Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 21 VIÐSKIPTI Rafræn fyrirtækjaviðskipti orðin að veruleika á íslandi Netís stofnað til að upp- fylla þarfir fyrirtækja um hagkvæmari innkaup NÝTT íslenskt fyrirtæki, Netís hf., hefur sett á laggirnar fyrsta rafræna viðskiptavettvanginn hér á landi. Þar geta fyrirtæki keypt og selt vörur og þjónustu sín í milli. Viðskiptavett- vangurinn tók formlega til starfa síð- astliðinn föstudag þegar Flugleiðir keyptu reiknivél af pappírssöludeild Prentsmiðjunnar Odda. Undirbún- ingur að stofnun Netís hefur staðið yfir undanfama mánuði, en eigendur fyrirtækisins eru Flugleiðir, Opin kerfi, Olís og hugbúnaðarhúsið Teymi. Auk þeirra hafa önnur fyrir- tæki komið að verkefninu með ýmiss konar sérfræðiþekkingu og þjón- ustu, en þau eru: Netverk, Pricewat- erhouseCoopers, Skýrr, Veita, WM- data í Danmörku og Oracle. Fyrstu fyrirtækin sem hafa verið skráð eru Flugleiðir, Oddi og Penninn. Rúnar Már Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Netíss, segir að raf- ræn viðskipti fyrirtækja séu óðum að ryðja sé til rúms í hinum vestræna heimi. Þessi tegund viðskipta bjóði upp á verulega hagræðingu vegna minni umsýslukostnaðar, auðveldari samanburðar á verði og gæðum, auknu aðhaldi að fjárhagsáætlunum og auðveldari samningsgerð við birgja. Hann segir að kannanir er- lendis sýni að rafræn innkaup geti lækkað kostnað íyrirtækja vegna innkaupa um allt að 20%, sem geti skilað sér í lægra verði til neytenda. Netís tryggir öryggi viðskiptanna „Með fyrstu viðskiptunum í gegn- um Netís milli Flugleiða og Prentsmiðjunnar Odda er í raun að hefjast nýtt tímabil í íslenskum fyrir- tækjarekstri,“ segir Rúnar Már. „Hér er kominn nýr og mjög öruggur vettvangur fyrir viðskipti milli fyrir- tækja, sem lækkar kostnað og dreg- ur úr því sem oft hefur verið kallað handavinna starfsmanna, útfylling pöntunareyðublaða og umsýsla með skjöl sem þessu tengjast. Netís var stofnað til að uppfylla ákveðnar þarf- ir fyrirtækja um hagkvæmari inn- kaup.“ Rúnar segir að þessar þarfir muni keyra starfsemi Netíss og við- skiptavettvangsins áfram. „Og ég er þess fullviss að fleiri og fleiri fyrir- tæki muni slást í hópinn þegar stjómendur þeirra gera sér grein fyrir þeim spamaðarmöguleikum sem felast í þessu fyrirkomulagi." Rafræn innkaup á viðskiptavett- vangi Netíss ganga þannig fyrir sig Morgunblaðiö/Golli Rúnar Már Sverrisson, framkvæmdastjóri Netíss, (til vinstri) og Hjörtur Þorgilsson frá Flugleiðum. Myndin er tekin þegar Flugleiðir gerðu fyrstu viðskiptin á viðskiptavettvangi Netíss. að starfsmenn fyrirtækja, sem em í innkaupahugleiðingum, senda af stað innkaupabeiðni innanhúss til samþykktar. Pöntunin berst síðan söluaðila á viðskiptavettvanginum þar sem hún færist í pantanakerfi hans. Varan er afgreidd og reikning- ur sendur kaupanda í gegnum Netið. Hugbúnaður kaupandans skoðar reikninginn, ber hann saman við pöntunina og sendir hann síðan til bókhaldsdeildar fyrirtækisins til greiðslu. Allt upplýsingaflæði, stað- festingar og færslur, berast sjálf- krafa um kerfið þannig að birgða- og fjárhagsbókhald seljanda og kaup- anda er uppfært jafnóðum. Uppsetning viðskiptavettvangsins byggir á nýjum hugbúnaði, iProcure- ment, frá bandaríska hugbúnaðar- fyrirtækinu Oracle, en