Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 1
162. TBL. 88. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Auðkýfingurinn Borís Berezovskí
iætur óvænt af þingmennsku
Sakar Pútín um að
eyðileggja þjoðina
Moskvu. AP, AFP.
RÚSSNESKI auðkýfingurinn og
þingmaðurinn Borís Berezovskí lýsti
því yfir í gær að hann hygðist láta af
þingmennsku í dúmunni, neðri deild
rússneska þingsins, í mótmælaskyni
við ofríkistilhneigingar Vladimírs
Pútíns, forseta Rússlands. Pútín
naut aðstoðar Berezovskís við að
komast til valda sem eftirmaður
Borísar Jeltsíns en í gær sakaði
Berezovskí forsetann um að eyði-
leggja rússnesku þjóðina.
„Eg mun ekki taka þátt í eyðilegg-
ingu Rússlands eða tilkomu alræðis-
veldis,“ sagði Berezovskí á frétta-
mannafundi í Moskvu í gær. Sakaði
hann Pútín jafnframt um að draga
Rússa út í illa ígrundaðan stríðs-
rekstur í Tsjetsjníu.
Stjórnmálaskýrendur telja að
Berezovskí sé nú í aðstöðu til að
stofna nýjan stjórnmálaflokk sem
sækja myndi stuðning til fjölda hér-
aðsstjóra sem fengið hafa sig full-
sadda á stefnu Pútíns. Þá er talið að
Berezovskí geti notið stuðnings
hluta stjórnarandstöðunnar undir
stjórn Gennadís Seleznýovs, þing-
manns kommúnistaflokksins og for-
seta dúmunnar.
Berezovský sem hefur sætt rann-
sókn rússneskra skattayfirvalda
sagðist ekki hræðast það að missa
friðhelgi þingmennskunnar en hvatti
jafnframt Pútín til að veita „sakar-
uppgjöf þeim sem högnuðust á
einkavæðingaráformum Rússlands-
stjórnar eftir fall Sovétríkjanna.
Vinnuaflsskortur vandamál í Noregi
Vantar tugþúsund-
ir í heilsugæslu
NORÐMENN þurfa á að halda tug-
um þúsunda innflytjenda á næstu
árum til þess eins að manna heil-
brigðiskerfið. Kemur það fram í
mikilli könnun sem gerð hefur verið
á vinnumarkaðinum í Noregi.
Ted Hanisch, ráðuneytisstjóri í at-
vinnumálaráðuneytinu norska, segir
í viðtali við Aftenposten að sveitar-
félögin þurfi að fá 10.000 nýja starfs-
menn í heilsugæsluna fyrir 2002.
Eftir það muni þörfin vaxa stöðugt
þannig að jafnvel verði þörf á tugum
þúsunda nýrra starfsmanna árlega
en nú sé ekki um að ræða neitt fram-
boð á fólki til þessara starfa. Að und-
anförnu hefur þörfin íyrir aukið
vinnuafl í heilbrigðiskerftnu verið 6-
7.000 manns á ári en talið er að um
2010 verði ekki lengur um að ræða
neitt „nýtt“ vinnuafl á markaðinum
almennt. Samband norskra sveitar-
félaga telur að stóra kreppan í þess-
um efnum komi ekki síðar en 2015.
Olíuframleiðsla auk-
in haldist verð hátt
Ofbeldisað-
gerðum ETA
mótmælt
ÞÚSUNDIR Spánverja þyrptust í
gær út á götur og torg helstu
borga í landinu og sameinuðust í
þögulli göngu til að mótmæla
morði aðskilnaðarhreyfingar
Baska (ETA) á borgarráðsmann-
inum Jose Maria Martin Carpena
frá Malaga. Morðið á Carpena er
hið þriðja sem ETA hefur verið
kennt um undanfarna fimm daga.
Ný ofbeldishrina ETA hefur verið
harðlega fordæmd á Spáni og var
morðinu á Carpena lýst sem
hryllingi.
Lundúnum, Vín. AFP, AP.
YFIRMAÐUR OPEC, samtaka oh'u-
framleiðsluríkja, lýsti því yfir í gær
að aðildarríki ættu að vera reiðubúin
að auka olíuframleiðslu sína um
500.000 föt á dag í lok mánaðarins.
Ali Rodriguez, yfirmaður OPEC og
olíumálaráðherra Venesúela, sagði á
fundi með fulltrúum annarra OPEC-
ríkja í Vín í gær að þeir ættu að vera
viðbúnir að grípa til viðeigandi ráð-
stafana til að auka framleiðslu, ef
olíuverð heldur áfram að hækka.
Hráolíuverð lækkaði á mörkuðum í
gær í kjölfar yfirlýsinga OPEC og í
kauphöllinni í Lundúnum lækkaði
viðmiðunarverð á einu fati af Brent-
olíu um 59 sent í 28,64 dali en í lok
síðustu viku var verðið 29,88 dalir.
Samkvæmt áætlunum OPEC
munu olíuframleiðendur auka fram-
leiðslu sína um 500.000 föt ef viðmið-
unarverð á olíu helst hærra en 28 dal-
ir á fatið tuttugu viðskiptadaga í röð.
