Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 0----------------------- MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN V arasöm efni í okkar ’daglega umhverfí UMRÆÐA um hættuleg efni í vörum sem eru ætlaðar til daglegra nota hefur verið nokkuð áberandi undanfarið. Þekking á áhrifum efna eykst sí- fellt og aðferðir til mæl- inga og rannsókna hafa -"^batnað. Einnig er nú horft til fleiri áhættu- þátta en fyrr við hættu- flokkun efna. Tæknin gerir okkur kleift að greina sífellt minna magn efna og einnig á stöðum eða í hlutum þar sem áður var erfitt að mæla. Þetta leiðir til þess að fréttir berast um að í ljós hafi komið að efni sem lengi hafa verið í notkun gætu verið hættuleg eða að hættuleg efni finnast þar sem menn áttu ekki von á þeim. Þalöt Undanfarið hafa svokölluð þalöt (en. phthalates) talsvert verið til um- ræðu. Þalöt eru hópur efna sem eru efnafræðilega skyld en þau hafa mis- munandi eiginleika. Algengasta notkun þalata er í plastiðnaði þar sem þau eru notuð sem mýkingarefni en þau finnast einnig í öðrum fram- leiðsluvörum, t.d. í snyrtivörum. Þalöt eru ódýr og einföld í fram- leiðslu. Þau hafa verið notuð frá því á fimmta áratugnum og lengi vel var gert ráð fyrir því að þau væru skað- laus. Mikil vinna hefur nú verið lögð í að meta hættuna af völdum þalata. -■'Menn hafa einkum haft áhyggjur af krabbameinsvaldandi áhrifum, áhrif- um á æxlun og hormónastarfsemi sem og umhverfisáhrifum. Ljóst er að ekki er hægt að setja öll þalötin undir sama hatt og eru sum þeirra skaðlegri en önnur. Ekki er talin stafa bráð hætta af efnunum heldur er hugsanlega um að ræða áhrif sem gætu komið fram við notkun i lengri tíma. Við mat á hættu verður meðal annars að líta á hvernig efnin eru notuð og hvar, í hve miklu magni og hversu fast bundin þau eru í vörunni. Einnig er skoðað hvaða möguleikar eru á að nota önnur efni í stað- inn. Rannsóknir sem þessar taka langan tíma og túlkun á niður- stöðum er vandasöm. Notkun takmörkuð Fyrsta skrefið sem stjómvöld hér á landi tóku til að takmarka notkun þalata var f>Tr á þessu ári þegar notk- un þeirra var bönnuð í leikfong og hluti úr mjúku plasti, ætluð bömum 3 ára og yngri. Banninu var einkum beint að hlutum sem ætla má að börn tyggi eða sjúgi. Efnin em hættuleg fyrst og fremst við inntöku en hætta af völdum snertingar er talin mun minni. Nú er verið að skoða hjá Evrópusamband- inu notkun þalata í öðram vöram. Ef talið verður nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða munu þær koma til framkvæmda hér á landi um leið og í öðrum Evrópulöndum. Þalötí sólarvörum Nýverið hefur notkun þalata í vör- ur eins og sólarvöm verið gagnrýnd en sú notkun er þó heimil samkvæmt reglugerðum. Gagnrýnin beinist einkum að því að hætta sé á að böm fái krem upp í sig, t.d. með því að setja fingur í munninn. I því sam- bandi er rétt að taka fram að þalöt eru ekki algeng í vörum af þessu tagi og vandfundnar eru sólarvörur á markaði hér á landi sem innihalda þalöt. Astæða er til að leggja áherslu á að afar mikilvægt er að notuð sé sólarvöm þegar við á, ekki síst á böm, því skaðsemi sólbmna er vel þekkt. Sambandið á milli sólbaða og húðkrabbameins er vel skilgreint og í raun miklu betur heldur en sam- svarandi hætta sem stafar af þalöt- um. Samkvæmt reglugerð er skylt að hafa fullkomna innihaldslýsingu á umbúðum snyrtivöm. Þetta gerir