Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Kvöldgangan og klaustursýn- ingin í Viðey ÞRIÐJUDAGSKVÖLDGANGAN í Viðey verður að þessu sinni um slóðir Jóns Arasonar í eynni. Farið verður með Viðeyjarferju úr Sundahöfn kl. 20. Gangan hefst í kirkjugarðinum. . Þaðan verður gengjð niður fyrir Heljarkinn en síðan út fyrir Sjónar- hól og yfir á Virkið sem talið er að Jón biskup hafi látið byggja í eynni árið 1550. Þaðan verður haldið að minnismerkinu um þá er drukkn- uðu í Faxaflóa í veðrinu mikla þeg- ar kútter Ingvar fórst við eyna 1906. Loks verður haldið framhjá Sauðhúsavör, um Hjallana og heim að kirkju aftur. Þetta er ein stysta gangan í Viðey, tekur innan við tvo tíma. Eyjan sjálf og nágrenni henn- ar geyma staði sem eiga skemmti- lega sögu og fróðleik sem reynt verður að draga fram í dagsljósið. Göngufólk er minnt á að vera búið eftir veðri, ekki síst til fót- anna. Gjald er ekki annað en ferjutoll- urinn, 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Klaustursýningin í Viðeyjarskóla hefur fengið góða dóma. Almennt er hún opin frá kl. 13.20 til 16.10 virka daga en til kl. 17.10 um helg- ar. Enginn aðgangseyrir er tekinn en sýningarskrá er til sölu á 400 kr. Hópar geta fengið sérstaka leið- sögn um sýninguna. Reiðhjól er hægt að fá lánuð end- urgjaldslaust við bryggjusporðinn, hestaleigan er að starfi og veitinga- húsið er opið. Þar er sýning á forn- um, rússneskum íkonum og róðu- krossum. tT Heilsubótardagar á Sólheimum í Grímsnesi HEILSU- og friðardagar verða haldnir í þriðja sinn á Sólheimum, en þeir hafa verið haldnir í fjölda ára og þar af lengst á Reykhólum í A-Barðastrandarsýslu. Hjónin Sigrún Olsen og Þórir Barðdal standa fyrir friðardögimum. I fréttatilkynningu segir: trk6- almarkmiðið er að læra djúpslök- un og styrkja innri frið. Það er boðið upp á góðan grænmetismat og á Sólheimum er ræktað lífrænt grænmeti. En þetta er heildrænt starf hjá Sigrúnu og Þóri og er unnið jafnt með líkama, huga og sáL“ Þeir hópar sem eftir eru af þessu sumri eru 6.-10. júlí, 27.-31. júlí og 17.-21. ágúst. Nánari upp- lýsingar eru veittar hjá Sigrúnu Ölsen eða í Sólsteinum við Lund í Kópavogi. Gróðursetning í Sandahlíð í Garðabæ SÍÐASTI gróðursetningardagur í Sandahlíð í Garðabæ verður í dag 4. júh'. Mæting kl. 20. Grillað verður að lokinni gróðursetningu og kemur hver með sitt eftirlæti á grillið. Kvöldganga verður fimmtudag- inn 6. júh' nk., gengið verður á Keili og er brottfor frá Shell-stöðinni í Smáranum kl. 18:30. Reynt verður að samnýta bíla. VELVAKAMÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lítil ástarsaga EG ákvað að skrifa ykkur þetta bréf því að þið fáið svo mikið af kvörtunar- bréfum og mér datt í hug að þið hefðuð gaman af því að fá eitthvað jákvætt. Mig langar til að þakka ykkur fyrir gott blað og það er Morgunblaðinu að þakka að ég fann ástina mína. Þegar ég var 18 ára (1994) gella úti í sveit ákvað ég einn daginn að kíkja í Moggann og rak augun al- veg óvart í pennavinadálk- inn. Þar voru nokkur nöfn en augun festust við eitt nafn, Hans Vancostenoble, fæddur ’77, franskur strák- ur. Ég skrifaði honum bréf og fékk jákvætt svar til baka fljótlega. Ári eftir að ég skrifaði honum mitt fyrsta bréf kom hann til Is- lands og heimsótti