Morgunblaðið - 04.07.2000, Page 17

Morgunblaðið - 04.07.2000, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 1 7 AKUREYRI Morgunblaðið/fgígja Gestir á útimarkaði. Fjölsótt sumar- hátíð á Dalvík Dalvík. Morgunblaðið. MARGIR lögðu leið sína á svæði söluskála Esso á Dalvík á laugar- dag þar sem starfrækt er mat- vöruverslunin Dallas. Haldin var sumarhátið fyrir alla fjölskylduna og var ýmislegt í boði. Haldinn var útimarkaður þar sem hver og einn gat leigt sér sölubás og selt það sem honum sýndist. Um 20 aðilar leigðu sér bása en allur ágóði af leigu bás- anna rann til barna- og unglinga- deildar knattspyrnudeildar UMFS. Var hægt að fá allt frá nýbökuðum snúðum upp í tré til gróðursetningar og allt þar á milli. Þetta var tilraun til að endur- vekja útimarkaðina sem voru mjög vinsælir á Dalvík fyrir nokkrum árum. Er óhætt að segja að fólk hafi tekið vel við sér og ágætis að- sókn var allan laugardaginn. Ómar Hlynsson trúbador skemmti gest- um og boðið var upp á alls kyns atriði s.s. söngvakeppni barna og grillveislu fyrir gesti. Veittur var 3 króna afsláttur af bensíni og olíu allan daginn og nýttu margir sér það. Er það mál manna að þetta hafi verið gott framtak og skemmtileg tilbreytni í mannlífið á Dalvík. Listasumar á Akureyri Jóna Fanney syngur á fagur- tónleikum JÓNA Fanney Svavarsdóttir syngur við undirleik Láru Rafrisdóttui' á fagurtónleikum Listasumars í Deigl- unni þriðjudagskvöldið 4. júlí og hefjast tónleikarnir kl. 20. Jóna Fanney hóf söngnám á Akur- eyri 1990 og lauk þar 7. stigi í söng og útskrifaðist af tónlistarbraut frá Menntaskólanum á Akureyri. 1995 lá leiðin í Söngskólann í Reykjavík. Ári seinna hófu Jóna Fanney og Lára Rafnsdóttir píanóleikari samstarf sitt. 1997 lauk Jóna Fanney 8. stigi frá skólanum og í framhaldi af því fór hún í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Jóna Fanney hefur komið fram við ýmis tækifæri og starfað með kór ís- lensku óperunnar og tekið þátt í upp- færslum með honum. Hún lék Lísu í Söngvaseiði hjá L.A. 1998 og söng á minningartónleikum um Jóa Konn með Kristjáni Jóhannssyni og Diddú. Þau feðgin Jóna Fanney og Svavar Jóhannsson hafa líka sungið mikið saman og komið fram sem Konnaramir, þá með Jóhanni Má Jóhannssyni og Erni Viðari og Stefáni Birgissyni. Lára S. Rafnsdóttir stundaði tón- listamám á Isafirði og síðar í Reykjavík þar sem hún lauk einleik- araprófi 1968. Framhaldsnám stund- aði hún við Guildhall School of Music and Drama í London og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi árið 1972. 1976-77 dvaldi hún í Köln við tónlistarnám. Lára hefur komið fram á fjölda tónleika hérlendis sem erlendis. Hún starfar nú við Tónlist- arskólann í Reykjavík og Söngskól- ann í Reykjavík. Dagskrá Jónu Fanneyjar og Láru í Deiglunni 4. júlí verður blönduð og má þar nefna þýsk Ijóð, íslenskar og skandinavískar perlur, aríur og söngleikjalög. ^Merkingar föt og skó Laugalækur 4 • S: 588-1980 Níi ber vel í veidil EkkertStofngjald Íjúníogjúlíerekkertstofngjald í NMT farsímakerfinu. NMT - langdræga farsímakerfið Maxon MX-2450 Tilboð: Listaverð: 19.980,-" 75.980,- Léttkaup Símans 3.980,- út og i.ooo kr. á mán. í ár Fáðu nánari upplýsingar um NMT í gjaidfrjáisu númeri [ 800 7000; eða á netinu SiMINN www.simirm.is Aðsendar greinar á Netinu ^mbl.is ^\LLTAf= G/TTH\&\£} A/ÝTT Smiðjuvegi 9 • S. 564 1475 Maestro ÞITT FÉ HVAR SENI ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.