Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
.i ......
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR BLÖNDAL,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 29. júní sl.
Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í dag,
þriðjudaginn 4. júlí, kl. 15.00.
Svanfríður H. Blöndal, Þorsteinn Pétursson,
Pétur H. Blöndal,
Kristín H. Blöndal, Karl Örn Karlsson,
Hjörtur H. Blöndal,
Lárus H. Blöndal, Valgerður Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín og elskulega góða
mamma okkar,
HENNY ARNA HOVGAARD,
Kaplaskjólsvegi 91,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum 29. júní.
Jarðarförin verður gerð frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 5. júlí kl. 15.00.
Jakob Nikulásson,
Davíð Jakobsson,
Óskar Jakobsson,
Þórhildur Jakobsdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR KRISTMUNDSSON
(Siggi kokkur),
til heimilis í Heiðmörk 20H,
Hveragerði,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn
24. júní sl.
Útförin fer fram frá Grafarvogskapellu í dag,
þriðjudaginn 4. júlí, kl. 13.30.
Hrefna Sigurðardóttir, Steingrímur Long,
Kristmundur Sigurðsson,
börn og barnabörn.
+
Móðir mín,
KRISTÍN SIGURGEIRSDÓTTIR,
Siglufirði,
lést á heilbrigðisstofnuninni Siglufirði miðviku-
daginn 28. júní. Útförin fer fram frá Siglu-
fjarðarkirkju fimmtudaginn 6. júlí kl. 14.00.
Erla Jóhannesdóttir.
+
V
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUNNAR B. KRISTINSSON,
Fífumýri 3,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum laugardaginn 1. júlí.
Ellen Þorkelsdóttir,
Kristinn Gunnarsson, Jónína Helgadóttir,
Ingvar Helgi Kristinsson, Sylvía Björg Kristinsdóttir.
Systir okkar, + KRISTÍN WHITE SKÚLADÓTTIR,
lést á heimili sínu í Bandaríkjunum laugardaginn 1. júlí.
Sigurjón Skúlason, Ingólfur Skúlason, Ólafur Skúlason, Valdís Skúladóttir, Eiríkur Skúlason, Kolbrún Skúladóttir, og aðrir aðstandendur.
SIGURÐUR
KRISTMUNDSSON
+ Sigurður Krist-
mundsson var
fæddur í Reykjavík
20. júlí 1920. Hann
lést á Sjúkrahúsi Suð-
urlands 24. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Hrefna
Einarsdóttir, f.
11.3.1895, d.
14.5.1945, og Krist-
mundur Guðjónsson
læknir, f. á Hömrum í
Grímsnesi 16.6.1890,
d. 19.5.1929. Hálf-
systir Sigurðar var
Helga Kristmunds-
dóttir, f. 1917. Hún lést 24 ára
gömul.
Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Ásta Ólafsdóttir, f. í
Reykjavík 8.7.1915, d. 26.6.1969.
Börn þeirra eru: 1) Hrefna Krist-
björg Sigurðardóttir, f. 12.6.1951,
maki Steingrímur
Long , f. 5.6.1951.
Böm þeirra eru Ásta
Björk, f. 12.4.1969,
Árni, f.11.5.1976,
Eygló, f. 8.7.1987. 2)
Axel Kjartan Sig-
urðarson, f.
29.7.1955, d.
22.11.1974. 3) Krist-
mundur Sigurðar-
son, f. 4.6.1958. Hans
börn eru Anna Stef-
anía, f.16.8.1981,
Sigurður Freyr, f.
6.6.1982, Jónína
Guðný, f. 27.2.1983,
og Kristmundur Axel, f.
26.10.1993. Seinni kona Sigurðar
var Jóhanna Magnúsdóttir, f.
15.5.1940, d. 13.12.1992.
Útför Sigurðar fer fram frá
kapellu Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
+
Móðir okkar, dóttir og amma,
JÚLÍANA GÍSLADÓTTIR,
Bogahlíð 9,
Reykjavík,
lést föstudaginn 30. júní. Útförin auglýst síðar.
