Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 27

Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 27 Trimble frestar flokks- þingi DAVID TRIMBLE, formaður Sambandsflokks Ulsters (UUP), ákvað í gær að fresta þingi flokksins sem fara átti fram á morgun og átti að fjalla um nýja tillögu til lausnar deil- unni á Norður-írlandi. Því er ljóst að ekkert verður af endur- reisn héraðsstjórnar sam- bandssinna og lýðveldissinna á mánudag eins og sáttatillaga bresku og írsku ríkisstjórnanna fól í sér. Trimble hefur frestað þing- inu um viku, til 27. maí, en ákvörðun hans er talin auka lík- ur á því að flokkurinn samþykki tillöguna. Skiptar skoðanir hafa verið meðal sambandssinna um hana og telja margir þeirra ekki tryggt að írski lýðveldis- herinn (IRA) muni afvopnast þótt tillagan nái fram að ganga. Arafat hótað sprengjuárás FULLTRÚAR Palestínu- manna fullyrtu í gær að höfuðs- maður í ísraelska hernum hefði hótað því að sprengja skrifstof- ur Yassers Arafats á Vestur- bakkanum og kraflst þess að hann yrði færður til réttar- halda. Saeb Erekat, aðalsamn- ingamaður Palestínumanna, sagði að höfuðsmaðurinn hefði hótað sprengjuárás ef Palest- ínumenn létu ekki af ofbeldis- verkum líkt og þeim er gerðust sl. mánudag. Balladur hættir við framboð FYRRVERANDI forsætisráð- herra Frakklands, Edouard Balladur, lýsti því yfir í gær að hann hefði hætt við framboð til borgarstjóra Parísar vegna deilna um hver hlyti tilnefningu flokks nýgaullista, RPR. Stuðn- ingsmenn Balladurs hafa sagt að úrslit kosninga til útnefning- ar borgarstjóraefnis flokksins hafi verið ákveðin fyrirfram og því Ijóst að Philippe Seguin, fyrrum formaður flokksins og sá sem nýtur mestrar hylli kjósenda, muni hljóta útnefn- inguna. Forysta flokksins hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð og í yfirlýsingu Balladurs í gær sagði að gagnsæi starfsaðferða og ákvarðana innan flokksins hafi ekki verið í heiðri höfð. Sáttatillögu Microsoft hafnað DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna hyggst ekki hvika frá þeirri stefnu sinni að Microsoft-fyrirtækinu verði skipt í smærri einingar til að hlúa að samkeppni. Ráðuneytið sagði í gær í ákæru sinni á hendur fyrirtækinu að fyrirætl- anir stjómarinnar muni „aftur- kalla þann skaða sem sam- keppni hefur orðið íyrir vegna ólöglegra aðgerða Microsoft." Þá hefur ráðuneytið hafnað sáttatillögum Microsoft. Fyrir- tækið telur enga stoð í lögum fyrir stefnu stjómvalda. Minnst þjáninga frelsarans ÍBÚAR bæjarins Oberammergau í Bæj- aralandi efna á tíu ára fresti til helgi- leiks um þjáningar og dauða Krists og taka um 2.000 manns þátt í sýningunni. Hefðin fyrir helgileiknum á rætur að rekja til ársins 1634 er bæjarbúar strengdu þess heit að minnast frelsar- ans með þessum hætti í von um að þeir yrðu þá ekki drepsótt að bráð. Myndin var tekin á æfingu í fyrradag og er Ant- on Burkhart í hlutverki Krists. Búist er við allt að hálfri milljón gesta en leikur- inn verður sýndur á sunnudag. Reuters Við bíðum eftir að geta sýnt þér DIAMANT EXTREME, frábær og vönduð hjól á góðu verði, fyrir alla fjölskylduna og boðið þér ráðgjöf fagfólks sem þekkir hjólin. Sumarið er komið og góðir hjólreiðastígar út um allt. Er eftir nokkru að bíða? c. J 'ö) Opið hjá NANOQ í Kringlunni: Mánud.-miðvd. 10-18.30 • fimmtud. 10-21 ^ J TÍt \ CD . föstud. 10-19 og laugard. 10-18 1 CVI .5= 1 . O) l 'O & sunnudaga 13-17 • sfmi 575 5100 Spennandi hjólreiðaferð laugardaginn 20. maí islenski fjallahjólaklúbburinn og Nanoq standa fyrir hjólreiða- ferð. Lagt veröur af stað frá Árbæjarsafni kl. 9 um morguninn og komið til baka milii kl. 14 og 15. Taktu með þér nesti og njóttu þess að vera úti og reyna á þig! Ekkert þátttökugjald. NANOQ+ 1 / <»• \ / «* • AUK k204-15 sia.ls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.