mig. Um leið og við hittumst var eins og tíminn stæði í stað og það fóru undarlegir straumar á milli okkar. Það var eins og við hefðum þekkst alla ævi, við gátum talað endalaust um allt og ekki neitt Og eftir að hafa smakkað mina frábæru pitsu fékk hann samstun- dis matarást á mér. Dag- inn sem hann kom var ynd- islegt veður og við skelltum okkur í göngutúr upp í Akrafjall, þar fund- um við stein sem var eins og hjarta í laginu og mér fannst sem það táknaði eitthvað. Daginn eftir flaug hann burt til Frakklands og allt varð svo tómlegt og mér fannst að hluti af mér hefði farið með honum. Það var svo ekki fyrr en árið 1997 sem við hittumst aftur, þá var ég starfandi sem au pair í Portúgal og fékk að fara í viku til Frakklands og heimsækja Hans. Það voru magnaðir endurfundir þar sem neist- amir flugu á milli okkar, samt var það svolítið vand- ræðalegt því við hugsuðum bæði það sama, en töluðum ekki um það. Daginn eftir komu mína réðum við ekki lengur við tilfinningar okk- ar og byrjuðum saman. Við eyddum ævintýralegri viku saman og mér leið eins og í ástarsögu þar sem allt er svo fullkomið. Þar kom að því að ég færi aftur með rútunni til Portúgals, mér fannst sem hjartað væri slitið úr mér þegar ég hafði kvatt hann. Sem betur fer kunni fólkið í rútunni að synda, því annars hefði það drukknað í táraflóðinu. Ég fór að lokum heim til Is- lands í pörtum (það var nett pirrandi að vera ekki heil manneskja), aðstæður voru þannig að okkur var meinað að vera saman, en við héldum áfram að skrifa hvort öðru og reyndum að hitta annað fólk, en það gekk aldrei neitt. Ég gafst fljótlega upp á kuldanum hér og flúði aft- ur í hlýjuna í Portúgal og var þar í átta mánuði. Þar gafst okkur tækifæri til að vera aftur saman. Hann kom í júh' 1998 og var hjá mér í tvær yndislegar vik- ur. Að loknum þessum tveimur vikum vorum við slitin sundur enn á ný. Enn einu sinni reyndum við að vera með öðrum en það gekk ekki heldur upp í þetta sinn, því við gátum ekki hætt að hugsa hvort um annað. Hann sendi mér fallegt ástarljóð eitt sinn, sem fékk mig til að tárast og ég sem er svo lélegt ljóðskáld reyndi að krafsa eitthvað niður á blað sem ég kalla ástarljóð. Haustið 1999 byrjaði ég sálfræðinám við Háskóla Islands og í desember hringdi Hans í mig og sagðist vilja koma og heim- sækja mig í janúar og auð- vitað hoppaði ég hæð mina af gleði. Svo koma hann í byrjun janúar á þessu ári og var hér í yndislegar tvær vikur og við veltumst um í snjóbyl og rigningu. Við trúlofuðum okkur því okkur fannst ekkert vit í að reyna að vera með ein- hverjum öðrum þegar við höfðum aðeins tilfinningar hvort til annars. Tíminn verður svo að leiða í Ijós hvað verður seinna meir. En ég verð hjá honum á Kýpur í sumar, hann er nefnilega í hótelgeiranum og vinnur sem yfirþjónn á hóteli á Kýpur. Mig langaði bara til að segja ykkur frá því hvað Morgunblaðið hefur gert fyrir mig og mig langar að þakka ykkur öllum sem vinnið á Morgunblaðinu og eigendum blaðsins. Rannveig Jóhannsdóttir. Tapað/fundió Fatnaður fannst á Landakotstúni HRÚGA af fatnaði fannst á milli trjánna á Landa- kotstúni fyrir nokkru. Þetta voru alls konar föt, vettlingar og margt fleira. Upplýsingar í síma 551- 4887. Dýrahald Kettlingar í KR-Iitunum UNGIR og efnilegir