Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Utangarðs í N or egi Almennt áhugaleysi virðist vera meginástœðan fyrirþví að íslenskar nútímabókmenntir eru ekki vel kynntar í Noregi (og sjáljsagt víðar á Norðurlöndunum). S Eghugsa aðalmennt telji íslendingar sig vita talsvert mikið um Norðmenn og aðra Skandinava. Af sögulegum ástæðum teljum við okkur ekki síst vera í góðum menningarlegum tengslum við þessa frændur okkar. En hvemig er þetta í raun og veru? Kannski er ekki hægt að draga neinar altækar ályktanir af stuttri heimsókn til Noregs en af samtöl- um við bókmenntafólk þar má draga þá ályktun að hin menning- arlegu tengsl milli þessara þjóða hafi trosnað. John Erik Riley, ungur rithöfimdur og einn af rit- stjórum norska bókmenntatíma- ritsins Vinduet, sagði að norskir höfundar VIÐHORF vissu ekkert _____ um íslenskar Eftir Þröst bókmenntir Helgason núorðiðogþví hefði tímaritið ráðist í að helga heilt hefti íslensk- um bókmenntum síðastliðinn vet- ur. I heftinu eru meðal annars birt viðtöl við Sjón, Kristínu Ómars- dóttur og Guðberg Bergsson, greinar um Laxness, Gyrði og ís- lenskar bókmenntir í lok aldar- innar. Einnig er birt grein eftir Roy Jacobsen um hefndarhugtak- ið í íslendingasögum og önnur eft- ir Andra Snæ Magnason um gam- alt og nýtt í íslenskri menningu frá Eddu tii Bónuss, auk nokkurra rímna sem Andri Snær valdi en með tímaritinu fylgir hljómdiskur með rímum. Og auðvitað er grein um Björk í ritinu. Tore Renberg, annar ungur rit- höfundur sem var gestaritstjóri íslandsheftisins, tók undir með John Erik og sagði að íslendinga- sögurnar, Laxness og Einaramir tveir væru það eina sem Norð- menn þekktu af íslenskum bók- menntum. Margir myndu telja það allmikið en Tore og John Erik sögðu að hið mikla og góða bók- menntalíf á íslandi hefði komið þeim á óvart. „Það er verið að skrifa mikið af góðum bókmennt- um á íslandi um þessar mundir og það er ótækt að þessi gróska skuli ekki skila sér hingað," segir Ren- berg. „Með þessu hefti vildum við vekja örlitla athygli á henni og vonum að eitthvert framhald verði á. Eg held það sé mikilvægt fyrir norska rithöfunda að vera í tengslum við það sem er að gerast á Islandi, og sömuleiðis hinum Norðurlandaþjóðunum en ein- hverra hluta vegna eru þessar þjóðir ekki í góðum tengslum á bókmenntasviðinu. Kannski vegna þess að höfundar virðast leita lengra eftir áhrifum nú.“ Þórir Oskarsson hefur gegnt stöðu íslenskulektors við Öslóar- háskóla síðastliðin þrjú ár og hef- ur sömu sögu að segja. „íslenskar nútímabókmenntir eru ekki þekktar hér í Noregi. Ég kenni námskeið hér við Óslóarháskóla i íslenskum nútímabókmenntum þar sem nemendur eru að jafnaði tveir til fimm, og flestir þeirra eru erlendir stúdentar. Hins vegar sækja tólf til fimmtán nemendur árlegt námskeið um íslenskar fombókmenntir. Þetta eru val- námskeið og nemendur því í þeim af einskærum áhuga.“ Þórir segir að það sé yfirleitt ekki mikill áhugi á norrænum nú- tímabókmenntum við skólann, nema þá norskum. Að mati Þóris eru Islendingar þó utangarðs í norrænu samhengi. „Islendingar virðast vera áhugalausir um norrænt samstarf á sviði bókmennta. Ég hef að minnsta kosti orðið mjög lítið var við að fólk heima sýni því einhvem áhuga sem er að gerast á þeim vettvangi. íslendingar sækja til dæmis ekki norrænar bókmenn- taráðstefnur. Það var YASS- ráðstefna í Færeyjum í fyrra og þangað kom einungis einn fulltrúi frá Háskóla íslands, Helga Kress. Ég er líka eini íslendingurinn sem tek þátt í norrænu verkefni um bókmenntasöguritun en maður hefði haldið að það væri áhugi á íslandi að taka þátt í slíkri um- ræðu þar sem það er verið að skrifa fyrstu íslensku bók- menntasöguna. Hvers vegna taka íslendingar ekki þátt í þessu sam- starfi? Á meðan þeir gera það ekki meira en raun ber vitni verða þeir utangarðs hér.