Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 39 LISTIR Jón Baldvinsson listamaður. Innskot í Listahátíð JÓN Baldvinsson myndlistamaður opnar málverkasýningn í sýningar- sal Gallerís Reykjavikur, Skóla- vörðustíg 16, laugardaginn 20. maí, kl. 16. Á sýningunni eru 40 olíumál- verk, sem öll eru máluð á siðastliðn- um þrem árum. I fréttatilkynningu segir að í upphafi ferils síns hafi Jón ein- göngu fengist við landslagsmyndir og fantasíur tengdar náttúrunni. Að þessu sinni er yrkisefnið hinir huldu heimar og það dulræna í mannfólkinu. Jón er fæddur í Reykjavík árið 1927. Hann nam myndlist 1971-72 hjá Myndsýn Reykjavík. 1972-73 í Det Jydske Kunstakademi í Ár- ósum. Og 1985-89 var Jón við nám í San Francisco Art Institute, og lauk þaðan meistaragráðu í málaralist. Jón Baldvinsson hélt einka- sýningar 1975 og 1988 á Kjarvals- stöðum, 1987 í San Fransisco, Nor- ræna húsinu 1979, Noglebæk galleri í Óðinsvéum 1990, Ásmund- arsal 1991, Perlunni 1992 og 1993. Auk þess hefur Jón lialdið Qöl- margar minni sýningar hérlendis og í Danmörku. Sýningin stendur til 11. júní. Hún er opin virka daga frá 10-18, laug- ardaga frá 11-16, sunnudaga 14 -17. 30% afsláttur af sumarjakka < frá Barbour 4 litir f /)/'os'/(/ 6(/<!/// Laugavegi 54,sími 552 2535 Myndlistar- sýning í Grindavík GARÐAR Jökulsson listmálari opn- ar sýningu á verkum sínum í Menn- ingarmiðstöðinni Kvennó í Grinda- vík, laugardaginn 20. maí. Garðar er fæddur í Reykjavík árið 1935 og hef- ur fengist við myndlist frá fimmtugs- aldri, en Garðar er sjálfrnenntaður í listinni. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Listamaðurinn bindur sig lítið við stíla og stefnur í málverkinu, utan hvað í flestum verka hans kemur fram einlæg dýrkun á náttúru lands- ins - litum og birtu. Listamaðurinn notar öll tiltæk efni og blandar þeim saman til að ná fram sínum sérstaka stíl, oft á tíðum á mjög óhefðbundinn hátt. Garðar Jökulsson hefur haldið 23 einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum, auk þess sem hann hefur haldið fjölda vinnustaðasýninga. Enda trúir listamaðurinn á að listina skuli bera til fólksins og býður því sín verk föl á viðráðanlegu verði.“ Sýningin í Kvennó í Grindavík er hans önnur sýning utan Reykjavík- ur, en Garðar var með sýningu í Eden í Hveragerði fyrr á árinu. Sýn- ingin stendur til 4. júní. Bildshðfða 20 • Sími 510 8020 I- *: tn Z yj -1 to 2 3 LU > 3’ Z 2 > 2 3 O Z Œ lil > Hvaö heitir þú? - hverra manna ertu? Er ættarmót i UPPSIGLINGU? stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn Jtakenda í barm þeirra. (Múlalundi færð barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einn fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar 8501 eða 562 8502. Símar: 562 8501 og 562 8502 Múlalundur Vinnusfafa Sl'BS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.