kettl- ingar í KR-litunum, stelpa og strákur, fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 899-5796 eða 551- 5796. Grágrænn páfagauk- ur flaug að heiman GRÁGRÆNN páfagaukur flaug út um svaladymar á Fannafold 197 laugardag- inn 1. júlí sl. Ef einhver hefur orðið hans var er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 587-9055. Gári í óskilum HVITUR og ljósblár gári fannst við Meistaravelli sl. sunnudagskvöld. Uppl. í síma 551-4968. Eruð þér að segja mér að þér hafið verið í hern- um í 38 ár án þess að hafa drepið einn einasta mann. Efþú ert mitt bam, þá farðu í bað. Ef svo er ekki, þá snaut- aðu heim til þín. Verktaka og framleiðslufyrirtæki: . Tii sölu lítil naglaverksmiðja sem framleiöir 2ja til 4ra tommu saum. Hraðvirk og einföld. Nægur markaður fyrir þessa vöru. Þarf góðan bílskúr. 2. Mjög góður körfubíll til sölu í frábæru viðhaldi. 50 kw rafstöð fylgir með ef vill. Fastir og góðir viðskiptavinir. Laus strax. 3. Steinsögun, kjamaborun og smámúrbrot. Sami eigandi í 9 ár. Næg verkefni, góð velta. Laus strax ef vill. 4. Verktakafyrirtæki til sölu með 30 feta trailer með tonnmetra krana. Sjálfstæð dæla með 1000 bör með 1301 pr. mín 350 hest- öfl. Vél, Man diesel. Fullt af slöngum og aukahlutum fylgir með. Elstir og þekktastir í faginu. Fastir stórir viðskiptavinir. Sami eigandi í 10 ár. Sölu- og veitingastaðir: 1. Einn nýjasti og glæsilegasti matsölustaður landsins á frábærum stað. Öll tæki ný, allt nýtt og gott. Mikil aðsókn frá byrjun og ört vaxandi. Góður kokkur á staðnum sem getur haldið áfram. Heitasti tískustaðurinn í dag. 2. Ein þekktasta ísbúð landsins til sölu. Selur mikinn ís allt árið, grill, sælgæti og með stóra myndbandaleigu. Sæti fyrir 12 manns. 3. Nýinnfluttur sölutum sem framleiðir litla ameríska kleinuhringi sem em svo vinsælir. Hægt að ferðast með hann hvert sem er, vinsæll á hestamótum, Halló Akureyri og hvar sem er. Fullkom- in tæki. 4. Sölutum sem er nú úti á landi og selur mest pizzur, smurt brauð, pylsur og getur einnig haft hamborgarapönnu. Einstak- lega snyrtilegur og vel tækjum búinn. hægt að flytja hvert á land sem er á vörubílspalli. Gott verð. Mikið úrval af ýmsum veitingastöðum til sölu ásamt veislustöðum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. mTTTTiTTgTTTI^ITYITTl SUOURVE R I SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Víkverji skrifar... MÖRGUM þótti í upphafi fráleit sú hugmynd Jóns Jónssonar þjóðfræðings frá Steinadal að setja upp galdrasýningu á Ströndum í þeim tilgangi að laða að ferðafólk. Er það ekki furða, galdrar og galdraofsóknir eru heldur fráhrind- andi óhugnaður. En Jón og félagar hans gáfust ekki upp, héldu undir- búningi áfram með stuðningi heima- manna sem ekki skammast sín fyrir galdraarfinn og að lokum tókst þeim að sannfæra þá, sem halda um sameiginlega buddu landsmanna, um að vert væri að styðja framtakið. Áformin eru metnaðarfull, að byggja upp sögusýningu um galdra- öldina á fjórum stöðum í sýslunni þannig að galdrarnir geti dregið ferðafólk um allar Strandir. Fyrsta áfanga er lokið, uppbyggingu galdrasýningar á Hólmavík. Víkverji hefur átt þess kost að skoða sýninguna. Hann verður að viðurkenna að fyrirfram var hann með ákveðna fordóma gagnvart þessu efni, taldi að