Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 5 3 120 tof lur ID0P,HILU PLUS fyrir rucitingdrfttHln Góður ferðafélagi fyrir meltingarfærin ÉL leilsuhúsið SKólavörBustlg, Kringlunni, Smáratorgi Fæst í apótekum SUZUKI Baleno Wagon - ferðavænn, alvöru fjölskyldubíll Hellir sigrar í hrað- skákkeppni taflfélaga 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Rce2 Pessi óvenjulegi riddaraleikur hef- ur það að markmiði að halda peða- stöðu hvíts á miðborðinu óbreyttri og beita riddaranum á kóngsvængnum á f4 eða g3. 5. ...c5 6. c3 Rc6 7. f4 Db6 8. Rf3 Be7 9. a3 0-0 10. h4 f6 11. Hh3 Ra5 STÖÐUMYND 2 SKAK Rey k j a v fk HRAÐSKÁKKEPPNI TAFLFÉLAGA 4. júní - 2. júlí 2000 TAFLFÉLAGIÐ Hellir sigraði í hraðskákkeppni^ taflfélaga, sem lauk á sunnudaginn. í úrslitum tefldi Hell- ir við öflugt Skákfélag Akureyrar með stórmeistarann Jóhann Hjartar- son í broddi fylkingar. Hvort lið var skipað sex mönnum og tefldu allir við alla, tvöfalda umferð. Akureyringar fóru vel af stað og sigruðu í fyrstu umferðinni 3V2-2V2. Liðin skildu síðan jöfn í annarri og þriðju umferð og héldu Akureyringar því eins vinnings forystu. Það var svo loks í fjórðu umferð sem Hellir náði forystu með 5-1 sigri. Eftir það hélt Hellir forystunni fram í síðustu um- ferðir. Eftir fyrri hlutann var staðan 21-15 Helli í vil. Mest náði Hellir síð- an sjö vinninga forystu, en eins og í undanúrslitunum gegn Taflfélagi Reykjavíkur slökuðu Hellismenn á þegai- sigurinn virtist í augsýn. í tíundu umferð sigruðu Akureyringar 4-2 og eftir það var staðan 32V4-27V2 Helli ívil. í 11. umferð sigruðu Akur- eyringar aftur og nú urðu úrslitin 5-1 þeim í vil við ákafan fógnuð liðs- manna þeirra. Bjöm Porfinnsson var eini liðsmaður Hellis sem náði sigri gegn Akureyringum. Þar með höfðu Akureyringar nánast unnið upp ör- uggt forskot Hellis og nú var einungis eins vinnings munur á liðunum. Stað- an var 33V2-32V2 fyrir síðustu um- ferðina. Það var því spuming hvort liðið stæði sig betur á lokasprettin- um. Næðu Akureyringar að jafna PHYTO SOYA JUR.TA ÖSTROGEN Arkopharma leikinn þyrfti að grípa til bráðabana. Síðasta umferðin var dramatísk. Þegar fjórum skákum af sex var lokið var staðan jöfn, 2-2. Akureyringar náðu síðan að jafna leikinn með sigri í fimmtu skákinni. Þar með valt allt á úrslitum síðustu skákarinnar, en þar áttust við þeir Davíð Kjartansson (Hellir) og Gylfi Þór Þórhallsson (Ak- ureyri). Davíð var á góðri leið með að tryggja sér sigur í skákinni, en Gylfi varðist hart og skyndilega hafði hon- um tekist að vinna mann af Davíð og snúa taflinu við. Það var því allt útlit fyrir að Akureyringar mundu ná að komast í bráðabana. Davíð var þó ekki af baki dottinn og beitti eina vopninu sem eftir var og náði að lok- um að fella Gylfa á tíma. Þar með hafði Helli tekist að tryggja sér sigur í keppninni með minnsta mun, 36Í/2- 35í/2. Hellir er því hraðskákmeistari taflfélaga árið 2000. Þar með hefur Taflfélagið Hellir sigrað oftast í þess- ari keppni, eða alls þrisvar sinnum. Þetta var í sjötta skipti sem keppnin