Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 35 Nýjar bækur • „WOMEN with Intellectual Disabilities: Finding a Place in the WorUI“ er fyrsta alþjóðlega ritið um þroskaheftar konur og er annar ritstjórinn íslenska íræðikonan Rannveig Trausta- dóttir, dósentvið Félagsvís- indadeild Háskóla íslands. Hinn ritstjórinn er Kelley Johnson fræðikona við LaTrobe Uni- versity í Melbourne í Astralíu. I bókina skrifa 25 konur frá ýmsum löndum (Ástralíu, Bret- landi, Noregi, Nýja-Sjálandi, Islandi, Slóvakíu, Tékklandi og Bandaríkjunum) og er efnið unnið af fræðikonum og fotluð- um konum. Sumir kaflamir innihalda fræðilega umfjöllun um líf og aðstæður þroskaheftra kvenna og byggja á rannsókn- um fræðikvenna. Einnig eru margar sögur í bókini þar sem þroskaheftar konur segja frá daglegum veru- leika sínum og reynslu. Ein af nýjungum bókarinnar er sam- starf fræðikvenna og fatlaðra kvenna við skrif margra kafl- anna. I fréttatilkynningu segir m.a.: „í þessari bók er í fyrsta sinn gefin yfirsýn yfir líf og að- stæður þroskaheftra kvenna í mörgum löndum og dregnir fram þeir þættir sem skipta mestu í lífi þeirra. Þótt bókin sé að hluta fræðileg er hún skiifið á aðgengilegu máli og er ætluð fræðimönnum, fagfólki og öðru áhugafólki um líf fatlaðra kvenna. Til að gera bókina að- gengilega fyrir þroskaheft fólk sem getur lesið er hver kafli einnig skrifaður á auðlesnu máli. Þroskaheftar konur hafa löngum átt í erfiðleikum með að fá fullan aðgang að daglegri til- veru meirihlutasamfélagsins og þær hafa oft mátt þola útskúfun frá fjölskyldum sínum og hinu stærra samfélagi. Ofbeldi og mismunun hefur verið allt of rík- ur þáttur í lífi þeirra. Þrátt fyrir þetta hefur þeim oft tekist að skapa sér innihaldsríkt líf og hamingjusama tilveru." Bókin skiptist í fjóra hluta: (1) Fjölskyldur, (2) tengsl við annað fólk, (3) atvinnu og (4) samfé- lagsþátttöku. Bókin er gefín út af Jessica Kingsley Publishers í London (www.jkp.com). Bókin fæst í Bóksölu stúdenta og kostar kr. 2.946. Islensk rós í hnappagati enskrar óperu London. Morgrmblaðið. HULDA Björk Garðarsdóttir sópransöngkona er að mati Rodneys Miles, gagnrýnanda The Times, ein helsta rósin í hnappagati Garsington-óper- unnar að þessu sinni. Hulda Björk syngur hlutverk Súsönnu í Figaro eftir Mozart og segir Miles að hún íklæðist því erfiðislaust og að söngur hennar sé fallegur, léttur og þaulhugsaður. Þessi yndislega íslenska sópransöngkona sé ein af merkilegustu uppgötv- ununum á Garsington. Garsington-óperan er árleg þriggja vikna tónlistarhátíð, sem haldin er skammt utan við Oxford, og er hátíðin nú sú 12. í röðinni. Súsanna er frumraun Hulda Björk Garðarsdóttir Huldu Bjarkar í Bretlandi, en í fyrra var hún varasöngkona á Garsington. Miles fer lofsamlegum orð- um um sýninguna í heild, sem hann segir mjög skemmtilega en lausa við allan lífsháska. Keflvísk loft- ræsting TONLIST Kláa lániá KÓRTÓNLEIKAR Islenzk og erlend ættjarðar- og karlakórslög. Karlakór Keflavíkur u. stj. Vilbergs Viggósonar. Ágota Joó, píanó; Ásgeir Gunnarsson, dragspil. Föstudaginn 16. júníkl. 