Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 65 FÓLK í FRÉTTUM Stutt Endur í umferðinni ► ANDAFJÖLSKYLDA olli sex bfla árekstri þegar hún reyndi að ganga yfir hraðbraut í Sviss um helgina. Ökumaður á A13-hraðbrautinni í austurhluta Sviss sá endurnar á veg- inum og nauðhemlaði. Ökumönnum bfla fyrir aftan tókst ekki að stöðva farartæki sín í tæka tíð og afleiðing- in varð fjöldaárekstur. Fjórir slösuðust, þar á meðal van- fær kona. Hún var flutt á sjúkrahús með þyrlu og eignaðist þar hraustan strák. Hnerraði sex milljón sinnum ► BRESKUR maður hnerraði mörg hundruð sinnum á dag í 37 ár. Þegar hann var orðinn 52 ára tókst læknum loks að finna út hvers vegna. Hann hafði leitað til 60 lækna áður en skýring á hnerranum fékkst hjá lækni sem sérhæfir sig í mataræði. Skýringin lá í morgunverðinum. All- an tímann hefur hann borðað hafra- ríkt múslí í morgunverð en maðurinn var einmitt greindur með ofnæmi fyr- ir höfrum og eggjarauðu. Maðurinn gerir ráð fyrir að hafa hnerrað um sex milljón sinnum á æv- inni. „Ég hnerraði mörg hundruð sinnum á dag, allt árið,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Times. „Þetta var verulega þreytandi. Ég þráði svo að finna lausn á vandamálinu að ég tók mér sex mánaða frí frá vinnu og fór í rannsókn á sex sjúkrahúsum.“ Patrick er nú í fyrsta sinn frá því hann var 15 ára laus við hnerrann. Hann íhugar að lögsækja bresk heii- brigðisyfirvöld vegna málsins. Stálu af drottningunni ► SEX þjónar úr starfsliði Ehsabet- ar Bretadrottningar eru nú í haldi og sæta rannsókn vegna gruns um að hafa stolið kampavínsflösk- um sem drekka átti í konunglegu afmæli, sam- kvæmt heimild- um slúðurblaðs- ins News of the World. Sagan segir að einn þjónanna hafi verið staðinn að verki þar sem hann fyllti farangursrýmið á bflnum sínum af Krug-kampavíns- fiöskum. Flaskan af slíkum mjöði kostar tæpar ellefu þúsund krónur. Lítil hafmeyja í Noregi ► BERBRJÓSTA, Ijóshærð mær sem kemur sér á hverju sumri fyrir á steini við norskan fjörð fangar óskipta athygli ferðamanna um svæð- ið. „Einn maður gerði sér lítið fyrir og stakk sér í sjóinn og synti til mín,“ segir Line Óxnevad, 37 ára, tveggja bama móðir, um starf sitt. „En flestir láta sér nægja að horfa og klappa." Öxnevad setur á sig hárkollu og sporð til að líkast haftneyju og kemur sér fyrir á steini við Lyse-fjörðinn í Vest- ur-Noregi nokkrum sinnum á sumri. Það var ferðamálaráð staðarins sem átti hugmyndina að uppákomunni. ,;Mér var svolítið kalt síðast," játaði Öxnevad. „Ég og litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn erum einu hafmeyj- amar sem ég veit um.