Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 52
>52 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
á dagskrá
í Netinu?
m
► Stafrænar myndavélar
Ljósmyndatæknin hefur tekið litlum breytingum í áranna
rás, en bylting er í vændum með tilkomu stafrænnar Ijós-
myndunar sem gerir filmu óþarfa.
► Þráðlaus tækni
Fjölmargir fylgihlutir tölva, svo sem prentarar, mýs og
lyklaborð, eru orðnir þráðlausir og er það að þakka tækni
sem byggist á útvarpsbylgjum.
► Vímuvarnavefur
fslenskt verkefni, sem byggist á uppsetningu á
vímuvarnavef, var valið til þess að taka þátt í alþjóðlegri 1
keppni í upplýsingatækni, Stockholms Challenge Award. i
► íslensk útgáfa af Internet Explorer 5
frá Apple §
Aco, sem er með umboð fyrir Apple á íslandi, hefur «
gefið út íslenska útgáfu af Internet Explorer 5 fyrir
Macintosh-tölvur. §
PtfrgtsttM&ttfr
Fæðukeðjan
ÞAÐ er með ein-
dæmum hvað íslend-
ingar, upp til hópa, sjá
það sem þeir viija sjá
og láta restina fram hjá
sér fara. Eins og þeir
sem áður hafa lesið
greinar mínar vita þá
fjalla ég um lítið annað
en hraðaakstur, áfengi
og sjávarútveg. Hér
verður engin undan-
tekning gerð á. í ljósi
írétta um minnkandi
þorskstofn við íslands-
strendur og nú síðast
uppmokstur loðnu við
austanvert landið, auk
margvíslegra frétta frá
miðunum síðustu árin, hef ég reynt
að gera mér grein fyrir ástæðum
þess að stofninn sé að minnka eins og
Hafrannsóknastofnun heldur fram.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að
það sé ansi erfitt að mæla þennan
stofn, en ef þeir nota sömu aðferð aft-
ur og aftur og fá mismunandi niður-
stöðu út frá því verður maður að taka
visst mark á þessum vísindalegu
mæliaðferðum, svo langt sem þær
ná.
Þegar maður fer að hugsa út í
hverju þetta getur sætt, að þorskur-
inn sé að hverfa hér við strendur og
reyndar víðar eins og í Barentshafi
og við Nýfundnaland, þá liggur svar-
ið í augum uppi. Við, líkt og Norð-
menn og aðrar góðar fiskveiðiþjóðir,
erum að rjúfa fæðukeðjuna á stór-
brotinn hátt sem hlýtur að hafa mjög
stórvægileg áhrif á lífríki sjávar.
í fyrsta lagi eru allir orðnir vinir
hvalsins, þeirrar risaskepnu sem ét-
ur heil ósköp til að seðja hungur sitt
og ná gríðarlegri stærð. Menn eru
famir að sigla með túrista stuttar
vegalengdir frá ströndinni til að sýna
þeim þessar risaskepnur, sem við áð-
ur fyrr slátruðum og átum með bestu
lyst. Nú má ekki heyra minnst á að
byrja hvalveiðar aftur því gjaldeyr-
istekjutap gæti orðið á sumrin um
einhveija tugi milijóna.
Á sama tíma ausa loðnuveiðiskipin
upp loðnu, sem þorskur og aðrar
bolfisktegundir nærast á. Maður sér
tölur eins og 1.100 tonn í fjórum köst-
um. Nóg er til af skipunum sem þetta
stunda og hjálpa Norðmenn góðfús-
lega við þetta uppaustur. Verðmæti
þessarar afurðar er lítið sem ekkert á
kflóið.
Eftir að hugleiða þessa hluti byrj-
ar maður að spyija sig ýmissa spum-
inga. Er forsvaranlegt að hlífa hvala-
skoðunarferðum á kostnað hval-
veiða? Er forsvaranlegt að veiða æti
___________
SABIANA
SABIANA hltablásarar eru
hentugir til notkunar fyrir
heltt vatn og gufu.
Hitaelement blásaranna eru
þriggja raða.
SABIANA hitablásara eru bæði
fáanlegir með eins og þrlggja
fasa viftumótor með rakavöm.
Leitið upplýsinga!
VAtNSVIRKINN ehf.
ÁRMÚIA 21 • SlMI 533 2020 • FAX 533 2022
_____— Slöðugl rennsll í 45 ár —_
verðmæts bolfisks á
kostnað hræódýrrar
loðnu? Þetta em ekki
stórar spurnigar á blaði
en þó mjög þýðingar-
miklar.
