Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 72
Eignaskipti Ráðgjöf
ehf
Gerð eignaskiptayfiriýsinga
Sími 5886944
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RnSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
BBmHBpi&p - :
k'
Morgunblaðið/J6n Svavarsson
Heather Mills og Paul McCartney yfirgefa Perluna og stíga upp í bílaleigubíl í gærkvöldi.
Paul McCartney
staddur á Islandi
Einar Þorsteinsson, með gitarinn, beið ásamt vini sfnum Steindðri Frf-
mannssyni fyrir utan Perluna. Hann hugðist spila lagið Blackbird, af
plötunni „The Beatles" frá 1968, fyrir Sir Paul. „Ég var að Iæra að spila
lagið og vildi fá að vita hvort ég gerði það rétt. Hvern á maður að spyrja
þeirrar spurningar annan en höfundinn sjálfan?"
BÍTILLINN Sir Paul McCartney,
einn þekktasti tónlistarmaður ald-
arinnar, er nú staddur hér á landi.
Einkaþota hans lenti á Reylgavík-
urflugvelli í fyrrakvöld.
Með honum í för er vinkona hans,
fyrirsætan Heather Mills, en hún
hélt fyrirlestur á ráðstefnu breska
i fyrirtækisins Landmark um jarð-
sprengjur í Perlunni í gærkvöldi.
McCartney lenti í bobba er hann
hugðist yfirgefa Perluna í gær-
kvöldi og áttaði sig ekki á hægri
umferðinni, en í heimalandi hans er
sem kunnugt er vinstri umferð.
Hann beygði yfir á vinstri akrein
Suðurhlíðar, en áttaði sig skjótt og
hélt áfram fór. Ljósmyndari eins
dagblaðsins var að veita honum eft-
irför. Mikil leynd hefur hvílt yfir
ferðum McCartneys, en hann fer
ferða sinna á bílaleigubíl.
Paul McCartney var lagahöfund-
ur, söngvari og bassaleikari í einni
frægustu hljómsveit allra tíma, The
Beatles. Hljómsveitin sló í gegn á
sjöunda áratugnum og upphófst þá
hið svokallaða bítlaæði. Hvorki fyrr
né síðar hafa hljómsveitir náð því-
líkum vinsældum.
Berst gegn jarðsprengjum
Árið 1970 var tilkynnt um enda-
lok The Beatles og síðan hefur
McCartney, auk þess að njóta vel-
gengni sem tónlistarmaður, helgað
sig baráttu í umhverfis- og dýra-
verndunarmálum. Eiginkona hans,
Linda McCartney, lést fyrir rúmum
tveimur árum, en hún var sömuleið-
is þekkt fyrir störf í fyrrgreindum
málaflokkum. Heather Mills er
einnig kunn fyrir góðgerðastarf-
semi, en hún missti annan fótinn við
hné í bílslysi árið 1993. Hún hefur
látið mikið að sér kveða í baráttu
gegnjarðsprengjum, sem hafa vald-
ið miiljónum manna útlimamissi.
Stofnun
ham-
farasjóðs
lögð til
NEFND sem skipuð var af
umhverfisráðherra í byrjun
árs 1997 hefur lagt til að tek-
ið verði heildstætt á málefn-
um náttúruvár þannig að lög
um varnir gegn snjóflóðum
og skriðuföllum verði endur-
skoðuð og nái til varna gegn
allri náttúruvá.
Nefndin leggur til að
starfssvið ofanflóðasjóðs
verði útvíkkað og hann hugs-
anlega nefndur hamfarasjóð-
ur.
Jafnframt að forvarnar-
hlutverk verði í höndum
sjóðsins og að hlutverk Við-
lagatryggingar íslands verði
eingöngu að bæta það tjón
sem orðið hefur.
Tillögur verða kynntar
ríkisstjórn á næstunni
Lagt er til að hlutverk
stjórnar hamfarasjóðs verði
að hafa frumkvæði við vinnu
að verkefnum, veita styrki og
halda saman upplýsingum um
árangur þeirra verkefna sem
styrkir eru veittir til.
