Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Minningargrein um þorsk En hvort sem þorskam- ir, segir Jón Sigurðsson í fyrri grein sinni, sem farist hafa við Island sl. ár, án þess að komast í aflaskýrslur, eru fleiri eða færri, blessuð sé minningþeirra. TGyiUÚD Vonandi sjá aðstandendur besta kvótakerfís í heimi um að þessa sorgardags í sögu kerf- isins verði árlega minnst á viðeigandi hátt. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Tófuyrðlingur elti börnin fsaíjörður. Morgunblaðið. TÓFUYRÐLINGURINN á myndinni varð á vegi nokk- urra barna sem voru að leika sér úti í máum í Tungudal við Isafjörð á sunnudaginn. Börnin hugðust fara heim og láta sér eldri og reynd- ari manneskjur vita af yrðlingnum. Hins vegar var sá mórauði ekki á því að láta skilja sig einan eftir og elti þau alla leið. Þar var honum gefíð að éta og fór hið besta á með krökkunum og þessum óvenjulega og for- vitna leikfélaga. Á myndinni eru þau Irma, Hildur og Kolmar að ræða við yrðlinginn. Settu hlýjan svip á heimilið eða i sumarbústaðinn. Úrvalið er hjá okkur Fáanlegt i I Sllki. baðmull Gls&silegt úrval af gluggatjöldum. Dúkar, Púðaborð, Löberar o.fl. Z-brautir & gluggatjöld . Faxafen 14 \ 108 Reykjavík | Sfmi 525 8200 \ Fax 525 8201 \ Netfang www.zeta.is < Nýr formaður LV Verðum að halda vöku okkar Óðinn Sigþórsson ÝR formaður Landssambands veiðifélaga, LV, var kjörinn á aðalfundi sambandsins fyrir skömmu. Fráfarandi for- maður er Böðvar Sigvalda- son en hinn nýi formaður heitir Óðinn Sigþórsson. Hann var spurður hvort kjör hans þýddi breyttar áherslur í starfi sambands- ins? „Ég reikna með að svo verði að einhveiju leyti. Hver formaður hlýtur að setja sitt mark á starf sam- bandsins og áherslur. En ég vil þó segja það að starf- semi sambandsins hefur verið afskaplega farsæl og vona ég að þar verði ekki breyting á.“ - í hverju felst starfsemi LV? „Landssamband veiðifélaga er samband þeirra 170 veiðifélaga sem til eru í landinu. Það sér um samskipti við stjómvöld í málum sem varða öll veiðifélög og markmið þeirra er að stuðla að bættri stjóm veiðimála. Þar spilar veiðlöggjöfin stórt hlutverk og hún þarf að vera í sífelldri endur- skoðun. Við höfum einmitt nýverið ályktað um að slík endurskoðun fari fram á veiðilöggjöfinni. Að sjálfsögðu vinnur LV að vemdun villta laxastofnsins og það má segja að núna séu ýmsar blikur á lofti sem við teljum að þurfi að bregðast við. Erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á því að koma á fót sjókvíaeldi á laxi við íslands- strendur í stómm stfl og þar era hlutir á ferðinni sem við höfum miklar áhyggjur af.“ - Hvað myndi slíkt þýða í raun að ykkar mati? „Við getum ekki annað en litið til þeirra landa sem hafa reynslu í þessum efnum og þá er ég ekki síst að tala um Noreg, Skotland og Irland. Það era að koma upp mjög sterkar vísbendingar núna um að sjókvíaeldi í stóram stfl hafi nei- kvæð áhrif á viðgang villtu laxa- stofnanna. Til að mynda sýnir norsk rannsókn sjávarvísinda- stofnunar háskólans í Bergen að laxalúsin sem magnast mjög upp í sjókvíunum leggst á villt sjó- gönguseiði og þær rannsóknir sem vora gerðar í Sognefjord sýndu að seiðadauði var á bilinu 48,5 til 81,5%. Það sýndi sig og að þau seiði sem lifðu lúsafaraldurinn af vora veralega sködduð. ISA- veirasýkingin hefur alls staðar stungið sér niður þar sem fiskeldi er stundað í sjó, nú síð- ast í Færeyjum þar sem veiran olli hundrað milljóna króna tjóni í fiskeldisstöðvum. Menn hafa hingað til talið að þessi veira myndi ekki leggjast á villta stofna en nú virð- ist slíkt hafa gerst í Skotlandi. Okkar vilji er að halda íslenska laxastofninum hreinum og ómeng- uðum. f því felst verðmæti hans.