Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 1 7 AKUREYRI Morgunblaðið/fgígja Gestir á útimarkaði. Fjölsótt sumar- hátíð á Dalvík Dalvík. Morgunblaðið. MARGIR lögðu leið sína á svæði söluskála Esso á Dalvík á laugar- dag þar sem starfrækt er mat- vöruverslunin Dallas. Haldin var sumarhátið fyrir alla fjölskylduna og var ýmislegt í boði. Haldinn var útimarkaður þar sem hver og einn gat leigt sér sölubás og selt það sem honum sýndist. Um 20 aðilar leigðu sér bása en allur ágóði af leigu bás- anna rann til barna- og unglinga- deildar knattspyrnudeildar UMFS. Var hægt að fá allt frá nýbökuðum snúðum upp í tré til gróðursetningar og allt þar á milli. Þetta var tilraun til að endur- vekja útimarkaðina sem voru mjög vinsælir á Dalvík fyrir nokkrum árum. Er óhætt að segja að fólk hafi tekið vel við sér og ágætis að- sókn var allan laugardaginn. Ómar Hlynsson trúbador skemmti gest- um og boðið var upp á alls kyns atriði s.s. söngvakeppni barna og grillveislu fyrir gesti. Veittur var 3 króna afsláttur af bensíni og olíu allan daginn og nýttu margir sér það. Er það mál manna að þetta hafi verið gott framtak og skemmtileg tilbreytni í mannlífið á Dalvík. Listasumar á Akureyri Jóna Fanney syngur á fagur- tónleikum JÓNA Fanney Svavarsdóttir syngur við undirleik Láru Rafrisdóttui' á fagurtónleikum Listasumars í Deigl- unni þriðjudagskvöldið 4. júlí og hefjast tónleikarnir kl. 20. Jóna Fanney hóf söngnám á Akur- eyri 1990 og lauk þar 7. stigi í söng og útskrifaðist af tónlistarbraut frá Menntaskólanum á Akureyri. 1995 lá leiðin í Söngskólann í Reykjavík. Ári seinna hófu Jóna Fanney og Lára Rafnsdóttir píanóleikari samstarf sitt. 1997 lauk Jóna Fanney 8. stigi frá skólanum og í framhaldi af því fór hún í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Jóna Fanney hefur komið fram við ýmis tækifæri og starfað með kór ís- lensku óperunnar og tekið þátt í upp- færslum með honum. Hún lék Lísu í Söngvaseiði hjá L.A. 1998 og söng á minningartónleikum um Jóa Konn með Kristjáni Jóhannssyni og Diddú. Þau feðgin Jóna Fanney og Svavar Jóhannsson hafa líka sungið mikið saman og komið fram sem Konnaramir, þá með Jóhanni Má Jóhannssyni og Erni Viðari og Stefáni Birgissyni. Lára S. Rafnsdóttir stundaði tón- listamám á Isafirði og síðar í Reykjavík þar sem hún lauk einleik- araprófi 1968. Framhaldsnám stund- aði hún við Guildhall School of Music and Drama í London og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi árið 1972. 1976-77 dvaldi hún í Köln við tónlistarnám. Lára hefur komið fram á fjölda tónleika hérlendis sem erlendis. Hún starfar nú við Tónlist- arskólann í Reykjavík og Söngskól- ann í Reykjavík. Dagskrá Jónu Fanneyjar og Láru í Deiglunni 4. júlí verður blönduð og má þar nefna þýsk Ijóð, íslenskar og skandinavískar perlur, aríur og söngleikjalög. ^Merkingar föt og skó Laugalækur 4 • S: 588-1980 Níi ber vel í veidil EkkertStofngjald Íjúníogjúlíerekkertstofngjald í NMT farsímakerfinu. NMT - langdræga farsímakerfið Maxon MX-2450 Tilboð: Listaverð: 19.980,-" 75.980,- Léttkaup Símans 3.980,- út og i.ooo kr. á mán. í ár Fáðu nánari upplýsingar um NMT í gjaidfrjáisu númeri [ 800 7000; eða á netinu SiMINN www.simirm.is Aðsendar greinar á Netinu ^mbl.is ^\LLTAf= G/TTH\&\£} A/ÝTT Smiðjuvegi 9 • S. 564 1475 Maestro ÞITT FÉ HVAR SENI ÞÚ ERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.