Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Um 5% hækkun á fargjöldum í millilandafluffl Flugleiða
Flestar hækkanir á bil-
inu 1.000-3.800 krónur
LÆGSTU fargjöld Flugleiða til
Kaupmannahafnar hækka um 1.000
krónur, úr 14.900 í 15.900 krónur, í
kjölfar ákvörðunar félagsins um að
hækka almenn fargjöld í kringum 5%
frá 1. júlí. Einar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri stefnumótunar- og
stjómunarsviðs Flugleiða, segir að
flestar hækkanir á fargjöldum fé-
lagsins séu á biiinu 1.000-3.800 krón-
ur. Super Apexgjöld til Kaupmanna-
hafnar hækka um 1.600 krónur, úr
30.900 í 32.500 krónur, og Apexgjöld
um 2.200 krónur, úr 43.400 í 45.600
krónur. Super Apexgjöld til Balti-
more í Bandaríkjunum hækka um
3.400 krónur, úr 66.200 í 69.600 krón-
ur, og Apexgjöld um 3.800 krónur, úr
76.000 í 79.800 krónur.
Einar segir að þær hækkanir sem
ákveðnar hafa verið komi að litlu
leyti fram í sumar þar sem mikið af
ferðum fram að næsta hausti séu nú
þegar seldar. Meginástæðan fyrir
þeim hækkunum sem ákveðnar hafa
verið sé vegna aukins kostnaðar og
vegi þar þyngst hækkun á verði elds-
neytis og hækkun á launum hér á
landi.
Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam-
vinnuferða-Landsýnar, segir að ekki
séu uppi áform um hækkanir á far-
gjöldum í Flugfrelsi félagsins vegna
hækkana á verði eldsneytis að und-
anförnu en félagið muni þurfa að
fylgjast vel með þeirri þróun sem eigi
sér stað. Verð í Flugfrelsi hafi hins
vegar hækkað í byrjun maí síðastlið-
ins vegna hækkunar á gengi Banda-
ríkjadollars. Helgi segist skilja stöðu
Flugleiða og að hækkun félagsins nú
komi ekki á óvart.
Jón Hákon Magnússon, talsmaður
Go flugfélagsins á íslandi, segir að
forsvarsmenn félagsins hafi lýst því
yfir strax í byijun, þegar áætlanir
þess voru kynntar hér á landi, að far-
gjöld félagsins myndu haldast
óbreytt út sumarið. Hann segist ekk-
ert hafa séð frá félaginu sem bendi til
þess að breyting verði þar á.
Hækkanir hjá SAS en ekki hjá
British Airways og Lufthansa
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk frá Thomasi
Brinch, upplýsingafulltrúa SAS í
Kaupmannahöfn, eru ekki uppi áætl-
anir um almenna hækkun á verði
fargjalda hjá félaginu á næstunni en
þó megi gera ráð fyrir 1-2% hækkun
á flugleiðum félagsins frá Noregi og
Svíþjóð vegna hækkana á eldsneyti.
Ýmsir þættir vegi upp á móti þeim
miklu hækkunum sem orðið hafi á
eldsneyti að undanförnu. Thomas
nefnir sérstaklega spameytnari flug-
vélar og niðurskurð í rekstri á öðrum
sviðum.
Louise Evans, upplýsingafulltrúi
hjá British Airways í Lundúnum,
segir að félagið hafi ekki uppi áætlan-
ir um að hækka verðið á fargjöldum
þrátt fyrir hækkanir á verði elds-
neytis. Hún segir að félagið hafi
hækkað fargjöld sín um 3% fyrir
tæpu hálfu ári eins og flest flugfélög
hafi gert um svipað leyti. Auknum
kostnaði vegna eldsneytis hafi verið
mætt með spamaði í rekstri á öðram
sviðum og að það verði gert áfram.
