Morgunblaðið - 18.07.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.07.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 ________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hollenskt par bjargast eftir að bíll þess lenti í Jökulsá á Dal „Skelfíleg andartök“ HOLLENSKT par, þau Elianne Kroon og Marco Reitsma, bjargaðist á ótrúlegan hátt eftir að bifreið þess lenti í Jökulsá á Dal skammt frá Arnórsstöðum. „Það er kraftaverki líkast að þau skyldu hafa komist lif- andi frá þessu,“ sagði Björn Sveins- son, lögreglumaður á Egilsstöðum. Elianne telur að sprungið hafi á framdekkinu vinstra megin. Við það missti hún stjórn á bifreiðinni sem tók að rása og steyptist síðan niður af þriggja metra háum árbakka ofan í Jökulsá á Dal. Bifreiðin flaut um stund í ánni og Elianne og Marco tókst að losa sig úr bílbeltunum. Þau náðu hinsvegar ekki að skrúfa niður rúðumar þar sem rafdrifnar rúður bílsins virkuðu ekki. Marco þvingaði upp hurðina en við það fylltist bifreiðin af vatni og sökk hratt til botns. Honum tókst strax að komast út og komst að landi um 500 m frá þeim stað sem bifreiðin lenti í ánni. „Eg ætlaði á eftir honum en flækt- ist í beltinu hans. Þetta voru skelfi- leg andartök," sagði Elianne. Hún sökk því með bifreiðinni en um það leyti sem hún lenti á árbotninum náði Elianne að losa sig úr beltunum og synda upp á yfirborðið. Þegar hún komst að landi var hún um 500 m neðar en Marco og hafði því borist um einn kflómetra með ánni. „Við sáum ekki hvort annað og fórum að hrópa og leita að hvort öðru. Það leið nokkur tími áður en við fundum hvort annað. Þetta var skelfilegt, við bjuggumst við því versta," sagði Eli- anne. „Okkur var mjög kalt en eftir að við höfðum fundið hvort annað leið okkur ótrúlega vel.“ Bifreiðin hefur ekki fundist Skömmu eftir að þau komust á land kom húsbíll aðvífandi og Marco hljóp að veginum til að gera vart við þau en Elianne fann til í baki og átti erfitt með að hreyfa sig. Fólkið í húsbflnum tók parið inn í bflinn, færði það úr blautum fötunum og hringdi á sjúkrabfl sem kom skömmu seinna. Parinu var ekið á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum þar sem þau gengust undir læknis- skoðun. Þau reyndust óslösuð en marin og aum. Jökulsá á Dal er gríðarlega straumhörð og gruggug þar sem þau lentu í ánni. Bifreiðin hefur ekki fundist. Morgunblaðið/Hafdís Elianne Kroon og Marco Reitsma ætla að halda ferðalaginu áfram. 5 km Bíllinn fór í ána stuttu innan við Arnórsstaði Björn Sveinsson telur ótrúlegt lán að þau skyldu sleppa lifandi. Búferlaflutningar Flestir fluttu frá Austurlandi 830 FLUTTU til höfuðborgarsvæðis- ins umfram brottflutta á fyrri helm- ingi ársins, að því er fram kemur í töl- um Hagstofunnar, eða sem nemur ríflega fimm manns á degi hverjum. Alls fluttu 518 af landsbyggðinni á tímabilinu og 312 frá útlöndum. Alls fluttust 6.486 til höfuðborgar- svæðisins en 5.656 frá því. Af einstök- um sveitarfélögum fluttust flestir til Reykjavíkur, eða 357, og Kópavogs, eða 268. Á Suðurnesjum voru aðflutt- ir umfram brottflutta 98 og á Suður- landi 47. Á Vestm-landi voru brottfluttir 15 fleiri en aðfluttir en á Vestfjörðum voru þeir 95 fleiri. Á Norðurlandi vestra voru brottfluttir 40 umfram aðflutta og á Norðurlandi eystra voru þeir 136. Flestir fluttust frá Austurlandi, eða 185 umfram aðflutta. Alls voru brottfluttir frá Austurlandi 472. Á fyrri helmingi ársins voru skráðar 24.730 breytingar á lögheimili ein- staklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 13.436 innan sama sveitarfélags, 8.094 milli sveitarfélaga, 1.852 til landsins og 1.348 frá því. Á umræddu tímabili fluttust 504 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Þar af voru aðfluttir íslendingar 13 fleiri en brottfluttir og aðfluttir er- lendir ríkisborgarar 491 fleiri en