Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 5 5 Lokapunktur á kynbóta- mati Orra og Kolfinns Orri frá Þúfu fær nú Sleipnisbikarinn eftir glæstan feril. Knapi er Gunnar Arnarsson. Morgunblaðið/Valdimar Rýmisbankinn Kolfinnur hefur oftsinnis heillað menn með skörulegri framgöngu og er nú að sjá hvort afkvæmi hans standist fóðurnum snún- ing en mikið þarf til þess að svo verði. Knapi er Olil Amble. HRYGGJARSTYKKI landsmót- anna er án nokkurs vafa sýning kyn- bótahrossa. Hrossaræktin er grund- völlur hinna góðu stunda hesta- manna bæði hér á landi og erlendis. Landsmótin eru mælistika úrvalsins og hestamennska flestra endar með áhuga og skoðun á því sem er að ger- ast í ræktun á þeirri skepnu sem veitir þeim jmdisstundirnar í hvíld frá erli hversdagsins. Það sem breyst hefur í kynbóta- þætti landsmóta er helst það að þeirri miklu leynd og dulúð sem um- lék kynbótasýninguna fyiir mót hef- ur nú verið svipt af og menn vita nokkum veginn hvemig röð hross- anna kemur til með að verða í dóm- um og röð afkvæmahrossanna er al- veg klár fyrir mót þar sem hún ræðst af nýjasta útreikningi kynbótamats Bændasamtakanna sem er fram- kvæmd að afloknum sýningum vors- ins. Óslökkvandi áhugi á ræktun Þrátt fyrir þetta greiða upplýs- ingaflæði virðist áhugi og spennan fyrir kynbótahrossunum ekki hafa minnkað nema síður sé og meira segja virðast afkvæmasýningamar frekar vera að auka vinsældir ef eitt- hvað er. Það hefur lengi veiið vitað að Orri frá Þúfu myndi verða efstur heiðursverðlaunahesta og lengi vel talið að hann myndi einn prýða þann flokk en á elleftu stundu stökk fram á sjónarsviðið Magnús bóndi í Kjarn- holtum, ræktandi og fyrrverandi eig- andi Kolfmns frá Kjarnholtum og skráði klárinn í heiðursverðlauna- flokkinn með Orra. Það verða því tveir hestar sem hljóta heiðursverð- laun á mótinu og er það endapunkt- minn í kynbótamati þessara hesta. Eftir að hafa barið afkvæmi þeirra augum á landsmótinu bæði þau sem fylgja klárunum í afkvæmasýning- unni og annarra sem fram koma ættu menn að vera búnir að kortleggja gaumgæfilega hvað þessir hestar geta best af sér gefið. Kóngurinn Orri Sú ákvörðun Orrafélagsins fyrir rúmum tveimur áram að fresta sýn- ingu hans til heiðursverðlauna til þessa móts virðist mjög skynsamleg í ljósi þeirrar staðreyndar að á þess- um vettvangi er aðeins eitt tækifæri og eftir á að hyggja virðist þessi vett- vangur mun betri auk þess sem úrval hrossa til að fylgja klámum er nú mun meira. Tímasetning er afar mik- ilvæg, bæði er það vettvangurinn, staðurinn og stundin svo úrval hross- anna. Orri undirstrikar mjög sterka stöðu sína á þessu móti, ekki aðeins með því að hljóta Sleipnisbikarinn 14.00-15.15 Yfirlitssýning kynbóta- hrossa 6 vetra og eldri stóðhestar I 15.30-17.00 Afkvæmasýnd hross. Hryssur með afkvæmum, heiðurs- verðlaun. Stóðhestar með afkvæm- um, 1. verðlaun. Stóðhestar með af- kvæmum, heiðursverðlaun 18.30- 19.10 Unglingaflokkur - A- úrslit 19.30- 20.10 Ungmennaflokkur - A- úrslit 20.30- 21.10 Tölt - A-úrslit Skeiðvöllur: 21.30- 22.15 Úrslit kappreiða 23.00-3.00 Reiðhöll, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar Sunnudagur 9. júlí 2000 Brekkuvöllur: 12.00-12.40 B-flokkur gæðinga - A- úrslit 13.00-13.40 Barnaflokkur - A-úrslit 14.00-17.00 Kynbótahross, verð- launaafhending 4, 5, 6, 7 vetra og eldri hryssur. 