Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Einn dag'ur
sem þúsund ár
TÖJVLIST
Þingvellir
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR
Vcrk og þættir eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál
Isólfsson, Handel, Jón Leifs, Jón Nordal,
Bizet, Bach og Sveinbjöm Sveinbjörnsson.
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sverrir Guð-
jónsson kontratenór, Gunnar Guðbjörnsson
tenór; Hátíðarkór Kristnihátíðar (Dómkórinn
í Reykjavík, kórstjóri Marteinn H. Friðriks-
son; Kór Langholtskirkju, kstj. Jón Stefáns-
son; Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola
cantorum, k.stj. Hörður Áskelsson); Sinfóp-
íuhljómsveit íslands. Stjórnandi: Hörður Ás-
kelsson. Sunnudaginn 2. júlíkl. 16.
FLEKASKIL austurs og vesturs, staður
jarðfræðilegrar sundrungar, urðu sem kunn-
ugt er vettvangur sögulegi’a sátta, þegar Ljós-
vetningagoðinn lýsti yfír gerð sinni milli fylgj-
enda forns siðar og nýs og „við trúnni var tekið
af lýði“ á Þingvöllum fyrir réttum aldatug. Tón-
listarlegt hámark nýafstaðinnar Kristnihátíðar
af því tilefni, Hátíðartónleikar þriggja ein-
söngvara, Hátíðarkórs og Sinfóníuhljómsveitar
Islands, fóru fram á aðalsviði norðaustur af
Lögbergi kl. 16 á sunnudaginn var í sannköll-
uðu blíðviðri.
Aðsókn er óhætt að segja að hafi verið mikil.
Þó að áheyrendur hafi ekki skipt tugum þús-
unda eins og ráð var fyrir gert í upphafi náðu
þeir engu að síður nokkrum þúsundum. Var
flestum ætlaður staður gegnt sviðinu í lyng-
brekkunni niður af gjárbarminum, að frátöld-
um boðsgestum á stólapalli þar á milli.
Aðstaða til hlustunar var að sögn tækni-
manna ákjósanlegust í miðri brekku hvað
hljómburð varðar, og fór það raunar saman við
reynslu undirritaðs af hátíðarmessunni nokkr-
um klukkustundum áður á sama stað. Hins
vegar verður tæpast sagt að langseta í all-
brattri, hálfuppblásinni og niðurtroðinni
brekkunni, hvað þá samgöngur upp, niður og
þversum, hafi verið þægilegar, allra síst fyrir
roskið fólk og gamalmenni, enda víða ekki
nema nakin klöppin eftir. Það fór því ekki vel að
ætla settlegum markhópi sígildrar tónlistar
slíkan stað, þó að líkamlega sprækum rokkun-
nendum milli tektar og þrítugs hefði verið
minna mál að klöngrast þarna um í fjallageitar-
líki.
Annars var eftirtektarvert hvað uppmögn-
unartækni hefur fleygt fram frá því er Sinfón-
íuhljómsveitin varð að leika við segulbandsupp-
töku af sjálfri sér á tvöhundruð ára afmæli
Reykjavíkur á Arnarhóli fyrir fjórtán árum. Þó
að víðómsjafnvægi væri kannski ekki sem
kjörnast niðri á stólapalli hjá því sem heyrðist
uppi í brekkunni var hljómur kórs, einsöngvara
og hljóðfæra furðugóður og laus við allan gjall-
arhornskeim fyná tíma. Að frátöldum „sembal“
(raftnagnshljómborð) í íyrsta atriði úr Messíasi
Hándels, sem var of framarlega í styrk en var
fljótlega kippt niður, svo og illviðráðanlegu
vindbroti í hljóðnema á stöku stað, má telja að
uppmögnunarhlið tónleikanna hafi að mestu
verið til fyrirmyndar, og hefði vel mátt nafn-
greina í hátíðarskrá þá aðilja sem að henni
stóðu.
Dagskráin var mótuð af hátíðarbrag tilefnis-
ins og sett saman af smekkvísi í bæði texta- og
tónrænu tilliti. Eftir ættjarðarsöng Sigvalda
Kaldalóns, „ísland ögrum skorið“, sem kór og
hljómsveit fluttu með almennum söng áheyr-
enda, var fluttur upphafskór ,Alþingishátíðar-
kantötu" Páls Isólfssonar frá 1930, „Þú mikli,
eilífi andi“, við ljóð Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi, sem hefst á mótívi úr upphafi tví-
söngslagsins við „ísland, farsældafrón“ í
hljómsveitinni. Ekki var gott að segja hvort olli
frekar fámenni karlsöngvara, uppmögnunar-
leysi eða víðómsröskun vegna setu yzt til hægri
á stólpalli, en í eyrum undirritaðs virtust karla-
raddir í þessu sem flestum kóratriðum síðar
ívið of veikar, sérstaklega miðað við sópran,
sem hafði tilhneigingu til að skera afgerandi í
gegnum flest. En vera má að hafi verið betra
jafnvægi uppi í brekkunni. Að öðru leyti söng
kórinn glæsilega og samtaka í Messíasarkór-
þáttunum tveim. ,And the glory of the Lord“
var svolítið hægur, án þess þó að íþyngjast, en
tempóvalið í hinum tignarlega „Hallelújakór“
verkaði hárrétt og sannfærandi, og samstilling-
in við kristalstæran hljómsveitarleikinn gat
varla verið betri.
