- unnar Bomeo í Indónesíu. Herir Fil- ippseyja og Malasíu halda nú uppi mjög öflugri leit að fólkinu. Hafa á þriðja tug gísla í haldi Ekki er útilokað að gíslatakan á sunnudag tengist innanlandsófriði á Filippseyjum. Meirihluti íbúa á Fil- ippseyjum er kaþólskrar trúar en á svæði sem kallast Mindanao og er í suðurhluta eyjaklasans era margir íbúanna múslímar. Þar hafa ýmsar hreyfingar múslíma lengi barist fyrir aðskilnaði frá kristna hluta eyjanna og hafa sumar þeirra haldið uppi vopnaðri baráttu. Samtöldn sem hafa lýst því yfir að þau beri ábyrgð á gíslatökunni á sunnudag bera heit- ið Abu Sayyaf og vom stofnuð í upp- hafi tíunda áratugarins. Síðustu vikur hafa hermenn úr stjórnarher Filippseyja reynt að frelsa á þriðja tug gísla úr klóm Abu Sayyaf á eyjunni Basilan og hafa átökin kostað mörg mannslíf. Liðs- menn Abu Sayyaf rændu meira en 50 mönnum, þar á meðal bömum, í síðasta mánuði. Hluti gíslanna hefur verið látinn laus en hryðjuverka- mennimir halda enn 27 manns. Sam- tökin hafa neitað að láta fólkið laust fyrr en bandarísk stjómvöld hafi sleppt úr fangelsi tveimur múslímsk- um hryðjuverkamönnum. Annar þeirra er Ramzi Yousef sem stóð á bak við sprengingu í World Trade Center í New York árið 1993. Á mánudag hertu stjómarhermenn árásir sínar á búðir Abu Sayyaf eftir að samtökin tilkynntu að tveir karl- menn úr hópi gíslanna hefðu verið hálshöggnir til að undirstrika kröfur samtakanna. 85 ár frá blóðbaðinu í Gallipoli Um 10.000 manns voru saman komin á Gallipoli í Tyrklandi í gær til að minnast þess, að þá voru lið- in 85 ár frá einni mannskæðustu orrustu fyrri heimsstyrjaldar. Markaði hún upphaf níu mánaða langrar en árangurslausrar til- raunar til að knésetja tyrkneska Ósmanaríkið en það stóð með Þjóðverjum í stríðinu. Meðal við- staddra í gær voru þau John Howard, forsætisráðherra Ástral- íu, og Helen Clark, forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands, en í liði bandamanna voru margir her- menn frá þessum löndum. í átök- unum í Galiipoli misstu banda- menn 55.000 menn í bardögum, 10.000 var saknað og 21.000 manna varð ýmsum sjúkdómum að bráð, aðallega blóðkreppusótt. Mannfall bandamanna var því 86.000 manns en talið er, að Tyrk- ir hafi misst um 250.000 manns. Myndin var tckin að iokinni minn- ingarathöfn við dagrenningu í gær á ströndinni þar sem hermenn bandamanna gengu á land. Brot úr höfuð- kúpu Hitlers London. Morgunblaðið. RÚSSAR ætla að setja brot úr höfuðkúpu Hitlers á sýningu í Moskvu. Brotið fannst fyrir utan kanzlarahöllina skömmu eftir að Hitler framdi sjálfsmorð í byrgi sínu 30. apríl 1945 og létu Rúss- ar ekkert uppi um tilvist þess fyrr en 1993. Sýningin í Moskvu fjallar um síðustu daga Þriðja ríkisins og þar mun gestum m.a. gefast kostur á að sjá fremsta hluta höfuðkúpu Hitlers, frá enni að eyrum og er kúlugat í vinstra gagnauga. Brezk blöð hafa eftir Dacre lávarði, sem á sínum tíma rannsak- aði dauða Hitl- ers fyrir brezku leyni- Hitler þjónustuna, að það sé hrakleg fyrirætlan að sýna höfuðkúpubrotið opinber- lega, smekklaust og sennilega skaðlegt í ofanálag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.