Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 25
Endalok hins
„fullkomna einræðis“
hagslífíð hafi náð að rétta úr kútn-
um á furðulega skömmum tíma.
En þótt Zedfllo hafi tekizt að
koma hjólum efnahagslífsins aftur
í gang og hann hafi staðið fyrir
opnu prófkjöri um forsetafram-
bjóðanda PRI, því fyrsta í sögu
flokksins, reyndist það ekki nóg til
að þjóð sem var búin að fá sig
fullsadda af einræði eins flokks
gæfi honum eitt tækifæri enn.
Skipbrot kerfisins
SJÖTÍU og eins árs valdatíð PRI-
flokksins í Mexíkó lauk loks með
ósigri frambjóðanda hans í for-
setakosningunum á sunnudag.
Það kom Mexíkóbúum almennt
mjög á óvart hve afgerandi sigur
stjórnarandstöðuframbjóðandans
Vicente Fox reyndist vera en yfir-
gnæfandi meirihluti íbúa landsins
hafa aldrei þekkt annað fyrir-
komulag á landstjórninni en al-
ræðisvald PRI (Partido Revol-
ucionario Institucional).
„Ég trúi þessu ekki. Alla mína
ævi hef ég lifað undir stjórn PRI.
Eftir áratugi í myrkri PRI hefur
sólskin lýðræðisins loks risið yfir
Mexíkó," tjáði skáldið og stjórn-
málaskýrandinn Homero Aridjis
Reutens-fréttastofunni.
Francisco Labastida, forseta-
frambjóðandi PRI, hlaut aðeins
um þriðjung atkvæða en slíkt
atkvæðahlutfall þýðir algjört hrun
fyrir flokk sem fram á síðasta
áratug var vanur því að fá um 90%
atkvæðanna, jafnvel meira, og
hafði alltaf fengið hreinan meiri-
hluta.
Þetta eru tímamót sem minnir
marga á hrun kommúnismans í
Austur-Evrópu fyrir réttum ára-
tug og marka endalok eins flokks
kerfis sem perúski rithöfundurinn
Mario Vargas Llosa nefndi eitt
sinn „hið fullkomna einræði".
Einstakt fyrirbrigði
„PRI-flokkurinn er einstakt fyr-
irbrigði og með lífseigari pólitísk-
um „apparötum" sem sögur fara
af,“ segir í fréttaskýringu Ásgeirs
Sverrissonar um hrakfarir PRI í
þing- og sveitarstjórnarkosningum
fyrir þremur árum. „Flokkurinn
hefur verið lengur við völd en
kommúnistar í Kína og Kommún-
istaflokkur Sovétríkjanna náði
ekki þessum aldri. Fídel Castro,
einræðisherra á Kúbu, er nánast
byrjandi í faginu samanborið við
„byltingarsinnana" í Mexíkó.
Nafn PRI-flokksins (sem er ill-
þýðanlegt á íslenzku) gefur ágæta
mynd af þeirri mótsagnakenndu
stjórnspeki sem hann fylgir. All-
tjent kann að virðast sérkennilegt
að kenna flokk við „stofnanavæð-
ingu byltingarinnar“ en þannig
mætti ef til vill þýða „Partido
Revolucionario Institucional“.“
Flokkurinn hefur tæpast nokk-
urn tímann haft nokkra áþreifan-
lega, skýra stefnu frá því til hans
var stofnað árið 1929 en það skýr-
ist a.m.k. að nokkru með uppruna
hans. Flokkurinn var stofnaður til
að koma á friði með þeim fjöl-
mörgu hópum sem barizt höfðu í
mexíkósku byltingunni á árunum
1910-1917 og þvinga þá til sam-
starfs. Á sex ára fresti komu hóp-
ar þessir saman og náðu sam-
komulagi um hver skyldi gegna
embætti forseta, sem fengið var
alræðisvald. Sú ákvörðun var síðan
jafnan staðfest með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða í kosningum.
Þetta fyrirkomulag hefur sagn-
fræðingurinn Enrique Krauze
nefnt „hið konunglega forsetaem-
bætti“.
