Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 47
iviUJttii u ;n juLAuiu i'iuiiJuutiuun 'i. j uui zuuu 4J. Mikið úrval af bakpokum í ýmsum stærð BRIDS Norðurlandamót HÓTEL ÖRK Norðurlandamótið í brids var haldið á Hótel Örk í Hveragerði dagana27.júnítil l.júlí. Nánari upplýsingar um mótið eru á hcimasíðu Bridssambands fslands, www.bridge.is. ÍSLENDINGAR enduðu í 3. sæti í opnum flokki á Norðurlandamótinu í brids, sem lauk í Hveragerði á laug- ardag. Svíar urðu Norðurlandameist- arar og Norðmenn hrepptu silfur- verðlaunin. í kvennaflokki urðu íslendingar hins vegar í 5. sæti af sex þjóðum. Finnar urðu Norðurlanda- meistarar, Danir urðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. Spiluð var tvöfóld umferð á mótinu og íslensku liðunum gekk verr í þeirri síðari. Þannig tapaði íslenska liðið í opna flokknum ekki leik í fyrri um- ferðinni, þótt sigramir væru ekki allir stórir, en í þeirri síðari vannst aðeins einn leikur, gegn sænsku Norður- landameisturunum, 18-12. Lokastað- an í opna flokknum varð þessi: Svíþjóð 201,5 stig Noregur 179,5 stig ísland 153 stig Danmörk 136,5 stig Finnland 121,5 stig Færeyjar 102 stig í kvennaflokki tóku Finnar forust- una þegar í fyrstu umferð og héldu henni allt til loka. Finnamir voru með leikreynt lið í Hveragerði, sem hefúr áður verið nálægt því að sigra á al- þjóðlegum mótum og nú tókst það loks. Islenska liðinu gekk hins vegar afleitlega í síðari hluta mótsins og fékk m.a. aðeins 11 stig úr fjómm síð- ustu leikjum sínum. Lokastaðan varð þessi: Finnland 196 stig Danmörk 184stig Svíþjóð 179 stig Noregur 165stig ísland 92stig Færeyjar 56 stig. íslenska liðið á réttri leið Guðmundur Páll Amarson lands- liðsþjálfari íslenska liðsins í opnum flokid segir að lokastaðan þar hafi orðið nokkum veginn eins og búast hefði mátt við fyrir mótið. Sænska lið- ið hafi verið sterkt: í því spilaði m.a. Anders Morath, sem er einn leik- reyndasti spilari Svía, og einnig var nýtt ungt par í liðinu, sem vakið hefur töluverða athygli að undanfomu. Guðmundur sagði að Svíar héldu vel utan um sín landsliðsmál, þeir hefðu 20 para hóp sem stundaði reglulegar æfingar og gætu þess vegna stillt upp 3-4 mismunandi liðum, öllum vel frambærilegum. Hópurinn í Hvera- gerði hefði verið vel samansettur og liðið því sigurstranglegt. Einnig hefði verið Ijóst að Norð- menn myndu blanda sér í bai'áttuna um sigurinn. Annað norska parið, Boye Brogeland og Erik Sælensmin- de, em atvinnumenn og því Ijóst að þeir myndu skila sínu. Hitt norska parið hefði einnig spilað vel. Nokkur endumýjun hefur orðið í íslenska landsliðshópnum að undan- fomu. Guðmundur sagði að árangur íslenska liðsins í Hveragerði hefði verið samk\'æmt væntingum, enda væri undirbúningur landsliðshópsins miðaður við lengri tíma og liðið ekki komið nægilega langt áleiðis til að hægt hefði verið að gera kröfur um sigur. Guðmundur sagðist hins vegar vera sannfærður um að liðið væri á réttri leið og hann hefði verið ánægð- ur með framgöngu íslensku spilar- anna í Hveragerði. Gert er ráð fyrir að svipað lið keppi fyrir hönd Islands á Ólympíumótinu í brids, sem fram fer í Hollandi í haust, og síðan á Evrópumótinu sem fram fer á næsta ári þar sem sex efstu sætin gefa þátt- tökurétt á heimsmeistaramóti. Mótið var reiknað út í tvímenningi og þar urðu sænsku konumar Pia Andersson og Catarina Midskog efst- ar með 0,86 stig að meðaltali í spili. í öðra sæti urðu finnsku konumar