4, 5, 6 vetra og eldri stóðhestar 17.15-18.00 A-flokkur gæðinga - A- úrslit 18.00 Mótsslit heldur einnig þeirri staðreynd að í hópi einstaklingssýndra hrossa á hann 34 afkvæmi. Ekki er þar með öll sagan sögð því í gæðingakeppn- inni á hann fjölda afkvæma. Er þessi útkoma Orra einstök í sinni röð og óhætt að segja að hann sé kóngurinn á mótinu. Orri var sýndur með afkvæmum á fjórðungsmóti 1996 og stóð þar efst- ur þar sem hann kom fram sjálfur með ungum afkvæmum. Þótt sá hóp- ur væri góður þótti sá gamli skyggja mjög á þau enda fremstur klárhesta á landinu um þær mundir. Síðan hef- ur Orri verið að styrkja stöðu sína í kynbótamatinu og þegar skoðuð er röð efstu stóðhesta fyrir einstaka eiginleika er staða hans hreint útrú- leg. í flestum verðmætustu eiginleik- unum skipar hann efstu sætin og ef hann er ekki efstur er einhver sona hans þar efstur og margir þeirra í næstu sætum. Forvitnilegt verður að sjá Orrahópinn og vissulega yrði fengur að því ef hægt væri að hóa saman öllum þessum 34 kynbóta- hrossum sem undan honum eru á mótinu. Yrði það vissulega sögulegur viðburður sem aldrei verður mögu- leiki að endurtaka. Hrossin sem koma fram með Orra era á aldrinum fjögra til níu vetra og er þeirra elst Orða frá Víðivöllum fremri. Þá koma næst Birta og Kvist- ur frá Hvolsvelli átta og sjö vetra. Sex vetra era Dynur frá Hvammi, Bringa frá Feti og Stjarni frá Dals- mynni og fimm vetra hrossin era Stæll frá Miðkoti og hryssurnar frá Auðsholtshjáleigu þær Gígja, Fljóð og Trú. Að síðustu eru tvö fjögra vetra hross Spyrna frá Holtsmúla og nagli frá Þúfu sem era mjög líkleg til að verma efsta sæti í sínum flokki í einstaklingssýningu. En það er úr stóram hópi að velja þegar afkvæmi Orra era annars vegar og má nefna að snillingur eins og Ormur frá Dal- landi verður að líkindum ekki með hópnum þar sem hann mun keppa í A-flokki gæðinga á mótinu og sama gildir um Markús frá Langholtsparti en báðir þessir hestar era taldir eiga góða möguleika á sigri. Ormur í A- flokki og Markús í B-flokki. Nýr og betri Kolfínnur Kolfinnur frá Kjarnholtum hefur nú þegar hlotið heiðursverðlaunatign en þar sem það var á fjórðungsmóti heftir hann rétt á að koma fram á landsmóti í sömu erindagjörðum. Sýning Kolfinns á Kaldármelum 1997 var gott dæmi um ótímabæra sýningu til heiðursverðlauna. Erfið- lega gekk að fylla þann tólf hesta hóp sem þurfti að fylgja klárnum til að markinu væri náð. Þótti vanta þar úrvals tölthross í hópinn, nokkuð bar á skeiðtölti og einnig má segja að að- stæður á Kaldármelum hafi heldur ekki boðið upp á þá umgjörð sem þarf til að vel takist til. Nú virðist annað upp á teningnum frá þessari sýningu á Kaldármelum enda hefur Kolfinnur verið að styrkja stöðu sína með góðum toppum og svo aftur sé vikið að töltinu þá hagar nú svo til að íslandsmeistarinn í tölti, Blæja frá Hólum, er dóttir hans og sömuleiðis Glóð frá Hömluholti sem á að baki góðan