Teymi er samstarfsaðili Oracle hér á landi. „Netís mun sjá um að reka við- skiptavettvanginn og tryggja öryggi þeirra viðskipta sem þar eiga sér stað, en ekki koma að öðra leyti ná- lægt viðskiptum milli fyrirtækja," segir Rúnar Már. Landsbankiim-Framtak kaupir hlut í ITC ehf. LANDSBANKINN-Framtak hefur keypt hlut í ITC ehf., ITC Corporate Services en það er fyrsta fyrirtækið á Islandi sem sérhæfir sig í stofnun og rekstri alþjóðlegra viðskiptafélaga fyrir erlenda aðila. Auk þessarar þjónustu annast ITC stofnun eignar- halds- og þjónustufyrirtækja víðs vegar um heim fyrir íslenska aðila. I tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að fjárfesting Landsbankans-Framtaks hf. í ITC ehf. sé liður í útvíkkun á þjónustu bankans við erlenda og innlenda við- skiptavini á sviði alþjóðavæðingar og m.a. ætlað að tryggja bankanum að- ild að samstarfi núverandi hluthafa á þessu sviði. „Með hliðsjón af viðtökum er- lendra sérfræðinga og fjölda fyrir- spurna þykir ljóst að íslensk stjóm- völd hafa tekið heilladijúgt skref í átt að nýjum og mikilvægum tækifærum fyrir íslenskt atvinnulíf með lögum um alþjóðleg viðskiptafélög. Enn fremur er það samdóma álit sérfræð- inga á sviði skattamála að með lítils- háttar breytingum á núverandi lög- um megi búast við miklum við- brögðum og talsverðum ávinningi fyrir íslenskt efnahagslíf í náinni framtíð. ITC hefur þegar stofnað nokkur alþjóðleg viðskiptafélög fyrir erlenda viðskiptavini sína og hefur fleira í bígerð," segir í tilkynningu bankans. ITC ehf. er fulltrúi Overseas Company Registration Agents Ltd. (OCRA) á íslandi en OCRA er eitt stærsta fyrirtæki heims á sviði al- þjóðlegrar skattskipulagningar og aSÉlandsþjónustu. f gegnum alþjóðlegt net OCRA býður ITC upp á stofnun og rekstur eignarhalds- og þjónustu- fyrirtækja um allan heim. Einnig veitir ITC sérhæfða ráðgjöf á sviði al- þjóðlegrar skattaskipulagningar í gegnum þekkingarnet sitt erlendis. Hluthafar í ITC eru, auk Lands- bankans-Framtaks hf„ Deloitte & Touche hf., Ocra Luxembourg SA., Francis N. Hoogewerf og Pétur A. Haraldsson, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri. Ný skyndi- bitakeðja á Islandi STJÓRNENDUR Popeyes Chicken & Biscuits, sem er næststærsta kjúklingaskyndibitakeðja í heimin- um, hafa tilkynnt að þeir muni opna ný útibú í Panama og á íslandi og er það hluti af áætlunum keðjunnar um að opna Popeyes-skyndibitastaði í sem flestum löndum heimsins. Pop- eyes Chicken & Biscuits var stofnað 1972 og rekur nú alls 1.32S skyndi- bitastaði og þar af250 skyndibitastaði utan Bandaríkjanna í alls tuttugu löndum. Velta keðjunnar í fyrra nam um 76 miHjörðum íslenskra króna. Fyrsti Popeyes-skyndibitastaður- inn á íslandi verður opnaður í Reykjavík síðar á árinu og stefnt er því að opna þrjá staði til viðbótar á næstu þremur árum. UCRETE Hita-og efnaþolnu gólfefnin Nú fáanleg RV Gólflagnir ISNABAROÓLF Smlðjuvsgur 72,200 Kópavogur Slml: 664 1740, F«x: 554176» Vöruskiptin óhagstæð um 8,6 milljarða í maí í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir 12,1 milljarð króna og inn fyrir 20,7 milljarða króna fob. Vöruskiptin í maí voru því óhagstæð um 8,6 millj- arða en í maí í fyrra voru þau óhag- stæð um 4 milljarða á föstu gengi. I frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 58,3 millj- arða króna en inn fyrir 74,6 milljarða króna fob. Halli var því á vöruskipt- um við útlönd sem nam 16,3 milljörð- um króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 7,8 milljarða á fostu gengi. Fyrstu fimm mánuði ársins var vörusldptajöfnuðurinn því 8,6 milljörðum króna verri en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fimm mánuði ársins nam 1,8 millj- örðum, eða 3% meira á föstu gengi, en á sama tíma árið áður. Aukningin stafar af útflutningi iðnaðarvöru og vegur ál þar þyngst. Sjávarafurðir voru 67% alls útflutnings og var verðmæti þeirra nánast hið sama á föstu gengi og í fyrra. Útflutningur á ferskum fiski hefur aukist en útflutn- ingur frystra afurða dregist saman. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var rösklega 10 milljörðum eða 16% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Um þriðjungur þessarar aukningar staf- ar af verðhækkun á eldsneyti og smurolíu (127% í krónum á föstu gengi). Að öðru leyti má aðallega rekja vöxtinn til magnaukningar á olíuvörum og til mikils innflutnings á hrávörum og rekstrarvörum, flutn- ingatækjum til atvinnurekstrar og á varanlegum og hálfvaranlegum neysluvörum. ----------------- Fundur First Tuesday á Hótel borg FIRST Tuesday á íslandi, sem er samfélag frumkvöðla, fjárfesta og annarra sem mynda hinn ört vax- andi þekkingariðnað, gengst fyrir fundi á Hótel Borg kl. 18 í dag þar sem fjallað verður um hvernig skapa megi Silicon Valley um- hverfi á Islandi. Fyrirlesari verður Bo Lindblad, forstjóri EPO.COM og einn af for- sprökkum First Tuesday í Svíþjóð. Hann mun deila reynslu sinni af því hvernig Stokkhólmi tókst að verða Silicon Valley Evrópu og tekur síðan þátt í pallborðsumræð- um með fulltrúum íslenskra frum: kvöðla, fjárfesta og ríkisins. í fréttatilkynningu segir að að pall- borðsumræðunum loknum geti menn haldið áfram í óformlegri umræðum og tengslamyndun fram eftir kvöldi. Býður í bréf í Básafelli Landsbankinn-Fjárfesting hf., sem er fjárfestingarfélag í eigu Lands- bankans, hefur gert hluthöfum í Básafelli tilboð í bréf þeirra á geng- inu 1,34 en söluþóknun upp á 2% dregst frá kaupverðinu. í upphafi júnímánaðar keypti fé- lagið 9,8% hlut ísafjarðabæjar í Básafelli fyrir um 100 milljónir króna og var hluturinn þá keyptur á genginu 1,34. Um viku síðar til- kynnti Landsbankinn-Fjárfesting að það hefði aukið hlut sinn í Básafelli enn frekar eða um 9,8% og var eign- arhlutur félagsins því kominn í um 19,3% síðast þegar fréttist. Davíð Bjömsson, framkvæmdastjóri Landsbankans-Fjárfestingar, sagði þá að vel kæmi til greina að auka hlut félagsins enn frekar en ekki stæði til að eiga hlut í Básafelli hf. til lengri tíma. Markmiðið væri fyrst og fremst að taka þátt í umbreytingar- ferli Básafells og má því segja að kauptilboðið nú staðfesti þann ásetn- ing enda segir í fréttatilkynningu að Landsbankinn-Fjárfesting vilji hasla sér völl á sviði viðskipta með hlutabréf eða hluta í lokuðum félög- um til skamms tíma, m.a. í tengslum við samruna fyrirtækja eða skrán- ingu fyrirtækja á markaði. Rekstur Básafells hefur verið erf- iður frá upphafi og var ákveðið á hluthafafundi í apríl að taka félagið af verðbréfaþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.