Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Likanið af kristnitökunni á Þingvöllum.
Morgunblaðið/Kristinn
Ahnf knstninnar
á íslenskt samfélag
I hinu sögulega húsi við Hverfisgötu, Þjóð-
menningarhúsinu, er einn af hinu fjölmörgu
viðburðum sem efnt er til í tilefni af kristni í
------------7----------------------------
þúsund ár á Islandi. Hver viðburður tekur á
sinn hátt á málefninu og þessi sýning er þar
engin undantekning. Inga María Leifsdótt-
ir segir frá sögusýningunni Kristni í þúsund
ár og ræðir við Guðmund Magnússon um
þúsund ára þróun samfélagsins samfara
----------------------7------------------
kristni á Islandi.
Kristni nútímans, í sjónvarpi og tölvu.
VIÐ íslendingar erum ung þjóð og
eigum okkur sögu sem einungis
spannar rúm ellefuhundruð ár. Sag-
an er þó engu að síður merkileg og
framvinda hennar hefur gert okkur
að þeirri þjóð sem við erum í dag.
Samoiln henni eru trúarbrögðin, sem
hafa haft áhrif á siði okkar og lífið allt
síðan land byggðist. Stærstan hluta
sögu okkar er hin kristna trú megin-
áhrifavaldur og er því nú fagnað að
liðin eru þúsund ár frá því að hún var
lögtekin í landinu.
Áhrif þessarar trúar á íslenskt
samfélag og líf fólksins í landinu er
það sem sýningin „Kristni í þúsund
ár“ fjallar um. „Hún byrjar á upp-
hafinu, á aðstæðum fyrir kristnitöku,
segir frá kristnitökunni sjálfri og
rekur síðan kristnisöguna með
stuðningi við frumskjöl úr fórum
kirkjunnar, sem varðveitt eru í Þjóð-
skjalasafni. Sagan er sem sagt rakin
frá því að landnámsmenn komu hing-
að heiðnir, sumir reyndar kristnir, og
lýkur þar sem kirkjan er komin á
veraldarvefinn," segir Guðmundur
Magnússon, forstöðumaður Þjóð-
menningarhússins, þegar hann geng-
ur ásamt blaðamanni inn á sýning-
una. Hönnuður sýningarinnar er
Bjöm G. Björnsson og Björk Ingi-
mundardóttir skjalavörður var for-
maður sýningarnefndar. Þjóðmenn-
ingarhúsið, Þjóðskjalasafnið og
kristnihátíðamefnd standa sameigin-
lega að sýningunni.
Elsta skjal Islands
Sýningin er sett þannig upp, að
gengið er í tímaröð eftir hlykkjóttum
gangi þar sem margt ber fyrir augu.
Reykholtsmáldagi, elsta ís-
lenska skjal sem nú er til.
Upplestur og forn söngur heyrist
óma. Á veggjum hanga veggspjöld
um atburði og venjur á ólíkum tímum
með ljósmyndum, textum og skýr-
ingum. I glerborðum em framskjöl
úr Þjóðskjalasafni, þar á meðal elsta
skjal íslands sem enn er til. Það er
Reykjaholtsmáldagi, skrá yfir eignir
kirkjunnar í Reykholti en elsti hluti
skjalsins er frá árinu 1185 og sá
yngsti frá seinni hluta 13. aldar. Talið
er að yngsti hlutinn hafl verið skrif-
aður af Snorra Sturlusyni. Guð-
mundur bendir á lúið skjalið. „Hér er
um að ræða stórmerkilegan þjóðar-
Uppstillingin af Jóni Arasyni
og böðlinum.
dýrgrip, þetta gamla og illa fama
skjal, sem almenningi gefst ekki oft
kostur á að berja augum.“
Steinkross og Þingvallalíkan
Á sýningunni era margs konar
leikmyndir og hlutir, sem gefa sýn-
ingunni spennandi blæ. „Einn áhuga-
verðasti gripurinn á sýningunni,
fyrir utan sum skjölin úr Þjóðskjala-
safni, er þessi steinkross héma,“
segir Guðmundur og bendir inn í
rökkvað glerbúr. Þar er steinkross,
sem hefur sérkennilega lögun, og
virðist hafa brotnað oft. En áhrifa-
Steinkrossinn
frá Þórarinsstöðum.
mátt sinn hefur krossinn ekki misst.
„Þessi kross er einn þriggja stein-
krossa frá Þórarinsstöðum í Seyðis-
firði, sem fundust við fornleifaupp-
gröft árið 1998,“ heldur hann áfram.
„Þessir krossar era líklega elstu
minjar um kristni á íslandi og eru
taldir vera frá miðri 11. öld.“
Eitt það fyrsta sem fyrir augu ber
þegar gengið er inn á sýninguna er
stórt líkan af Þingvöllum árið 1000,
með hundruðum manna og kvenna,
tjaldbúðum og rennandi Öxará.