feril í töltkeppnum víða um land. Eins má segja að athygli hafi vakið hversu vel Kolfinnur hefur blandast hinum svokölluð Þ-hryssum frá Hólum. Fjögur hross frá Hólum munu fylgja honum að þessu sinni en þó ekki hin frábæra Blæja. Afkastageta afkvæma Kolfinns virðist þróast nokkuð svipað og hans sjálfs á sínum tíma. Fjögra vetra á fjórðungsmóti í Reykjavík þótti hann vel frambærilegur þótt ekki vekti hana neina sérstaka stjömudrauma í huga manna. Árið eftir á landsmóti má segja að hann hafi fallið nokkuð í fjölda þeirra fimm vetra stóðhesta sem þar komu fram en níu vetra vora tekin af öll tvímæli um það hvaða rýmisskörangur væri þarna á ferð þegar hann stóð efstur stóðhesta sex vetra og eldri á landsmóti 1990. Frá þeim tíma hefur Kolfinnur og reynd- ar Kjamholtahrossin mörg verið ímynd mikils rýmis og afkasta, al- vöra hross fyrir hestamenn sem kjósa að vera í fýlkingarbrjósti í formlegri sem óformlegri samreið. Má því gera sér góðar vonir um sýn- ingu gripamikilla hrossa þar sem lít- ið skilur á milli í hraða hvort farið er á tölti brokki eða skeiði. Ætla má því að sól Kolfinns muni rísa á nýjan leik í hæstu hæðir eftir afkvæmasýningu hans á mótinu. Hrossin sem fylgja Kolfinni era frá sextán vetra aldri niður í fjögra vetra. Elstur er Dagur frá Kjam- holtum sem virðist reyndar vera til vara en það era tólf afkvæmi sem eiga að fylgja hvorki fleiri né færri. Frá Hólum era fjögur hross Þilja, Þula og ÞejT sem eru átta vetra og Þota sem er fimm vetra og sömuleið- is Aría frá Steinnesi. Léttir frá Stóra-Ási og ísbjörg frá Ólafsvík eru átta vetra og Kylja frá Steinnesi sjö vetra, Brynjar frá Árgerði níu vetra, Glóð frá Hömluholti tíu vetra og Dagur frá Búlandi fimmtán vetra. Gustur enn á toppnum En eftirvæntingin er ekki minni þegai’ kemur að þeim stóðhestum sem sækja á íyrstu verðlaun fyrir af- kvæmi. Þar er fyrstan að nefna Gust frá Hóli II sem hefur skilað hveiju efnishrossinu á fætur öðra. Hann mun nú fylgja eftir góðri frammi- stöðu á landsmótinu 1994 þegar hann stóð efstur hesta sex vetra og eldri. Þrátt fyrir að Gustur hafi alltaf verið viðurkenndur sem frábærlega góður hestur hlaut hann aldrei þá athygli og aðdáun sem honum bar. Þótti frambygging hans heldur snubbótt og því borið við að stóðhestar í fremstu röð yrðu að hafa betri fram- byggingu. Á daginn hefur komið að þessi líkamspartur afkvæma hans er í góðu lagi, oftast betri en á honum sjálfum og í ótrúlega mörgum tilvik- um hefur mátt sjá prýðilega fram- byggingu. Um hæfileika afkvæm- anna þarf ekki að spyrja, Gustur gefur þá í ríkum mæli og nú stendur spurningin um það hvort hann verð- ur kominn yfir heiðursverðlauna- lágmarkið fyrir næsta landsmót að tveimur árum liðnum. Aðrir hestar í þessum flokki era Óður frá Brán sem einnig mun koma fram í gæðinga- keppni mótsins, Þorri frá Þúfu sem er aðeins 11 vetra gamall og skilaði góðum afkvæmum á þessu vori. Galdur frá Laugarvatni kemur fram með sex heimafæddum hrossum frá Laugarvatni og Þóroddsstöðum. Þá er að síðustu að nefna þá Kveik frá Miðsitju og Pilt frá Sperðli en báðir þessir hestar stóðu efstir í sínum flokkum á landsmótinu 