Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 35

Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 35 Nýjar bækur • „WOMEN with Intellectual Disabilities: Finding a Place in the WorUI“ er fyrsta alþjóðlega ritið um þroskaheftar konur og er annar ritstjórinn íslenska íræðikonan Rannveig Trausta- dóttir, dósentvið Félagsvís- indadeild Háskóla íslands. Hinn ritstjórinn er Kelley Johnson fræðikona við LaTrobe Uni- versity í Melbourne í Astralíu. I bókina skrifa 25 konur frá ýmsum löndum (Ástralíu, Bret- landi, Noregi, Nýja-Sjálandi, Islandi, Slóvakíu, Tékklandi og Bandaríkjunum) og er efnið unnið af fræðikonum og fotluð- um konum. Sumir kaflamir innihalda fræðilega umfjöllun um líf og aðstæður þroskaheftra kvenna og byggja á rannsókn- um fræðikvenna. Einnig eru margar sögur í bókini þar sem þroskaheftar konur segja frá daglegum veru- leika sínum og reynslu. Ein af nýjungum bókarinnar er sam- starf fræðikvenna og fatlaðra kvenna við skrif margra kafl- anna. I fréttatilkynningu segir m.a.: „í þessari bók er í fyrsta sinn gefin yfirsýn yfir líf og að- stæður þroskaheftra kvenna í mörgum löndum og dregnir fram þeir þættir sem skipta mestu í lífi þeirra. Þótt bókin sé að hluta fræðileg er hún skiifið á aðgengilegu máli og er ætluð fræðimönnum, fagfólki og öðru áhugafólki um líf fatlaðra kvenna. Til að gera bókina að- gengilega fyrir þroskaheft fólk sem getur lesið er hver kafli einnig skrifaður á auðlesnu máli. Þroskaheftar konur hafa löngum átt í erfiðleikum með að fá fullan aðgang að daglegri til- veru meirihlutasamfélagsins og þær hafa oft mátt þola útskúfun frá fjölskyldum sínum og hinu stærra samfélagi. Ofbeldi og mismunun hefur verið allt of rík- ur þáttur í lífi þeirra. Þrátt fyrir þetta hefur þeim oft tekist að skapa sér innihaldsríkt líf og hamingjusama tilveru." Bókin skiptist í fjóra hluta: (1) Fjölskyldur, (2) tengsl við annað fólk, (3) atvinnu og (4) samfé- lagsþátttöku. Bókin er gefín út af Jessica Kingsley Publishers í London (www.jkp.com). Bókin fæst í Bóksölu stúdenta og kostar kr. 2.946. Islensk rós í hnappagati enskrar óperu London. Morgrmblaðið. HULDA Björk Garðarsdóttir sópransöngkona er að mati Rodneys Miles, gagnrýnanda The Times, ein helsta rósin í hnappagati Garsington-óper- unnar að þessu sinni. Hulda Björk syngur hlutverk Súsönnu í Figaro eftir Mozart og segir Miles að hún íklæðist því erfiðislaust og að söngur hennar sé fallegur, léttur og þaulhugsaður. Þessi yndislega íslenska sópransöngkona sé ein af merkilegustu uppgötv- ununum á Garsington. Garsington-óperan er árleg þriggja vikna tónlistarhátíð, sem haldin er skammt utan við Oxford, og er hátíðin nú sú 12. í röðinni. Súsanna er frumraun Hulda Björk Garðarsdóttir Huldu Bjarkar í Bretlandi, en í fyrra var hún varasöngkona á Garsington. Miles fer lofsamlegum orð- um um sýninguna í heild, sem hann segir mjög skemmtilega en lausa við allan lífsháska. Keflvísk loft- ræsting TONLIST Kláa lániá KÓRTÓNLEIKAR Islenzk og erlend ættjarðar- og karlakórslög. Karlakór Keflavíkur u. stj. Vilbergs Viggósonar. Ágota Joó, píanó; Ásgeir Gunnarsson, dragspil. Föstudaginn 16. júníkl. 