„Þetta líkan var hannað og smíðað af
Victor Cilia. Því er ætlað að gefa
mynd af því hvernig aðstæður voru
þegar kristni var lögtekin," segh-
Guðmundm-. „Á sýningunni er leitast
við að minna á, að kristnitakan gerð-
ist á Alþingi og að atburðurinn er að
mörgu leyti einstæður í veraldarsög-
unni.“ Upplestur á samtölum sem
menn telja að hafi átt sér stað við
kristnitökuna hljómar þar sem líkan-
ið stendur. Upplesturinn er á ís-
lensku, en flestar aðrar upplýsingar
á sýningunni era einnig þýddar á
ensku. Guðmundur segir upplestur-
inn væntanlegan á ensku. „Enn sem
komið er er upplesturinn bara á ís-
lensku, en á veggspjöldunum er
skýringartexti á ensku. Sýningin er
ætluð útlendingum jafnt sem Islend-
ingum og til stendur að gera hana
enn aðgengilegri fyiir útlendinga."
Atburðir sviðsettir
Gínur í mannsstærð era settar í
margvíslegar aðstæður fólks á ýms-
um tímum. Ein gínuuppstillingin lýs-
ir aftöku Jóns Arasonar. „Við tökum
út nokkra atburði úr kristnisögunni
og setjum þá upp á þennan hátt, svo
að þeir verði raunveralegri í vitund
fólks," segir Guðmundur og bendir á
Jón og böðulinn. „Þetta er til dæmis
atburður sem flestir kannast við, en
svo sýnum við líka minna þekkta at-
burði á sama hátt.“ Meðal þess sem
aðrar uppstillingar sýna er stúlka
sem var látin standa í gapastokk fyr-
ir utan kirkju tvo sunnudaga í röð
vegna þess að talið var að hún hefði
rangfeðrað barn sitt og gömul kona
sem saumaði út messuklæði í skipt-
um fyrir aðsetur í klaustri. Saga
kvennanna tveggja er rakin ítarlega
á spjöldum við uppstillinguna. „Hér
höfum við valið að segja sögur
tveggja kvenna, sem era lýsandi fyr-
ir ástandið á ákveðnum tíma,“ út-
skýrir Guðmundur. „Fólk þekkir til
dæmis til heittrúarstefnunnar á Is-
landi, en gerir sér ef til vill ekki alveg
í hugarlund hvernig áhrif hún hafði á
iíf fólksins." Uppstillingin af stúlk-
unni skýrir vissulega mynd heit-
trúarstefnunnar og færir ástandið
nær manni, hugsar blaðamaður.
Margar ungar stúlkur í dag glíma við
svipuð vandamál, án þess að þurfa að
standa í gapastokk fyrir utan kirkju.
En liflr þó ef til vill eitthvað eftir af
viðhorfum heittrúarstefnunnar?
Mikið vatn hefur rannið tii sjávar, en
áhrif kristninnar í öllum sínum
myndum lifa að einhverju leyti enn.
Víðtæk áhrif kirkjunnar
,Á sýningunni reynum við að rekja
hvernig kirkjan hefur smátt og smátt
mótað mannlífið í landinu. Áhrifin
lýsa sér í svo mörgu,“ segir Guð-
mundur. Hann lýsir hvernig kirkjan
hafði víðtæk áhrif á öll svið þjóðlífs-
ins. „Með kristninni kemur ritlist og
bókagerð, nýir siðir og siðferðismat
og nýtt eftirlit með heimilum. Svo
verður kirkjan smám saman mjög
voldug í landinu, eignast jarðir og
verður herra yfir bændafólki.“ Guð-
mundur segir að kirkjan hafi verið
einskonar forveri margra stofnana á
Islandi. „Uppfræðsla hófst til dæmis
með kristninni, þvi þetta var lærður
siður. Skóiahald fór fyrst fram á
kirkjustöðum og í klaustram." Sögur
kvennanna tveggja, sem lýst er með
gínum og uppstillingum, era líka
dæmi um áhrif kristninnar á líf fólks-
ins. Þær fela báðar í sér forvera nú-
tímastofnana, annars vegar heimilis
fyrir aldraða og hins vegar dóms-
valdið.
Við enda kristnisögugangsins, sem
sýningin er á, er nútímauppstilling af
kristninni. Þar era Passíusálmar
lesnh- í útvarpi, messað er í sjónvai'pi
og kristin kirkja er komin á Netið.
,Áhrif kirkjunnar era auðvitað minni
í dag en þau hafa verið gegnum ald-
irnar. En þau áhrif sem kristnin hef-
ur haft og hefur að vissu leyti enn era
mjög sterk,“ segir Guðmundur.
En kemst sýningin að einhverri
sérstakri niðurstöðu? „Við eram öðra
fremur að sýna söguna og segja frá
staðreyndum. Við reynum til dæmis
ekki að lýsa því hvernig farið hefði ef
kristni hefði ekki verið tekin á íslandi
fyrir þúsund áram, heldur bara að
lýsa atburðunum eins og þeir koma
fyrir,“ svarar Guðmundur. „Það er
svo gestanna á sýningunni að komast
að eigin niðurstöðu um hvaða áhrif
kristni hefur haft á samfélagið í dag,
hvað er jákvætt og hvað neikvætt."