“ Samkvæmt þjóðsögunni syngja hafmeyjar til að laða sjómenn til sín í undirdjúpin en Öxnevad segist ekki kunna að syngja. „Kannski tek ég með mér kassettu- tæki næst,“ sagði hún. i -.m mtm m mmm » mi m Biðin vel þess virði Aðdáendur hljómsveitarinnar Bon Jovi hafa verið þolinmóðir. Loksins geta þeir tekið gleði sína á nýjan leik því glæný breiðskífa hefur litið dagsins ljós. „ÞAÐ VAR aldrei ætlunin að bíða svona lengi með næstu plötu,“ afsak- ar söngvari hljómsveitarinnar Bon Jovi sig, sjálfur Jon Bon Jovi, en átt- unda plata sveitarinnar, Crush, kom út á dögunum, fimm ámm eftir að síðasta breiðskífa sveitarinnar leit dagsins ljós. En meðlimir hljómsveitarinnar hafa haft öðmm hnöppum að hneppa og sjálfur hefur Jon Bon Jovi verið ið- inn við kvikmyndaleik undanfarin ár. Hvar pössum við inn í myndina? Babb kom í bátinn þegar Universal Music Group gleypti útgáfufyrirtæk- ið Mercury sem hafði gefið allar plöt- ur Bon Jovi út. Árið 1998 lést síðan Bmce Fairbafrn, sá hinn sami og ætl- aði að framleiða plötuna. Platan var þó komin langt í vinnslu það ár en kom ekki fyrir augu og eyru almenn- ings fyrr en 20 mánuðum síðar. En svona er tónlistarbransinn margslunginn. „Við voram búnir að gera allt tilbúið," segir Jon. „Allt í einu er klippt á okkur því ég sagði við útgefandann; „Áður en ég vil gefa plötumar mínar út hjá Def Jam/Is- land vil ég vita hverjir í fjáranum þessir náungar em. Hvar pössum við inn í myndina?" Svo þar til allt féll í ljúfa löð á ný hélt ég sem fastast í Cmsh. Ég ætlaði þó ekki að bíða svona lengi en þegar upp er staðið er ég feginn að ég gerði það.“ Sænskur tónlistargúrú Eitt erfiðasta verkefnið sem með- limir Bon Jovi stóðu frammi fyrir á sínum tíma var að velja eftirmann Fairbafrns. Jon og gítarleikarinn Richie Sambora enduðu á því að framleiða plötuna sjálfir í samstarfi við nýliðann Luke Ebbin eftfr að hafa eytt blóði, svita, tárum og tíma í ör- væntingarfulla leit. I þeim hópi sem til greina kom var Max Martin, sænski gúrúinn sem margir segja að eigi hvað mestan heiður að baki frama Backstreet Boys og Britney Spears. Þrátt fyrir að koma úr svo óíðm tónlist varð niðurstaðan sú, að New Jersey-búamir í Bon Jovi eru komnir aftur á kreik. Martin samdi fyrsta lag Crush sem gefið var út á smáskífu, It’s My Life, ásamt Bon Jovi og Sambora. „Við vildum fá hann til liðs við okk- ur en hann sagði: „Ég hef aldrei unn- ið með hljómsveit eins og ykkur, allt- af með nýliða. Og ég hef aldrei unnið með alvöm trommur og gítara." Við trúðum honum ekki í fyrstu en hann sagði: „Nei, aðeins trommuheila." En hann hjálpaði okkur eins og hann treysti sér tál, eyddi með okkim tveimur dögum, það var spennandi fyrir okkur alla og við lærðum hver af öðrum.“ Tónleikaferðalag Bon Jovi um heiminn hefst 12. júlí í Tókýó í Japan, þaðan verður haldið til Évrópu og loks til Bandaríkjanna í lok septem- ber. Greiðslukjör við allra hæfi Subaru Forester WA - árg. 1998 Ekinn 65.000 km - Verö kr. 1.5 80.000 VW Passat 1.6 GL - árg. 1998 Ekinn 59.000 km - Verö kr. 1.260.000 Honda Civic 1.5 LSI - árg. 1998 Ekinn 27.000 km - Verö kr. 1.370.000 Nissan Primera COM - árg. 1999 Ekinn 8.000 km - Verö kr. 1.590.000 Opið: mán.-fös kl. 09-18 lau. kl. 12-17 Nissan Micra LX - árg. 1993 Ekinn 123.000 km - Verö kr. 490.000. VW Golf 4 1.8 WD - árg. 1998 Ekinn 52.000 km - Verð kr. 1.330.000. BILAHUSIÐ Simi 5SB 5300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.