Við eram nefnflega í
kappi við hvali og önnur
stór sjávardýr að keppa
um æti. Við höfum þó
yfirhöndina þannig séð
að við getum veitt þessi
sömu dýr og þannig
sett þau undir okkur í
fæðukeðjunni og spar-
að þannig æti sem þau
ella hefðu étið. Þetta er
þó ekki gert fyrir tfl-
stilli alþjóða hvalveiði-
ráðsins þar sem strandleysislönd á
við Austurríki og Sviss hafa sem
hæst. Við virðumst líka vera í kappi
við bolfiskinn um loðnuna. Þetta hef
ég aldrei skilið því loðnan, hvort sem
hún er fryst, þurrkuð eða brædd hef-
ur aldrei skilað þvflíkum verðmætum
Fiskveiðistjórn
í íslenskri pólitík er
það ekki skynsemin
sem ræður, segir
Kristján Ragnar
Ásgeirsson, heldur
hagsmunir einstakra
sjálfstæðismanna.
pr. kfló að vert sé að fórna bolfiskin-
um á þann hátt sem gert er nú. Væri
ekki nær að banna þessar veiðar og,
ef menn kjósa núverandi vonlaust
kvótakerfi áfram, útdeila til loðnu-
veiðiskipa kvóta af öðram tegundum
sem gefa meiri verðmæti?
Annað sem ég tel mjög alvarlegt
eru áhrif togveiðiskipa á lífríki sjáv-
arbotnsins. Togarar era nytsamir að
því leyti að þeir moka upp fiski án
mikillar íyrirhafnar, þó án þess að ná
100% hráefnisgæðum í flestum til-
fellum. Línuveiðar á hinn bóginn ger-
ir útgerðum kleift að ná fram frábær-
um gæðum, auk þess sem línan
eyðileggur ekki botninn eins og tog-
hlerar gera. Ahrif þeirrar uppskröp-
unar sem hefur átt sér stað síðustu
30-40 árin gætu verið alvarlegri en
menn vflja almennt viðurkenna.
Flestir sjómenn era þó ekki par
hrifnir af línuveiðum þar sem það er
fyrirhafnarmeiri og leiðinlegri veiði-
skapur. Þótt ég eigi marga góða sjó-
menn sem vini þá ætla ég að ergja þá
núna. Ég tel að til þess að ná árangri
í fiskveiðum verði menn að haga sér
skynsamlega, ganga vel um fiskinn
og umhverfi hans og ná sem bestum
hráefnisgæðum sem hægt er. Því era
togaraveiðar ekki vel séðar frá mín-
um bæjardyrum, ekki frekar en
loðnuveiðar. Línuveiðar og hand-
færaveiðar era að mínu mati lausnin.
Þótt það sé ekki jafn skemmtilegt og
létt þá er ég fullviss um að það skilar
mun meiri árangri en það sem nú
tíðkast.
Ég vfl líkja þessu við stríð. Ég er
viss um að hermenn myndu miklu
frekar kjósa að varpa kjarnorku-
sprengju á óvinasvæðið heldur en
þurfa að hafa fyrir því að vappa þar
um með riffla og eiga á hættu að
verða skotnir eða sprengdir, sem er
hvorki létt né skemmtilegt. En tor-
tímingarmáttur kjarnorkusprengj-
unnar er þannig á fólk og náttúra að
menn leita allra leiða til að forðast
beitingu hennar. Þetta er dálítið
öfgakennt dæmi en ég er viss um að
boðskapurinn er kominn til skila.
Það er nú samt þannig að í ís-
lenskri pólitík er það ekki skynsemin
sem ræður heldur hagsmunir ein-
stakra sjálfstæðismanna. Því geta
menn gleymt því að umbætur verði
gerðar á þessum málum á þann hátt
sem tfl þarf, því svo lengi sem
strengjabrúður Davíðs Oddssonar
sitja í ráðuneytum landsins og nafni
Ragnarsson hefur eitthvað um málið
að segja, mun ekkert breytast sem
skipta mup máli fyrir vöxt bolfisk-
stofna við Islandsstrendur.
I stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins,
sem nú er orðin löng og klisjukennd,
hefur handfærabátum fækkað stór-
lega. Línutvöföldunin svokallaða var
afnumin og fækkaði þá línubátum
heilan helling. Kvótinn hefur horfið
frá fjölda sjávarplássa á einni nóttu.
Á móti má ekki draga úr kvótanum of
mikið á næsta fiskveiðiári. Sveiflu-
jöfnun! Reynið að útskýra það hug-
tak fyrir fólki sem missti allt sitt at-
vinnuöryggi sökum kvótasölu úr
heflum byggðarlögum, oft á einni
nóttu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
klúðrað svo til öllu sem hægt er að
klúðra hvað þetta kerfi varðar. Samt
kýs fólk þetta í blindni sinni. Ekki
það að ég geti láð fólki það því að fyr-
ir utan Frjálslynda flokkinn er
uppistaðan af stjórnarandstöðunni
samsafn athyglis- og valdasjúkra
hálfvita. Uppistaða Sjálfstæðis-
flokksins er sú sama. Þeir era bara
svo tengdir að það þorir enginn að
mótmæla lengur. Já, ég er að tala um
spiflingu og svoleiðis. Hvað heldur
fólk eiginlega að gerist þegar pólitík-
usar eru búnir að vera of lengi við
stjómvölinn?
Höfundur er nemandi í
Samvinnuháskólanum á Bifröst.
Kristján Ragnar
Ásgeirsson