er haldin. Bestum árangri í úrslitunum náði Jóhann Hjartarson, en hann fékk 11Í4 vinning. Næstbestum árangri og jafnframt bestum árangri Hellis- manna náði Helgi Áss Grétarsson, en hann hlaut 9 vinninga í 12 skákum. í sigurliði Hellis tefldu þeir Helgi Áss Grétarsson, Helgi Ólafsson, Andri Áss Grétarsson, Bjöm Þorfinnsson, Davíð Kjartansson, Snorri Bergsson og Lárus Knútsson. Fyrir Akureyringa tefldu Jóhann Hjartarson, Jón Garðar Viðarsson, Arnar Þorsteinsson, Rúnar Sigur- gálsson, Gylfi Þór Þórhallsson og Áskell Öm Kárason. Fujitsu-Siemens Vegna mistaka í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þar sem stöðu- myndir birtust ekki á réttum stöðum fylgir hér á eftir skák þeirra Anands og Shirovs frá Fujitsu-Siemens skák- mótinu. í næsta skákþætti verður síðan birt tapskák Kasparovs gegn Leko. Fujitsu-Siemens risamótinu í at- skák lauk fyrir skömmu í Frankfurt og tóku 6 stigahæstu skákmenn heims þátt í mótinu. Skemmst er frá því að segja að mótinu lauk með stór- sigri indverska stórmeistarans Vishy Anands er hlaut 7‘/2 vinning af 10 mögulegum og varð 114 vinningi fyrir ofan næsta mann, Garry Kasparov. Þessi sigur Anands hefur án efa verið honum kærkominn þar sem Kaspar- ov hyggst í haust tefla einvígi við Vladimir Kramnik um hver sé besti skákmaður heims, en til stóð að An- and stæði í þeim sporum. Indverjinn viðkunnanlegi sýndi mikla baráttu- gleði í mótinu eins og síðari skák hans gegn Shirov sýnir. Hvítt: Vishy Anand Svart: Alexei Shirov Frönsk vöm, klassíska afbrigðið. falli þar sem biskup hvíts kemst á a3- f8 skálínuna. 22... .Dxb5 23. Ba3 b6 24. Dh6 Bb7 Uppbygging svarts hefur verið ei- h'tið fálmkennd, þannig að ekkert er til fyrirstöðu fyrir hvítan að verða sér úti um meira rými á báðum vængjum. 12. b4! cxb4 13. axb4 Rc4 14. Rg3 a5 15. Bd3 f5 16. Rg5! Hd8 17. Dh5! Bxg5 18. Dxg5 Hf8 19. Rh5 Riddarinn er nú kominn á besta stað til að ráðast á veiku punktana á f6ogg7. 19. ...Hf7 20.Hg3g6 SJA STOÐUMYND 2 Erfitt er að sjá hvemig hvítur á að bæta stöðu sína þar sem flestar línur virðast honum lokaðar. Indverjinn snjalli var vandanum vaxinn og tryggði sér þar með sigurinn á mót- inu. 21. Bxc4! dxc4 22. b5! Svörtu reitirnar verða svörtum að 25. Hxg6+ Augljós, en eigi að síður snotur hróksfóm. 25. ...hxg6 26. Dxg6+ Kh8 27. Dxf7 Hg8 28. Bf8! Glæsilegur lokahnykkur sem neyddi svartan til uppgjafar þar sem hann verður mátaður bæði eftir 28. ...Hxf8 29. Dg7# og 28. ...Rxf8 29. Rf6. Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Á að á úti í náttúrunni ? BALEN0 TEGUND: 1,6 GLXWAGON 4x4 \TRÐ: 1.695.000 KR. $ SUZUKI // SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 2S 00. Akureyrl: BSA hf., Laufásgötu 9, slml 4S2 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, SUZUKI BILAR HF Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, sfmi 451 26 17. Isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði,sfmi 456 30 95. Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Keflavlk: BG bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.