“ Þórir segir að það vanti kynn- ingu á íslenskum bókmenntum á vettvangi fræðanna. „Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að taka þátt í þessum fræðilegu sam- skiptum. Þar er hægt að leggja gmndvöllinn að annarri og al- mennari kynningu á íslenskum bókmenntum, bæði fyrri alda og síðari. Ef þetta samtal vantar verður sú kynning mun erfiðari." Almennt áhugaleysi virðist vera meginástæðan fyrir því að ís- lenskar nútímabókmenntir eru ekki vel kynntar í Noregi (og sjálfsagt víðar á Norðurlöndun- um). Norðurlandabúarvirðast einfaldlega ekki hafa áhuga á hver öðrum. En hvað er þá til ráða? Framtak hinna ungu ritstjóra Vinduet er til eftirbreytni. Kynn- ing í fjölmiðlum er sennilega besta og fljótlegasta aðferðin til þess að koma bókmenntum og menningu á framfæri. Þar kemur væntan- lega til kasta stofnunar á borð við Bókmenntakynningarsjóð sem hefur verið fremur veikburða hingað til, einkum vegna lítilla fjárráða. Þann sjóð þarf að styrkja verulega en reynslan af slíkri starfsemi í Noregi og Finn- landi, svo dæmi séu nefnd, er gríð- arlega góð eins og fram kom í samtali mínu við Kristin Brude- vold, forstöðumann NORLA, norsku bókmenntakynningarstof- unnar. En einnig þarf að styrkja hið akademíska samtal, eins og Þórir talar um. í því samhengi verður að standa vörð um íslensku- kennslu við erlenda háskóla en það kann að verða erfitt. Víða eru háskólar að skera niður kennslu á erlendum tungumálum. Þórir bendir á að það standi til að fækka kennurum við Óslóarháskóla og staða íslenskulektors hafi verið nefnd í því samhengi. Hefur ein röksemdin verið sú að Norðmenn borga báðar íslenskustöðumar við skólann auk stöðu norska sendi- kennarans á íslandi en að öllu jöfnu greiðir ríkið sem háskólinn tilheyrir kennslu á erlendum tungumálum í skólanum. ÁRNI HÓLM + Dr. Ámi Hdlm fæddist 3. desem- ber 1935 í Reylgavík. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjun- um 28. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjdnin Frið- björn Hdlm og Sigur- laug Ólafsddttir Hdlm. Systkini Árna eru: Ólafur, Karl, Björgvin (látinn), Friðbjörn, Helgi, Mjöll, Svala og Sig- urður. Ámi kvæntist Só- leyju Guðsteinsddttur, f. 2.10. 1934, hinn 11. september 1954. Foreldrar Sdleyjar em Guðsteinn Þorbjömsson (látinn) og Margrét Guðmundsddttir. Böra Áraa og Sdleyjar em: Svanrds, hjúkmnar- fræðingur, sem er fráskilin og á tvö börn, og Davíð Guðsteinn, kerfis- fræðingur. Barna- börn Árna eru Linda og Sarah Wilhelm- sen. Árni hlaut kennararéttindi frá Kcnnaraskdla Is- lands og BA-, MA- og Ed.D.-gráðu frá há- skdlum í Bandaríkj- unum. Árni vann við kennslu og sálfræði- ráðgjöf í mörg ár og var að ljúka við 25 ára rannsdkn á kerfi fyrir „Unit Therapy" til notkunar við sálfræðiráðgjöf og -greiningu. Útfor Áma fdr fram 3. júlí frá Legacy Family Funeral Services - Matthew R. Purchase Chapel í Berrien Springs í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. Elsku Árni. Við giftumst ung og áttum saman næstum 46 ár í hjóna- bandi. Þú elskaðir litlu fjölskylduna þína mikið. Þú varst yndislegur eig- inmaður, faðir og afi. Við söknum þín mikið. Þú kenndir okkur margt og sýndir okkur ávallt ástúð og umhyggju. Þú áttir marga drauma og mörg áhuga- mál. Tónlistin var eitt áhugamál- anna. Þú samdir lög og ljóð sem eru sungin og spiluð hér og heima. Þú samdir líka tónlist fyrir Svanrósu og fiðluna hennar og fyrir Davíð, lag og ljóð um litla uppstoppaða hundinn hans, sem hann átti þegar hann var lítill. Þú samdir mörg ljóð til mín og tjáðir mér ást þína. Eg geymi þau öll. Síðasta Ijóðið sem þú samdir til mín var gert í nóvember sl. og þú gerðir lag við það, en þú gast ekki klárað