Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 26
26. ÞjRJÖJUÐÁliUK 4. juik Z0)M
ERLENT
ívíuKGUNBuAÐJU
íranskir gyðing-
ar dæmdir
Sakaðir
um „víð-
tækar
njósnir“
Tehcran, New York. AFP, AP.
ÍRANSKIR gyðingar sem
fundnir voru sekir um njósnir í
þágu ísraels voru flæktir í víð-
tæka njósnastarfsemi er beind-
ist að herstöðvum, iðnaði og
seðlabankanum að því er emb-
ættismaður í íranska dóms-
kerfinu sagði í gær.
Gyðingamir tíu voru á laug-
ardaginn dæmdir í fangelsi í
borginni Shiraz í suðurhluta ír-
an. Embættismaðurinn sagði
enn fremur í viðtali við íranska
blaðið Jomhuri Eslami að hluta
dómsins yrði haldið leyndum af
öryggisástæðum.
Sakbomingamir vom
dæmdir í fjögurra til þrettán
ára fangelsisvistar. Þá vora
tveir múslimar fundnir sekir.
Þrír gyðingar og tveir múslim-
ar vora sýknaðir. Samkvæmt
dómsúrskurðinum tóku hinir
sakfelldu þátt í starfsemi
njósnahrings sem hóf starfsemi
fyrir rúmlega tuttugu áram.
Leiðtogar gyðinga í Banda-
ríkjunum hvöttu til harðari
refsiaðgerða gegn Iran í kjölfar
dómsúrskurðarins. „íran verð-
ur að gjalda þessa,“ var haft
eftir Eliot Engel frá New York
sem ásamt 150 öðram gyðinga-
leiðtogum mótmælti við bæki-
stöðvar sendinefndar Iran hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Courtney Ravenscrough, Qögurra laug í sundhöllinni í Leawood í horfur á að breyting verði á því
ára, reynir með takmörkuðum ár- Kansas í Bandaríkjunum. Þar var blíðviðri næstu daga. Ef eitthvað er
angri að fá sér vatnssopa í buslu- sólskin og 34 stiga hiti í gær og ekki mun hlýna um fáeinar gráður.
Blíðviðri í Kansas
Rjósendur í Mongólíu sýna óánægju sína með umbótaáætlun stjórnarinnar
Fyrrverandi kommún-
istar vinna stórsigur
Úlan Bator. AP, Reuters.
FYRRUM ráðamenn úr röðum
kommúnista unnu mikinn kosninga-
sigur í þingkosningum í Mongólíu um
helginaoghafanú
heitið því að
hægja á því hraða
umbótaferli sem
lýðræðissinnar
hrintu í fram-
kvæmd fyrir fjór-
um árum. Sigur
Byltingarflokks
mongólsku þjóð-
arinnar (MPRP),
sem hélt um
stjómartaumana frá 1920 til 1996, er
talinn benda til útbreiddrar óánægju
með umbótaáætlun ríkisstjómar síð-
ustu ára auk þess sem ýmis
hneykslismál fráfarandi stjórnarliða
spilltu fyrir árangri þeirra.
Ríkisútvarp Mongólíu sagði frá því
í gær að MPRP hafi unnið 72 af 76
þingsætum á mongólska þinginu.
Talningu allra atkvæða hafði þó ekki
verið lokið og töldu kosningaeftirlits-
menn að endanlegra úrslita yrði ekki
að vænta fyrr en í dag.
Kosningabarátta í anda Blairs
Stjómmálaskýrendur sögðu í gær
að líklegt væri að MPRP myndi
hægja á öllum markaðsumbótum sem
stjóm Lýðræðisbandalagsins beitti
sér fyrir í stjómartíð sinni. Undan-
farin ár hafa verið einkar erfið fyrir
2,4 milljónir íbúa landsins og er al-
menn fátækt orðin afar útbreidd.
MPRP hefur hagnast á almennri reiði
í garð stjómarflokkanna en samstarf
þeirra hefur að undanfomu einkennst
af mikilli sundrungu. Þá hefur þeim
verið kennt um miklar efnahagslegar
þrengingar sem komið hafa í kjölfar
tilmæla Aiþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Úrslit kosninganna era talin mikill
persónlegur sigur fyrir N. En-
khbayar, einn leiðtoga flokksins, og
þykir hann líklegur til að taka við
stjómartaumunum. Enkhbayar hef-
ur stundað nám í Bretlandi og Rúss-
landi og þótti kosningabarátta hans
bera nokkum keim af stefnumiðum
breska verkamannaflokksins undir
stjóm Tonys Blairs. Enkhbayar full-
yrti í sigurræðu í gær að MPRP
myndi ekki beina Mongólíu á braut
kommúnisma og líkti framtíðarstjóm
við stjómarsetu jafnaðarmanna í
Frakklandi og Bretlandi. „MPRP
hefur lært mikið á undanfomum fjór-
um áram. Á næstu fjórum áram mun-
um við vinna náið með mongólsku
þjóðinni. Mongólíubúar era að átta
sig á að galdraþulur líkt og einkavæð-
ing leiða ekki sjálfkrafa af sér aukin
lífsgæði," sagði Enkhbayar í gær.
Strax í gær er víst þótti að MPRP
myndi vinna stórsigur lýstu leiðtogar
flokksins því yfir að munaðarlaus
böm og böm hirðingja myndu njóta
ókeypis skólagöngu.
Ganga Oraníumanna á
Norður-Irlandi bönnuð
Belfast. AP.