Forvarnir Mikilvægt er að við temjum okkur varúð við notkun efnavara, segir Bryndís Skúladóttir, og notum þær ekki nema þeirra sé þörf og förum sparlega með. neytendum kleift að velja vörur með tilliti til innihaldsefna. Löggjöfin Löggjöf um eiturefni og hættuleg efni er ætlað að halda utan um efna- notkun og stuðla að farsælli notkun efna. Frá árinu 1981 hefur verið gerð krafa um að ný efni fari ekki á Evrópumarkað nema þau hafi verið skoðuð með tilliti tij hættu fyrir menn og umhverfi. I Evrópu em skráð yfir 100.000 efni sem komu á markað fyrir 1981. Líklegt má tejja að um helmingur þeirra sé enn á markaði. Einungis hluti þessara efna hefur verið rannsakaður með tilliti til áhrifa á heilsu manna og umhverfi. Stjómvöld á evrópska efnahags- svæðinu vinna nú að því að rannsaka þau efni sem ófullnægjandi upplýs- ingar em til um en sú vinna er tíma- frek og henni miðar því hægt. Mikilvægt er að við temjum okkur varúð við notkun efnavara og notum þær ekki nema þeirra sé þörf og för- um sparlega með. Við þurfum að vera meðvituð um að hér þarf ekki allt að vera sem sýnist. Því er rétt að sýna ávallt aðgætni í meðferð efna- vöm, lesa vamaðarmerkingar og fylgja notkunarleiðbeiningum. Einn- ig er ástæða til að minna á að hættu- leg efni skal geyma á öraggum stað. Höfundur er efnaverkfræðingur og scrfræðingur hjd Hollustuvernd rfkisins. Bryndís Skúladóttir Hefur þú áhuga á að kaupa íbúð eða hús á Spáni? -HOMES-A-GOLF Viking - Casa-Expo*Costablanca Sími 0034 96 676 50 42. http://www.viking-homes.com Netfang: viking-homes@visual.es LAUFAS fasteignasala Suöurlandsbraut 46, sími 533 1111 Laufás hefur tekið að sér kynningu fyrir fasteignasöluna Viking-Homes & Golf. Fyrirtækið er í eigu norrænna aðila með m.a. íslenskum starfskröftum. Fyrirtækið hefur selt fasteignir við góðan orðstír frá 1982. Viking-Homes & Golf selur notaðar og nýjar fasteignir á Costa Blanca, svæð- inu í Torrevieja og víðar. Leitið upplýsinga um viku skoðunarferð. Á þessu svæði eru m.a.: ... og þrjár hvítar strendur. Þrír góðir 18 holu golfvellir Notkun fjár- muna Viðlaga- tryggingar LÖG um Viðlaga- tryggingu íslands vora sett á Alþingi í maí 1992. Þetta em mikils- verð lög sem hafa hvað eftir annað sannað gildi sitt. Þó hafa ósjaldan spunnist harðar deilur rnn túlkun laganna og notkun þeirra miklu fjármuna sem stjóm Viðlagatryggingar hef- ur úr að spila. Bjarni heitinn Bene- diktsson forsætisráð- herra sagði eitt sinn í ræðu eða grein að okk- ur bæri að fara að lög- um landsins en ef við væram ósátt við þau ættum við að reyna að fá þeim breytt. Ég hripa þessar línur í Moggann til að benda á nauðsyn breytinga á lögum Viðlaga- tryjggingar. I 21. grein laganna um Viðlaga- tryggingu íslands segir orðrétt: „Stjóm stofnunarinnar er heimilt að veita fé til rannsókna og til að styrkja framkvæmdir sem ætlað er að vama eða draga úr tjóni af völdum náttúra- hamfara. Arleg heildarfjárveiting í þessu skyni má þó ekki vera meiri en 5% af bókfærðum iðgjöldum síðasta árs.