Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐ JUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN * Méðurmálskennsla - Að mati Ole Togeby, prófessors í dönskum málvísindum við háskólann í Arósum, undirbýr móðurmálskennsla í dönskum skólum nemendur sína ekki nægilega vel til að þeir geti tjáð sig þegar út í lífíð er komið. Nú í vor flutti hann fyrirlestur um þetta efni í boði heimspekideildar Háskóla íslands og Salvör Nordal spjallaði við hann af því tilefni en Ole vill minnka áhersluna á fagurfræðilega texta í kennslu. Skólinn hvetji til lýð- umræðna • Um helmingur fólks á aldrinum 15-60 ára gat ekki skrifað nógu góðan texta fyrir starf sitt. • Mikilvægt er að nemendur læri að rökstyðja mál sitt vel og setja það fram á sannfærandi hátt. s STAÐ áherslunnar á fagur- fræðilegan texta telur Ole Togeby, prófessor í dönsk- um málvísindum frá háskól- anutn í Arósum, að skólinn eigi fyrst og fremst að undirbúa nem- endur til þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. „Ég hef verið prófdómari í dönsku á stúdentsprófum undan- farin ár og hef því farið yfir um 200 ritgerðir eftir danska nem- endur ár hvert. I heild get ég fullyrt að þessar ritgerðir eru alls ekki nógu góðar og myndu í fæstum tilfellum uppfylla þær Morgunblaðið/Ásdís Háskólaprófessorinn Ole Togeby telur að það verði að kenna nemendum að koma skoðunum sínum á framfæri á þann hátt að þær nái til annarra og hafi áhrif á þann sem les eða hlustar. kröfur sem gerðar eru í háskóla. Ég er því kominn á þá skoðun að danska menntakerfinu hafi ekki tekist að kenna ungu fólki að tjá sig í rituðu máli og breytinga sé þörf.“ Ekki í takt við nútímann „I nútímasamfélagi eru gerðar sífellt meiri kröfur til einstakl- ingsins og þess að hann geti tjáð sig í rituðu máli. í könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum í Danmörku kom fram að um helmingur fólks á aldrinum 15-60 ára gat ekki skrifað nógu góðan texta fyrir það starf sem það gegndi. Þetta er mjög slakur árangur og ég held að skólinn verði að gera mun betur til þess að undirbúa nemendur sína fyrir lífið. í eldri könnun kom fram að einungis 5-10% fólks hafa nokk- urn tíma skrifað grein í dagblað eða tekið til máls á opinberum fundum eins og t.d. hverfafund- um. Lýðræðið byggir á þátttöku fólks í umræðum um málefni samfélagsins og því verða þegn- arnir að geta sett skoðanir sínar fram hvort sem er á opinberum fundum eða með því að skrifa greinar í blöð. Ef stór hluti þegn- anna á erfitt með að tjá sig er lýðræðið varla nema orðin tóm.“ Landbúnaðarháskdlinn á Hvanneyri N útímabúskapur krefst öfliigrar fagmenntunar HINN 1. júlí 1999 tóku gildi ný lög um búnaðarfræðslu nr. 57/1999 og leystu af hólmi búfræðslulögin frá 1978. Með þessum nýju lögum er formlega stofnaður landbúnaðarhá- skóli á Hvanneyri sem tekur við verkefnum Bændaskólans á Hvann- eyri. Magnús B. Jónsson, rektor skól- ans, segir að sú ákvörðun að stofna formlega til landbúnaðarháskóla í stað þess að viðhalda hinu íyrra skipulagi sýni þann metnað sem löggjafinn hefur fyrir menntun í landbúnaði og eflingu hans í fram- tíðinni. „Margir sjá landbúnað að- eins fyrir sér sem atvinnuveg þar sem færri og færri hendur sífellt tæknivæddari atvinnuvegar full- nægja þörf okkar fyrir matvæli. Frumframleiðsla matvæla er aðeins hluti landbúnaðar framtíðarinnar. Landbúnaður er miklu víðtækari starfsemi og spannar í raun allt ferl- ið frá mold til matar. Landbúnaður er einnig varðveisla og vemdun landkosta því fagþekking á sviði landbúnaðar er nauðsynleg svo að unnt sé að skila landinu til komandi kynslóða í jaftigóðu eða betra ástandi en tekið er við því,“ segir hann. Að sögn Magnúsar kemur þessi skilningur ótvírætt fram í mark- miðsgrein nýrra búfræðslulaga. Þar segir í 3. gr. laganna að „með búnað- arfræðslu er átt við skipulegt nám og kennslu, rannsóknir, fræðslu og aðra leiðsögn er lýtur að vörslu, meðferð, ræktun og nytjun lands, annarra jarðargæða og búfjár til framleiðslu matvæla og hráefna til iðnaðarframleiðslu eða annarrar verðmætasköpunar og markaðs- setningu þeirra afurða, svo og vemdun lands og endurheimt land- kosta.