Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 21
VIÐSKIPTI
Rafræn fyrirtækjaviðskipti orðin að veruleika á íslandi
Netís stofnað til að upp-
fylla þarfir fyrirtækja
um hagkvæmari innkaup
NÝTT íslenskt fyrirtæki, Netís hf.,
hefur sett á laggirnar fyrsta rafræna
viðskiptavettvanginn hér á landi. Þar
geta fyrirtæki keypt og selt vörur og
þjónustu sín í milli. Viðskiptavett-
vangurinn tók formlega til starfa síð-
astliðinn föstudag þegar Flugleiðir
keyptu reiknivél af pappírssöludeild
Prentsmiðjunnar Odda. Undirbún-
ingur að stofnun Netís hefur staðið
yfir undanfama mánuði, en eigendur
fyrirtækisins eru Flugleiðir, Opin
kerfi, Olís og hugbúnaðarhúsið
Teymi. Auk þeirra hafa önnur fyrir-
tæki komið að verkefninu með ýmiss
konar sérfræðiþekkingu og þjón-
ustu, en þau eru: Netverk, Pricewat-
erhouseCoopers, Skýrr, Veita, WM-
data í Danmörku og Oracle. Fyrstu
fyrirtækin sem hafa verið skráð eru
Flugleiðir, Oddi og Penninn.
Rúnar Már Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Netíss, segir að raf-
ræn viðskipti fyrirtækja séu óðum að
ryðja sé til rúms í hinum vestræna
heimi. Þessi tegund viðskipta bjóði
upp á verulega hagræðingu vegna
minni umsýslukostnaðar, auðveldari
samanburðar á verði og gæðum,
auknu aðhaldi að fjárhagsáætlunum
og auðveldari samningsgerð við
birgja. Hann segir að kannanir er-
lendis sýni að rafræn innkaup geti
lækkað kostnað íyrirtækja vegna
innkaupa um allt að 20%, sem geti
skilað sér í lægra verði til neytenda.
Netís tryggir öryggi
viðskiptanna
„Með fyrstu viðskiptunum í gegn-
um Netís milli Flugleiða og
Prentsmiðjunnar Odda er í raun að
hefjast nýtt tímabil í íslenskum fyrir-
tækjarekstri,“ segir Rúnar Már.
„Hér er kominn nýr og mjög öruggur
vettvangur fyrir viðskipti milli fyrir-
tækja, sem lækkar kostnað og dreg-
ur úr því sem oft hefur verið kallað
handavinna starfsmanna, útfylling
pöntunareyðublaða og umsýsla með
skjöl sem þessu tengjast. Netís var
stofnað til að uppfylla ákveðnar þarf-
ir fyrirtækja um hagkvæmari inn-
kaup.“ Rúnar segir að þessar þarfir
muni keyra starfsemi Netíss og við-
skiptavettvangsins áfram. „Og ég er
þess fullviss að fleiri og fleiri fyrir-
tæki muni slást í hópinn þegar
stjómendur þeirra gera sér grein
fyrir þeim spamaðarmöguleikum
sem felast í þessu fyrirkomulagi."
Rafræn innkaup á viðskiptavett-
vangi Netíss ganga þannig fyrir sig
Morgunblaðiö/Golli
Rúnar Már Sverrisson, framkvæmdastjóri Netíss, (til vinstri) og Hjörtur
Þorgilsson frá Flugleiðum. Myndin er tekin þegar Flugleiðir gerðu fyrstu
viðskiptin á viðskiptavettvangi Netíss.
að starfsmenn fyrirtækja, sem em í
innkaupahugleiðingum, senda af
stað innkaupabeiðni innanhúss til
samþykktar. Pöntunin berst síðan
söluaðila á viðskiptavettvanginum
þar sem hún færist í pantanakerfi
hans. Varan er afgreidd og reikning-
ur sendur kaupanda í gegnum Netið.
Hugbúnaður kaupandans skoðar
reikninginn, ber hann saman við
pöntunina og sendir hann síðan til
bókhaldsdeildar fyrirtækisins til
greiðslu. Allt upplýsingaflæði, stað-
festingar og færslur, berast sjálf-
krafa um kerfið þannig að birgða- og
fjárhagsbókhald seljanda og kaup-
anda er uppfært jafnóðum.
Uppsetning viðskiptavettvangsins
byggir á nýjum hugbúnaði, iProcure-
ment, frá bandaríska hugbúnaðar-
fyrirtækinu Oracle, en Teymi er
samstarfsaðili Oracle hér á landi.
