Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 62
,62 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Gamanleikarinn Walter Matthau lést á laugardag
Elskulegur
sérvitringur
kveður
LEIKARINN Walter Matthau
lést á laugardag úr hjartaáfalli 79
ára að aldri.
Walter var þekktastur fyrir
túlkun sína á geðstirðum og þras-
gjörnum sérvitringum sem tókst
þrátt fyrir fúllyndið að heilla kvik-
myndagesti upp úr skónum.
A ferli sem spannaði um fjörutíu
ár lék hann í yfir fímmtíu myndum.
Stórskorið og krumpað andlitið
varð snemma vörumerki Walters
þar sem hann gekk um lotinn í
herðum og mæðulegur. Það var
eitt sinn haft eftir honum að með
svona andlit í Hollywood væri að-
eins hægt að vera þorpari eða grín-
isti. „Ég lít ekki út eins og leikari,
ég gæti verið hver sem er allt frá
salernisverði til viðskiptajöfurs."
Walter Matuschanskavasky, eins
og hann var skírður af foreldrum
sínum sem voru rússneskir inn-
flytjendur í New York, kallaði
sjálfan sig stundum „hinn úkra-
ínska Cary Grant“ í háði enda vissi
hann líklega manna best að hann
kæmist seint á lista yfir myndar-
legustu menn glysborgarinnar.
Eitt fyndnasta og eftirminnileg-
asta samband kvikmyndanna var
myndað þegar Walter og gaman-
leikarinn Jack Lemmon léku sam-
an í The Fortune Cookie árið 1966.
Þetta varð upphafið á áratuga-
löngu og farsælu samstarfi þeirra
félaga. I The Fortune Cookie lék
Walter illa þokkaðan lögfræðing
sem var bragðarefur hinn mesti.
Þótti honum takast svo vel upp í
hlutverkinu að hann hlaut óskars-
verðlaunin fyrir. Walter og Jack
komu saman að nýju í kvikmynd-
inni The Odd Couple sem gerð var
eftir samnefndu leikriti Neil Sim-
on. Simon hafði skrifað hlutverk
sóðalega fréttaritarans Oscar
Madison með Walter í huga. Það
þurfti þó töluverðan sannfæringar-
kraft til að fá hann til að taka að
sér hlutverkið, það var víst of líkt
honum sjálfum. Walter vildi frekar
leika smámunasegginn og snyrti-
pinnan Felix Unger en það var að
lokum Jack Lemmon sem túlkaði
hann af hreinni fullkomnun. Jack
sagði um samstarfið við Walter:
„stærsta vandamálið við að vinna
með Walter er jafnframt það eina,
ég á í svo miklum vandræðum með
að kæfa niður hláturinn." Þrátt
fyrir óstöðvandi hlátursköst héldu
þeir samstarfinu áfram næstu ára-
tugina og muna eflaust margir eft-
ir erfiðu gamalmennunum í
Grumpy Old Men og framhaldinu
Grumpier Old Men þar sem þeir
fengu ítölsku fegurðardísina Soph-
iu Loren til liðs við sig.
Elli kerling fór ekki blíðum
höndum um Walter, hrukkunum
fjölgaði, nefið stækkaði og eyrna-
sneplarnir lengdust. Þetta varð þó
bara til að auka á persónutöfra
þess gamla. Hann átti alla ævi við
heilsubrest að stríða og fékk fyrsta
hjartaáfallið árið 1966. Læknirinn S
hans sagði honum að hjartaáfallið 1
hefði komið til vegna keðjureykinga 1
leikarans (hann reykti þrjá pakka á i
dag) og þess að hann hafði stöðugar I
áhyggjur af fjárhættuspili og sagði
sjúklingnum að hann þyrfti að hætta
hvoru tveggja. Walter hlýddi að hluta
og hætti að reykja. Fjárhættuspil var |
alltaf hluti af daglegu lífi og er sagt að j
hann hafi eitt sinn tapað yfir þremur
milljónum króna á einum degi á veð- :
reiðum.