“ Nýjar áherslur í starfí skólans Eitt ár er nú liðið frá gildistöku laga um búnaðarfræðslu og að sögn Magnúsar hefur á þessu fyrsta starfsári verið unnið að verkefnum sem eiga að treysta frekari starf- semi skólans. Hann segir enn frem- ur að nú hafi verið mörkuð heildar- stefna um þau faglegu áhersluatriði sem Landbúnaðarháskóhnn á Hvanneyri vinnur eftir á sviði kennslu og í vali rannsóknar- og þró- unarverkefna á næstu misserum. í fyrsta lagi verður lögð mikil áhersla á eflingu búrekstrar og stjómunar með áherslu á auðlinda- hagfræði og vistbókhald jafnhliða hefðbundnum búrekstrarfræðum. Annað atriðið snýst um umsjá og ræktun landsins bæði innan túns og utan; ræktun til jarðvegsvemdar og aukins fjölbreytileika gróðurlendis, ræktun fóðurs og iðnhráefnis svo og hvers konar ræktun til þess að bæta vfet þjóðarinnar í landinu. í þriðja lagi er stefnt að skipulegri nýtingu lands til margvíslegra þarfa þar sem jöfnum höndum sé gætt gæða landsins og menningarminja- landslags og framtíðarhagsmuna ýmissa landnotenda. „Með þessum megináherslum teljum við okkur geta best tekist á við það hlutverk okkar að vera at- vinnuvegatengdur háskóli sem þarf að taka mið af þeim vandamálum sem atvinnuvegurinn er að glíma við hveiju sinni en jafnframt vera virkur í því að móta hinn nýja tíma þar sem sambýli þéttbýlis og dreif- býlis og umhverílsmálin verða æ meira áberandi í umræðunni um nýtingu landkosta,11 segir Magnús. Meginhluti hins faglega starfs fer fram í íjórum fagdeildum sem eru jarðræktar- og landnýtingardeild, búfjárdeild, bútækni- og rekstrar- deild og umhverfis- og skipulags- deild sem annast munu skipulag rannsókna og kennslu á viðkomandi fagsviði. Háskólanám á þremur námsbrautum Ný námskrá hefur verið staðfest af landbúnaðarráðherra og býður skólinn upp á háskólanám á þremur námsbrautum. Háskólanámið tekur að lágmarki þijú ár og að því loknu útskrifast nemendur með B.Sc.-próf til 90 eininga í búvísindum. Að þessu námi loknu eiga nemendur kost á að bæta við sig 30 eininga sémámi og rannsóknarþjálfun og útskrifast að því loknu með kandídatspróf í búvís- indum. Námsbrautimar þrjár em í bú- fræði, landnýtingu og umhverfis- skipulagi. Tvær þær síðasttöldu era nýjar námsbrautir í háskólanámi og hafa ekki staðið til boða hér á landi áður. Námsbraut í landnýtingu tek- ur fyrir skipulag landnýtingar í dreifbýli með áherslu á aðferðir við nýtingu og umhirðu úthaga. „Þetta er því nám sem er sérstaklega miðað við þarfir þeirra sem hafa áhuga á landgræðslu og skógrækt og vilja stunda háskólanám og fá sérhæf- ingu á því sviði,“ segir Magnús. Námsbraut í umhverfisskipulagi fjallar um náttúra landsins og fé- lagslegar aðstæður íbúa þess. Miðað er við að nemendur verði færir um að þróa og móta búsetulandslag, m.a. út frá fagurfræðilegum og um- hverfistengdum sjónarmiðum. Að sögn Magnúsar hefjast allar námsbrautimar með sérstöku starfsnámi þar sem nemendur kynnast af eigin raun þeim atvinnu- vegi sem njóta á þjónustu þeirra að námi loknu. „Þannig kynnast nem- endumir því umhverfi sem síðar verður starfsvettvangur þeirra," segir hann. Þá era á fyrstu námsönn sérstak- ir áfangar þar sem fjallað er um nokkur grandvallaratriði er snerta hvert hinna þriggja námssviða. Starfsmenntun verðandi bænda Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri veitir einnig starfsmenntun á framhaldsskólastigi í landbúnaði og tengdum greinum. „Þessi sérstaða gerir það að verkum að umhverfi starfsmenntunar í landbúnaði og há- skólamenntunar er tvinnað saman í eina heild sem gagnast báðum námsstigunum,“ segir Magnús. Skólinn býður þeim sem óska eft- ir fagmenntun í landbúnaði upp á fjölbreytta starfsmenntun með áherslu á nautgriparækt og sauð- fjárrækt. Valgreinamar era einnig margar en hrossarækt, landbætur í úthaga, skógrækt og búsmíði era nokkur dæmi um þær. Námstími búnaðamámsins er fjórar annir þar sem þrjár eru á Hvanneyri og ein í námsdvöl undir handleiðslu bónda á sérstökum kennslubúum sem skólinn semur sérstaklega við. „Það er vert að nefna að búfræðinámið sem er sam- bland af bóklegum og verklegum greinum er í lifandi og nánum tengslum við atvinnuveginn og er því traustur undirbúningur fyrir bú- skap. Auk staðbundins náms er boð- ið upp á starfsmenntanám í fjar- kennslu sem miðast við þarfir starfandi bænda. Slíkt nám er skipulagt einstaklingsbundið fyrir hvem nemanda," segir Magnús. Að sögn Magnúsar krefst nútíma- búskapur öflugrar fagmenntunar. „Slíkt er þó engan veginn nægjan- legt til þess að standast samkeppni framtíðarinnar. Sldlvirkt endur- menntunarstarf er lykillinn að sam- keppnishæfni og framtíð landbúnað- ar hér á landi sem allsstaðar annars staðar. Því hefur endurmenntunar- deild skólans verið að eflast á und- anfómum árum og nú bjóðum við upp á 60-70 námskeið á ári hveiju og þau sækja um 1.000 þátttakendur á ári. Samstarf og samvinna stofn- ana landbúnaðarins í endurmennt- unarmálum atvinnuvegarins er mjög mikil og hefur skilað marg- háttuðum nýjungum og nýbreytni inn í atvinnuveginn á undraskömm- um tíma,“ segir hann. Víðtækt samstarf Að sögn Magnúsar á Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri í víðtæku samstarfi við aðrar stofnanir land- búnaðarins. „Það eflir starfsemi skólans og nemendur hans kynnast sérfræðingum á flestum sviðum ís- lensks landbúnaðar,“ segir hann. Á Hvanneyri er staðsett bútækni- deild Rannsóknarstofnunar land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.