það vegna veikinda þinna. Ég bíð bara eftir að heyra það frá þér aftur, fullkomið. Annar draumur var að fara til Bandaríkjanna til að mennta þig frekar svo þú gætir þjónað land- inu þínu betur. Við vomm ung og djörf og fórum og vorum þar i sjö ár án þess að fara heim. Við komum svo heim til vinnu og þú gafst alltaf a.m.k. hundrað prósent af sjálfum þér. Síðar vildir þú fara aftur og mennta þig enn frekar fyrir ísland. Við fórum í annað sinn, fórum þá bæði í nám og fórum svo heim aftur að námi loknu. Þú varst alltaf að vinna að einum draumi þínum: Próf- inu og Kortinu eins og við kölluðum það, eða rannsóknarverkefninu sem þú vannst við í svo mörg ár. Þú þurft- ir að fara aftur til Bandaríkjanna til að ljúka því og síðan átti að halda aft- ur heim til hins elskaða íslands. Af ýmsum ástæðum dróst að Ijúka verk- efninu. Það var smávegis eftir þegar þú varðst svo veikur að þú gast ekki haldið áfram. En þú notaðir það í vinnu þinni sem sálfræðingur. Þú elskaðir okkur mikið og við elskum þig. Þú munt alltaf verða í hjarta okkar. Við hlökk- um til að hitta þig aftur, heilan heilsu, þegar Kristur kemur á upp- risudeginum. Sofðu rótt til upprisu- dags. Ástarkveðjur, Sdley, Svanrds, Davíð, Linda og Sarah. Mágur minn, Ámi Hólm, lést í Bandaríkjunum miðvikudaginn 28. júní sl. eftir erfiða baráttu við krabbamein. í raun leit ég alltaf á Ama sem bróður minn, hann og Sóley systir mín giftu sig daginn áð- ur en ég varð tveggja ára og ég var skírð í brúðkaupinu þeirra. Ég man því aldrei eftir Sóleyju öðruvísi en með Árna og hefur hann alla tíð reynst mér sem besti bróðir. Árni var einstaklega hæfileikarík- ur maður. Hann var vel menntaður, kennari og sálfræðingur, og var mik- ils metinn, bæði af nemendum sínum HARALDUR BRAGI BÖÐ VARSSON + Haraldur Bragi Böðvarsson fæddist í Hafnarfirði 4. júlí 1960. Hann lést á Landspítalan- um 21. ndvember síð- astliðinn og fdr útför hans fram frá Foss- vogskirkju 30. ndv- ember. Kæri vinur, hér sit ég og hugsa til þín og ég fylhst söknuði og einmanaleika. En jafn- framt er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst jafn góðum og ljúfum dreng sem þér. Þú sagðir oft við mig: „Elli minn, ég á marga kunningja en fáa vini. Þú ert minn næst besti vinur á eftir Hákoni Pálssyni æskufélaga mínum.“ Ég var fyllilega sáttur við að vera númer tvö. Það sannaðist við jarðarfór þína hvað þú varst vinmargur, full kirkja út út dyrum. Sirrý systir mín sá þig einn morg- uninn storma inn í Kringluna að sækja póst í pósthólfið þitt. Hún sagði við mig síðar: „Veistu það Erl- ing, hann Halli minnir mig á enskan lord. Hann hefur fas heimsborgar- ans.“ Þetta var svo sannarlega rétt hjá systur minni. Oft ferðuðumst við erlendis saman, stund- um heimshomanna á milli, ég þurfti ekki að hugsa, þú sást um það að allt væri í besta lagi. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá þér, það voru margir sem reyndu að setja stein í götu þína í sambandi við rekstur skemmti- staðar þíns, Vegas. Þar á meðal Reykjavíkur- borg og hið opinbera ásamt öðrum. Þú varst látinn líða fyrir það eitt að vera sonur föður þíns, þegar blöðum og sjónvarpi hentaði að setja fréttir af rekstri þín- um upp í æsifréttastíl lást þú vel við ■ höggi með því að gera hlutina tor- kennilega. Ég sagði alltaf við þig: „Halli, stattu þetta af þér, þetta er eins og með veðrið, á eftir stormi kemur logn.