Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐ JUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kjötiðjan á Húsavfk og Kjötiðnaðarstöð KEA verða Norðlenska matborðið
Stefnt að vöru-
þróun og fjölg-
un starfa
NORÐLENSKA matborðið er heiti á
nýju fyrirtæki er varð til við samein-
ingu Kjötiðjunnar á Húsavík og Kjöt-
iðnaðarstöðvar KEA. Að sögn Helga
Jóhannessonar, nýráðins fram-
kvæmdastjóra Norðlenska, er stefn-
an sett á vöruþróun, öflugri markaðs-
hlutdeild og jafnvel fjölgun starfa.
Stefnt er að því að ná umtalsverðri
hagræðingu í kjölfar sameiningar en
áætluð ársvelta Norðlenska er 1700
milljónir króna.
Að sögn Helga eni sameiningar-
mál í góðum ferli innan sjávarútvegs-
ins en lítið sem ekkert hefur gerst í
þeim málum innan kjötiðnaðarins.
„Vegna samþjöppunar verslana og
yíirvofandi innflutnings á kjöti hefur
samkeppnni milli kjötvinnsla verið að
harðna. Það er okkar mat að við séum
betur í stakk búin til að framleiða
þekkt vörumerki undir nafni hins
nýja fyrirtækis og efla vöruþróun
okkar á unnum kjötvörum," sagði
Helgi.
Verkaskipting í vinnslu kjötsins
Helgi og Jón Helgi Bjömsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri, komu einn-
ig inn á að ekki væri stefnan að segja
upp fólki vegna hagræðingar, þvert á
móti væri stefnt á að fjölga fólki inn-
an tíðar. Verkaskipting verður á milli
kjötvinnslanna á Akm-eyri og Húsa-
vík. A Húsavík verður áhersla lögð á
lambakjöt en þar verður eitt stærsta
sauðfjársláturhús landsins. A Akur-
eyri verður hins vegar stórgripum
slátrað og því verður vinnsla svína-
kjöts og nautakjöts á Akureyri. I dag
starfa hjá Norðlenska 35 manns á
Húsavík, 90 á Akureyri og sex manns
starfa á söluskrifstofu fyrirtækisins í
Reykjavík. Auk þess bætast við um
80 manns í sláturtíðinni á Húsavík.
Norðlenska mun framleiða vörur
undir þremur merkjum: KEA,
Naggalínan og Húsavíkurkjöt. KEA
er aðalmerid fyrirtækisins á öllum al-
mennum kjötvörum. Naggalínan er
nýtt vörumerid fyrir forsteiktar og
mótaðar vörur. Húsavíkurkjöt er
hins vegar eingöngu boðið á heima-
markaði á Húsavík og í ákveðnum
verslunum.
Um framtíðarhugmyndir hins nýja
íyrirtækis sagði Helgi stefnuna vera
setta á aukna markaðshlutdeild og
Endurnýjun Reykjavikurflugvallar
Framkvæmdir ganga
samkvæmt áætlun
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson.
Bflvelta á Jökuldal
Morgunblaðið/Klemenz Bjarki
Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðlenska matborðsins.
vöruþróun „Við teljum okkur hafa
alla burði til að verða leiðandi iyrir-
tæki í vöruþróun. Stærra íyrirtæld á
meiri möguleika á að ráða til sín sér-
hæft fólk sem síðan skilar af sér vöru-
þróun sem er nauðsynleg í kjötiðnaði
í dag. Þetta er því stór dagur íyrir
okkur í dag og við erum bjartsýn á
framhaldið,“ sagði Helgi.
FRAMKVÆMDUM við endurnýj-
un Reykjavíkurflugvallar miðar vel
að sögn Þorgeirs Pálssonar flug-
málastjóra.
„Það er verið að vinna við vestari
hluta austur-vesturbrautar og verð-
ur þeim verkþætti lokið um 10.
ágúst,“ sagði hann. „Það er reyndar
hafin vinna við austurendann en frá
10. ágúst verða aðalbrautamótin
tekin og þá verður unnið nótt og
dag í tvær vikur til að ljúka því
verki.“
Gert er ráð fyrir að lokið verði
við austur-vesturbrautina í septem-
ber og þá verður gert hlé til vors
þegar vinna hefst á ný við norður-
suðurbraut. „Við viljum vinna við
bestu skilyrði til malbikunar og
verður unnið við helming norður-
suðurbrautar á næsta ári og verk-
inu lokið árið 2002,“ sagði Þorgeir.