21. KARLAKÓR Keflavíkur kom fram á jöðugrænum jökkum á seinni kvöldtónleikunum í Bláa lóninu á vegum Lista- og menningarhátíðar Grindavíkur með fremur stuttri en skemmtilegri dagskrá. Fyrsta lagið, Sveinar kátir syngja eftir Louis Spohr, var sungið án undirleiks, hreint og kröftuglega. Hinn svell- andi tangó eftir Austfirðinginn Óðin G. Þórarinsson, Blíðasti blær, var fluttur með undirleik Ágotu Joó á píanó og Ásgeirs Gunnarssonar á harmóniku, og þrátt fyrir að drag- spilið fylgdi meginlaglínunni nánast frá byrjun til enda (skemmtilegra hefði kannski verið að fá sjálfstæðari mótlínur og af meiri taktfestu), datt glæsileg intónasjón kórsins í fyrsta laginu hér skyndilega niður, hvað sem því annars olli, þó að hún næði sér fljótt aftur á strik í seinni lögum. Capríljóð Winklers í útsetningu Carls Billichs er orðið hálfrar aldar gamalt en heldur enn vinsældum. Það var mun betur sungið af kórnum en tangóinn, og þýzka lagið Rosemarie (úts. Magnúsar Ingimarssonar var tek- ið með glampakátu trompi, svo áheyr- endur dilluðu ósjálfrátt við fótum. Eft- ir Grindvíkinginn Sigvalda Kaldalóns kom svo Suðumesjamenn, aftur útsett af Magnúsi Ingimarssyni, og gerði kröftug en samt dýnamísk útfærsla kórsins mikla lukku meðal tónleika- gesta. Stemmningin jókst jafnt og þétt og náði hámarki með síðasta lagi karla- kórsins, Kvennafaraljóð eftir Dúna- jevskíj, sem margir kannast við í með- förum kórs Rauða hersins á árum áður, og sem undirritaður hélt, og kannski fleiri, að væri rússneskt þjóð- lag. Auðsætt var á alþjóðlega samsett- um hlustendahóp Bláa lónsins að söng- ur Keflvíkinga hitti beint í mark, enda útsetningin frábær, söngur og spila- mennska framreidd með bráðsmitandi trukki og flytjendur greinilega í bana- stuði. Viðtökurnar voru eftir því hlý- legar, og virtist eftir undirtektum að dæma ærinn grundvöllur fyrir helm- ingi lengri dagskrá til viðbótar eftir þennan eldhressa Suðurnesjasöng, sem var eins og gustmikill útsynningur inn- an um brennisteinsvetnismettaða jarð- gufumekki hraungirtu heilsuvinjarinn- ar í drungalegu blágrýtiseyðimörkinni. Ríkarður Ö. Pálsson Nýjar bækur • ÚT eru komnar sex nýjar hljóðbækur hjá Orð í eyra, hljóðbókaútgáfu Blindrabókasafns Is- lands. Einar Benediktsson, annað bindi eftir Guðjón Friðriksson í lestri Hjalta Rögnvaldssonar. I þessu verki fjallar Guðjón um tímabilið sem Einar dvaldi langdvölum erlendis. Hjaltabækurnar eftir Stefán Jónsson en Gísli Halldórsson las bækurnar í útvarp. Bækurnar koma út á hljóðbók til minningar um Gísla sem las mikið fyrir safnið. Persónur Stefáns Jónssonar lýsa fólki á öllum aldri í íslenskri sveit á fyrstu áratugum 20. aldar. Gróður jarðar og Viktoría eftir Knut Hamsun í lestri Hjalta Rögnvaldssonar. Þessar skáldsögur eru meðal kunnustu verka Knuts Hamsuns og fyrir Gróður jarðar fékk hann Nóbelsverðlaunin árið 1920. 5 DYRA ORUGGIIR OG FJOLSKYLDUVÆNN Gunnar Bernhard ehf. CTVTU HONDA Clvlc 5 dyra VTEC 115 hestöfl, 1500 vél, 2 loftpúðar, ABS, styrktarbitar í hurðum, sparneytinn, í blönduðum akstri 6,51/100 km 1.495,000kr.- Fyrir veitingahús, matvælavinnslu, sjúkrahús og þar sem krafist er snertifrírra blöndunartækja OPIÐ ÖLL KVÖLDTILKL. 21 #1% METRO Skeifan 7 • Simi 525 0800 Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 AKRANES: Bílversf., simi43l 1985. AKUREYRI: Höldurhf., simi46l 3000. KEFLAVÍK: Bilasalan Bilavík, simi42l 7800. VESTMANNAEYJAR: Bílaverkstæðið Bragginn, simi48l 1535

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.