Þegar Jack Lemmon frétti andlát ;
Walters sagði hann: „Ég hef misst
mann sem ég unni eins og bróður mín- s:
um, nánasta vin og ótrúlega mann- j
eskju. Við höfum líka misst einn besta j
leikara sem við eigum eftir að sjá.“
Jack Lemmon og Walter Matthau þegar þeir voru ungir.
Á reginhafi og alltaf saman.
Bestu vimr í sama bóli.
ENGINN sjónvarpsþáttur í sögunni
hefur alið af sér annan eins aragrúa
gamanleikara og Saturday Night Li-
ve. Einn þeirra er Albert Brooks,
fæddur 1947 sem Albert Einstein,
hvorki meira né minna. Heilladísin -
The Muse, nýjasta og sjötta mynd
hans sem leikstjóri, var frumsýnd
hérlendis um helgina. Faðir Brooks
var skemmtikraftur, kunnastur sem
félagi stórspaugarans Eddie Cantor,
og frægur á öldum ljósvakans um öll
Banadrfldn undir nafninu Parkyark-
us. Það liggur í augum uppi hvert
Brooks sækir gamansemina, sem oft
rambar á jaðrinum. Þeir eru ófáir
sem telja hann fyndnasta mann í
‘Vesturheimi.
Miðasala S. 555 2222
The Hammer of Thor
A mythological action-comedy
fim. 6/ kl. 14.30 aukasýning
Rm. 6/7 kl. 20 uppselt
Fös. 7/7 kl. 20
Sýningartími 50 mínútur.
Ath. Takmarkaður sýningafjöldi.
T EÍKFÉLAG ÍSLANPS
tflstflÍNU 5513000
THRILLER
frumsýning fös. 7/7 kl. 20.30
nokkur sæti laus
fös. 14/7 kl. 20.30 laus sæti
lau. 15/7 kl. 20.30 laus sæti
fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti
530 3030
Hádegisleikhús með stuðningi
Símans — BJÖRNINN
fim. 6/7 kl. 12 laus sæti
fös. 7/7 kl. 12 nokkur sæti laus
lau. 8/7 kl. 12 nokkur sætí laus
Miðasalan er opin frá kl. 12-18 I Loftkastalanum
og frá kl. 11-17 í Iðnó. Á báðum stöðum eropið
fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar
sýning er. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús.
(Loftkastalinn/lðnó).
Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu.
Brooks ásamt kollega si'num Ja-
mes Cameron.
ALBERT
Brooks er fæddur inn í skemmt-
anaiðnaðinn og bernskuskónum
sleit hann í sjálfum Beverly hæðum
í Hollywood. Byijaði ferilinn á að
feta í fótspor karls föður síns og
lagði til atlögu við erfiða glímu
uppistandsins. Flæktist um Banda-
rfldn þver og endilöng af einum
næturklúbbnum á annan við mis-
jafnar undirtektir. Eftirlætis um-
fjöilunarefnið var klisjur sem fólk
almennt tók ekki sem slíkar og
mótsagnimar í hversdagslífinu.
Eitt leiddi af öðru. Árin 1968-70
var Brooks fastráðinn þáttakandi í
sjónvarpsþættinum The Dean
Martin Showog The Golddiggers,
sem tók við af honum ’71. Þeir urðu
ekki langlífir, Brooks hélt aftur út á
uppistandsmarkaðinn en skaust
skyndilega upp á dægurstjömu-
himininn fyrir frammistöðu sína
sem leikari/handritshöfundur/
leiksljéri The Famous Comedian’s
School, sjónvarpsþáttar sem sýnd
var undir hatti The GreatAmer-
ican Dream Machine (1972). Hróð-
ur grínistans barst viða og Brooks
fór mikinn í skemmtiðnaðinum,
hreppti m.a. Grammy-verðlaun fyr-
ir plötuna A Star /s Bought ’75.