Tillögur nefndarinnar, sem
m.a. studdist við tillögur sér-
fræðinga á sviði jarðskjálfta
og jarðskjálftaverkfræði,
verða kynntar í ríkisstjórn á
næstunni.
■ Hamfarasjóður/10
Skaftahliö 24 • Simi 530 1800
Fax 530 1801 • www.aco.is
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Sjóvá-Almennar hækka
bílatryggingar um 29%
IÐGJÖLD á lögboðnum ökutækja-
tryggingum hjá Sjóvá-Almennum
hækkuðu í gær um að meðaltali 29%.
Kaskótryggingar hækkuðu um leið
um 15%. Bifreiðaiðgjöld taka mið af
búsetu en ný flokkun í áhættusvæði
gerir það að verkum að iðgjöld hjá
íbúum Akraness, Hveragerðis, Sel-
foss, Eyrarbakka, Stokkseyrar og
Þorlákshafnar hækka um allt að
60%. Tryggingar þeirra sem búa á
Austurlandi og í dreifbýli hækka
’ekki.
Einar Sveinsson framkvæmda-
stjóri Sjóvár-Almennra segir að
hækkun á iðgjöldum lögbundinna
ökutækjatrygginga megi rekja til
stóraukinnar tjónatíðni en auk þess
hafi kostnaður við hvert tjón vaxið
talsvert. Iðgjaldahækkun hafi því
verið nauðsynleg. „Lögboðnar öku-
tækjatryggingar hefðu þurft að
hækka um 40%.
Við stígum skrefið upp í 29% og
teljum að það megi ekki styttra
vera,“ segir Einar. Hann segir góð-
ærið eina af ástæðunum fyrir ið-
gjaldahækkunum. Bílum hafi fjölg-
að, þeir séu dýrari og
viðgerðarkostnaður því meiri.
Hækkanir fyrirhugaðar hjá
öðrum tryggingafólögum
Nauðsynlegar umbætur hafi hins
vegar ekki verið gerðar á samgöngu-
kerfinu. Kaupmáttaraukning undan-
farinna ára hafi einnig leitt til þess að
örorkubætur hækka.
Hjá öðrum tryggingafélögum
fengust þær upplýsingar að iðgjöld
myndu að öllum líkindum hækka á
næstunni en ekki væri enn vitað
hversu miklar þær yrðu.
Vátryggingafélag íslands og
Tryggingamiðstöðin hf. hyggjast
breyta áhættusvæðum sínum til
samræmis við breytingamar sem
Sjóvá-Almennar gerðu enda em
breytingamar byggðar á könnun
sem tók mið af gögnum frá flestum
tryggingafélögunum.
Neytendasamtökin og Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda furða sig á
þessum miklu hækkunum og kalla
eftir því að ríkisstjómin láti rann-
saka tryggingamarkaðinn. Hækkan-
imar séu mun meiri en búast hefði
mátt við og bent er á að iðgjöld hafi í
fyrra hækkað um a.m.k. 35%. Astæð-
an var þá sögð ný skaðabótalög.
■ Aukin tíöni/11
Gengið frá
að lokinni
kristnihátíð
UNNIÐ var hörðum höndum að því
í gær að ganga frá að lokinni
kristnihátíðinni á Þingvöllum sem
fram fór um helgina.
Um 30 þúsund manns sóttu hátíð-
ina sem fór í alla staði mjög vel
fram. Mjög þrifalega var gengið um
hátíðarsvæðið. Engin óhöpp urðu
og umferð til og frá svæðinu gekk
mjög greiðlega fyrir sig.
Einmuna veðurblíða var á Þing-
völlum og helsta verkefni sjúkraliða
var að hlúa að fólki með sólbruna.
■ Kristnihátíð/C
ACO flytur í
Skaftahlíð 24
Verslun ACO. skrifstofur og
verkstæði er flutt i Skaftahlið 24
við gamla Tonabæ.
Komdu og kynntu þér úrval
hágæða tölvubúnaðar i nýrri og
glæsilegri verslun.
Opið 9-18 virka daga.