„Jafnframt verður lögð aksturs-
braut meðfram flugbrautinni þann-
ig að flugvélar munu eftir það ekki
aka á flugbrautunum. Vonandi helst
þetta góða veður áfram sem verið
hefur þegar kemur að malbikun."
Kostnaður er í samræmi við
áætlun en hann er áætlaður um 522
milljónir á þessu ári en heildar-
kostnaður er um 1,5 milljarðar og
er þá miðað við verðlag í maí 1999.
Norður-Héraði. Morgunblaðið.
FÓLKSBÍLLendastakkst útaf veg-
inum á Hjarðarhagaaurum um helg-
ina og valt eina veltu. Ökumaður
slapp ómeiddur en bíllinn er mikið
skemmdur.
Vegagerð stendur yfir þar sem
slysið varð og kann það að hafa átt
þátt í óhappinu. Bíllinn valt íram af
háum kanti og hafnaði á hjólunum
utan vegar. Nýi vegurinn sem verið
er að byggja upp þarna hefur verið
illur yfirferðar undanfarið enda
mjög gróft efni notað í burðarlagið.
Þetta stendur þó allt til bóta og er
reiknað með að hægt verði að leggja
bundið slitlag fljótlega á hluta
nýbyggða vegarins, allt að sex kíló-
metra, en alls verður þessi nýi kafli
um tólf kflómetrar og nær frá
Skjöldólfsstöðum að Hvanná.
Skýrsla um aðgerðir til að draga úr áhættu af völdum jarðskjálfta
Hamfarasj dður
komi í stað ofan-
fldðasjdðs
SKÝRSLA framhaldsnefndar, sem
skipuð var að tillögu umhverfisráð-
herra til að leggja mat á niðurstöður
og tillögur nefndar sérfræðinga um
aðgerðir til að draga úr jarðskjálfta-
vá, hefur skilað tillögum til ráðherra
og verða þær kynntar í rflásstjóm á
næstunni.
Framhaldsnefndin eða stjómar-
ráðsnefndin var skipuð í febrúar 1997
og í henni áttu sæti fulltrúar fjögurra
ráðuneyta. Nefndin leggur m.a. til að
starfssvið ofanflóðasjóðs verði út-
víkkað og hann hugsanlega nefndur
hamfarasjóður. Jafnframt að for-
vamarhlutverk verði í höndum sjóðs-
ins og að hlutverk Viðlagatryggingar
Islands verði eingöngu að bæta það
tjón sem orðið hefur.
Umhverfisráðherra skipaði árið
1995 nefnd til að fjalla um jarð-
skjálftavá og gera tillögur um aðgerð-
ir til að draga úr áhættu á slysum og
tjóni af völdum jarðskjálfta. Nefndin
var skipuð sérfræðingum á sviði jarð-
skjálfta og jarðskjálftaverkfræði.
Arið 1997 skipaði umhverfisráðu-
neytið nýja nefnd, skipaða fulltrúum
fjögurra ráðuneyta, til að leggja mat
á tillögur sérfræðinganna og móta til-
lögur til rfldsstjómar um framhaldið.
Stjómarráðsnefndin telur tillögur
sérfræðinganefndarinnar í heild góð-
ar en jafnframt nokkuð einhæfar og
endurspegla faglega samsetningu
segir í niðurstöðu nefndarinnar.
Helstu veikleikar séu að ítarlegar til-
lögur eru lagðar fram um rannsóknir
og varðveislu gagna en ekki sé gerð
grein fyrir því á hvem hátt verði
tryggt að niðurstöður rannsókna nýt-
ist í þágu þjóðfélagsins.
Áhersla á sprungukort
í skýrslu stjómarráðsnefndar
kemur fram að nefnd sérfræðinganna
leggi áherslu á gerð spmngukorts
með áherslu á jarðskjálftahættu-
svæði og samræmds korts af líklegri
jarðskjálftavá. Stjómarráðsnefndin
er sammála þessum hugmyndum og
bendir á að með aukinni þekkingu á
jarðskjálftum yrði betur hægt að
stýra aðgerðum til vamar.