Er þetta merki um skýra afstöðu OP-
EC í þá veru að framleiðsla verður
aukin að gefnum forsendum þrátt
fyrir fyrirvara sem nokkur aðildar-
ríki samtakanna hafa sett fram.
Reuters
Bandarfkjamenn auka mjög þrýsting á samninganefndirnar í Camp David
Barak sagður efíns um
að niðurstaða náist
Thurmont, Jerúsalem. Reuters, AFP, AP.
TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar
sagði í gær að þrýstingur á samn-
inganefndir Israela og Palestínu-
manna, sem nú funda í Camp David í
Bandaríkjunum, hafi verið aukinn og
er talið að markmið þess sé að ná
fram áþreifanlegri niðurstöðu í deilu-
mál Israela og Palestínumanna áður
en Bill Clinton Bandaríkjaforseti
heldur til Japans á fund G-8-ríkja-
hópsins á morgun. Að sögn heimild-
armanna utan Camp David eru
samningaviðræðurnar í hörðum hnút
og er Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels, sagður efins um að niður-
staða náist í helstu deilumálum áður
en Bandaríkjaforseti heldur til Jap-
ans.
Sjöundi dagur samningaviðræðn-
anna í Camp David hófst í gær og
sagði Joe Lockhart, talsmaður for-
setans, að fyrirhugaðri ferð Clintons
til Japans yrði ekki frestað og samn-
ingaferlinu skyldi lokið áður en Clin-
ton héldi af landi brott. „Ég held að
AP
Joe Lockhart, talsmaður Banda-
ríkjaforseta, ræðir við frétta-
menn í Camp David f gær.
við værum ekki hér ef við eygðum
ekki líkur á að klára þetta,“ sagði
Lockhart við fréttamenn.
Við annan tón kvað þó í ísrael þar
sem Avraham Burg, forseti ísraelska
þingsins, sagði í samtali við ísraelska
útvarpið að Barak hefði tjáð sér í
símtali að hann væri efins um að
samkomulag næðist áður en Clinton
héldi til Japans. „Hann [Barak] er
ekki bjartsýnn. Hann sagðist vilja ná
samkomulagi en við höfum ekki náð
því enn,“ sagði Burg. Taldi hann að
meira bæri í milli aðila í helstu deilu-
málum nú en þegar viðræðurnar hóf-
ust.
Tilboð ísraela
Helsti ásteytingarsteinninn er tal-
inn vera framtíð Jerúsalemborgar en
Palestínumenn gera tilkall til hennar
sem höfuðborgar sjálfstæðs palest-
ínsks ríkis. En jafnframt getur sátt
um framtíð Jerúsalem verið lykillinn
að varanlegum friðarsamningi.
ísraelskú- heimildarmenn Reuters
sögðu í gær að ísraelar væru reiðu-
búnir að láta af hendi 94,5 til 95% af
Vesturbakkanum ef Yasser Arafat,
leiðtogi Palestínumanna, samþykkti
að Jerúsalem yrði undir stjórn ísra-
els en fram að þessu hefur verið talið
að ísraelska sendinefndin væri reiðu-
búin að afhenda Palestínumönnum
92% lands á Vesturbakkanum.
Háttsettur palestínskur embætt-
ismaður sagði hins vegar í gær að
sendinefnd Arafats myndi hafna öll-
um tilboðum sem gerðu ekki ráð fyr-
ir palestínskri stjórn yfir austurhluta
Jerúsalemborgar. „Víst er að samn-
ingi sem ekki mun setja Jerúsalem
undir stjórn Palestínu verður hafnað
og Barak mun ekki finna nokkurn
Palestínumann sem mun sætta sig
við minna,“ sagði Jamil al-Tarifi, ráð-
herra í stjóm Palestínumanna.
Þrátt fyrir yfirlýst fréttabann af
samningaviðræðunum sagði Banda-
ríkjaforseti í blaðaviðtali í gær að
þær væru það erfiðasta sem hann
hefði komist í tæri við til þessa. í við-
talinu sem hann átti við dagblaðið
New York Daily um óskylt efni sagð-
ist hann þó jafnframt halda að nið-
urstaða yrði knúin fram.
Knatt-
spyrnumenn
snoðaðir
Quetta í Pakistan. AP.
AFGANSKIR trúarlögreglu-
menn handtóku pakistanska
knattspyrnumenn á laugardag-
inn og snoðuðu þá, að sögn
embættismanna. Höfðu knatt-
spyrnumennimir unnið sér það
til saka að vera á stuttbuxum.
Trúarlögregla talebana-
hreyfingarinnar stöðvaði knatt-
spymuleik pakistansks og af-
gansks knattspymufélags í
borginni Kandahar, þar sem
höfuðstöðvar hreyfingarinnar
em. Fimm Pakistanar komust
hjá handtöku og einn leitaði
hælis hjá pakistanska ræðis-
manninum í borginni. Talsmað-
ur talebananna sagði pakist-
önsku leikmennina hafa brotið
íslömsk lög um klæðnað, sem
banna að ýmsir líkamshlutar
sjáist.
MORGUNBLAÐW18. JÚLÍ 2000