Þýska flugfélagið Lufthansa er
ágætlega í stakk búið til að mæta
þeim hækkunum sem orðið hafa á
eldsneyti að undanfömu, að sögn
Moniku Göbel, upplýsingafulltrúa
hjá félaginu í Frankfurt. Vel heppnuð
uppstokkun hafi átt sér stað í rekstri
Lufthansa og því muni félagið ekki
þurfa að hækka verðið á fargjöldum á
næstunni. Monika Göbel segir hins
vegar að ef í ljós komi að nauðsynlegt
muni reynast að hækka verðið muni
það ekki hækka eins mikið og hjá
þeim flugfélögum sem byggja að
stærstum hluta á lágfargjöldum.
Róbert Guðfínnsson á fundi hjá FBA
Sölumiðstöðin hagnast
mest á erlendum físki
„SH var tiltölulega miðstýrt félag,
nýkomið út úr því að hafa verið
kaupfélag. Því hafði verið breytt í
hlutafélag en það gekk mjög illa að
ná kaupfélagsbragnum af því,“ sagði
Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor-
maður Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, í erindi um breytingar á
starfsemi SH sem hann flutti á fundi
hjá FBA í gær. Róbert sagði að fé-
lagið hafi verið mjög framleiðenda-
tengt og stefnan hafi verið sú að fá
sem hæst skilaverð fyrir framleið-
endur og veita þeim góða þjónustu.
Þetta sé stefnan enn þá en félagið sé
ekki háð framleiðendum sínum eins
og það hafi verið og að öllum sér-
samningum hafi verið slitið þannig
að framleiðandinn geti selt hverjum
sem er og SH keypt af hverjum sem
er.
Meiri markaðsþekking
á Islandi en eriendis
Róbert sagði söluþóknanir hafa
verið flatar og tekin hafi verið 2% af
nánast hvaða verki sem var, sama
hversu mikil vinna eða kostnaður
hafi legið að baki sölunni. Af þessum
sökum hafi tilhneiging orðið til þess
hjá framleiðendum að láta SH selja
það sem kostnaðarsamast var og
þetta hafi ekki getað gengið. Róbert
sagði ómarkvissa arðsemiskröfu
hafa verið á dótturfyrirtækin vegna
sérsamninganna við framleiðend-
urna. Þeim hafi verið þröngvað til að
gera hluti sem ekki skiluðu þeim
neinum arði eða þau hafi jafnvel tap-
að á. „Það er augljóst að upplýsinga-
flæðið og eftirlitið með dótturfélög-
unum var ófullnægjandi. Menn vora
að gera upp á kannski sex mánaða
fresti, sem þýðir að þetta var ekki
nógu markvisst," sagði Róbert.
Hann sagði að SH hafi orðið að
færa sig til í virðisaukakeðjunni og
nú sé reynt að selja meira beint til
verslana og veitingahúsa en áður en
þá hafi fyrirtækið einbeitt sér meira
að útflutningi og heildsölu. Róbert
sagði að enn væri það svo að stór
hluti afurðanna komi frá íslandi þó
engir sérsamningar séu fyrir hendi
en mestur hluti hagnaðarins fáist af
sölu erlendra afurða. Þetta stafi af
því að menn hér á landi búi yfir meiri
markaðsþekkingu en gengur og ger-
ist annars staðar og því standi SH
hlutfallslega betur að vígi að hagnast
á sölu afurða erlendra framleiðenda.
Á þessum fundi FBA var verið að
kynna afkomuspá fjárfestingarbank-
ans á 40 af 47 félögum á Verðbréfa-
þingi íslands. FBA gerir ráð íyrir að
hagnaður aukist hjá 25 fyrirtækjum
og verði lakari hjá 13 íyrirtækjum en
samanburður er ekki mögulegur á
tveimur fyrirtækjum. Á heildina litið
er reiknað með minni hagnaðar-
aukningu en í fyrra en þó er reiknað
með að heildarhagnaður aukist um
7%. Fyrir fjármagnsliði gerir FBA
ráð fyrir að hagnaður aukist um 42%
en hafa beri í huga að hluta af hagn-
aðaraukningunni megi skýra með
fjárfestingum skráðra félaga í öðram
félögum. Þá er búist við 29% aukn-
ingu hagnaðar af reglulegri starf-
semi eftir skatta.