Helga Dóra Jóhannesdóttir,
Emilía Brynhildur Jóhannesdóttir,
Magnús Jóhannesson,
Guðlaugur Halldór Einarsson,
Salóme Halldóra Magnúsdóttir, Jón Helgason,
og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR HALLDÓR GUNNLAUGSSON
fyrrv. deildarstjóri Flugmálastjórnar,
Móavegi 11,
Njarðvík,
varð bráðkvaddur að morgni laugardagsins
1. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ruth Vita Gunnlaugsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ASTRID ÞORSTEINSSON
hjúkrunarfræðingur,
lést á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði laugardaginn
1. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Kjartan Jóhannsson,
Ingigerður María Jóhannsdóttir,
María Kjartansdóttir,
Jóhann Guðni Reynisson,
Birna Reynisdóttir Biagioli,
Astrid María Reynisdóttir Browne, David Browne
og barnabarnabörn.
Irma Karlsdóttir
Reynir Guðnason,
Þorkell Guðmundsson,
Elínborg B. Benediktsdóttir,
Fernando Biagioli,
Faðir okkar og afi, +
JÓHANNES HELGI JENSSON,
Sólvallagötu 66,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 2. júlí. Útförin auglýst síðar. Jens Karl Magnús Jóhannesson, Brynjar Halldór Jóhannesson, Gunnlaug Olsen Jóhannesdóttir, Helga Dóra Jóhannesdóttir, Emilía Brynhildur Jóhannesdóttir, Magnús Jóhannesson og barnabörn.
Nú er rúnturinn hans Sigga kokks
á enda. Þeir eru margir hér í Hvera-
gerði sem sakna hans en hann var
vanur að fara á stjá upp úr hádegi og
koma við hér og þar í bænum á bíl-
num sínum. Essóstöðin, Kaupfélag-
ið, Eden, bókasafnið og heimili
undirritaðrar voru meðal helstu við-
komustaða hans nær daglega og
stundum oftar.
Ég kynntist Sigga fyrir milligöngu
Eggerts Laxdals listmálara sem lést
fyrir skömmu. Þá var ég nýflutt, íyr-
ir þremur árum, og þekkti nær eng-
an í bænum. Upphaflega var ætlunin
að Siggi passaði hundinn minnþegar
ég þyrfti að fara að heiman í ein-
hvern tíma. Ekki leið þó á löngu þar
til við Siggi urðum bestu vinir, ekki
síst vegna sameiginlegs áhuga okkar
á dýrum, skemmtilegum sögum,
bröndurum, tilverunni og sérkenni-
legu fólki. Kímnigáfa Sigga kom svo
berlega í ljós við ótrúlegustu tæki-
færi og þrátt fyrir skerta talgetu
kom hann alltaf skemmtilegum sög-
um úr daglega lífmu á framfæri. Það
leið ekki sá dagur að ég fengi ekki að
heyra sögur um hvað hefði gerst
daginn eða kvöldið áður, hveija hann
hefði talað við og lék hann þá oft
heilu símtölin og samtölin fyrir mig
með sinni hásu röddu. Við skiptumst
á bröndurum, mannlífssögum og
dýrasögum yfir kaffibolla eða kvöld-
máltíð. Þessar stundir eru mér
ógleymanlegar og þegar klukkan fer
að nálgast tvö á daginn nú, fer ég
ósjálfrátt að búast við léttu banki á
hurðina. Ég sakna sárt þessarar
smátruflunar á vinnu minni hér
heima.
Þegar Siggi fékkst loks til þess að
fara í rannsókn og ég hafði fyrst
hringt í lækni og síðan á sjúkrabíl,
hvarflaði ekki að mér að hann myndi
ekki koma heim aftur. Við höfðum
verið að undirbúa einhvers konar af-
mælishátíð en hann hefði orðið átt-
ræður nú í sumar. Það er svo margt
sem ótalað og ógert var.
Með Sigurði Kristmundssyni er
fallinn frá einn af yndislegustu
mönnum sem ég hef kynnst og einn
besti vinur minn. Kisurnar hans
Sigga, Lady og Pjakkur, eru nú farn-
ar á hans fund eins og ég lofaði ein-
hvern tíma þegar við ræddum um líf
og dauða. Eftir sitjum við hér, hund-
urinn minn og ég og eigum erfitt
með að sætta okkur við svo snöggt
fráfall.
Ég vil að lokum votta fjölskyldu
Sigurðar samúð mína, missirinn hjá
okkur, sem þekktum Sigga hér í
Hveragerði, er mikill ekki síður en
fjölskyldu hans.
Eva Hreinsdóttir.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnamöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.