“ Ekki veit ég hver vora bókfærð ið- gjöld Viðlagasjóðs á síðasta ári en 5% af þeim gjöldum er vafalaust drjúg fjárhæð. Fróðlegt væri að vita hve stóram hluta hennar hefur verið varið til forvama og þá til hvers konar for- vama. Um þetta er spurt vegna nokk- urra árangurslausra tilrauna undir- ritaðs til að fá stuðning Viðlaga- tryggingar við framkvæmdir til að tryggja betur líf og limi sjúklinga og starfsfólks Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði gegn afleiðingum land- skjálfta. Fyrir nokkram áram var ákveðið að ganga skipulega til þess verks, að gera húsakynni Heilsustofnunar ör- uggari og hættuminni í fyrirsjáanleg- um jarðskjálftum, einkum í ljósi auk- innar hættu á sterkum Suður- landsskjálfta. Keypt var fullkomin rafstöð af gjaldþrota fiskeldisfyrirtæki enda rafmagnsleysi fylgifiskur jarðhrær- inga. Leitað var stuðnings Viðlaga- tryggingar vegna kaupanna en beiðn- inni hafnað. Nokkra síðar var ákveðið að líma svokallaða Armor Coat plastfilmu á allar rúður í húsnæði Heilsustofnun- ar. Þessi filma kemur í veg fyrir að gler þeytist í allar áttir ef hús skekkj- ast og brotna en slys af völdum gler- brota era mjög algeng í jarðskjálft- um. Þar sem stofnunin hafði hér nokkurt framkvæði í forvömum, sem flokkuðust greinilega undir 21. grein laga um Viðlagatryggingu, var sótt um styrk. Beiðninni var hafnað. Einu rökin fyrir synjuninni vora þessi: „...enda telst styrkveiting af þessu tagi ekki samrýmast ákvæðum laga um Viðlagatryggingu". Þó segir í fyrmefndri 21. gr. laganna: „Stjóm stofnunarinnar er heim- ilt að veita fé til rann- sókna og tO að styrkja framkvæmdir sem ætl- að er að varna eða draga úr tjóni af völdum náttúrahamfara". Þessum rökstuðningi fyrir sjmjun var ekki unað og umsóknin ít- rekuð. En enn var beiðninni hafnað. Og nú var ástæða neitunar öllu ítarlegri en áður og í lok hennar segir orð- rétt: „Stofnunin (þ.e. Viðlagatrygging br.höf.) viðurkennir út af fyrir sig þau rök Heilsustofnunar NLFÍ að klæðning á rúðum í heilsustofnuninni með um- ræddri plastfilmu kunni að geta kom- ið í veg fyrir tjón af völdum þess að gler splundrist í jarðskjálftum en stjóm Viðlagatryggingar hefir þrátt Viðlagatrygging * Akveða þarf hærri hundraðshluta til for- varna, segir Árni Gunn- arsson, og í stað heim- ildarákvæðis þarf að koma skylduákvæði. fyrir það eftir ítrekaða umræðu um beiðni yðar af framangreindum ástæðum samþykkt að hafna erind- inu.“ Þær framangreindu ástæður, sem vitnað er til, era þessar: „Stjóm stofnunarinnar hefur því markað þá stefnu að nýta þessa takmörkuðu heimild til styrkveitinga til forvama aðeins í óumdeildum tilvikum." Þrátt fyrir þessi viðbrögð Viðlaga- tryggingar var forvarnastarfi haldið áfram í Heilsustofnun NLFI með það að markmiði að koma í veg fyrir slys ogtjón. I stofnuninni era að jafnaði 140 til 150 sjúklingar og á annað hundrað starfsmenn. Það er mikilvægt að allt þetta fólk fái búið við fyllsta öryggi. Það hlýtur að vera hagur Viðlaga- sjóðs og þjóðarinnar allrar að reynt sé með öllum ráðum að draga úr tjóni og þar með útgjöldum vegna náttúru- hamfara. Og er þá komið að erindi þessa pistils. Það er nauðsynlegt og skyn- samlegt að gera breytingar á lögum um Viðlagatryggingu Islands, eink- um á 21. greininni, sem áður var nefnd. Akveða þarf hærri hundraðs- hluta til forvama og í stað heimild- arákvæðis þarf að koma skyldu- ákvæði. Tillaga, sem stefnir í þessa átt, mun hafa verið lögð fram á Al- þingi og væntanlega fær hún af- greiðslu á næsta þingi. Ámi Gunnnrsson er framkvæmda- stjóri Heilsustofnunar NLFÍ Árni Gunnarsson Armúl« 38, ÍPB Bayfc|«vlk, Siml: 588-501D SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur OÓuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.