Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Jarð-
skjálftar
sunnan
Hraun-
gerðis
SMÁVÆGILEG jarðskjálftahrina
með upptök sunnan Hraungerðis,
rétt austan við Selfoss, reið yfir á
sunnudagskvöld. Stærsti skjálftinn
varð kl. 20:28 og mældist 2,7 stig á
Richterskvarða og fannst á nokkr-
um stöðum. Nokkrir eftirskjálftar
urðu og mældust tveii- stærstu
þeirra 2 á Richter.
Ragnar Stefánsson jarðskjálfta-
fræðingur segir að þetta hafi verið
smáskjálftahrina, samtals um 20
litlir skjálftar, á mjög þröngu svæði,
rúmlega þrjá kílómetra suður af
Hraungerði og um átta kílómetra
austur af Selfossi. Að sögn Ragnars
var fylgst með svæðinu fram á að-
faranótt mánudags til að athuga
hvort um framhald yrði að ræða, en
það varð ekki. Jarðskjálftahrinan
stóð að mestu yfir í um eina klukku-
stund, en nokkrar eftirhreytur urðu
næstu klukkutímana á eftir.
„Það hafa ekki komið fram neinar
skýrar línur um eitthvert framhald
á skjálftum og ekki komið fram
neinar línur um annað framhald
heldur en svona eins og verið hefur
undanfarið. Þetta er svona smáveg-
is spennuaðlögun vegna spennu-
breytinga sem hafa orðið, en það
hefur ekki komið fram neitt sem
boðar eitthvert framhald af stærri
skjálftum," segir Ragnar.
----------
Bill Clinton
styður bar-
áttu gegn
fíkniefnum
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
lýsti yfir stuðningi sýnum við
PATH-samtökin síðastliðinn föstu-
dag en samtökin eru íslensk að
uppruna og einbeita sér að því að
kynna fyrir ungmennum kosti þess
að lifa lífinu án eiturlyfja. Að sögn
Jóhannesar Kr. Kristjánssonar,
stjómarformanns PATH, lýsti
Bandaríkjaforseti yfir ánægju
sinni með stefnu PATH.
Sagði hann það nauðsynlegt fyr-
ir ungt fólk að vinna að fornvörn-
um og taldi það mikilvægt að ungt
fólk stæði að þeim. Jóhannes sagði
að yfirlýsing Bandaríkjaforseta
væri mikill heiður fyrir samtökin
og að hún hefði hvetjandi áhrif á
aðstandendur samtakanna í bar-
áttunni sem framundan væri.
Mannbjörg varð þegar Æskan SH-342 sökk suður af Látrabjargi
ÉÉÉÍÉÉI ð® 'c ”
-------------------------------------------------------------■■■;■.........■""".......
Hvalaskoðunarbáturinn Brimrún kom fljótlega á vettvang með dælu og
björgunarmenn. Dælan fór þó aldrei í gang.
Ljósmynd/Bjöm Pétur
Æskan SH-342 marar hér í hálfu kafi en hún sökk mjög skyndilega.
Sveinn Hjálmarsson, skipstjóri á Kaldbak EAl náði þessari einstöku mynd. Æskan var horfin sjónum fáeinum andartökum síðar.
Trtíðum alltaf að við
gætum bjargað bátnum
VÉLBÁTURINN Æskan SH-342
sökk um sex sjómílum suðaustur af
Bjargtöngum á laugardaginn. Þrem-
ur skipverjum var bjargað úr sjónum
auk sigmanns Landhelgisgæslunnar
sem hafði aðstoðað þá við að dæla sjó
úr bátnum en þeir stukku úr bátnum
rétt áður en hann sökk. Enginn
þeirra slasaðist.
Tilkynning um bát í nauð barst til
Landhelgisgæslunnar klukkan 13:21.
Nokkrum mínútum síðar var TF-
LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar,
kölluð út en hún lagði af stað kl. 14:07.
Þar sem talinn var góður möguleiki á
Þjónusta númer eitt!
Opnunartlmi: Mánud. - föstud. kl. 9-18
laugardagar kl. 12-16
BÍLAÞINGÍEKLU
Númer e-iH ( noivZvm b(!vm\
Laugavegi 174,105 Reykjavfk, sími 569*5500
vrvm.lbiílteílbíiwa.íis * vrrw.íbíilteíllbtoai!? - vrrw.lbntólbfifnici.íis
VW Golf Gti 1800, 5 dyra, 5
gíra, nýskráður 05.11.1999,
ekinn 17 þ. Ásett verð
2,090.000, topplúga sportinn-
rétting, spoilerkitt, litaðar
filmur, álfelgur.
Nánari uppl. hjá Bílaþingi
Heklu, sími 569 5500.
að bjarga bátnum voru tvær dælur
settar um borð í þyrluna. Þyrlan
kom að Æskunni kl. 14:50. Vind-
styrkur á staðnum var um 10-15 m/s
og nokkur sjógangur.