YFIRVÖLD á Norður-írlandi lýstu
því yfir í gær að Óraníugangan,
skrúðganga mótmælenda um hverfi
kaþólskra í Portadown sem fyrirhug-
að var að halda nk. sunnudag, skyldi
ekki fara fram í ár og kom ákvörð-
unin í kjölfar átaka lögreglusveita og
mótmælenda við hverfi kaþólskra um
helgina. Nefnd sú sem tekur ákvörð-
un um framgang árlegra gangna
mótmælenda og kaþólskra sagði í
gær að þótt Óraníugangan hefði ver-
ið bönnuð gæti verið að mótmælend-
um yrði leyft að ganga fylktu liði um
Garvaghy-stræti ef Öramumenn létu
af mótmælum sínum og hefðu sam-
ráð við kaþólska í Portadown.
Tony Holland, formaður göngu-
nefndarinnar, sagði í gær að ákvörð-
unin hafi verið tekin með hliðsjón af
því að Óraníumenn hafi ítrekað huns-
að tilmæli um samráð við íbúa Gar-
vaghy-strætis og að þeir bæra að
hluta til ábyrgð á aukinni spennu í
Portadown.
Á sunnudag bratust út átök milli
hóps mótmælenda og lögreglusveita
nærri Dramcree kirkju eftir að Ór-
aníumenn vora hindraðir í göngu
sinni um Garvaghy-stræti. Sjö lög-
reglumenn særðust í átökunum eftir
að um 500 manns hentu grjóti, flösk-
um og öðra lauslegu að lögreglunni.
„Röng ákvörðun"
.Ákvörðunin er í grandvallaratrið-
um röng og mun gefa íbúum Garvag-
hy-strætis færi á að sitja með hendur
í skauti og aðhafast ekkert," sagði
David Jones, talsmaður Óraníu-
manna í gær. Sagði hann að ákvörð-
unin skapaði valdatóm sem auðveld-
lega yrði fyllt af fólki sem gripi til
ofbeldisaðgerða. Harold Gracey,
leiðtogi Óraníumanna, sagði stuðn-
ingsmönnum sínum eftir átökin á
sunnudag að baráttan muni fram
halda eins lengi og nauðsyn krefði.
Portadown-gangan, þar sem þess
er minnst er Vilhjálmur af Óraníu
sigraði kaþólikka árið 1690, hefur
valdið átökum hvort sem lögregluyf-
irvöld hafa leyft göngu Óraníumanna
eða ekki. Árin 1996 og 1997 urðu lög-
reglusveitir að fjarlægja kaþólikka af
Garvaghy-stræti sem leiddi til ákafra
mótmæla þeirra. Bannað hefur verið
að ganga upphaflegu leiðina síðan
1998 og hafa mótmælendur tekið því
afar illa.
Hvarf
Castros
vekur
furðu
MIKLAR bollaleggingar hafa
verið um það á Kúbu undan-
fama daga hvers vegna ekki
hafi sést til ferða Fidels Castros
um nokkurt skeið. Hefur það
vakið mikla furðu að Castro lét
ekki sjá sig er tugþúsundir
Kúbveija fögnuðu endurkomu
drengsins Elians Gonzales eftir
veru hans í Bandaríkjunum en
heimkoma hans er talin vera
mikill sigur fyrir Kúbuleiðtoga.
Á meðan Elian var í Bandaríkj-
unum mætti Castro nokkram
sinnum í viku í sjónvarpsútsend-
ingu og ræddi mál drengsins en
til hans hefur ekki sést í meira
en viku. Þá lét hann ekki sjá sig
er Elian og fjölskylda hans lentu
í Havana. Segja fréttaskýrend-
ur að þetta megi rekja til þess að
Castro sé í mun að sýna Banda-
ríkjamönnum fram á að hann
hyggist ekki nota drenginn í
póUtískum tilgangi.
Ofbeldi veld-
ur áhyggjum
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, lýsti í gær yfir stríði
á hendur ofbeldishneigðum
drykkjumönnum á glæparáð-
stefiiu þar sem ætlunin er að
endurvekja traust umheimsins á
Bretlandi sem landi laga og
reglna. Kemur yfirlýsingin í
kjölfar fréttaflutnings í banda-
rískum fjölmiðlum um að í Bret-
landi ríki mikil glæpaalda sem
líkja megi við Bandaríkin og of-
beldisverka þeirra er breskar
fótboltabuUur hafa staðið fyrir í
tengslum við Evrópukeppni
landsUða í knattspymu á megin-
landinu. Segjast stjómarliðar
vera opnir fyrir öllum tilmælum
lögregluyfirvalda um hvemig
taka beri á vaxandi tíðni ofbeld-
is.
Illviðráðan-
leg veira
SJÖ manns hafa látist í Japan að
undanfomu eftir að hafa sýkst
af sömu veiranni eftir legu á
sjúki-ahúsi í Osaka. Að sögn yf-
irlæknis sjúkrahússins í Osaka
lést fólkið eftir að hafa sýkst af
veirunni á undangengnum
tveimur mánuðum. Sagði hann
að staðfest hafi verið að sjö aðrir
sjúklingar sem vistaðir séu á
sjúkrahúsinu hafi serratia
marcescens-veiruna og væra í
gjörgæslu vegna þessa. Ekki er
enn ljóst hvemig veiran breidd-
istút.
Powell
utanríkis-
ráðherra?
COLIN PoweU, einn virtustu
hershöfðingja Bandaríkjahers,
mun verða skipaðui’ í stöðu ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna
ef George W. Bush sigrar í for-
setakosningunum síðar á árinu
að sögn háttsettra manna í
bandaríska repúblikanaflokkn-
um. Er talið að fyrirhuguð skip-
an Powells í stöðuna muni þagga
niður í þeim gagnrýnisröddum
sem kveðið hafa að Bush skorti
reynslu í utanríkismálum auk
þess sem sá hetjuljómi sem um
Powell leikur muni koma sér vel
í kosningaslagnum fram undan.