Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR AÐALS TEINN MÁR BJÖRNSSON + Aðalsteinn Már Björnsson fædd- ist á Akureyri 17. ágúst 1979. Hann lést í bílslysi hinn 25. júní síðastliðinn. Foreldrar Aðal- steins eru; Björn Aðalsteinsson, f. 13.7. 1956 og kona hans, Sólveig Brynj- arsdóttir, f. 11.2. 1959. Systkini Aðal- steins Más eru; Elm- ar Þór, f. 21.8. 1981 og Anna Sigríður, f. 8.9. 1986. Föðurafi Aðalsteins Más er Aðalsteinn Á fögrum sóh'íkum sumarmorgni var mér tilkynnt um andlát bróður- sonar míns, Aðalsteins Más Björns- sonar. Þetta hræðilega bflslys þar sem tveir ungir menn létu lífið vakti mig til umhugsunar, einu sinni enn, um það hversu líf okkar allra getur breyst á einu augnabliki. Aðalsteinn Már, eða AJli eins og við kölluðum þig í daglegu tali, var fyrsta barn for- eldra sinna og var skírður eftir föð- urafa sínum. Aðalsteinn afi þinn þreyttist aldrei á því að láta mig fylgjast með þér á þínum uppvaxtar- árum. Sökum fjarveru minnai’ frá íslandi voru samverustundir okkar aldrei langar. En ég fylgdist með þér úr fjarlægð og vissi að ég átti mjög efnilegan ungan frænda. Tónlistin var þér mjög hugleikin og man ég vel þegar þú varst enn smástrákur að þú fluttir fyrir okkur fjölskylduna klass- ískan gítai'leik í jólaboði sem ég var stödd í heima á Akureyri. Fylgdumst við öll vel með og vorum auðvitað mjög hreykin af þér. Eftir því sem að þú eltist frétti ég oft af þér gegnum Alla afa þinn. Ég frétti að þú værir einnig farinn að setja saman eigin texta og semja heilu lögin sjálfur ásamt því að útsetja og flytja verkin. Hlustaði ég á eitt slíkt lag nú sl. vetur heima hjá mér, en mér hafðist borist geisladiskur með lögum eftir þig og fluttum af þér. Man ég að þegar disk- inum lauk, og ég auðvitað alveg að rifna úr monti yfir að eiga svona efni- legan frænda, benti ég viðstöddum á að hér væri á ferðinni ungur maður sem hefði svo sannarlega góða hæfi- leika og ætti eftir að ná langt á hljómlistarbrautinni. Það er mjög sárt og erfitt að sætta sig við að ung- ur og frískur maður með allt lífið fram undan skuli vera tekinn burtu frá okkur á svo sviplegan hátt. AIU minn, þín á eftir að verða sárt saknað af okkur öllum í fjölskyldunni því að þar gegndir þú mjög stóni hlutverki. Aðeins eru átta mánuðfr liðnir síðan að við fjölskyldan misstum annan ungan frænda úr sviplegu slysi í Noregi en þið ungu frændur létuð báðir lífið á nákvæmlega sama tíma sólarhringsins og báðir á sunnudags- morgni. Elsku Bjössi bróðir, Solla, Elmar, Anna og Alli afi, það er búið að höggva stórt skarð í hópinn okkar. Skarð sem aldrei verður bætt, aðeins tíminn mun græða hina miklu sorg sem við eigum sameiginlega. Minningin um þig, Alli minn, mun ávallt lifa með okkur og fylla okkur hlýhug. Far þú í friði ungi vinur. Þín frænka, Anna Aðalsteinsdóttir. í dag er heimurinn fátækari því hann Alli, þessi yndislegi og frábæri strákur, er ekki lengur á meðal okk- ar og hefur kvatt þennan heim. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Að kveðja þig Alli er eitt það erfið- asta sem ég hef gert um ævina, að hugsa um það að þú sért ekki lengur á meðal okkar er ein erfiðasta hugs- un sem ég hef þurft að hugsa og það að vita að ég geti ekki fengið að tala Hjaltason og föður- amma Kristbjörg Björnsdóttir, d. 30.1. 