Olíufélögin hagnast á verð-
hækkun á heimsmarkaði
Aðspurður sagði Smári Rúnar
Þorvaldsson, sem starfar við grein-
ingu og útgáfu hjá FBA, að spá
þeirra um afkomu Búnaðarbankans
og olíufélaganna hafi komið mest á
óvart. Búnaðarbankanum spá þeir
aðeins 95 milljóna króna hagnaði á
fyrri hluta þessa árs en í fyrra var
Búnaðarbankinn með 590 milljóna
króna hagnað á sama tímabili. Eins
og fram kom í afkomuspá verðbréfa-
íyrirtækjanna sem birt var í Morg-
unblaðinu á laugardag er spá FBA
um Búnaðarbankann ólík spám ann-
arra verðbréfafyrirtækja en þau
gera ráð fyrir að Búnaðarbankinn
muni hagnast um 430-500 milljónir
króna á tímabilinu. Þess ber þó að
geta að FBA reiknar með að Búnað-
arbankanum muni ganga mun betur
á seinni helmingi ársins og að hann
muni hagnast um 1.026 milljónir
króna þegar allt árið hefur verið gert
upp.
Annað sem Smári benti á var að
olíufélögin munu samkvæmt spá
FBA hagnast mun meira en á fyrri
helmingi síðasta árs. Þetta stafar af
snarpri verðhækkun á olíu og því að
olíufélögin taki fljótar og meira við
sér við verðbreytingar þegar
heimsmarkaðsverð hækkar en þegar
það lækkar. Þannig gerir FBA ráð
fyrir að Olíufélagið muni auka hagn-
að sinn um 153%, Skeljungur um
77% og Olíuverzlun íslands um 83%
frá því á fyrri hluta síðasta árs.
Letsbuyit.com á
markað í Frankfurt
ÚTBOÐSFERLI evrópska netfyr-
irtækisins letsbuyit.com hófst í gær
og munu viðskipti með bréf félags-
ins hefjast á Neuer Market í
Frankfurt 12. júlí nk. Á lokuðum
kynningarfundi Íslandsbanka-FBA
og Verðbréfastofunnar, sem hald-
inn var sl. föstudag, fjallaði einn af
stofnendum letsbuyit.com, John
Palmer, um félagið og útboðsferlið.
Letsbuyit.com var sett á laggirn-
ar í Svíþjóð í janúar 1999 og rekur
fyrirtækið verslunar- og þjónustu-
vef í flestum löndum Evrópu. Höf-
uðstöðvar fyrirtækisins eru í Am-
sterdam. Félagar era 720 þúsund
og starfsmenn 350 talsins i 14 lönd-
um.
Notkun vefjarins fer þannig fram
að viðskiptavinir óska eftir tiltek-
inni vöru sem letsbuyit.com sér síð-
an um að útvega og kaupa fyrir
hönd neytandans. Þá hefur fyrir-
tækið samið við ýmsa stóra aðila um
sölu á auglýsingum á vefsíðunni.
Útboðskynning (e. roadshow)
hófst í gær og mun standa yfir til
10. júlí nk. Hlutafjáraukning
letsbuyit.com nemur 18,9% af heild-
arhlutafé félagsins. Gert er ráð fyr-
ir því að verð bréfanna nemi um 7,0
evrum og lítur því út fyrir að heild-
arsöluvirði hlutanna verði um 8,1
milljarður íslenskra króna. Lág-
marksviðskiptaeining verður 5
milljónir króna. Hópur íslenskra
fjárfesta hefur um skeið átt hlut í
fyrirtækinu.
Morgunblaðið/Krlstinn
John Palmer, einn af stofnendum letsbuyit.com, á kynningarfundinum.