„Netís mun sjá um að reka við-
skiptavettvanginn og tryggja öryggi
þeirra viðskipta sem þar eiga sér
stað, en ekki koma að öðra leyti ná-
lægt viðskiptum milli fyrirtækja,"
segir Rúnar Már.
Landsbankiim-Framtak
kaupir hlut í ITC ehf.
LANDSBANKINN-Framtak hefur
keypt hlut í ITC ehf., ITC Corporate
Services en það er fyrsta fyrirtækið á
Islandi sem sérhæfir sig í stofnun og
rekstri alþjóðlegra viðskiptafélaga
fyrir erlenda aðila. Auk þessarar
þjónustu annast ITC stofnun eignar-
halds- og þjónustufyrirtækja víðs
vegar um heim fyrir íslenska aðila.
I tilkynningu frá Landsbankanum
kemur fram að fjárfesting
Landsbankans-Framtaks hf. í ITC
ehf. sé liður í útvíkkun á þjónustu
bankans við erlenda og innlenda við-
skiptavini á sviði alþjóðavæðingar og
m.a. ætlað að tryggja bankanum að-
ild að samstarfi núverandi hluthafa á
þessu sviði.
„Með hliðsjón af viðtökum er-
lendra sérfræðinga og fjölda fyrir-
spurna þykir ljóst að íslensk stjóm-
völd hafa tekið heilladijúgt skref í átt
að nýjum og mikilvægum tækifærum
fyrir íslenskt atvinnulíf með lögum
um alþjóðleg viðskiptafélög. Enn
fremur er það samdóma álit sérfræð-
inga á sviði skattamála að með lítils-
háttar breytingum á núverandi lög-
um megi búast við miklum við-
brögðum og talsverðum ávinningi
fyrir íslenskt efnahagslíf í náinni
framtíð. ITC hefur þegar stofnað
nokkur alþjóðleg viðskiptafélög fyrir
erlenda viðskiptavini sína og hefur
fleira í bígerð," segir í tilkynningu
bankans.
ITC ehf. er fulltrúi Overseas
Company Registration Agents Ltd.
(OCRA) á íslandi en OCRA er eitt
stærsta fyrirtæki heims á sviði al-
þjóðlegrar skattskipulagningar og
aSÉlandsþjónustu. f gegnum alþjóðlegt
net OCRA býður ITC upp á stofnun
og rekstur eignarhalds- og þjónustu-
fyrirtækja um allan heim. Einnig
veitir ITC sérhæfða ráðgjöf á sviði al-
þjóðlegrar skattaskipulagningar í
gegnum þekkingarnet sitt erlendis.
Hluthafar í ITC eru, auk Lands-
bankans-Framtaks hf„ Deloitte &
Touche hf., Ocra Luxembourg SA.,
Francis N. Hoogewerf og Pétur A.
Haraldsson, sem jafnframt er fram-
kvæmdastjóri.
Ný skyndi-
bitakeðja
á Islandi
STJÓRNENDUR Popeyes Chicken
& Biscuits, sem er næststærsta
kjúklingaskyndibitakeðja í heimin-
um, hafa tilkynnt að þeir muni opna
ný útibú í Panama og á íslandi og er
það hluti af áætlunum keðjunnar um
að opna Popeyes-skyndibitastaði í
sem flestum löndum heimsins. Pop-
eyes Chicken & Biscuits var stofnað
1972 og rekur nú alls 1.32S skyndi-
bitastaði og þar af250 skyndibitastaði
utan Bandaríkjanna í alls tuttugu
löndum. Velta keðjunnar í fyrra nam
um 76 miHjörðum íslenskra króna.
Fyrsti Popeyes-skyndibitastaður-
inn á íslandi verður opnaður í
Reykjavík síðar á árinu og stefnt er
því að opna þrjá staði til viðbótar á
næstu þremur árum.
UCRETE
Hita-og
efnaþolnu
gólfefnin
Nú fáanleg
RV
Gólflagnir
ISNABAROÓLF
Smlðjuvsgur 72,200 Kópavogur
Slml: 664 1740, F«x: 554176»
Vöruskiptin óhagstæð
um 8,6 milljarða í maí
í maímánuði voru fluttar út vörur
fyrir 12,1 milljarð króna og inn fyrir
20,7 milljarða króna fob. Vöruskiptin
í maí voru því óhagstæð um 8,6 millj-
arða en í maí í fyrra voru þau óhag-
stæð um 4 milljarða á föstu gengi.
