Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ættingjar Elians í Miami saka bandarísk stjornvöld um dþarfa hörku við brottnám dreng-sins Farið fram á opin- bera rannsókn á aðgerðinni Bandarísk stjórnvöld verja ákvörðun sína um að taka kúbverska drenginn Elian Gonzalez með valdi af heimiii ættingja hans á laugardagsmorgun. Meirihluti Banda- ríkjamanna virðist ánægður með aðgerðina. Washington, Miami. AP, AFP, The Washington Post. JANET RENO, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á mánudag að hún hefði enga bakþanka vegna brottnáms Elians og ítrekaði að búið hefði verið að reyna allt til að ná samningum við ættingja drengsins. „Ég reyndi allt hvað ég gat til að af- stýra því að þessi staða kæmi upp,“ sagði Reno í viðtali við NBC-sjón- varpsstöðina. Ættingjar Elians hafa mótmælt framferði stjómvalda og íbúar af kúbverskum uppruna í Mi- ami boðuðu til allsherjarverkfalls í borginni í gær til að láta í ljós stuðn- ing við kröfur ættingjanna. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar um- kringdu snemma á laugardagsmorg- un heimili ættingja Elians í Miami og höfðu drenginn þaðan á brott með sér. Hópur kúbverskra innflytjenda sem höfðu heitið því að hindra brottnám drengsins kom engum vörnum við og virðist hafa verið óvið- búinn. Bæði Reno og yfírmenn Bandaríska innflytjendaeftirlitsins (INS) hafa mótmælt ásökunum um að aðgerðin hafi verið ónauðsynleg og að of mikilli hörku hafi verið beitt. Enginn slasaðist alvarlega í aðförinni en táragasi var beitt gegn mannfjöld- anum. Nokkrir bandarískir þingmenn úr röðum repúblikana hafa tekið undir með ættingjum Elians og sakað yfir- völd um að hafa farið fram með of- forsi og hafa gripið til óyndisúrræða þegar enn var unnt að semja um frið- samlega lausn. Tom DeLay, fulltrúa- deildarþingmaður frá Texas, krafðist þess á sunnudag að fram færi opin- ber rannsókn á brottnámi Elians. Þingmenn demókrata eru hins vegar flestir á bandi ríkisstjómarinnar. „Ég held að ákvörðun dómsmálaráð- herrans hafi verið rétt,“ sagði Charl- es B. Rangel, fulltrúadeildarþing- maður frá New York, á mánudag. „Sem fyrrverandi lögreglumaður get ég sagt þér að það er aldrei auðvelt að framfylgja brottnámsúrskurði.“ Meirihluti styður aðgerðir stjórnvalda Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem birtar voru í gær styð- ur meirihluti Bandaríkjamanna að- gerðir ríkisstjómarinnar. Könnunin var gerð á vegum USA Today, CNN- sjónvarpsstöðvarinnar og Gallup og leiðir í ljós að 60% Bandaríkjamanna vom ánægð með brottnám Élians en 35% óánægð. I könnuninni kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna vill að drengurinn sé hjá föður sínum. Hliðstæð könnun sem gerð var á vegum NBC-sjón- varpsstöðvarinnar leiddi hið sama í ljós. Lögmenn ættingja Elians segjast óttast að faðir hans og útsendarar stjómvalda á Kúbu muni reyna að „heilaþvo" drenginn svo að hann dragi til baka beiðni sína um að verða veitt pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Elian og faðir hans, Juan Miguel Gonzalez, leika sér með fótbolta í Andrews-herstöðinni í Maryland þar sem þeir dveljast nú. Innflytjendaeftirlitið hefur hafnað beiðninni, sem var undirrituð af frænda drengsins, Lazaro Gonzalez, á þeirri forsendu að aðeins föðumum sé heimilt að leggja fram slíka beiðni íyrir hönd drengsins. Ættingjarnir hafa hins vegar áfrýjað ákvörðun INS til æðra dómsvalds og kann að líða langur tími, jafnvel margir mán- uðir, þar til niðurstaða fæst í málinu. Þangað til er föður Elians óheimilt að fara með drenginn til Kúbu. Ættingjar Elians sögðu á mánu- dag að myndfr sem birtar voru af Eli- an í fangi föður síns, Juans Miguels Gonzalez, eftir að fundum þeirra bar saman á laugardag, hefðu verið svið- settar. Sumir þeirra héldu því meira að segja fram að drengurinn á mynd- inni væri alls ekki Elian. Viðbrögð föður Elians vora þau að birta nýjar myndir sem var ætlað að taka af allan vafa um að drengurinn væri ánægður hjá honum. Fréttamennirnir mikilvægir fyrir Reno Athygli hefur vakið að fréttaljós- myndarar vora viðstaddir þegar sér- sveitarmenn numu Elian á brott frá heimili ættingjanna. Talið er að Reno hafi með því að leyfa fréttamönnum að vera viðstaddir viljað girða fyrir ásakanir af því tagi sem hún hefur mátt sæta vegna aðgerða alríkis- stjórnarinnar gegn sértrúarsöfnuði í Texas fyrir sjö áram. Reno hefur verið sökuð um að hafa reynt að breiða yfir aðgerðir lögreglunnar þegar aðför var gerð að söfnuði krist- inna heittrúarmanna á búgarði í Waco. Fjölmargir safnaðarmeðlimir létust þar er eldur kom upp í húsa- kynnum safnaðarins. Sumir telja hugsanlegt að stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir ásakanir um að þau Útsendarar bandaríska innflyljendaeftirlitsins voru vel vopnum búnir er þeir réðust inn í húsið þar sem Elian Gonzalez hefur dvalist á Miami sl. laugardag. Elian, dauð- skelfdur, er hér í fanginu á einum sjómannanna, sem björguðu honum. Elian borinn út af heimili ættingja sinna á Miami. Leikandi létt KU02BSX Gufustrauborð með sogi háþrýstidæla i hreint Háþrýstidæla sem hentar fyrir heimilið ■ 100 /150 bor m 360 Vklst m 6 tn löng slanga ■ Helmingi styttri strautimi m Loftsog i strauborði m Fer velmeð viðkveemt efni » ” ,0t ■ Með aukabiínaði breytir þú tcekinu ígufuhreinsitceki m 120 bör m 380 l/klst m 6 m löng slangp SKEIFAN 3E-F • SlMI 581 2333 / 581 2415 ■ FAX 568 0215 • FSAFVER@SIMNET.IS Umboðsaðilar um land allt. K2301 Ryksugar bæði blautt og þurrt ■ 1200 uiött m 15 Ihðlf m Auðvelt að skipta um loftsíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.