Sérfræðinganefndin leggur
áherslu á tæknieftirlit og að rekstrar-
öryggi eftirlits- og viðvömnarkerfis
Veðurstofunnar verði aukið og bendir
einnig á nauðsyn þess að niðurstöður
mælinga á raunvísindastofnun há-
skólans og Norrænu eldfjallastöðinni
berist Veðurstofunni eins fljótt og
hægt er. Jafnframt leggur sérfræð-
inganefndin áherslu á að svarað verði
spurningum um ábyrgð samfélgsins
og einstaklinga gagnvart þeirri
áhættu sem felst í að búa á jarð-
skjálftasvæðum og er lagt til að sett
verði á stofn stjómarráðsnefnd sem
geri tillögur til breytinga og skýringa
á lögum og reglum. Bent er á að taka
þurfi saman fyrirliggjandi gögn um
úttektir á mannvirkjum og lagt er til
að haldið verði áfram úttekt á jarð-
skjálftaþoli bygginga á Suðurlandi og
að hafist verði handa við sambærilegt
verkefni á Norðurlandi. Stjómar-
ráðsnefndin er sammála ábendingum
um þörf á úttekt á mannvirkjum og
jarðskjálftaþol þeirra.
Hönnuðir fái þjálfun
Sérfræðinganefndin leggur
áherslu á að íslendingar komi að
lokafrágangi nýs jarðskjálftastaðals í
Evrópu og að gera verði þjóðarskjöl
vegna notkunar hans hér á landi.
Bent er á nauðsyn þess að hröðunar-
kort, sem notuð verða með staðlinum,
verði endurskoðuð reglulega og að
nauðsynlegt sé að hönnuðir fái þjálf-
un í notkun staðalsins. Stjómarráðs-
nefndin tekur undir þessar ábending-
ar og bendir á að ekki sé annað
forsvaranlegt en að vel sé staðið að
öllum byggingaframkvæmdum á
sama tíma og unnið er að úttektum á
því sem miður hefur farið um áratuga
skeið.
í tillögu stjómarráðsnefndar segir
að nefndin telji óljóst á hvem hátt og
að hve miklu leyti niðurstöður rann-
sóknaverkefna sem lögð eru til af
sérfræðinganefndinni muni skila sér
til samfélagsins þannig að öryggi al-
mennings aukist. Ekki verði séð að
auknar rannsóknir á sviði jarðvísinda
muni einar og sér draga úr afleiðing-
um jarðskjálfta. í stað þess að nálgast
viðfangsefnið frá sjónarhóli rann-
sókna sé eðlilegra að nálgast það með
aðferðum áhættugreiningar og
-stjómunar. Fram kemur að stjóm-
arráðsnefndin telur ekki heppilegt að
haldið verði áfram að setja sérstök
lög um vamir gegn hverri tegund af
náttúravá með tilheyrandi sjóðum og
stjómamefndum. Slíkt mundi leiða til
flókins kerfis sjóða og nefnda. Legg-
ur nefndin til að tekið verði heildstætt
á málefnum náttúravár á þann hátt
að lög um vamir gegn snjóflóðum og
skriðuföllum verði endurskoðuð
þannig að þau nái til varna gegn allri
náttúravá. Þar með yrði starfssvið of-
anflóðasjóðs útvíkkað og hann hugs-
anlega nefndur hamfarasjóður.
Frumkvæði að verkefnum
Lagt er til að hlutverk stjórnar
hamfarasjóðs verði að hafa frum-
kvæði við vinnu að verkefnum, veita
styrki og halda saman upplýsingum
um árangur þeirra verkefna sem
styrkir era veittir til.
Jafnframt er lagt til að stjómin hafi
sér við hlið þverfaglegan hóp óháðra
ráðgjafa með góðri þekkingu á ein-
stökum þáttum náttúravár.
Tillagan gerir ráð fyrir að auk nú-
verandi tekjustofna ofanflóðasjóðs
komi í hamfarasjóð hluti af núverandi
tekjum Viðlagatrygginga og er lagt
til að miðað verði við 5% af bókfærð-
um iðgjöldum. Hlutfallið verði síðan
endurskoðað en fjárhæðin gæti num-
ið rúmlega 30 milljónum á ári.