Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 33 LISTIR Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Vagn, eða verkfærakassi á hjólum, er áberandi verk á sýningu Ragnars Gestssonar í Gallerfi@hlemmur.is, Þverholti 5. Fegurð verkfæranna MYNDLIST Galleri@hlemmur.is BLÖNDUÐ TÆKNI RAGNAR GESTSSON Til 16. júli. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. FRANSKA skáldið Paul Valéry lýsti víða í skrifum sínum söknuði nútímamannsins eftir handverkinu. Margir gagnrýnendur tæknivæð- ingarinnar urðu til að leggja út af orðum hans. Þeir töldu að færi- bandið rændi handverksmenn vinnugleðinni og þar með dýrmætu tækifæri til að þroska hæfileika sína. Ljóðskáldið Valéry var auð- vitað sérlega næmt fyrir þessari þróun því sjálfur slípaði hann kvæði sín eins og gullsmiður, og áskildi sér allan þann tíma sem með þurfti. Ef til vill er í vangaveltum Valéry að finna eitthvað af því sem sækir á huga Ragnars. Líkt og Jón heitinn Gunnar er hann fangaður af verk- menningu með öllu því sem fylgir slíku stússi. Meðvitaður um stöðu draumsýnar sinnar kemst hann býsna nærri Valéry þegar hann lýs- ir í blaðaviðtali stemningunni úti í sólinni, þegar glampar á stálið sem hann slípar. Hann líkir því réttilega við rómantík, þá saknaðartilfinn- ingu sem lýstur menn sem finna að tengslin við áþreifanlegan efnivið hafa rofnað. Sú firring er jafnframt firring mannsins frá náttúrulegum tíma. Nú fær enginn að ljúka verki sínu með þeim hætti sem hann hefði helst kosið. í samfélagi nú- tímans er stöðugt rekið á eftir okk- ur. Engum tókst að lýsa því betur en Chaplin, árið 1936, í mynd sem hét því dæmigerða heiti Nútíminn. Ragnar opnaði sýningu sína með gjörningi sem fólst í að hengja upp verkfærabelti - með litfjörugum tvinnakeflum líkum patrónum í skotfærabelti - og koma fyrir verk- færakassa á hjólum í utanverðum salnum. Um allt hanga svo vinnu- teikningar - ætingarmyndir í upp- laginu einn af einum - með einföld- um verklýsingum í smíði og útsaumi. Fáguð skipan hans geislar af natni og næmi fyrir smáatriðum. Segja má að sýning Ragnars sé nokkurs konar óður til handverks- ins. Um leið er hún minni því hann viðurkennir að aðgerðarlaus athug- un á vinnu hins handlagna sé sér jafn mikils virði og athafnasemin. Þannig hleypir Ragnar upp hug- myndinni um hið fagra í puðinu. Kjarni málsins er ef til vill sá að vinnan er fögur séð með augum þeirra sem ekki inna hana af hendi. En er hún það nokkurn tíma í aug- um þess sem framkvæmir? Ragnar leggur stund á mastersnám í myndlist í Hamborg og hyggst ljúka gráðu eftir hálft annað ár. Halldór Björn Runólfsson Nýtt myndband • SIÐUSTU leifar farandlífs á Austur-Grænlandi er heiti á heim- ildamyndbandi eftir Joelle Robert- Lambin og Magnús S. Magnússon. Myndbandið var valið til sýningar í mars 1999 á Rannsóknakvik- myndahátíð í Nancy í Frakklandi. Rétt rúm öld er síðan Evrópu- menn fundu fyrst íbúa Ammassal- iksvæðisins á austurströnd Græn- lands sem þá lifðu farandlífi. Bjuggu fjölskyldur, ein eða fleiri, saman í húsum úr torfi og grjóti á vetrum en stunduðu veiðar á sumr- in og bjuggu þá í tjöldum og fylgdu eftir margvíslegum veiðidýrum. í þessari mynd er bæði nýtt og gamalt myndefni ásamt tölvugrafík notað og viðtöl eru við elstu núlif- andi íbúa svæðisins. Þetta gefur heildarmynd af hinum miklu breyt- ingum sem orðið hafa á mannlífinu á austurströnd Grænlands þar sem ævafornt farandlíf hefur verið leyst af hólmi af nútímalegu lífi í þéttbýli. Undantekningar finnast þó og þetta myndband sýnir að enn er til fólk sem fetar í fótspor feðra sinna. Höfundarnir Joelle Robert- Lambin vísindamaður hjá Vísinda- stofnun Frakklands (CNRS) og Magnús S. Magnússon, vísinda- maður hjá Háskóla íslands, störf- uðu áður saman við Mannfræði- stofnun Náttúrusögusafns Frakklands á Musée de l’Homme og er þetta einn þáttur í því fransk-íslenska samstarfi. Háskólaútgáfan sér um dreif- ingu. Verð: 1.900 kr. Miðasala í síma 5 30 30 30 Leikfélag Islands og Síminn kynna HÁDEGISLEIKHÚS SIMINN w LEIKFÉUG ÍSIAVDS 5i 1 61 [ m _ já m é ú Íl /m ticr - /í hádeginu Næstu sýningar: ■; ' • ^ , • 'V1 Á 'fc i „Verkið Bjöminn er fullkömið í forminu. Fim. 6/7 kl. 12.00 Atök, sper ina, gnn og astir, og valinn . 7 . # fJKÉÉ • • • Fös. 7/7 kl. 12.00 maður 1 hverju rumi. þ. h. s. dv 23/6 Lau. 8/7 kl. 12.00 ..Fyndið og skemmtilegt" þ h. s dv 23/6 Hádegisverður kl. 12 00. Sýningin „HreSSÍIeaur fðrSÍ sem má Vel hefst kl. 12.15 og lykur um 12.50 . ^ , skemmta ser yfir s a. b. Mbi 24/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.