“ - Er sem sagt hætta á að ásókn í laxveiði í ám hér á landi kunni að detta niður ella? „Ég tel tvímælalaust að sú hætta sé fyrir hendi. Við höfum gríðarlega sérstöðu hérna í því að við eigum ómengaðan laxastofn og fallegt veiðiumhverfi þar sem veitt er fyrsta flokks þjónusta. Allt þetta verður að vera fyrir hendi ef veiðin á að geta skapað þau verð- mæti sem hún gerir í dag.“ - Hversu mikil verðmæti skap- ar hún í dag? ► Óðinn Sigþórsson fæddist í Einarsnesi í Borgarfirði 5. júlí 1951. Hann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum í Bifröst 1970 og stundaði framhaldsnám í London School of Foreign Trade, þaðan sem hann lauk prófi 1973. Hann starfaði við hefðbundinn búskap til árins 1993 en þá keypti hann rekstur fiskeidisstöðva, fyrst á Laxeyri og siðan á Húsafelli og rekur þær nú en býr á Einars- nesi. Óðinn er kvæntur Björgu Jónsdóttur húsfreyju og eiga þau saman átta börn. „Það er talið að veiðileyfasala nemi um það bil einum milljarði króna. Þar á ofan bætist öll þjón- usta við veiðimenn, þannig að við erum að tala hér um þjóðhagsleg verðmæti eitthvað talsvert á ann- an milljarð króna. Það er því mikið í húfi og þessi verðmæti eru dreifð um landið og styðja mjög við bú- setu í hinum dreifðu byggðum og veitir nú ekki af þar sem mjög kreppir að almennt í landbúnaði." - Hvað ætlið þið að gera, veiði- réttareigendur, til þess að gæta hagsmuna ykkar? „Við stefnum að því að koma okkar sjónarmiðum til skila við stjómvöld landsins og viljum eiga gott samstarf við þau. Ég veit það að öllum er ljóst hvað er hér í húfi og vænti þess að stjórnvöld muni fara að með gát við útgáfu starfs- leyfa til laxeldis í sjó við ísland.“ - Stafai- laxastofninum ekki veraleg hætta af neinum öðram sýkingum en ISA-veiranni? ,Áður töldu menn eins og íyrr sagði að ISA-veiran væri ein- göngu í eldislaxi en nú er komið í ljós að svo er ekki, hún leitar í villta stofna líka. Aðrar sýkingar sem stofninum stafar hætta af er t.d. kýlaveiki. Ekki er langt síðan hún stakk sér nið- ur hér og fannst í laxi í Elliðaánum. Þá var gripið til róttækra aðgerða til að útrýma þeirri sýkingu og sem bet- ur fer virðist það hafa tekist. En auðvitað er þetta allt áminning til okkar um að fara varlega og taka ekki óþarfa áhættu. Margvísleg- um sjúkdómum öðram í eldislaxi er haldið niðri með lyfjagjöfum." - Hvað er framundan í starfi Landssambands veiðifélaga? „Við eram að setja á laggimar alþjóðlegan vef þar sem öll veiðifé- lög og veiðileyfasalar hafa eigin síðu og geta kynnt þá þjónustu sem þeir bjóða. Við ætlum að vanda mjög til þessarar vinnu og vonumst til þess að hér sé á ferð- inni öflugt markaðstæki fyrir fé- lagsmenn okkar. Vísbending- ar um nei- kvæð áhrif á villtan lax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.