Sama ár var Brooks ráðinn í
grínverksmiðjuna Saturday Night
Live á NBC sjónvarpsstöðinni.
Þessir sjónvarpsþættir, sem jafnan
era sendir út beint, em sannkallað-
ur stökkpallur fyrir hæfileikamenn
í gamanleikara- og grínistageiran-
um. Brooks, John Belushi, Eddie
Murphy, Bill Murray, Dan Akroyd;
þetta era aðeins örfá nöfn frá
fyrstu árum þáttarins og eiga þeir
þættinum mikið að þakka.
Fyrsta kvikmyndin sem hafði
spaugarann Brooks innanborðs á
Fall er fararheill. Uppa-
hjónin (Brooks og Hagerty).
BROOKS
þó ekkert skylt við gamanmál
heldur er það engin önnur en
hin ofbeldisfulla ádeila Martins
Scorsese, Taxi Driver (’76).
Kemur þó með örlitla brosiega
og slakandi innkomu sem kosn-
ingastjórinn sem gantast við
Cybill Shepherd. (Scorsese og
Shepherd launa honum greið-
ann í HeiIIadisinniþar sem þau
koma bæði fram). Þessu næst
lék Brooks eiginmann Goidie
Hawn í Private Benjamin (’80)
og umbann hans Dudleys
Moore í Unfaithfully Yours
(’84). Allt saman heldur létt-
vægt fundið. Sá algengi mis-
skilningur er í gangi að Albert
sé bróðir handritshöfundarins
og leikstjórans James L.
Brooks en það er algjörlega úr
lausu lofti gripið. Leið þeirra
hefur hins vegar oft legið sam-
an. James gaf Albert fyrstu al-
vöru tækifærin í Hollywood í
Terms ofEndearment (’83), og
enn frekar dramatfskt aðal-
hlutverk Broadcast News (’87).
Albert notaði tækifærið og var
tilnefndur til Óskarsverðlaun-
anna fyrir túlkun sína á sjón-
varpsfréttamanninum Aaron
Altman sem svitnar meira en
góðu hófi gegnir framan við
tökuvélamar. James lék einnig
stórt hlutverk í Modem Rom-
ance (’80) en hér var eingöngu
um gagnkvæma virðingu að
ræða.
Broadcast News var tví-
mælalaust hápunkturinn á leik-
ferli Brooks en 1979 færði
haim verulega út kvíarnar og
lét sér ekki nægja að fara með
aðalhlutverkið í Reai Life held-
ur skrifaði einnig handritið og leik-
stýrði. Vann umtalsverðan sigur á
öllum vfgstöðvum. Brooks stóð und-
ir væntingum og vel það með Lost
in Ameríca (’85), margsiunginni
háðsádeilu á markaðsþjóðfélagið
sem hlaut einróma lof og setti höf-
undinn/aðalleikarann á stall með
vænlegustu kvikmyndaskáldum
samtímans. Hafði nú gert tvær
myndir undir sinni stjóm - hvora
annarri betri. Báðar kaldhæðnis-
legar gamanmyndir og heldur sig á
svipuðum slóðum í næsta verki,
Modern Romance (’80). Leikur hug-
sjúkan klippara sem er altekinn af
vinkonu sinni en er fyrirmunað að
byggja upp eðlilegt samband þeirra
á milli. Bráðvel skrifuð og leikstýrð.
f Defending YourLife (’91) breyt-
ir Brooks gjörsamlega um tón og
sendir frá sér verk sem flokkast
nánast undir hugljúfa gamanmynd
eða skemmtilegar vangaveltur um
framhaldslífið. Myndinni var vel
tekið af almenningi og gagnrýnend-
um. Brooks fór með aðalhlutverkið
og skrifaði handrit The Scout (’94),
mislukkaðrar myndar Michaels Rit-
chie um mann (Brooks) sem leitar
uppi efnilega hafnaboltaleikara fyr-
ir New York Yankees. Hann heldur
í þeim erindagjörðum niður til
Mexíkó og kemur með efnispilt
(Brendan Fraser) með sér norður.