I frétt frá Hagstofu íslands kemur
fram að fyrstu fimm mánuði ársins
voru fluttar út vörur fyrir 58,3 millj-
arða króna en inn fyrir 74,6 milljarða
króna fob. Halli var því á vöruskipt-
um við útlönd sem nam 16,3 milljörð-
um króna en á sama tíma árið áður
voru þau óhagstæð um 7,8 milljarða
á fostu gengi. Fyrstu fimm mánuði
ársins var vörusldptajöfnuðurinn því
8,6 milljörðum króna verri en á sama
tíma í fyrra.
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu
fimm mánuði ársins nam 1,8 millj-
örðum, eða 3% meira á föstu gengi,
en á sama tíma árið áður. Aukningin
stafar af útflutningi iðnaðarvöru og
vegur ál þar þyngst. Sjávarafurðir
voru 67% alls útflutnings og var
verðmæti þeirra nánast hið sama á
föstu gengi og í fyrra. Útflutningur á
ferskum fiski hefur aukist en útflutn-
ingur frystra afurða dregist saman.
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu
fimm mánuði ársins var rösklega 10
milljörðum eða 16% meira á föstu
gengi en á sama tíma árið áður. Um
þriðjungur þessarar aukningar staf-
ar af verðhækkun á eldsneyti og
smurolíu (127% í krónum á föstu
gengi). Að öðru leyti má aðallega
rekja vöxtinn til magnaukningar á
olíuvörum og til mikils innflutnings á
hrávörum og rekstrarvörum, flutn-
ingatækjum til atvinnurekstrar og á
varanlegum og hálfvaranlegum
neysluvörum.
-----------------
Fundur First
Tuesday á
Hótel borg
FIRST Tuesday á íslandi, sem er
samfélag frumkvöðla, fjárfesta og
annarra sem mynda hinn ört vax-
andi þekkingariðnað, gengst fyrir
fundi á Hótel Borg kl. 18 í dag þar
sem fjallað verður um hvernig
skapa megi Silicon Valley um-
hverfi á Islandi.
Fyrirlesari verður Bo Lindblad,
forstjóri EPO.COM og einn af for-
sprökkum First Tuesday í Svíþjóð.
Hann mun deila reynslu sinni af
því hvernig Stokkhólmi tókst að
verða Silicon Valley Evrópu og
tekur síðan þátt í pallborðsumræð-
um með fulltrúum íslenskra frum:
kvöðla, fjárfesta og ríkisins. í
fréttatilkynningu segir að að pall-
borðsumræðunum loknum geti
menn haldið áfram í óformlegri
umræðum og tengslamyndun fram
eftir kvöldi.
Býður í
bréf í
Básafelli
Landsbankinn-Fjárfesting hf., sem
er fjárfestingarfélag í eigu Lands-
bankans, hefur gert hluthöfum í
Básafelli tilboð í bréf þeirra á geng-
inu 1,34 en söluþóknun upp á 2%
dregst frá kaupverðinu.
í upphafi júnímánaðar keypti fé-
lagið 9,8% hlut ísafjarðabæjar í
Básafelli fyrir um 100 milljónir
króna og var hluturinn þá keyptur á
genginu 1,34. Um viku síðar til-
kynnti Landsbankinn-Fjárfesting að
það hefði aukið hlut sinn í Básafelli
enn frekar eða um 9,8% og var eign-
arhlutur félagsins því kominn í um
19,3% síðast þegar fréttist. Davíð
Bjömsson, framkvæmdastjóri
Landsbankans-Fjárfestingar, sagði
þá að vel kæmi til greina að auka hlut
félagsins enn frekar en ekki stæði til
að eiga hlut í Básafelli hf. til lengri
tíma. Markmiðið væri fyrst og
fremst að taka þátt í umbreytingar-
ferli Básafells og má því segja að
kauptilboðið nú staðfesti þann ásetn-
ing enda segir í fréttatilkynningu að
Landsbankinn-Fjárfesting vilji
hasla sér völl á sviði viðskipta með
hlutabréf eða hluta í lokuðum félög-
um til skamms tíma, m.a. í tengslum
við samruna fyrirtækja eða skrán-
ingu fyrirtækja á markaði.
Rekstur Básafells hefur verið erf-
iður frá upphafi og var ákveðið á
hluthafafundi í apríl að taka félagið
af verðbréfaþingi.