upprifjun á galdraofsóknum væri ekki upplifun sem ferðafólk kysi sér helst í fríinu. En álitið breyttist við skoðun sýn- ingarinnar. Óhugnaðurinn er vissu- lega fyrir hendi, nægir að nefna ná- brókina því til staðfestingar, en sýningin er mjög skemmtilega upp sett og þótt hún sé ekki stór enn sem komið er veitir hún góða innsýn í viðfangsefnið. Eftir þessa reynslu er Víkverji kominn á þá skoðun að það kunni að vera rétt hjá aðstand- endum sýningarinnar að dulúðin og ofsóknirnar virki spennandi og geti dregið að ferðafólk. xxx Ví KVERJI tekur eftir því að rík- issjóður styður vel við ýmis verkefni á landsbyggðinni sem áhugafólk um menningu eða menn- ingartengda ferðaþjónustu stendur fyrir. Auk galdrasýningarinnar á Ströndum hefur Víkverji átt þess kost að fylgjast með uppbyggingu skála Eiríks rauða í Dölum, Vestur- farasetursins á Hofsósi og menning- armiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði. Ríkið kemur myndar- lega til móts við heimafólk í öllum þessum tilvikum og sjálfsagt mörg- um öðrum. Auðvitað má deila um það hversu háum fjárhæðum á að útdeila í heild eða í einstök verkefni af þessu tagi. Víkverji dagsins hefur ekki næga yfirsýn til að geta mynd- að sér skoðun á því en telur að vel hafi tekist til í umræddum verkefn- um og að fæst þeirra hefðu orðið að veruleika án verulegs stuðnings úr sameiginlegum sjóðum lands- manna. xxx AÐ var vel við hæfi að áhöfn víkingaskipsins íslendings hæfi með formlegum hætti ferð sína til Grænlands og Vínlands hins góða á Eiríksstöðum í Haukadal. Á fæð- ingarstað Leifs heppna hefur verið byggður upp skáli Eiríks rauða og Þjóðhildar og er hönnun hússins byggð á fomleifarannsóknum á tóft- um sögualdarbæjarins sem þarna er á næstu grösum. Vel hefur tekist til við uppbygginguna enda hinir bestu fagmenn kallaðir til við rannsóknir, hönnun, hleðslu og trésmíðar. Skál- inn er opinn fyrir ferðamenn í sum- ar og getur fólk áttað sig nokkuð á því við hvaða aðstæður íbúar lands- ins bjuggu á víkingatímanum. Gest- ir geta séð rúmið sem Leifur Eiríks- son fæddist í og sest við setstokkinn, ástæðu vígaferlanna sem hrundu þeirri atburðarás af stað er leiddi til þess að Eiríkur fluttist til Grænlands og Leifur fann Ameríku. Til að minnast landafundanna fyrir 1000 árum verður haldin fjöl- skylduhátíð Leifs Eiríkssonar í Haukadal dagana 11. til 13. ágúst í sumar. Eins og það var viðeigandi að Islendingur sigldi formlega frá Dölum í kjölfar Eiríks og Leifs er það viðeigandi að haldið sé upp á af- mæli landafundanna á fæðingarstað Dalamannsins Leifs heppna. Víkverji hefur það fyrir satt að hugmyndin að þessari myndarlegu þátttöku Dalamanna í hátíðahöld- unum vegna landafundaafmælisins hafi fæðst fyrir framan sjónvarpið í stofu oddvita Dalabyggðar. Fyrir nokkrum árum var Sigurður Rúnar Friðjónsson að horfa á frétt um að þessi tímamót væru að nálgast og hugsaði með sér að Dalamenn yrðu að nýta sér að það voru Dalamenn sem voru í aðalhlutverkinu fyrir 1000 árum. Stór hluti hugsjóna odd- vitans er nú að rætast og má geta þess að það er faðir hans, Friðjón Þórðarson fyrrverandi alþingismað- ur og ráðherra, sem stýrt hefur framkvæmdum á öruggan hátt sem formaður Eiríksstaðanefndar frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.