Strákur reynist ekki heill á taugum
og koðnar myndin smám saman
niður í deilu.
Margir telja Mother (’96) með
bestu myndum Brooks en hún hlaut
ekki bíódreifingu hérlendis. Brooks
gerir grín að móður-sonar sam-
bandinu, leikur miðaldra, mislukk-
að reyfaraskáld sem flytur aftur
heim til mömmu í þeirri von að það
hjálpi honum að læra tökin á veik-
ara kyninu. Debbie Reynolds þykir
óaðfinnanleg í vel skrifuðu hlut-
verki mömmu sem skilur alit.
Þá er komið að Heilladísinni -
The Muse, sem verið er að sýna og
Brooks lauk við á síðasta ári við
ágætar undirtektir. Hvort hann er
enn „fyndnasti maður Bandaríkj-
anna“ kemur í ljós, en það er löngu
ljóst að Brooks er með þeim kald-
hæðnustu og á það til að komast í
eftirminnilegar hæðir léttgeggjaðr-
ar fyndni og persónusköpunar þeg-
ar sá gállinn er á honum.
Sígild myndbönd
LOSTIN AMERICA (1985) ★★★%
Uppar allra landa fá á baukinn í
fyndnustu mynd Brooks. Segir frá
hremmingum manns á kafi í lífsgæða-
kapphlaupinu sem verður öreigi á einni
nóttu. Brooks leikur framagjaman
framkvæmdasljóra hjá auglýsinga-
stofu sem fær ekki þá stöðuhækkun
sem hann taldi sig eiga verðskuldaða.
Ákveður upp úr vonbrigðunum að
söðla yfir og kynnast hinni „raunveru-
legu Ameríku". Snýr baki við uppalíf-
inu, selur allt og kaupir forláta hús-
vagn og leggur af stað í sitt - að hann
heldur - eftirsóknarverða afturhvarf
til náttúrunnar. Eiginkonan (Julie Hag-
erty) tapar hins vegar öllum þeirra eig-
um á fyrstu nótt ferðalagsins í Las Veg-
as. Það sem við tekur er andlegt og
efnahagslegt skipbrot. Kostuleg lýsing
á ameríska draumnum að fara í hund-
ana.
DEFENDING YOUR LIFE (1991)
★★★%
Brooks tekst vel upp sem leikara og
handritshöfundi, myndin er nýstárleg
og meinfyndin lýsing á hvað tekur við
þegar jarðvist dauðlegra manna lýkur
og við lendum á fyrstu stoppistöðinni
„fyrir handan“. Þar er farið yfir Iífs-
hlaup nýlátinna, hver og einn kaliaður
fyrir rétt og hans næsti ákvörðunar-
staður metinn eftir dómsorðinu.
Brooks verður skotinn í í Meryl Streep
og Rip Torn er gustmikill að veivju sem
veijandi Brooks. I það heila tekið öðru-
vísi og ágætt réttarsalsdrama!
REAL LIFE (1979) ★★★
Real Life er framhald á skissunum
sem hann skrifaði, lék og leikstýrði fyr-
ir Saturday Night Live. Brooks ieikur
sjálfumglaðan heimildarmyndagerða-
mann sem tekur að sér að fjalla um
hina hefðbundnu bandarísku vísitölu-
Qölskyldu. Háðfuglinn sér hiutina yfir-
leitt ekki í „hefðbundnu" Ijósi heldur
dregur upp spaugilega mynd af fjöl-
skyldu manns (Charles Grodin) þar sem
flest er öðru vísi en ætlað er. Þeir Grod-
in eru báðir óborganlegir framan við
tökuvélarnar og myndin hlaut góða
dóina og vakti óhemju athygli á hinum
nýja kvikmyndagerðarmanni.
Sæbjörn Valdimarsson