21. KARLAKÓR Keflavíkur kom fram á jöðugrænum jökkum á seinni kvöldtónleikunum í Bláa lóninu á vegum Lista- og menningarhátíðar Grindavíkur með fremur stuttri en skemmtilegri dagskrá. Fyrsta lagið, Sveinar kátir syngja eftir Louis Spohr, var sungið án undirleiks, hreint og kröftuglega. Hinn svell- andi tangó eftir Austfirðinginn Óðin G. Þórarinsson, Blíðasti blær, var fluttur með undirleik Ágotu Joó á píanó og Ásgeirs Gunnarssonar á harmóniku, og þrátt fyrir að drag- spilið fylgdi meginlaglínunni nánast frá byrjun til enda (skemmtilegra hefði kannski verið að fá sjálfstæðari mótlínur og af meiri taktfestu), datt glæsileg intónasjón kórsins í fyrsta laginu hér skyndilega niður, hvað sem því annars olli, þó að hún næði sér fljótt aftur á strik í seinni lögum. Capríljóð Winklers í útsetningu Carls Billichs er orðið hálfrar aldar gamalt en heldur enn vinsældum. Það var mun betur sungið af kórnum en tangóinn, og þýzka lagið Rosemarie (úts. Magnúsar Ingimarssonar var tek- ið með glampakátu trompi, svo áheyr- endur dilluðu ósjálfrátt við fótum. Eft- ir Grindvíkinginn Sigvalda Kaldalóns kom svo Suðumesjamenn, aftur útsett af Magnúsi Ingimarssyni, og gerði kröftug en samt dýnamísk útfærsla kórsins mikla lukku meðal tónleika- gesta. Stemmningin jókst jafnt og þétt og náði hámarki með síðasta lagi karla- kórsins, Kvennafaraljóð eftir Dúna- jevskíj, sem margir kannast við í með- förum kórs Rauða hersins á árum áður, og sem undirritaður hélt, og kannski fleiri, að væri rússneskt þjóð- lag. Auðsætt var á alþjóðlega samsett- um hlustendahóp Bláa lónsins að söng- ur Keflvíkinga hitti beint í mark, enda útsetningin frábær, söngur og spila- mennska framreidd með bráðsmitandi trukki og flytjendur greinilega í bana- stuði. Viðtökurnar voru eftir því hlý- legar, og virtist eftir undirtektum að dæma ærinn grundvöllur fyrir helm- ingi lengri dagskrá til viðbótar eftir þennan eldhressa Suðurnesjasöng, sem var eins og gustmikill útsynningur inn- an um brennisteinsvetnismettaða jarð- gufumekki hraungirtu heilsuvinjarinn- ar í drungalegu blágrýtiseyðimörkinni. Ríkarður Ö. Pálsson Nýjar bækur • ÚT eru komnar sex nýjar hljóðbækur hjá Orð í eyra, hljóðbókaútgáfu Blindrabókasafns Is- lands. Einar Benediktsson, annað bindi eftir Guðjón Friðriksson í lestri Hjalta Rögnvaldssonar. I þessu verki fjallar Guðjón um tímabilið sem Einar dvaldi langdvölum erlendis. Hjaltabækurnar eftir Stefán Jónsson en Gísli Halldórsson las bækurnar í útvarp. Bækurnar koma út á hljóðbók til minningar um Gísla sem las mikið fyrir safnið. Persónur Stefáns Jónssonar lýsa fólki á öllum aldri í íslenskri sveit á fyrstu áratugum 20. aldar. Gróður jarðar og Viktoría eftir Knut Hamsun í lestri Hjalta Rögnvaldssonar. Þessar skáldsögur eru meðal kunnustu verka Knuts Hamsuns og fyrir Gróður jarðar fékk hann Nóbelsverðlaunin árið 1920. 5 DYRA ORUGGIIR OG FJOLSKYLDUVÆNN Gunnar Bernhard ehf. CTVTU HONDA Clvlc 5 dyra VTEC 115 hestöfl, 1500 vél, 2 loftpúðar, ABS, styrktarbitar í hurðum, sparneytinn, í blönduðum akstri 6,51/100 km 1.495,000kr.- Fyrir veitingahús, matvælavinnslu, sjúkrahús og þar sem krafist er snertifrírra blöndunartækja OPIÐ ÖLL KVÖLDTILKL. 21 #1% METRO Skeifan 7 • Simi 525 0800 Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 AKRANES: Bílversf., simi43l 1985. AKUREYRI: Höldurhf., simi46l 3000. KEFLAVÍK: Bilasalan Bilavík, simi42l 7800. VESTMANNAEYJAR: Bílaverkstæðið Bragginn, simi48l 1535
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.