Einsöngvararnir stóðu sig með mikilli prýði.
Gunnar Guðbjömsson var í toppformi og
reyndist vandanum vaxinn að syngja „Comfort
ye“ og aríuna „Every valley“ sem „víðavangs-
tenór“ undir beru lofti, sem hann túlkaði af
kristalstærum karlmennskuþrótti. Sama gilti
um trompetbjartan sópran Signínar Hjálmtýs-
dóttur í aríunni „I know that my Redeemer li-
veth“, sem náði frábærlega saman við hljóm-
sveitarleikinn þrátt fyrir auðriðlanlega hægt
tempó.
Andstæðan við þessar alkunnu barokkperlur
gat naumast verið meiri í hráslagalegum stíl
Jóns Leifs í 1. þætti „Þjóðhvatar", „Hljóðs biðk
allar“, sem í snarpri meðferð Harðar Áskels-
sonar, kórs og hljómsveitar næst á eftir kristi-
legum lofsöng Hallelújakórsins stappaði nærri
römmustu heiðni. Sá kontrast jafnaðist þó
nokkuð í 4. þætti verksins þar á eftir, „Sjá liðn-
ar aldh- líða hjá“, þar sem frumlegur og óvenju
litríkur ritháttur tónskáldsins við hægfara
bylgjugang í þrábassastefi kom vel fram í afar
blæbrigðaríkri túlkun kórs og hljómsveitar.
Eftir hádramatískan hljómsveitarinngang
hóf Sverrir Guðjónsson „Sólhjartarljóð" Jóns
Nordal úr „Óttusöngvum" á vori frá árinu 1993
við „Sólhjartarljóð" Matthíasar Johannessen
með sérkennilegri kontraaltrödd sinni. Þó að
raddbeitingin mætti að smekk undirritaðs vera
fjölbreyttari að tónblæ fór Sverrir vel og skýrt
með textann og tókst hvarvetna ágætlega upp,
ekki sízt í krefjandi einsöngskafla án undir-
leiks. Sömuleiðis fór Sigrún prýðisvel með hátt-
liggjandi sópranstaði sína, og kórinn söng sinn
hluta af eftirminnilegri lotningu í þessu ótví-
ræða snilldarverki, innblásnu af anda frægasta
gimsteins meðal leiðslubókmennta miðalda.
Gunnar Guðbjömsson söng stuttan en
magnaðan messuþátt Georges Bizet, „Agnus
Dei“, þar sem svipmikil hljómsveitar„söngles“
og tréblásturskóralar skiptast sérkennilega á,
með hetjulegum glæsibrag, þrátt fyrir smá af-
myndun textaframburðar á efstu tónum. Síðan
söng kórinn „Sanctus" úr h-moll messu Bachs í
allfrísklegu tempói (a.m.k. miðað við Richter!),
en náði að hyggju undirritaðs ekki alveg sama
tærleika þar og í undangengnum kóratriðum.
Þríólur kórsins voru ekki allar jafnsamtaka, og
þrátt fyrir góðan hraða saknaði maður þeirrar
sterku tilfinningar fyrir danssveiflu himnesku
herskai'anna sem fylgja ætti þessu stórbrotna
djásni kirkjutónmennta. Seinni hlutinn, „Pleni
sunt coeli“, náði þó mun betur saman, enda
hraðavalið þar varfærnislegra. Tónleikunum
lauk síðan með almennri þátttöku áheyrenda í
vandsungnum þjóðsöng Sveinbjöms Svein-
bjömssonar, „Islandi“, þar sem kórsópraninn
glampaði á efstu nótum með óþvingaðri reisn.
Þegar upp er staðið verður ekki annað sagt
en að framlag einsöngvara, kórs og hljómsveit-
ar hafi gengið hið bezta upp. Auðheyrilega
hafði verið vandað til undirbúnings eftir föng-
um, og árangurinn var eftir því tilkomumikill.
Þó að eitthvað hafi mátt þakka velheppnaðri
uppmögnun er sízt heiglum hent að halda jafn-
fjölmennu liði saman undir bemm himni. Að
öllu samanlögðu verður því að telja viðburðinn
verulegan sigur fyrir Hörð Askelsson stjórn-
anda.
