Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 49 UMRÆÐAN Nú er nóg komið FRÁ SÍÐASTA fundi Jafnréttis- ráðs sem haldinn j var í lok maí þar sem félagsmála- ' ráðherra tilkynnti ráðsmönnum og starfsfólki þá ákvörðun sína að flytja hina nýju Jafnréttisstofu út á land hefur margt verið sagt sem betur hefði verið ósagt látið. Flutn- ingur stofunnar er vandmeðfarinn, öfgar á báða bóga eru ekki viðkom- andi málaflokki til framdráttar. Við val á staðsetningu þarf að Jafnréttisráð Ég get engan veginn tekið undir neikvæð ummæli, segir Elín R. Líndal, sem fallið hafa um starfsmenn skrif- stofu jafnréttismála. skoðast hverju sinni hvert umfang og eðli starfseminnar er. Ef það er gert hef ég fulla trú á að starfsemi opinberra stofnana, þar með talið Jafnréttisstofu, geti þrifist og blómstrað á landsbyggðinni. Þar sem og annars staðar er fólk sem er tilbúið að takast á við krefjandi og framsækin verkefni. Jafnréttisstofa sem og aðrar stofnanir byggir mest á því starfsfólki sem þar starfar hverju sinni ásamt því fjármagni sem skaffað er til að- gerða. Sem formaður Jafn- réttisráðs sl. fimm ár hef ég starfað með því fólki sem nú lætur af störfum við flutning skrifstofunn- ar. Þann tíma hefur skrifstofan verið mönnuð mjög hæfu starfsfólki. Umrætt starfsfólk hefur viðamikla þekkingu og hefur unnið mjög vel að framgangi jafnréttismáía þennan tíma. Því getur undirrituð engan veginn tekið undir neikvæð um- mæli sem fallið hafa um starfs- menn skrifstofu jafnréttismála. Eðlilega geta verið skiptar skoð- anir á því hverju sinni hvar helstu áherslur liggja, svo sem erlent samstarf, samstarf við jafnréttis- nefndir sveitarfélaga, vinnumark- aðinn og svo mætti áfram telja, því starfsemin er fjölþætt og viðamik- il. En það skal upplýst að á þessum árum hefur ekki komið fram óánægja með þau fjölmörgu verk- efni sem skrifstofan hefur unnið fyrir ráðuneytið, eða komið ábend- ing frá félagsmálaráðuneytinu um að með öðrum hætti skyldi unnið en gert var. Svo mörg eru og verða þau orð. Höfundur erfyrrv. form. Jafnréttísráðs. EIÍnR. Lrndal Onákvæmur Davíð ÞAD ER ágætt að Davíð Oddsson, fyrr- verandi borgarstjóri í Reykjavík, skuli hafa blandað sér í umræður um kosningaúrslit í Reykjavík. Umfjöllun hans er samt mjög tak- mörkuð og þar með ónákvæm þar sem hann kýs að fjalla aðallega um úrsht kosninga þeg- ar hann er borgar- stjóraefni sjálfur, þ.e. 1982,1986 og 1990 en í öll skiptin hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn meiri- hluta atkvæða. En hvað með öll hin skiptin þegar Sjálfstæðisflokkurinn hélt völdum með minnihluta kjósenda á bak við sig? Þegar úrslit borgarstjórnar- kosninga frá 1930, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn býðm- fyrst fram, til ársins 1978, en það eru 13 kosningar, eru skoðuð kemur í ljós að í 7 kosningum hafði Sjálfstæðisflokkurinn minni- hluta atkvæða á bak við sig en hélt völdum í öll skiptin nema eitt, þ.e. ár- ið 1978. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta 1934, 1942, 1946, 1954, 1966,1970 og 1978. Athyglisvert er að skoða í þessu samhengi að Bjarni Benediktsson sem kosinn var borgar- stjóri árin 1942 og 1946 var ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Tilkoma Reykjavík- urlistans markar tíma- mót í tvennum skiln- ingi. í fyrsta lagi tryggir hann að öll at- kvæði andstæðinga Sjálfstæðisflokksjns nýtist til fulls. í öðru lagi er í fyrsta sinn boð- ið upp á borgarstjóra- efni. Davíð Oddsson slapp við að mæta sam- eiginlegu liði andstæðinganna með borgarstjóraefni. Spyrja má hvort honum hefði tekist að bera sigurorð af slíku mótframboði á sinni tíð með jafn öflugu borgarstjóraefni og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir er. Það breytir því aftur á móti ekki að Davíð Oddsson reyndist vel sem borgarstjóri. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að Framsóknar- flokkurinn komi Sjálfstæðisflokknum til hjálpar í Reykjavík með því að kljúfa sig út úr Reykjavíkurlistanum þótt ágætlega fari á með ráðherrum Alfreð Þorsteinsson Hreinn kroppur alltaf ailwtanaf „Sturta"án vatns, sápu og handklæðis 8 stórir rakir.„Sports & Leisure Wash" þvottaklútar. Frabært í bílinn, fellihýsið, bakpokann, bátinn, töskuna eða hvar sem er. Verstöðin ehf. Sliuris & Leisnre lfllMll Suðurlandsbraut 52, s. 588 0100 Fást um land allt. Borgarstjórn Tilkoma Reykjavíkur- listans, segir Alfreð Þorsteinsson, markar tímamót. Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Það er allt annað mál og kem- m- borgarstjórnarmálum ekkert við. Höfundur er borgarfulltrúi í Reykjavík. Vega dagur í Lyfju Lágmúla Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag Kemurþér beint að efninu! o * Ótvíræður kostur þegar draga á úr ólykt. Lykteyðandi innan frá, vinnur gegn andremmu, svitalykt og ólykt vegna vindgangs, kemur lagi á meltinguna. LYFJA Lyf á lágmarksverði Lyfja Lágmúla • Lyfja Hamraborg ® Lyfja Laugavegi Lyfja Setbergi* Útibú Grindavík* : öruggir félagar í umferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.