1990. Heiðursverðlaunhryssumar verða fjórar, allt kunnar hryssur, þær Þrá frá Hólum sem eftirminnilega stóð efst í flokki fjögra vetra hryssna á landsmóti 1982, Ósk frá Brán, Gola frá Brekkum og Hugmynd frá Ket- ilsstöðum. Allar hafa þessar hryssur skilað frábæram gæðingum og kyn- bótahrossum og víst er að ekki verð- ur síður spennandi að sjá þeirra hópa en stóðhestanna. LM punktar Mótsskrá Ekki er rétt að allt upplag mdts- skrárinnar verði innbundið eins og kom fram í síðasta hestaþætti. Stærstur hluti upplagsins verður áfram í kiljuformi og mun kosta 1500 krónur en lítill hluti þess verð- ur innbundinn, aðallega hugsaður fyrir þá sem safna mótaskrám. Litasýning Vegleg litasýning verður á flöt- inni skammt fýrir innan aðalhliðið. Þar verður reynt að sýna sem flesta hrossaliti sem finnast í íslenska hrossakyninu og hafa hestaeigend- ur brugðist vel við. Landsmótsgest- um gefst því einstakt tækifæri til að sjá litadýrð íslenska hestsins á einu bretti. Útlendingar Á undanfömum landsmótum hafa ýmsar tölur heyrst um fjölda út- lendinga sem sækja mótin. Áætlanir um íjölda hafa sjaldan staðist og erfitt hefur reynst að fá nákvæmar tölur. Nú ætla forsvarsmenn LM 2000 og Landssamband hesta- mannafélaga að reyna að gera könnun á hve margir koma á mótið og afhenda sérstök eyðublöð við innganginn. Myndband Landsmót 2000 verður kvikmynd- að og efnið gefið út á myndbandi eftir mót. Samið hefur verið við hina margreyndu hestakvikmynda- tökumenn Svein M. Sveinsson i Plús film og Bjama Þór Sigurðsson um að sjá um kvikmyndatökuna. Hópreið Þrátt fyrir tilmæli stjórnenda LM 2000 til aðildarfélaga Landssam- bands hestamannafélaga um að skipuleggja þátttöku félaga sinna í hópreiðinni miklu sem fer af stað kl. 15.30 í dag frá skeiðvellinum hefur fátt verið um svör. Er því á þessari stundu alveg rennt blint í sjóinn hvað varðar þátttöku. Þeir sem ætla að taka þátt í hópreiðinni þurfa að mæta kl. 13.30 og hafa samband við forsvarsmenn síns félags. Fyrir hóp- reiðinni ríður kona í söðli en síðan kemur forreið með forseta íslands, borgarstjóra, ráðherrum og fleir- um. Félagar í Fáki koma þar næst og á eftir þeim koma félögin í staf- rófsröð. Mælst var til þess að hvert félag væri í samræmdum búningum. Keilir frá Miðsitju úr leik Ljóst er að stóðhesturinn Keilir frá Miðsilju mun ekki mæta í kyn- bótasýningu landsmótsins þar sem hann heltist fyrir skömmu og er ekki orðinn góður. Fyrir allnokkru sfðan virtist sem klárinn hafi tognað í nára þegar hann var að gagnast hryssu en hafði jafnað sig á þvf. Á mánudagsmorgni fyrir rúmri viku var hins vegar komið að honum draghöltum á framfæti í stíu sinni og nú mun Ijdst að hann mun ekki mæta til leiks. Er Keilir kominn austur í Árbæ í Landsveit þar sem hann er byijaður að sinna skyldu- störfum í litlum mæli en verður sett- ur í girðingu um leið og haiin verð- ur búinn að jafna sig að fullu. LM 2000 á mbl.is Fjallað verður jafnóðum um at- burði á LM 2000 á Fréttavef Morg- unblaðsins. Hægt verður að nálgast fréttimar frá forsíðu mbl.is eða frá íþróttavef mbl.is undir Hestar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.