Ríkarður Ö. Pálsson
Úlfur í
sauðargæru
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið á
Kristnihátíð
HÖFUÐ UNDIR FELDI
Ilöfundur: Jön Om Marinósson.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson.
Leikarar: Baldur Trausti Hreins-
son, Edda Heiðrún Backman, Edda
Arnljótsdóttir, Jóhann Sigurðar-
son, Ingvar E. Sigurðsson, Pálmi
Gestsson, Stefán Jónsson, Rúnar
Freyr Gíslason, Ólafur Darri Ólafs-
son, Valdimar Flygenring.
KRISTNITAKAN á íslandi hef-
ur til þessa verið í huga flestra
bundin við hin fleygu orð Þorgeirs
Ljósvetningagoða um ein lög og
einn sið og þá táknrænu gjörð hans
að steypa goðalíkneskjum sínum í
(Goða)foss í kjölfarið. Hvérsu ná-
tengd stjórnmál og trúmál vora á
þeim tíma hefur fólk almennt lítið
velt fyrir sér en Kristnitökuhátíðin
um helgina hefur upplýst það.
Kristnitakan á Þingvöllum árið
1000 var hápólitísk ákvörðun, tekin
í skugga hótana og þvingana, þar
sem hinn kristni þáttur var í upp-
hafi í aukahlutverki en vann síðan
á og var að líkindum orðinn ofaná
einni öld síðar. Þó sá Jón biskup
Ögmundsson ástæðu til að að
leggja niður hin fornu heiti dag-
anna sem minntu á ásatrúna og
taka upp ný heiti. Var þetta hvergi
gert nema hér.
Jón Örn Marinósson rekur skil-
merkilega aðdraganda kristnitök-
unnar í leikþætti sínum er hefst í
Niðarósi með því að Gissur hvíti
Teitssop og Hjalti Skeggjason
heita Ólafí Tryggvasyni konungi
því að fara til íslands og koma á
kristni. Era þeir tilneyddir þar
sem Ólafur er óður af bræði yfir
óföram Þangbrands prests á Is-
landi og hótar að lífláta alla Islend-
inga sem staddir eru í Niðarósi þá
stundina. Hann heldur svo eftir í
gíslingu fjórum höfðingjasonum ís-
lenskum og kveðst munu lífláta þá
ef íslendingar taka ekki kristni.
Þorgeir Ljósvetningagoði stendur
því frammi fyrir tveimur kostum
og hvorugum góðum; að snúast
gegn kristnitökunni og verða þann-
ig óbeint valdur að dauða höfð-
ingjasonanna fjögurra og eiga reiði
feðranna yfir höfði sér. Hins vegar
að mæla með kristnitökunni og fá
alla ásatrúarmenn upp á móti sér. í
leikþættinum er það Síðu-Hallur,
nýskírður af Þangbrandi, sem talar
máli hins kristna siðar en hann er
sérjafnframt vel meðvitandi um
nauðsyn þess að fylgja hinum nýja
sið sem hvarvetna hefur unnið sér
sess í Evrópu og bendir réttilega á
að ísland á á hættu að einangrast
pólitískt og efnahagslega ef það
ekki tekur upp hinn nýja sið. Sam-
líkingin við hvort Island í dag eigi
að ganga í Evrópubandalagið eða
ekki er afskaplega nærtæk.
Þorgeir vegur og metur alla
kosti stöðunnar og kemst síðan að
þeirri niðurstöðu að best sé að allir
landsmenn verði kristnir og láti
skírast en haldi síðan áfram hver
fyrir sig að stunda heiðinn sið ef
þeir ekki geri það opinberlega.
Skynsamlegt og klókt en þó bendir
sonur hans, Þorkell, réttilega á að
með þessari ákvörðun verði ása-
trúarmenn að eins konar neðan-
jarðarhreyfingu sem með tímanum
hverfur algjörlega ofan í jörðina.
Jón Örn hnýtir svo endahnútinn á
leikþáttinn með því að undirstrika
þá skoðun sína að trúmál á þeim
tíma hafi verið viðfang höfðingja,
alþýða manna hafi látið sér fátt um
finnast og haft meiri áhyggjur af
grassprettu og heyfeng.
Leikhópur Þjóðleikhússins flutti
leikþáttinn skýrt og sköruglega að
illa innrætt kvikindi sem setti ekki
fyrir sig pyntingar og manndráp til
að hafa sitt fram. Var hann þó sá
eini er var hvítklæddur af per-
sónum leiksins, eins konar úlfur í
sauðargæru, en Islendingarnir
voru í sauðalitunum, svartir, gráir
og mórauðir.
Fróðlegur leikþáttur og skynsa-
mlega samsettur, blessunarlega
laus við helgislepju og hræsni sem
svo auðveldlega hefði verið hægt
að velta sér uppúr.
Hávar Sigurjónsson