brottfluttir. Morgunblaðið/Arnaldur ^ LAURA Zolo og Jack Lammiman um borð í skútunni Sjö rósir. I kjölfar ítalskra sægarpa ÁSTÆÐUR þess að fólk kýs að sigla um heimsins höf í stað þess að búa um sig inni á heimili með öllum þægindum sem því fylgja eru marg- ar og mismunandi. Þau Laura Zolo og Jack Lammiman, sem nú dvelja í skútu sinni, Sjö rósum, í Grindavík, hafa heldur óvenjulega ástæðu fyr- ir för sinni. „Við erum að fylgja slóðum ítalskra sægarpa á síð- miðöldum," upplýsaþau þegar blaðamaður og ljósmyndari lfta í heimsókn. Leiðangurinn hófst fyrir rúmum sjö mánuðum í Feneyjum en ferðin á sór mun Iengri aðdraganda. Fyrir tveimur árum urðu þau Laura og Jack veðurteppt í Kirkwall á Orkn- eyjum. Deginum vörðu þau við blaðalestur og rákust á grein um ít- alska sæfarann Zeno sem á að hafa siglt til Ameríku frá Hjaltlandseyj- um í lok fjórtándu aldar, tæpri öld áður en Kólumbus sigldi þangað. Komust til íslands, Grænlands og Ameríku Laura segir að áhugi hennar á því að vita meira um þennan landa sinn hafi strax verið vakinn og hóf hún þegar að viða að sér heimild- um. Hún komst m.a. að því að sæ- farinn Antonio Zeno sem ku hafa siglt til Ameríku átti bróður, Nicoló Zeno, sem einnig var sægarpur mikill. Hann lagði upp í könnunar- leiðangur um heimsins höf árið 1390, settist tímabundið að hjá Orkneyjajarli og sigldi til Græn- lands og Islands áður en hann lést á Orkneyjum. Bróðir hans hélt við fjölskylduhefðinni og náði alla leið til Ameríku, segir sagan. Þau Laura og Jack segja þessar sögur um Zeno-bræðuma hafa orð- ið uppspretta að dcilum fræði- manna í gegnum tíðina og enn séu menn ekki á eitt sáttir um sann- leiksgildi ferðalaga þeirra. Þau em þó alveg sannfærð um að bræðurnir hafi farið eins víða og sagan segir og em í ferð sinni m.a. að viða að sér heimildum um það. Á hveijum stað fara þau á bóka- söfn og koma sér i kynni við heima- menn sem era kunnugir siglinga- og verslunarsögu viðkomandi lands. „Við höfum mikinn áhuga á að komast í kynni við íslendinga sem þekkja til þessara mála. Við höldum vitaskuld ekki að okkar rannsóknir komi í stað þess sem sagnfræðingar gera. En markmiðið hjá okkur er að vekja athygli á þessum leiðöngrum Zeno-bræðranna. Við vonumst til að sagnfræðingar fái meiri áhuga á þessari sögu auk þess sem við get- um örugglega vakið einhveija til umhugsunar með því að spyija öðmvísi spurninga en aðrir,“ segja þau og áhuginn á viðfangsefninu leynir sér ekki. Fáum tilfinningu fyrir sögunni „Við fáum líka allt öðruvísi til- finningu fyrir sögunni en sagnfræð- ingar sem sitja á skjalasöfnum. En auk sögunnar um Zeno-bræðurna höfum við almennan áhuga á sigl- inguin Itala á þessum tíma.“ Það er ekki bara í rannsóknum sem tilfinningin fyrir aðstæðum er allsráðandi hjá Lauru og Jack. Skútan er ekki hlaðin nýjustu tækj- um og tólum, þau em t.a.m. ekki í gervihnattasambandi. „Það að sigla snýst líka um að hafa tilfinningu fyrir veðri og vindum,“ segir Laura sem hefur siglt skútu í tíu ár og er nýfarin að nota GPS-staðsetningar- tæki. „Ég reiknaði allt á sexkant hér áður.“ Tilfinningarnar komust líka fljót- lega í spilið þegar þau Jack og Laura kynntust fyrir þremur árum. Jack, sem hafði verið á sjónum í 45 ár, lengi vel sem skipstjóri, var nefnilega búiim að fá alveg nóg af því að sigla. „En svo varð hann ást- fanginn af mér svo hann slapp ekk- ert af sjónum," segir Laura og hlær. „Þið sjáið hver ræður hér um borð,“ bætir Jack við. Þegar vind lægir við Islands- strendur er förinni heitið til Græn- lands og þaðan til Ameríku. „Við vonumst reyndar til að komast alla leið í kringum hnöttinn," segjaþau að lokum. Grindavík við hlið Fylkis á toppnum/B2 •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••## Stoke gerði jafntefli í Islands- heimsókninni/B16 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.