Kaupfélagsstjóri KEA
um rekstrarform KS
Hlutafé-
lagaformið
mun væn-
legra
EIRÍKUR S. Jóhannsson, kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga,
segir staðbundinn rekstur Kaupfé-
lags Skagfirðinga fyrst og fremst
ráða því að unnt sé að halda öllum
rekstri þess innan vébanda kaupfé-
lagsins. KEA sé það ekki fært og
hlutafélagaformið talið mun væn-
legra þar.
Eiríkur segir ummæli Þórólfs
Gíslasonar í viðtali við Morgunblaðið
sl. sunnudag vekja ýmsar spurning-
ar. „Ég hreinlega átta mig ekki á því
hvert Þórólfur er að fara í viðtalinu.
Ég hef ekki trú á því að KS geti þetta
mjög lengi. Það er ákveðin mótsögn í
viðtalinu því Þórólfur talar um að KS
sé eina hreina kaupfélagið í blönduð-
um rekstri en öll nýsköpun virðist þó
vera innan hlutafélaga. Það vekur
spurningar um hvort KS sé í raun
hreint kaupfélag í blönduðum
rekstri."
Varðandi KEA segir Eiríkur að
ekki hafi komið til greina að halda
öllum rekstri innan kaupfélagsins
enda hefur átt sér stað mikil hlutafé-
lagavæðing innan KEA undanfarin
ár. „Margar einingar okkar era ekki
nógu stórar til að ná fram viðunandi
hagkvæmni í rekstrinum og kalla á
samruna við önnur félög en þar era
tæknileg vandkvæði á þegar þær era
í samvinnufélagsformi. Við hjá KEA
höfum farið þá leið að setja allan
okkar rekstur í hlutafélög en höldum
utan um þau. Hlutafélagaformið er
að okkar mati mun vænlegra til að
efla einingarnar og stækka þær.
KEA hefur ekki veikst við það held-
ur þvert á móti styrkt stöðu sína,“
segir Eiríkur.
„Við eram með stærri rekstur en
KS og t.d. rekum við matvöraversl-
anir á Eyjafjarðarsvæðinu og á höf-
uðborgarsvæðinu. Framleiðsla KEA
er einnig mun umfangsmeiri en KS
og til að geta selt framleiðsluvörur
okkar verðum við að vera trúverðug
gagnvart öðrum verslanakeðjum og
aðgreina rekstur á þessum einingum
eins og við gerum. Annað er ekki
fært,“ segir Eiríkur. „Ég hef ekki
trú á að samvinnufélög í blönduðum
rekstri eigi heima í nútíma viðskipta-
umhverfi. Hrein samvinnufélög í ein-
hverri ákveðinni grein eiga frekar
framtíð fyrir sér. Félagsformið sem
slíkt á ekki að skipta máli, það er
aðallega að reksturinn sé í lagi.“
Eiríkur segir að það boði ekki gott
ef rekstur félaga stjórnast af öðru en
viðskiptasjónarmiðum, hvort sem
það era hlutafélög eða kaupfélög.
„Félög, sérstaklega á landsbyggð-
inni, hafa ekki náð að aðlaga sig
breyttu umhverfi í viðskiptum og
búsetubreytingum og það er fyrst og
fremst þess vegna sem kaupfélög
hafa farið þá leið sem raun ber vitni.“
--------------------
Búnaðar-
bankinn ná-
kvæmastur
B ÚNAÐARBANKI íslands var með
nákvæmustu spána um þróun á
gjaldeyrismörkuðum í júní og stóð
sig mun betur en margir af stærstu
bönkum heimsins. I júní í fyrra var
Búnaðarbankinn einnig með ná-
kvæmustu spána.
Fimmtíu bankar víðs vegar í heim-
inum leggja fram spár sínar um þró-
un gengis evrannar, jensins og sterl-
ingspundsins gagnvart Bandaríkja-
dal og í lok hvers mánaðar era
spárnar bomar saman við raunvera-
legar gengisbreytingar. Spáskekkja
Búnaðarbankans reyndist einungis
vera 0,45% og allmiklu minni en ann-
arra þeirra banka sem nákvæmastir
voru.