Trúði því fram á síðustu stundu
að hægt yrði að bjarga bátnum
Björgvin Helgi Ásbjömsson skip-
stjóri segir bátsverja hafa orðið vara
við lekann um ellefuleytið á laugar-
daginn en þá lak sjór inn í vélarrúm-
ið. Æskan var þá stödd um ellefu sjó-
mflum SSA af Bjargtöngum á leið frá
Grindavík til Patreksfjarðar þar sem
átti að gera Æskuna út til dragnótar-
veiða. „Við uppgötvuðum lekann til-
tölulega snemma. Þær dælur sem við
höfðum virtust halda við í byrjun,"
segir Björgvin. Hann segir erfitt að
gera sér nákvæmlega grein fyrir at-
burðarásinni. Um svipað leyti og bát-
urinn varð vélarvana hafi lekinn auk-
ist og þá kallaði Björgvin eftir
aðstoð.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, kom á staðinn klukkan 14:50.
Tvær dælur voru látnar síga um borð
í bátinn og sigmaður Landhélgis-
gæslunnar fór einnig um borð.
Stuttu síðar kom Brimrún, hvala-
skoðunarbátur sem gerður er út frá
Ólafsvík, á staðinn en um borð í
Brimrúnu var öflug dæla. Hún var
einnig flutt um borð í Æskuna en
komst þó aldrei í gang.
Brak í lestinni gerði dælinguna
erfíða og dælumar höfðu ekki undan.
„Eftir að þær komu um borð þá er
eins og það hafi bætt hraðar í,“ sagði
Björgvin. Bátsveijarnir þrír og sig-
maður Landhelgisgæslunnar reyndu
þó hvað þeir gátu til að dæla sjónum
úr lest Æskunnar og Björgvin segir
að þeir hafi lítið hugsað út í þann
möguleika að báturinn myndi
Æskan sökk
um 7 sjómílur
suður af
Látrabjargi
BREIÐA-
FJÖRÐUR
Öndverðarnes
sökkva. „Við trúðum því fram á síð-
ustu stundu að við myndum ná að
bjarga bátnum.“
Heyrði ekki viðvörunarköll
Kaldbakur EAl kom að Æskunni
rétt áður en hún sökk. Talsverður
halli var þá kominn á bátinn. Skip-
verjum á Brimrúnu leist ekki á blik-
una og kölluðu til skipverja Æskunn-
ar. Björgvin segist þó ekki hafa
heyrt viðvömnarköll þeirra. Hann
gerði sér hins vegar sjálfur grein fyr-
ir í hvað stefndi. Björgvin kallaði á
skipverja og sigmann Landhelgis-
gæslunnar þar sem þeir vom önnum
kafnir við að dæla sjó úr lestinni og
sagði þeim að yfirgefa bátinn strax.
Þeir hlupu allir aftur í skut bátsins
og stukku í sjóinn. Örstuttu síðar
sökk Æskan. Björgvin og Jónas
Unnarsson höfðu rennt niður björg-
unargöllunum og varð því nokkuð
kalt þegar þeir lentu í sjónum.
Björgvin telur þó að skipverjarnir
hafi ekki verið í mikilli hættu. Þyrl-
an kom snemma og gott að vita af
Brimrúnu og Kaldbak í nágrenninu.
„Við vomm ekkert hræddir um okk-
ur sjálfa. Við vomm bara hræddir
um að missa bátinn,“ sagði Björg-
vin.
Tapaði
hjálminum
Friðrik Höskuldsson, sigmaður
og leiðangursstjóri Landshelgis-
gæslunnar, var búinn að bjástra við
dælurnar ásamt bátsverjum Æsk-
unnar í um klukkutíma þegar ákveð-
ið var að yfirgefa skipið. „Skipstjór-
inn kom hlaupandi til mín og sagði
mér að báturinn væri að fara. Þegar
ég leit upp sá ég að það var komin 40
gráðu slagsíða á hann. Þá hlupum
við aftur á skut og hentum okkur í
sjóinn,“ sagði Friðrik. Hann segir að
hann og Ingimundur Óðinn Sverris-
son vélstjóri og Jónas Unnarsson
háseti hafi líklega verið of uppteknir
við að halda dælunum í gangi til að
taka eftir því í hvað stefndi. „Um tíu
mínútum áður en hann fór yfir
fannst mér eins og hann væri farinn
að halla svona 15-20 gráður yfir á
bakborða og hann rétti sig aldrei al-
veg upp eftir það,“ sagði Friðrik.
Eftir að þeir stukku í sjóinn sökk
Æskan hratt og hugsuðu þeir ein-
ungis um að koma sér sem lengst frá
bátnum til að lenda ekki í niðursogi
hans. Dælumar sukku með bátnum
en auk þess tapaði Friðrik sighjálm-
inum sem hann hafði tekið af sér.
Friðrik segir að líklega hafi þeir
ekki verið í mikilli hættu og það hafi
verið ómetanlegt að hafa Brimrúnu
og Kaldbak við hlið sér.
Rannsóknamefnd sjóslysa hefur
slysið til rannsóknar.