1992. Móður- afi Aðalsteins Más er Brynjar Sigurðs- son og móðuramma Sigríður Sigurjóns- dóttir. Systkini Björns eru Anna, Freyr og Lilja. Systkini Sólveigar eru Elín og Bessi. Útför Aðalsteins Más Björnssonar fer fram í Glerár- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. við þig eða hitta í bráð gerir mig að einni sorgmæddustu manneskju í þessum heimi. Kallið erkomið, kominernústundin, vinaskilnaðurviðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Við höfðum ákveðið að tala saman um helgina en þegar þú sendir mér sms-ið á föstudagsnóttinni var ég lögst undir saeng enda alveg búin eft- ir vikuna. „Ég hringi á morgun“, hugsaði ég með mér um leið og ég sofnaði. Nýr dagur kom en vegna þess að það var svo mikið að gera hjá mér náði ég ekkert að hringja. Ég hlýt að hafa hugsað tuttugu sinnum yfir daginn: „best að senda Alla minnsta kosti sms til að láta vita af hveiju ég hef ekki hringt og að ég muni gera það við fyrsta tækifæri". En ekkert varð úr því. „Ég hringi um leið og ég get, í seinasta lagi á sunnu- deginum“, hugsaði ég. Þegar Kristján hringdi síðan í mig á sunnudeginum og sagði mér hvað hafði gerst fann ég eitthvað bresta inn í mér. Fyrst varð ég reið og mig langaði að öskra á hann að maður ætti ekki að grínast með svona hluti en svo áttaði ég mig á því að þetta var ekkert grín, þú varst í alvörunni dá- inn. Ég fann tárin byrja að renna nið- ur kinnarnar og fljótlega gaf allur líkaminn sig undir sorgina. Minning- arnar helltust yfir mig og gráturinn varð sái’ari og sárari. Ég blótaði sjálfri mér að hafa ekki hringt en ég vissi að það þýddi ekkert. Þú varst þegar farinn og kominn á betri stað. Þú varst svo frábær og svo góður Alli, oft svo kátur og hress. Alveg bókað einn yndislegasti persónuleiki sem ég hef þekkt. Allir brandararnir og allt bullið sem kom út úr þér og þér datt í hug. Já, þú hafðir sko unun af því að bulla og rugla í fólki svo mikið er víst. Ég veit samt og vissi alltaf að það var margt sem þjakaði þig, elsku vinur. Þú varst oft svo ein- mana og leiður þegar við töluðum saman og ég reyndi alltaf að gera mitt besta til að hressa þig við og allt- af varstu jafnþakklátur fyrfr það. En þrátt fyrir þennan einmanaleika sem fyllti þig allt of oft varstu alveg á því að lífið væri það dýrmætasta sem við hefðum og maður ætti að njóta þess. Ég mundi eftir því í gær eftir að ég hafði talað við Kristján þegar við vor- um eitt sinn að tala saman um lífið og dauðann. Þú sagðir mér að þú hefðir alltaf fundið á þér að þú ættir ekki eftir að lifa lengi og verða gamall eins og við hin, ég býst við því að þú hafir haft rétt fyrir þér með það. Ég er bara svo þakklát að hafa fengið að kynnast þér og fengið að njóta þeirra foréttinda að kalla þig vin. Þú kenndir mér svo margt, Alli minn og hjálpaðir mér meir en þú gerðir þér nokkum tímann grein fyr- ir. Það varst þú sem sagðir mér að hverfa ekki frá vandamálunum held- ur láta vandamálin hverfa frá mér og þessu gleymi ég aldrei. Veistu Alli, ég held að það viti enginn nema við tvö hversu sérstakt sambandið okkar á milli og vinátta var. Við þig gat ég talað um allt, lífið og dauðann, Guð og trúna, hamingjuna og sorgina og bara allt og þú þreyttist aldrei á að hlusta á mig og gefa mér ráð ef þess þurfti. Það er svo margt sem við sögðum hvort öðru sem enginn ann- ar vissi eða veit, margt hlutir sem við hvorugt bjuggumst við að trúa ein- hverjum fyrir. Ég veit að ég mun aldrei gleyma öllu því sem þú sagðir mér og að ég mun aldrei gleyma þér. Ég vildi