“ Ég þekkti þig mjög vel og deildi með þér bæði sorg og gleði. Eg veit hvað þér þótt vænt um Ragn- heiði systur þína og hvað þú reyndist henni vel sem stóri bróðir. Eins veit ég hvað þér þótt vænt um foreldra þína, afa þinn og ömmu. Halli, þú varst sannkallaður vinur vina þinna. Guð blessi þig, kæri vinur. Erling Laufdal. og skjólstæðingum. Árni var líka mjög listrænn, vel hagmæltur, gott tónskáld og einnig hggur eftir hann fjöldi málverka. Hann var góður söngmaður og lék einnig á píanó og á selló. Við minnumst margra yndis- legra stunda við söng og tónhst á heimili Sóleyjar og Áma bæði í Bandaríkjunum og hér heima. Stórt skarð hefur myndast í „Bjarkarlundshópinn". En eftir lifa yndislegar minningar um góðan mann sem við gleymum aldrei. Elsku Sóley, Svanrós, Davíð, Linda og Sar- ah, ykkar missir er auðvitað mestur. Við hugsum til ykkar og felum ykkur góðum Guði. Guði sé lof fyrir Jesú Krist og það loforð sem hann gaf okkur um að koma aftur. Við bíðum eftir að hitta Árna aftur á degi upp- risunnar og lifa með honum um alla eilífð þar sem Guð „mim þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til; hið fyrra er farið“. (Opinberunarbókin 21:4.) Heiga og Bjarni. Sú harmafregn barst frá Banda- ríkjunum miðvikudaginn 28. júní að Ami Hólm, mágur minn, hefði látist þá um daginn eftir erfiða sjúkralegu. Fyrir rúmu ári greindist Ami með illkynjað krabbamein. Eftir vel heppnaða skurðaðgerð gáfu læknar honum nokkra von um bata. Sú von brást fyrir hálfu ári og nú er þessi elskulegi vinur minn sofnaður. Það voru tuttugu ungmenni sem settust saman á skólabekk þegar Hlíðardalsskóh tók til starfa haustið 1950. Þar á meðal vorum við fjórir sem bundumst ævilöngum vináttu- böndum, Ami, Björgvin bróðir hans, Helgi Heiðar og sá sem þetta ritar. Nú em þeir bræður báðir horfnir, harmdauði allra sem þá þekktu. Skólaárin á Hlíðardalsskóla em einhver ljúfustu ár ævi minnar og nú, þegar ég hugsa til baka, að Arna gengnum, býr sérstök heiðríkja yfir öllum minningum um hann, allt frá fyrsta degi og fyrstu söngæfingunni hjá Jóni Hjörleifi. Ámi var margvís- legum gáfum gæddur. Námshæfi- leikar hans vom einstakir og fljót- lega kom einnig í ljós góð söngrödd og frábær tónlistargáfa. En það sem hæst ber í minningunni er kærleiks- ríkt vinarþel, hann vildi öllum gott gera og aldrei hallaði hann orði á nokkurn mann. Þessi fágaða fram- koma og kærleiksríka umgengni við menn og málleysingja var aðals- merki hans allt frá unglingsámm. Eftir að Árni og Sóley, systir mín, felldu hugi saman og gengu í hjóna- band urðu kærleiksböndin milli okk- ar Áma enn dýpri. Allir sem þekktu Árna og Sóleyju sáu að á milli þeirra var alveg einstakt samband. Bhkið í augum þeirra, þegar þau litu hvort á annað, fölnaði ekki þótt árin færðust yfir. A milli þeirra fóra orðlaus boð sem enginn annar skildi. Stundum brosti ég með sjálfum mér, þegar ég sá Sóleyju, þessa stórhuga systur mína, „bráðna eins og smér“ við augnaráð Árna eitt saman. Við Ámi áttum mörg áhugamál saman og nut- um samvista við þau. Þar var söngur- inn fyrstur og síðan golfið. Þeir em ófáir hringirnar sem við lékum sam- an bæði hér heima og í Bandaríkjun- um. Þar, eins og í svo mörgu öðm, var hann mér fremri. Nú munum við ekki framar gleðjast saman yfir góð- um hring eða í glaðværam söng. En þótt við séum mörg sem hörmum frá- fall Árna er sorgin þyngst hjá systur minni og börnum þeirra. Sóley og Ami eignuðust tvö börn, Svanrósu og Davíð Guðstein, og barnabörnin em tvö, Linda og Sara, algjörir Ijós- englar og augasteinar afa og ömmu. Börnum sínum og dótturdætmm var Árni kærleiksríkur faðir og afi. Vak- inn og sofinn vakti hann yfir velferð þeirra og var þeim kjölfesta sem aldrei brást. Elsku systir. Þótt ég gæti umvafið þig öllum mínum kærleika sefar hann htið sorg þína. Ég veit það. En til er sá er sefað getur allar sorgir all- ra manna. Ég bið þess að hann styrki þig og börnin þín og vaki yfir ykkur öllum, ástvinum Árna, þar til þið hitt- ist í nýjum heimkynnum þar sem sorg og dauði em ekki framar til. Reynir Guðsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.