Mexíkó virtist
vera lýðræðisríki
Út á við virtist Mexíkó vera lýð-
ræðisríki. „Sú yfirborðsmynd var
hins vegar röng og kjarninn rotinn
og spilltur," segir í fréttaskýringu
Ásgeirs. „PRI stjórnaði verkalýðs-
félögum og fjölmiðlum. Sendi-
sveinar flokksins komust oft til
áhrifa í röðum stjórnarandstöð-
unnar. Styrkjum var dreift til að
kaupa vinsældir og niðurgreiðslum
var óspart beitt til að vinna hylli
ákveðinna hópa. Spillingin gegn-
sýrði samfélagið og pólitísk morð
voru tíð. Kosningasvik þóttu sjálf-
sögð og niðurstöðum á kjördag var
oft breytt teldust þær óhagstæðar.
Atkvæði voru keypt með beinum
eða óbeinum hætti. Og þannig var
unnt að gefa flokkseinræðinu lýð-
ræðislegt yfirbragð."
Hrikta tók í stoðum þessa valda-
kerfis undir lok sjöunda áratugar-
ins. Óánægja almennings fór jafnt
og þétt vaxandi, einkum vegna
efnahagsörðugleika sem riðu yfir.
Stjórnarandstaðan tók að styrkj-
ast. Fátæktin jókst og misskipting
auðsins varð sífellt hróplegri. Árið
1994, eftir sex ára forsetatíð
Carlos Salinas de Gortari, var
efnahagslífið komið í þrot. Hrunið
varð algjört. Um ein og hálf
milljón manna missti vinnuna og
Bandaríkjamenn þurftu að grípa
inn í til að bjarga gjaldmiðli lands-
ins. Næsti forseti, Ernesto Zedillo,
boðaði strangt aðhald sem krafðist
mikilla fórna af hálfu alþýðu
manna. Kaupmátturinn féll um
30% og félagsleg spenna jókst.
Hún er enn viðvarandi þótt efna-
Á sunnudag beið „kerfið“ skip-
brot, „risaeðlurnar" - gömlu PRI-
kempurnar sem Zedillo fékk upp á
móti sér með umbótatilraunum
sínum - hafa misst öll áhrif.
Mexíkó hefur náð stórum áfanga á
leiðinni frá hinu „fullkomna ein-
ræði“ til þess sem margir vonast
til að verði „fullkomið lýðræði".
SumQrbílar
SinriQTbllar
í TinotsVurn
1 Nýjar álfelgur
2 Ný rodíal siimordekk
3 Nýr geislaspilari
4 Vandlega gfirfarnir
-imgir í armaó sinn
Sumarbílar Bílalands hafa endurheimt fríshleiha og eldmóó æshunnar.
heir eru meó ngjum geislaspilara, álfelgum, sumardekkjum og
vandlega gfirfarnir af fagmönnum svo þeir eru nánast eins og ngir.
Skelltu þér í Bílaland og fáðu þér flottari bíl á frábæru verói.
Grjóthálsi 1
Sími 575 1230
www.bl.is
b, L |Qb lor noioó r tonor 1 8L, Kír
w
HYUNDAl PONY LSl
nýskr. 2/94, árg. 1 994,
ek 68 þðs. /æggaraaejKjua
Verð 450.000
HYUNDAl SONATA GlSl
nýskr. 1 0/96, árg.l 996,
ek 55 þús.
Verð 1.090.000
HYUNDAl ACCENT GSl
nýskr. 6/95, árg. 1995,
ek 92 þús.
Verð 510.000
HYUNDA1 SCOUPEISI
nýskr 5/92, árg. 1 992,
ek 82 þús. itmsismsmDi
Verð 490.000
HYUNDAl SCOUPH LSl
ngskr 8/94, árg. 1 994,
ek.88 þús.
Verð 670.000
RENAUIT CUO RT
ngskr. 8/97, árg.l 998,
ek61 þús
Verð 790.000
HYUNDAl SONATA GlSl
ngskr.3/94, árg. 1 994,
ek 1 08 þus.
Verð 630.000
HYUNDAl ACCENT ISl
ngskr. 6/96, árg. 1 996,
ek 63 þús
Verð 650.000
HYUNDAl ACCENT LSl
ngskr. 4/97, árg. 1 997,
ek 46 þús.
Verð 750.000
HYUNDAl COUPÉFX_____
ngskr. 9/97, árg. 1 997,
ek52þús.
Verð 1290.000