Rai- ja Koistinen og Sari Kulmala með 0,81 stig í spili og í 3. sæti Svíarnir Peter Strömberg og Frederik Ny- ström með 0,81 stig í spili. Af íslensku pörunum vora Magnús Magnússon og Þröstur Ingimarsson efstir með 0,56 stig að meðaltali í spili og urðu í 6. sæti í heildina. Hin ís- lensku pörin enduðu öll undir meðal- skori. Framkvæmd mótsins gekk snurðulaust fyrir sig undir stjórn Stefaníu Skarphéðinsdóttur fram- kvæmdastjóra Bridssambands ís- lands. Sveinn Itúnar Hauksson sá um keppnisstjórn og ísak Örn Sigurðs- son og Rebekka Aðalsteinsdóttir um mótsblað. Þá hafði Jakob Kristinsson umsjón með sýningartöflunni. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðhema og norrænn samstarfsráðherra var heið- ursgestur í lokahófi. Tækifærið nýtt Svíar og Norðmenn spiluðu hrein- an úrslitaleik í síðustu umferð um Norðurlandameistaratitilinn í opnum flokki. Þar sýndu Svíamir styrk sinn svo um munaði og leikurinn var nán- ast einstefna til þeirra, og endaði 23-7. í þessu spili sýndu þó bæði liðin góða takta. Suður gefur, allir á hættu Nofður ♦ ÓD74 v AG82 ♦ 53 + AK9 Vestur Austur * KG982 ♦ 1065 v 1094 v D73 ♦ 864 ♦ 10952 ♦ 82 Suður ♦ 3 v K65 ♦ ÁKG7 + D10543 * G76 í nánast öllum öðrum leikjum varð lokasamningurinn sex grönd í NS sem unnust þegar laufið lá 3-2. Á sýningartöflunni sáu Norðmennimir Boye Brogeland og Erik Sælensmin- de hins vegar að spilið bauð upp á aðra möguleika: Vestur Norður Austur Suður _ - - llauf pass 1 I\jarta pass 21yortu pass 2grönd pass 3 tíglar pass 41auf pass 4 tiglar pass 4grönd pass ötíglar pass 5hjörtu pass Ikuf// Eftir eðlilega byrjun voru 2 grönd krafa og spurðu um skiptinguna og 3 tíglar sýndu 1-3-4-5. Norður setti þá laufið sem tromplit og spurðu síðan um ása og laufadrottninguna með 4 gröndum og 5 hjörtum. í sýningarsalnum veltu menn því fyiir sér hvort alslemman myndi vinnast, töldu að sagnhafi yrði að velja spaðasvíninguna frekar en Morgunblaðið/Amór Það var glatt á hjalla hjá finnska kvennalandsliðinu, aðstoðarmönnum og fyrirliða þegar ljóst var að titillinn var í höfn. Konurnar sem spiluðu voru fjúrar. Fyrir miðri mynd er Pirkko Savolainen, þá Raija Koistinen og sitj- andi þeim á hægri hönd Birgit Barlund og lengst til hægri Sari Kulmala. hjartasvíninguna til að fá þrettán slagi. En Sælensminde var fljótur að finna betri leið. Hann fékk út tromp, sem hann drap heima. Síðan spilaði hann spaða á ás, trompaði spaða heim og spilaði laufi á ás. Þegar laufið lá 3-2 gat sagnhafi nú ti-ompað spaða, spilað hjarta á ásinn í borði, trompað síðasta spaðann með drottningu, farið inn í borð á tíguldrottningu og tekið síð- asta trompið með laufakónginum. Heima biðu síðan þrír tígulslagir. Hafi Norðmennirnir gert sér vonir um að græða á þessu spili hafa þeir orðið fyi-ir vonbrigðum því við hitt borðið léku Svíamir Ulf Nilsson og Magnus Eriksson þetta eftir: spiluðu 7 lauf og fengu þrettán slagi með því að spila upp á öfugan blindan. Guðm. Sv. Hermannsson Svíar urðu Norðurlandameist- arar í brids en mútið fúr fram í síðustu viku og lauk sl. laugar- dag. Yngri spilaramir skelltu sér í laugina að múti loknu, talið frá vinstri: Frederik Nyström, Peter Strömberg, Daniel Auby fyrirliði og Magnús Eriksson. Eldri spilararnir í húpnum, Andres Morath og Márten Gustawsson létu sér nægja að koma út á svalimar og fylgjast með galsanum í hinum yngri. Islendingar í 3. sæti á NM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.