bara að ég hefði verið dug- legri við að sýna þér og segja hversu mikið mér þótti vænt um þig. Ég vona bara að þú hafir þegar vitað það og gert þér grein fyrir því. Með tárin í augunum kveð ég þig elsku vinur og bið þig um að vaka yfir mér. Ég veit að seinna munum við hittast aftur og þá verður allt eins og var. Ég veit ekki hvenær það verður en ég veit að ég mun hlakka til þess dags eins lengi og ég lifi og að þú munt alltaf lifa í huga mínum og hjarta. Þangað til við hittumst á ný bið ég Guð um að geyma þig og varð- veita. Takk fyrir allt elsku Alli minn, þín verður sárt saknað. Þín vinkona, Hanna. Undarlegt hvemig manni finnst að þeir sem manni þykir vænt um verði alltaf hjá manni, næstum því eilífir. En svo er nú víst ekki. Á mánudags- kvöldið opnaði ég Morgunblaðið og rak augun í mynd af Alla, mér brá mjög mikið og satt að segja er ég ekki enn búin að ná því hvað gerðist, ég bíð alltaf eftir því að síminn hringi og hinum megin sé Alli. Ég kynntist Alla fyrir nokkrum mánuðum. Með okkur varð strax ágætis vinskapur og áttum við auð- velt með að tala saman. Ég man enn eftir ýmsu sem hann sagði við mig í einu af mörgum samtölum okkar í símann og hversu erfitt það var að hætta þó svo að það væri vinna snemma daginn eftir. Einu samtal- inu á ég þó seint eftir að gleyma. Alli hringdi í mig einhveija nóttina eftir að hafa verið að skemmta sér um kvöldið. Hann bað mig að segja sér sögu svo hann gæti sofnað. Eg var ekki byrjuð á sögu þegar ég heyrði hrotur hinum megin. Alli var með þroskaðri og yndislegri strákum sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Það var eitthvað við hann, einhver út- geislun sem gerði hann eins yndis- legan og góðan strák og hann var. Hann var góður, skilningsríkur, allt- af til í að hlusta á vandamál manns og vinur vina sinna. Ég hefði viljað geta hitt hann og kynnst honum miklu betur en ég gerði. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ég kveð þig, vinur minn, með þessum orðum og votta foreldrum, systkinum, ættingjum, vinum og öll- um öðrum sem þótti vænt um Alla samúð mína. Megir þú hvfla í friði og Guð blessi minningu þína. Þín ÁstaS. SVSií'*f8i* SOLSTEINAR vlð Nýbýlaveg, Kópavogl Sími 564 4566 6raníí HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Eimrsson útfararstjóri, sími 896 8242 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is y t Elsku bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR HALLDÓRSSON, frá ísafirði, lést laugardaginn 1. júlí á Landspítalanum í Kópavogi. Jarðsett verður frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. júlí kl. 15.00. Systkini, makar og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, BALDUR ÞÓRISSON, Tjaldanesi 13, er látinn. Útförin fer fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Bech Eiríksdóttir. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 45 ‘Kjossar á (eiði ðtyðfrítt stáí - varanlegt ejríi ‘Krossamir em jramíeiddir úr íwítfúðuðu, ryðjfíu stáCi. íMinnisvarði sem endist um ótfpmna tíð. " , Sóíkfoss (tálqiar eiúft (íf). tHœð 100 smfrájörðu. t thíefðSundinn (ross m/munstruðum endum. húeð 100 smfrájörðu. “Hringið í síma 4311075 og fáið (itabceffing. BLIKKVERKsf Dalbraut 2, 300 Akranesi. Síml 431 1075, fax 431 1076 Æ \ G ARÐHEIM/' ABÚD STEKKJAKBA SÍMI 540 3320 P Varanleg minning er meitlub ístein. !| S. HBfiASONHF ISTEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.